Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
0
ÍBV
Garðar Gunnlaugsson '17 1-0
Ármann Smári Björnsson '33 2-0
Darren Lough '74
24.07.2016  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Smá gola, skýjað og ca 13 siga hiti.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 912
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
6. Iain James Williamson ('59)
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('78)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('82)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
10. Steinar Þorsteinsson ('82)
15. Hafþór Pétursson
18. Albert Hafsteinsson ('59)
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('78)
23. Ásgeir Marteinsson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('27)
Darren Lough ('44)
Darren Lough ('74)

Rauð spjöld:
Darren Lough ('74)
Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi. Fimmti sigur ÍA í röð er staðreynd!
92. mín
Þetta er að fjara út hjá ÍBV. Fyrirgjöf frá vinstri en beint á Árna Snæ í markinu.
91. mín
Hafsteinn Briem með skalla eftir fyrirgjöf en hann er laflaus og og Árni grípur auðveldlega.
90. mín
90 komnar á klukkuna. Þrem mínútum bætt við.
90. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Steinar Þorsteins sleppur í gegn eftir sendingu frá Alberti. Fer framhjá Derby en Pepa bjargar á línu.
89. mín
Eyjamenn vilja fá víti! Sending inní teig og boltinn virstist fara í hönd Skagamanns, ekki viss samt.
87. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
85. mín
Fimm mínútúr eftir plús uppbót. Halda Skagamenn út?
83. mín
Mjög þung pressa frá Eyjamönnum þessa stundina. Kemur fyrirgjöf frá vinstri en vörn ÍA hreinsar.
82. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Síðasta skipting ÍA í leiknum
81. mín
Eyjamenn halda áfram að sækja og Simon með skot en varnarmenn ÍA komast fyrir boltann.
80. mín
Fyrirgjöf frá Ólafi Val frá vinstri en Derby nær boltanum auðveldlega.
79. mín
Fyrsta sókn Skagamanna í smá tíma. Ólafur Valur með skot utan teigs en vel yfir markið
78. mín
Inn:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
78. mín
Eyjamenn liggja þétt á vörn Skagamanna þessa stundina. Ná þeir að fá eitthvað útúr þessum leik?
76. mín
DAUÐAFÆRI!!! Simon Smidt sleppur í gegnum vörn ÍA en með hörmulegt skot sem Árni ver.
74. mín Rautt spjald: Darren Lough (ÍA)
Darren fær sitt seinna gula spjald og þar með rautt. Virtist harður dómur úr blaðamannastúkunni
74. mín Gult spjald: Darren Lough (ÍA)
72. mín
Menn eru töluvert að renna á vellinum þessa stundina enda rennandi blautur
70. mín
Eyjamenn halda áfram að sækja og færast nær markinu en vörn ÍA stendur þetta af sér ennþá.
69. mín
Tryggi í dauðafæri. Fær sendingu inn fyrir vörn Eyjamanna en skotið er framhjá.
68. mín
Inn:Aron Bjarnason (ÍBV) Út:Sören Andreasen (ÍBV)
Eyjamenn henda í tvöfalda
68. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV)
67. mín
Eyjamenn vilja fá víti. Sören fer niður í teignum. Held að þetta hafi verið rétt hjá Þorvaldi
65. mín
Vel útfærð hornspyrna hjá Eyjamönnum. Tekin stutt og endar með fyrirgjöf en Garðar Gunnlaugs vakandi í varnarleiknum og hreinsar í horn sem ekkert verður úr.
64. mín
Skagamenn hafa bakkað töluvert í seinni hálfleik. ÍBV meira með boltann en hafa ekki ennþá fengið alvöru færi samt.
62. mín
Derby svona semi tæpur í markinu hjá ÍBV en kemst upp með þetta. Tryggvi næstum búinn að ná boltanum af honum.
61. mín
Skemmtileg staðreynd að í augnablikinu eru átta uppaldir Skagamenn inná hjá þeim.
59. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Iain James Williamson (ÍA)
Fyrsta skipting leikins. Iain hlýtur að vera eitthvað meiddur. Búinn að eiga fínan leik.
58. mín
Illa nýtt tækifæri hjá ÍBV. Þrír á þrjá en Sören alltof lengi á boltanum og Ármann hreinsar.
56. mín
Eyjamenn sækja meira þessa stundina. Fá hornspyrnu en ekkert verður úr þessu
54. mín
Garðar með fyrirgjöf/skot úr aukaspyrnu en auðvelt fyrir Derby í markinu.
53. mín Gult spjald: Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV)
53. mín
Skagamenn ekki að ná upp sama spili hérna á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu á löngum köflum í þeim fyrri.
51. mín
Benedikt Októ með flottann sprett upp hægri kantinn og kemst inn í teig en bæði Ármann og Arnór renna sér fyrir skotið.
49. mín
ÍA í sinni fyrstu sókn í seinni hálfleik. Aukaspyrna inná teiginn en Garðar er brotlegur
48. mín
Eyjamenn byrja seinni hálfleikinn að ágætis krafti.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar sjáanlegar.
45. mín
Hálfleikur
Skagainn leiðir 2-0
45. mín
Illa nýtt aukaspyrna hjá ÍBV. Fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf en ákveða að reyna skot í gegnum pakkann og varnarmenn ÍA hreinsa í burtu
44. mín Gult spjald: Darren Lough (ÍA)
41. mín
Þetta sér maður ekki oft í Pepsideildinni. Vitlaust innkast dæmt á Eyjamenn
40. mín
Eyjamenn reyna að sækja en það gengur ekkert sérstaklega. Frekar bitlausir framá við
38. mín
Ármann með hörku skalla. Hornspyrna frá Iain beint á kollinn á Ármann en boltinn yfir markið.
35. mín
Þarna sluppu Eyjamenn. Tryggvi með hælsendingu inní teig og varnarmenn ÍBV bjarga á síðustu stundu áður en Garðar fær boltann.
34. mín
Eyjamenn fara í sókn og koma með fyrirgjöf en Árni Snær vel vakandi og grípur vel.
33. mín MARK!
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
MAAAAAARK!! Skagamann eru komnir í 2-0. Ármann Smári að skora með skalla. Fyrst bjarga Eyjamenn á línu eftir skalla frá Ármanni en hann fékk annan sjens og skallar í bláhornið. Óverjandi!
32. mín
Hörkusklli hjá Garðari að marki Eyjamanna eftir að Ármann hafði skallað inn fyrir vörnina en Derby ver vel. Horn
30. mín
Leikmenn ÍBV reyna að færa sig framar á völlinn en vörn Skagamanna er þétt og þeir komast lítt áleiðis
29. mín
Mikkel er staðinn upp og virðist í lagi sem er vel.
27. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Arnar fór ansi groddalega í Mikkel leikmann ÍBV sem liggur eftir.
25. mín
Og enn sækja heimamenn. Nú kemur fyrirgjöf frá vinstir en of há og löng og Derby grípur auðveldlega. ÍA töluvert betri þessa stundina.
23. mín
Skagamenn halda bara áfram að sækja. Nú er það Ólafur Valur sem er með skot að marki en beint á Derby sem ver auðveldlega.


19. mín
Skagamenn halda áfram að sækja. Flott sókn og Tryggvi með fyrirgjöf en Darren nær ekki til boltans. Einhverjir viltu víti en held að þetta hafi verið rétt hjá Þorvaldi.
17. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAAARK! HVAÐ VAR ÞETTA? GARÐAR MEÐ ROSALEGT MARK! Fær boltann fyrir utan teig og neglir honum í slánna og inn alveg út við stöng! Gjörsamlega óverjandi! ÞVÍLÍKT MARK HJÁ GG9
14. mín
Garðar með ágætis skot að marki Eyjamann. Fær boltann út fyrir teig og lætur vaða en beint á Derby í markinu sem ver auðveldlega.
13. mín
Það er byrjað að rigna hressilega á Akranesi.
11. mín
Skagamenn eru að byrja leikinn örlítið betur. Halda boltanum á meðan ÍBV bakkar.
9. mín
Það er nóg að gerast hérna. Eftir þetta úthlaup Árna fara Skagamenn beint í sókn og kemur fyrirgjöf frá hægri en vörn ÍBV vel vakandi og keumur þessu í burtu.
8. mín
HVAÐ ER ÁRNI AÐ GERA Í MARKINU? Stálhepppinn að Eyjamenn nýttu þetta ekki betur. Fer út úr teignum en missir boltann en leikmenn ÍBV ná ekki að gera sér mat úr þessu. STÁLHEPPINN!
8. mín
Ágæt sókn hjá Eyjamönnum sem endar með fyrirgjöf frá hægri en Simon Smidt nær ekki valdi á boltanum og skotið hátt yfir
7. mín
Skagamenn halda áfram í sókn og nú kemur fyrirgjöf frá hægri en Eyjamenn hreinsa í horn.
6. mín
Tryggvi Hrafn í flottu færi. Hallur á góða sendingu innfyrir vörn ÍBV en Tryggvi missir boltann aðeins frá sér og færið frekar þröngt og Derby ver.
3. mín
Liðin sækja til skiptir hérna á fyrstu mínútunum. Fyrst ÍBV með fyrirgjöf frá vinstri sem Skagamenn hreinsa frá og svo kom fyrirgjöf hjá ÍA frá vinstri sem Eyjamenn ráða auðveldlega við
1. mín
Skagamenn fóru beint í sókn sem endaði með fyrirgjöf frá hægri en auðvelt fyrir Derby í markinu.
1. mín
Það var tveggja mínútna töf á upphafi leiksins vegna þess að netið var eitthvað laust í öðru markinu en Ármann Smári reddaði því á 0.1
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður hérna á Akranesi. ÍA byrjar með boltann og sækir í átt að höllinni.
Fyrir leik
Aðstæður á Akranesi í dag eru nokkuð góðar bara. Smá gola, skýjað og um 13 stiga hiti.
Fyrir leik
Það eru rétt rúmar fimm mínútur í leikinn á Akranesi og liðin eru farin uppí klefa að gera sig klár í leikinn.

Fyrir leik
Það er hálftími í leik á Skaganum og bæði lið að hita upp. Létt yfir mönnum.
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að það hefur bæst við í glókollana í ÍA liðinu en þeir Arnar Már Guðjónsson og Gylfi Veigar Gylfason eru búnir að skella sér í aflitun.
Fyrir leik
Byrjunarlðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar. ÍA heldur sig við óbreytt lið enda hefur liðinu gengið vel. ÍBV gerir hins vegar þrjár breytingar. Aron Bjarnason, Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon detta út en þeir tveir síðastnefndu eru í leikbanni. Inn koma Sören Andreasen, Mees Junior Siers og Benedikt Októ Bjarnason.
Vil hvetja lesendur til að nota kassamerkið #fotboltinet á twitter á meðan leikurinn er í gangi.
Fyrir leik
Nú ætti að fara að styttast í byrjunarliðin hjá okkur. Ljóst er að ÍBV þarf að gera alla vega tvær breytingar á liðinu hjá sér frá síðasta leik þar sem þeir Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon eru báðir í banni í dag.
Fyrir leik
Hins vegar hefur ÍA ekki bætt neitt við hópinn hjá sér þó þeir hafi eitthvað verið að skoða í kringum sig.
Fyrir leik
ÍBV hefur verið duglegra á markaðnum í glugganum en þeir hafa bætt sig við tveimur mönnum. Sören Andreasen kom frá Danmörku í upphafi gluggans og fyrir helgi kom Guðmundur Steinn Hafsteinnson frá Noregi. Guðmundur er reyndar ekki kominn með leikheimild. Einnig er varnarmaðurinn ungi Devon Már Griffin kominn með leikheimild með ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá KFS.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari er Sigurður Óli Þórleifsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Ingi Jónsson
Fyrir leik
Við eigum vonandi von á hörkuleik hérna í dag. Heimamenn vilja halda þessu magnaða gengi áfram en gesitirnir frá Vestmannaeyjum vilja ná sinn fyrsta sigur frá 4.júní.
Fyrir leik
Gengi liðanna hefur verið gjörólíkt eftir hið margfræga EM frí. ÍA hefur unnið alla fjóra leikina sína á meðan ÍBV hefur ekki unnið leik í deildinni eftir fríið.
Fyrir leik
Liðin mættust einmitt í fyrstu umferðinni í Vestmennaeyjum og þá vann ÍBV stórsigur 4-0 með mörkum frá Simon Kollerup Smidt, Aroni Bjarnasyni, Sindra Snæ Magnússyni og Charles Vernam.
Fyrir leik
Leikurinn er sá fyrsti í 12.umferð Pepsideildar karla en fjórir aðrir leikir fara fram í kvöld.
KL 19:15
Víkingur Ó-Breiðablik
FH-Þróttur R.
Fjölnir-Valur
KL 20:00
Fylkir-Stjarnan

Umferðinni lýkur svo á morgun með leik Víkings R. og KR í Fossvoginum kl 20:00
Fyrir leik
Hérna mætast liðin í 6. og 8. sæti deidarinnar, ÍA í því sjötta og ÍBV í áttunda sæti.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkominn í beina textalýsingu frá leik ÍA og ÍBV á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
9. Mikkel Maigaard
14. Jonathan Patrick Barden
18. Sören Andreasen ('68)
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers
23. Benedikt Októ Bjarnason ('68)
27. Elvar Ingi Vignisson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Aron Bjarnason ('68)
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('68)
18. Ásgeir Elíasson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Benedikt Októ Bjarnason ('53)
Jón Ingason ('87)

Rauð spjöld: