Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
1
2
Stjarnan
Andrés Már Jóhannesson '63 1-0
1-1 Hilmar Árni Halldórsson '88
1-2 Hilmar Árni Halldórsson '97
24.07.2016  -  20:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Fullkomnar aðstæður, úði, logn, þoka.
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1475
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('59)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('59)
15. Garðar Jóhannsson ('74)
16. Emil Ásmundsson
16. Tómas Þorsteinsson

Varamenn:
8. Sito ('74)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Albert Brynjar Ingason ('59)
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson ('59)
29. Axel Andri Antonsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ROSALEGUR ENDIR Á ÞESSUM LEIK!!!
97. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
STJÖRNUMENN ERU AÐ FARA MEÐ ÖLL ÞRJÚ STIGIN AF FLORIDANA VELLINUM!!!

Hilmar Árni fær boltann á sama stað og aukaspyrnan var tekin áðan nema núna gerir hann gott betur og tekur boltann og gjörsamlega þrumar honum í fjær vinkilinn. Þetta heitir að smellhitta boltann.
95. mín
Elís Rafn með HÖRKUSKOT vel fyrir utan teig en Kerr er eins og köttur í markinu og er snöggur niður til að handsama boltann.
93. mín
Úff Valdimar minn... hér dæmir hann brot á Jóhann Laxdal sem fer augljóslega bara í boltann, vann þarna mikilvæga tæklingu en allt kom fyrir ekki.
92. mín
Valdimar dæmir núna brot á Stjörnumenn inn í teig Fylkis, á hvað hins vegar veit ég ekki.
91. mín
Uppbótartími er 8 mínútur.


Nei þið voruð ekki að lesa vitlaust, hann er 8 mínútur. Ekki veit ég af hverju.
90. mín
EYJÓLFUR HÉÐINSSON VAR BARA AÐ KLIPPA BOLTANN YFIR ÚR MARKTEIGNUM TAKK FYRIR. Hefði átt að gera betur þarna pilturinn.
89. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
88. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ!!!

Valdimar Pálsson dæmir ansi vafasama aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hilmar Árni tekur hana og setur hann alveg út í markmannshornið fjær.
87. mín
Það bendir ekki mikið til þess að Stjarnan sé að fara jafna þennan leik, verið afleitir sóknarlega í dag.
86. mín
Albert með frábært hlaup inn fyrir vörn Fylkis og chippar boltanum svo rétt framhjá fjærhorninu. Albert verið frábær eftir að hann kom inná.
85. mín
Það er farið að glitta í smá sól hérna í Árbænum, ég er ekki frá því að það sé farið að birta líka til í hjörtum stuðningsmanna Fylkis. Nú er von ef þeir ná að klára þetta.
82. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
78. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Sá ekki fyrir hvað samt.
77. mín
Já hvað haldiði? Boltinn berst út fyrir teig, Jóhann Laxdal mætir og tekur aftur gömlu gluðrunina í garðinn hjá einhverjum heppnum í Hraunbænum, þessir boltar kosta sitt.
74. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
71. mín
Einn FASTUR skalli frá Tonci beint á Duwayne í markinu eftir hornspyrnu. Þarna fór kliður um mannskapinn.
66. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
66. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
63. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Hvað haldiði, Fylkismenn eru komnir yfir!

Ragnar Bragi með boltann í vítateigshorninu vinstra megin, vippar boltanum á fjærstöngina þar sem Andrés Már kemur á fleygiferð og sneiðir boltann í fjærhornið!
60. mín
Ein tvöföld hjá Fylki, aðeins að hrista upp í þessu. Stjörnumenn verið betri í seinni hálfleik.
59. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
59. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
52. mín
Guðjón Baldvins reynir hér skot utan teigs vinstra megin, rétt framhjá.

49. mín
Bíddu nú aðeins. Halldór Orri með skot eftir klafs í vítateignum og ég sá ekki betur en að Hilmar Árni hafi verið mættur niðrá línu í fjærhornið og varið þetta skot.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur, guði sé lof segja sumir. Þetta hefur ekki verið upp á marga fiska því miður. Ef ekki væri fyrir Pepsi Maxið í fjölmiðlastúkunni þá væri ég sennilega á leið heim bara.

41. mín
Frááábær sókn hjá Fylkismönnum, Oddur Ingi svissar honum frá vinstri yfir til hægri á Andra sem keyrir inn á teiginn og sendir fastan bolta fyrir en ótrúlegt en satt var enginn Fylkismaður þar til að ýta boltanum yfir línuna.
36. mín
Hilmar Árni með nokkrar krúsídúllur inní teig, leggur boltann svo út á Jóhann Laxdal sem er vel út fyrir teiginn, Jóhann tekur sig til og gluðrar boltanum ca 30-40 metra upp í loftið og lengst framhjá. Hugmyndin engu að síður góð.
33. mín
Baldur Sigurðsson er búinn að eiga slæman dag á miðjunni það sem af er leiks, margar feilsendingar, margir tapaðir boltar og töpuð návígi hjá þessum annars frábæra miðjumanni. Spurning hvað kollegi minn Benedikt Bóas segir við því þegar hann heyrir þessar fregnir.
31. mín
Já komiði sæl og blessuð. Hér var Andrés Már að fara í eina yfir meðallagi groddaralega tæklingu á Hörð Árnason. Valdimar telur tiltal vera nóg í þetta skiptið, veit ekki hvort ég sé sammála honum, enda er ekki spurt um það.
30. mín
Mikill hitaleikur það sem af er, kæmi mér ekki á óvart ef Valdimar færi að kíkja í svörtu bókina.
29. mín
Stjörnumenn aðeins að sækja í sig veðrið, tvær ágætis sóknir frá þeim í röð, enn hefur þó ekkert reynt á Ólaf Íshólm í marki Fylkis.
26. mín
Hér liggur Ragnar Bragi eftir að hafa fengið flugferð í boði Duwayne Kerr, Ragnar var við það að sleppa í gegn en Kerr kom vel út úr teignum og sópaði boltann burt með góðri tæklingu og tók Ragnar með í kjölfarið sem fékk væna byltu.
24. mín
Fylkisliðið er bara mjög vel spilandi og hafa yfirhöndina það sem af er.
18. mín
FYRSTA FÆRI LEIKSINS ER KOMIÐ TAKK FYRIR!!

Frábær fyrirgjöf frá Andra úti á hægri vængnum, dettur beint á kollinn á Tonci sem skallar hann rééétt yfir!
16. mín
Andrés Már með dónalegan klobba á Hörð Árna að mér sýndist út á hægri kantinum, tekur svo straujið inn á teig með fasta sendingu fyrir en engin appelsínugul treyja nær að koma sér í knöttinn.

7. mín
Fylkismenn eru í 4-4-2 með Garðar og Ragnar upp á topp.

Stjörnumenn virðast vera að spila 4-1-3-2 með Baldur Sig alveg hyyyyldjúpan á miðjunni og Guðjón og Arnar Má upp á topp.
5. mín
Menn eru bara aðeins að þreifa fyrir sér hérna, fá "touchið" á boltann og prófa grasið aðeins. Gott og blessað. Ég læt vita um leið og eitthvað markvert gerist.
1. mín
Fylkismenn í sínum appelsínugulu búningum sækja í átt að Skalla í Hraunbæ, eða svona þannig séð. Stjörnumenn í sínum bláu búningum sækja svo í átt að Árbæjarlaug.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Tónlistin í Árbænum er "lit" eins og ungdómurinn myndi segja, og jafnvel bæta við nokkrum fire emoji's eftir það. Á gömlu íslenskunni er hún bara hreinn unaður, eitthvað fyrir alla.
Fyrir leik
Lífskúnstnerinn Sóli Hólm var fenginn til að spá fyrir um þessa 12.umferð Pepsi deildar karla.

Fylkir 1 - 3 Stjarnan
Þetta fer annað hvort 1-3 eða 0-3. Ef Garðar Jóhanns spilar þá fer þetta 1-3 en annars fer þetta 0-3. Stjarnan er of stór biti fyrir Fylki.
Fyrir leik
Einnig vekur athygli að engan Þorra Geir Rúnarsson er að finna í hóp Stjörnunnar. Þorri Geir tilkynnti það fyrir ekki svo löngu að hann væri á leið út til Bandaríkjanna í skóla í byrjun ágúst og spurning hvort það hafi áhrif á þessa ákvörðun Rúnars Páls, en Þorri Geir hefur verið einn af öflugri mönnum í þessu Stjörnuliði það sem af er tímabils.
Fyrir leik
Athygli vekur að Albert Brynjar Ingason fær sér sæti á bekk Fylkismanna í dag, Albert hefur verið með betri mönnum Fylkis í sumar og skorað 3 af 10 mörkum þeirra í deildinni.
Fyrir leik
Á meðan við hinkrum eftir upphafsflautinu er ekki úr vegi að rifja upp atvik úr leik þessara liða frá árinu 2010 þegar Stjörnumenn fóru með 2-1 sigur eftir mark frá Halldóri Orra Björnssyni úr víti í uppbótartíma. Sigurinn sem slíkur kannski ekkert merkilegur þar sem þessi lið voru bæði í neðri hluta deildarinnar, en úr varð eitt eftirminnilegasta og umtalaðasta fagn í sögu íslensku úrvalsdeildarinnar. Laxafagnið.



Fyrir leik
Það eru álíka miklar líkur á að það finnist líf á Mars fyrir lok dagsins og að við fáum engin mörk í þennan leik. Stjörnumenn hafa skorað í öllum sínum leikjum í deildinni nema gegn Val á Hlíðarenda. Ég segi 3 mörk í dag, spurning frá hvoru liðinu hins vegar.
Minni á Twitter fyrir þá sem vilja taka þátt í umræðu um leikinn eða bara eitthvað allt annað, það er í góðu mín vegna.
Fyrir leik
Þessi leikur er geigvænlega stór fyrir bæði lið og jafnframt hættulegur fyrir bæði lið á sama tíma einnig.

Takist Stjörnumönnum að vinna þá eru þeir að læsa sig inn í toppbaráttuna og ríghalda í FH-inga sem sitja á toppnum. Þeir eru sem stendur í öðru sæti með 20.stig þegar 11 leikjum er lokið af þessu tímabili, tveimur stigum á eftir FH.

Takist Fylkismönnum að vinna ná þeir að klóra sig nær föstu sæti í deild þeirra bestu á næsta ári, þeir eru sem stendur í 11.sæti, 5 stigum frá KR sem eru í því tíunda, Fylkir hafa einungis unnið 2 leiki af þeim 11 sem þeir hafa spilað í deildinni.
Fyrir leik
Þegar þessu lið mættust í fyrri umferðinni á teppinu í Garðabæ lauk þeim leik með 2-0 sigri þeirra bláklæddu.
Fyrir leik
Komiði sæl og bless.

Hér mun fara fram textalýsing frá leik Fylkis og Stjörnunar sem fram fer á Floridana vellinum í Árbæ.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Guðjón Baldvinsson ('82)
8. Halldór Orri Björnsson ('66)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('66)
14. Hörður Árnason

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('66)
20. Eyjólfur Héðinsson ('66)
22. Þórhallur Kári Knútsson
29. Alex Þór Hauksson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('89)

Rauð spjöld: