Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
0
2
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '65
0-2 Arnþór Ari Atlason '83
24.07.2016  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Gullfallegur völlur. Engin sól og enginn vindur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 634
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('91)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson ('79)
5. Björn Pálsson ('79)
6. Pape Mamadou Faye
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
11. Martin Svensson
15. Pontus Nordenberg
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson
13. Emir Dokara ('79)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson ('91)
24. Kenan Turudija ('79)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('45)
Tomasz Luba ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi 2-0 sigur hjá blikum. Mun betri í dag
91. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
vill meina að þetta sé einn fallegasti leikmaður í Pepsi deildinni í sumar
89. mín
AFTUR SLEPPUR GLENN Í GEGN

Hár bolti frá Gísla og Egea missti af honum og AFTUR lætur Glenn Cristian verja frá sér. Hafði meiri tíma núna en áðan
88. mín
Aukaspyrnan góð frá William inná teiginn en Víkingar ná ekki skoti á markið
87. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Braut á Þorsteini
86. mín
Víkingar í ruglinu!

Glenn slapp einn í gegn en lét Cristian verja frá sér. Hafði góðan tíma. Illa nýtt
83. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
MAAAAAAAAAARK!!

Luba missti boltann yfir sig. Glenn senti bolta fyrir með jörðinni á Atla en Cristian mætti út og varði. Arnþór tók frákastið rétt fyrir utan teig og setti boltann örugglega út í stöng
79. mín
Inn:Emir Dokara (Víkingur Ó.) Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Tveir menn að koma úr meiðslum. Alfreð færður upp á kant. Martin í holuna og Þorsteinn neðar
79. mín
Inn:Kenan Turudija (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Víkingar gera líka breytingu
Minn maður Kenan kominn inná eftir erfið meiðsli
79. mín
Inn:Jonathan Glenn (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni lagðist aftur niður. Meiddur?
78. mín
Martin með skot af 25 metra færi um það bil. Hátt yfir
76. mín
Inn:Alfons Sampsted (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Strax eftir gula spjaldið
75. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Tók William niður við miðjuna sem liggur eftir.
72. mín
Blikar keyrðu upp 4 á 3. Andri Rafn bar boltann upp og gaf út á Árna en skot hans í varnarmann. Illa nýtt skyndisókn
70. mín Gult spjald: Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Tók Árna niður á miðjunni
68. mín
Víkingar reyna að svara. Þorsteinn keyrði upp völlin og gaf út á kantinn á Martin. Kom með fljótandi bolta fyrir markið en Pape missti af honum
65. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Blikar komnir yfir!!

Búnir að vera betri allan leikinn leyfi ég mér að segja. Daniel fíflaði Alfreð og sendi fyrir þar sem Arnþór Ari fleytti boltanum áfram á Árna sem potaði boltanum í netið af stuttu færi
63. mín
Pape er ekki að eiga sinn besta leik. Ekki skrítið þar sem hann er að spila á móti besta miðvarðarpari í pepsi deildinni
60. mín
Martin á bullandi sprett upp hægri kantinn. Damir fylgdi honum vel eftir og kom boltanum í horn. Flottur varnarleikur
57. mín
Blikar fá aukaspyrnu við hornfánann við litla hrifningu Víkingssveitarinnar. Reyndar mjög fátt sem þeir eru sammála dómaranum um í þessum leik, sem er mjög skrítið því hann er búinn að dæma þennan leik frábærlega
54. mín
William með rosalegt skot!

Tók skot af sirka 25-30 metra færi. Gulli gerði vel og sló boltann yfir
52. mín
Elfar og Damir eru bara svindl góðir. Víkingar eiga erfitt með að brjóta þá niður
50. mín
Hornspyrna tekin af William. Aleix kom á nær eins og svo oft áður en skallinn rétt framhjá
48. mín
Víkingar eiga fyrstu sókn síðari hálfleiks. Hár bolti frá Þorsteini yfir allan pakkann
45. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Ein skipting í hálfleik hjá Blikum.
45. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur hafinn. Óbreytt hjá heimamönnum
45. mín
Hálfleikur
Steindautt X hingað til
45. mín
Aukaspyrnuna tók Bamberg. beint í vegginn og frákastið líka beint í veginn
45. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Tók Árna niður rétt fyrir utan teiginn. Árni klobbaði Aleix. Aukaspyrnan er á stórhættulegum stað
44. mín
Mjöööög rólegur leikur hingað til, nokkuð um hálffæri hér og þar en ekkert til að tala um
38. mín
Árni liggur eftir. Mjög furðulegt atvik. Egill var að senda boltann upp og Árni að pressa á hann. Virtist svo renna eða eitthvað svoleiðis og lá eftir. Hélt um lærið. Vonandi ekki alvarlegt
33. mín
Boltinn í slánna!!

Þvílíkur sprettur hjá Martin upp hægra megin og sendi boltann fyrir og boltinn droppaði á slánni. Pape fylgdi því eftir með annri fyrirgjöf þar sem boltinn fór af Davíð og rétt framhjá markinu. Nálægt því að skora sjálfsmark
30. mín
Björn Pálsson mjög heppinn að sleppa þarna!
Vel spilað hjá blikum og Arnór kom með stungu á Árna og Bjössi hékk í honum allan tíman og togaði hann niður. Beint fyrir framan aðstoðardómarann. Í mínum bókum var þetta aukaspyrna og gult
26. mín
William liggur eftir. Hann og Arnór Sveinn hoppuðu upp í skallabaráttu báðir úr kyrrstöðu og skölluðu saman
24. mín
Eftir skemmtilega og líflega byrjun hefur leikurinn róast mikið
18. mín
Aleix nálægt því að gera sig sekur um mjög dýrkeypt mistök. Missti boltann undir löppina og Árni greip bráðina og geystist á Tomasz. Tomasz náði hins vegar að blokka skotið
17. mín
Falleg spilamennska hjá blikum upp vinstri hliðina. Tomasz náði að elta Arnþór uppi og skilaði boltanum út í horn.
12. mín
Stórhætta við mark Víkings. Há fyrirgjöf frá Daniel alla leið yfir á fjær. Árni kom honum strax aftur fyrir markið en enginn náði að koma skoti á markið
11. mín
Fyrsta skot á markið komið. Heimamenn áttu það og var það William sem skaut rétt fyrir utan teig. Laflaust beint á Gulla
10. mín
Blikar eru með öll völd á vellinum fyrstu 10 mínútunum. Ekkert skot komið á markið hins vegar
5. mín
Byrjunarlið Heimamanna er 4-2-3-1
Cristian
Alfreð-Luba-Aleix-Pontus
Egill-Björn
Martin-Þorsteinn-William
Pape

Byrjunarlið Blika
Gulli
Anrór Sveinn-Damir-Elfar-Davíð
Andri Rafn
Gísli-Arnþór Ari
Bamberg-Árni-Ellert
3. mín
Mark strax!!

Blikar geystust upp vinstra megin og komu boltanum í netið en það var búið að flagga. Byrjar vel. Kraftur í blikunum strax
2. mín
Pape færir sig upp á topp og Martin Svensson er hægra megin.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja að gilinu.
Góða skemmtun
Fyrir leik
Til Ólafs Jónssonar. Reyni ekki að valda þér vonbrigðum vinur
Fyrir leik
Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í Pepsi deildinni. Blikar unnu á Kópavogsvelli árið 2013 2-0 en liðin skyldu jöfn á Ólafsvíkurvelli 0-0. Víkingar unnu frækinn sigur í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar 2-1 þar sem Þorsteinn Már og Kenan Turudija skoruðu stórglæsileg mörk
Fyrir leik
Við vorum með Jónas Gest, formann Víkings Ó., í beinni á Facebook hjá okkur. Það er hægt að sjá viðtalið við hann með því að smella hér.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Í byrjunarliði Blika eru þrír leikmenn sem spilað hafa fyrir Ólafsvíkurvíkinga. Ellert Hreinsson var lánaður í fyrstu deildina árin 2006 og 2007. Hann lék 21 leik í deild og skoraði í þeim 10 mörk.

Damir Muminovic lék með Víkingum í efstu deild árið 2013 og var með betri mönnum það sumar.

Gísli Eyjólfsson var eins og flestir ættu að vita á láni hjá Víking framan af sumri. Blikar kölluðu hann til baka fyrir leikinn gegn Val í 8. umferð
Fyrir leik
Heimamenn í Víkingi gera eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Martin Svensson sem kom nýlega til liðsins kemur í byrjunarliðið fyrir Hrvoje Tokic sem tekur út leikbann.

Gestirnir frá Kópavogi gera einnig eina breytingu á sínu liði frá öruggum 3-0 sigri á Fjölni í síðustu umferð. Oliver Sigurjónsson tekur úr leikbann fyrir of mörg gul spjöld og kemur fyrrum leikmaður Víkings inn fyrir hann, Ellert Hreinsson.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Breiðablik og Víkingur Ó. hafa mæst sextán sinnum í opinberri keppni. Blikar hafa sigrað í tólf leikjum, Víkingar í einum leik og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Liðin eiga aðeins þrjá leiki að baki í efstu deild. (blikar.is)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Blikar eru í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá toppliði FH. Ólsarar eru í fimmta sæti með 18 stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það vantar lykilmann hjá Blikum í kvöld þar sem Oliver Sigurjónsson tekur út leikbann. Hjá Víkingum vantar þeirra markahæsta mann Hrjove Tokic en hann var rekinn út af gegn Stjörnunni í síðasta leik. Byrjunarliðin verða opinberuð klukkara fyrir leik að vanda.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ólsarar eru búnir að fá leikmann í glugganum en það er Daninn Martin Svensson sem spilaði fyrr á tímabilinu með Víkingi Reykjavík. Svensson er kantmaður. Blikar hafa fengið Árna Vilhjálmsson sem lagði öll þrjú mörkin upp í 3-0 útisigrinum gegn Fjölni í síðustu umferð. Ólsarar töpuðu á sama tíma fyrir Stjörnunni hér í Ólafsvík.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings í Ólafsvík og Breiðabliks í 12. umferð Pepsi-deildarinnar. Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar vann Ólafsvíkurliðið 2-1 útisigur þar sem Kenan Turudija skoraði sturlað sigurmark!
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('76)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson ('79)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
22. Ellert Hreinsson ('45)
23. Daniel Bamberg
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
10. Atli Sigurjónsson ('45)
17. Jonathan Glenn ('79)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
26. Alfons Sampsted ('76)

Liðsstjórn:
Höskuldur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('75)
Davíð Kristján Ólafsson ('87)

Rauð spjöld: