Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
1
ÍA
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir '6 1-0
1-1 Cathrine Dyngvold '59
Alex Nicole Alugas '63 2-1
26.07.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Geggjaðar!
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('78)
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('45)
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('57)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Guðrún Höskuldsdóttir ('57)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('78)
17. Alex Nicole Alugas ('45)
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Liðsstjórn:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óli Njáll hefur flautað til leiksloka!

FH nær í mikilvæg þrjú stig gegn ÍA og eru þar með komnar fjórum stigum frá fallsætinu.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld.
92. mín
Rachel Owens reynir skot/fyrirgjöf sem fer framhjá markinu og aftur fyrir. FH fær markspyrnu.
91. mín
ÍA sækir... allir leikmenn FH eru innan teigs.
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið. Nú er það uppbótartíminn sem er líklega í kringum þrjár mínútur.
88. mín
Dyngvold við það að komast í gegn en nær ekki almennilega til boltann og fyrsta snertingin slæm og hún missir boltann aftur fyrir.
83. mín
FH eru ekkert feimnar við það að reyna sækja og þær hafa verið duglar í að reyna byggja upp skyndisóknir.
81. mín
ÍA hefur ekki náð að svara almennilega eftir að þær lentu undir í annað skipti. Þær þurfa meiri ógn fram á við , ætli þær sér stig hér í kvöld.

Ennþá nægur tími til stefnu.
79. mín
Rannveig fór beint í það að taka hornspyrnuna, boltinn datt út í teiginn þar sem Viktoría Valdís átti skot en beint á Ástu í markinu.
78. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Aldís gert mikið fyrir FH-liðið í kvöld og lagði meðal annars upp fyrsta mark þeirra.
78. mín
FH fær hornspyrnu eftir fínan sprett frá Alugas.
76. mín
Inn:Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA) Út:Maren Leósdóttir (ÍA)
Fyrirliðinn fer af velli.
72. mín
Ingibjörg og Dunnigan lentu saman með höfuðið og láu báðar eftir. Þær þurftu aðhlynningu en eru báðar komnar aftur inná.

Ingibjörg tók nokkrar jafnvægisæfingar á hliðarlínunni til að athuga hvort það væri ekki allt í góðu. Hún stóðst prófið og er komin aftur inná.
70. mín
Nótt vann boltann á miðjum vallarhelmingi ÍA, renndi boltanum áfram á Karólínu sem átti skot fyrir utan teig beint á Ástu Vigdísi.
63. mín MARK!
Alex Nicole Alugas (FH)
Stoðsending: Guðný Árnadóttir
ALEX NICOLE ALUGAS HEFUR SKORAÐ SITT FYRSTA MARK FYRIR FH Í SÍNUM FYRSTA LEIK!

Löng sending frá vinstri, yfir á Alugas á hægri kantinum, hún tók vel við boltanum og lét vaða í nærhornið. Ásta Vigdís réð ekki við skotið og í netinu endaði boltinn.

Mikilvægt mark fyrir FH og mikið áfall fyrir ÍA aftur á móti.
63. mín
Inn:Heiður Heimisdóttir (ÍA) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA)
62. mín
Mark ÍA lá eiginlega í loftinu, FH var dottið heldur aftarlega og meiri grimmd í Skagaliðinu.

Nú hefur hinsvegar aðeins kviknað líf í FH.
60. mín
FH vill fá víti í næstu sókn.

Fyrirgjöf sem endar í hendinni á varnarmanni ÍA en Óli Njáll dæmir ekki. Annað hvort hefur hann ekki séð þetta, eða fundist þetta hafa verið af, of stuttu færi. Sem þetta var vissulega. Hefði verið strangur dómur.
59. mín MARK!
Cathrine Dyngvold (ÍA)
Stoðsending: Maren Leósdóttir
ÍA HEFUR JAFNAÐ METIN!

Maren lagði boltann til hliðar á Dyngold við vítateigslínuna, hún var alein inn í teig og lagði boltann framhjá Jeanette í markinu.
57. mín
Inn:Guðrún Höskuldsdóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Önnur breyting hjá FH í kvöld.
56. mín
Pourcei með aukaspyrnu frá miðlínunni sem Dunnigan skallar frá vítateigslínunni yfir markið. Engin hætta þarna á ferð.
55. mín
Aldís Kara tók aukaspyrnuna sem endar ofan á þaknetinu.
54. mín
Erna Guðrún með fyrirgjöf inn í teig þar sem Viktoría Valdís fær boltann, en móttakan léleg og hún náði ekki að gera sér mat úr færinu.

FH hélt hinsvegar áfram boltanum og fá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn.
52. mín
Ásta Vigdís er komin með derhúfu í markinu hjá ÍA. Reynsla þar á ferð, þrátt fyrir ungan aldur.
50. mín
Alugas með fína fyrirgjöf frá hægri en yfir allan fjöldann inn í teig, þar á meðal Karólínu sem var á fjærstönginni. Fín spyrna.
49. mín
Gréta Stefánsdóttir með skot langt fyrir utan teig. Skotið endar nánast á Reykjanesbrautinni.
47. mín
Megan Dunnigan fær boltann innan teigs en Guðný gerir vel og tekur hreinlega boltann af henni og hreinsar frá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Inn:Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Út:Heiðrún Sara Guðmundsdóttir (ÍA)
ÍA gerði einnig breytingu á sínu liði.
45. mín
Inn:Alex Nicole Alugas (FH) Út:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
Markaskorarinn fer af velli hjá FH og inn kemur Alex Nicole Alugas í sínum fyrsta leik.
45. mín
Hálfleikur
Óli Njáll hefur flautað til hálfleiks.

FH einu marki yfir í hálfleik.
44. mín
VÓ!

Þvílíkt skot í þverslánna - Viktoría Valdís með vinstri fótar skot í þverslánna langt fyrir utan teig. Þetta var alvöru skot!
43. mín
Skagastelpur pressa þessa stundina. Reyna fyrirgjafir sem eru skallaðar frá af þeim Ingibjörgu og Guðnýju.

Fáum við mark fyrir hálfleik?
41. mín
Dyngold með fína spyrnu eftir hornspyrnuna sem Dunnigan skallar yfir af stuttu færi. Frír skalli sem hún náði ekki að stýra á markið.
40. mín
Fimm mínútur til hálfleiks. Þetta er í miklu jafnvægi og mikið um miðjuhnoð.

Bæði lið komast lítið framhjá öftustu varnarlínu andstæðingana.

EN hvað gerist núna, Skagastelpur fá hornspyrnu...
38. mín
Viktoría Valdís hefur hingað til átt mjög góðan leik á miðjunni hjá FH. Unnið marga bolta og skilað boltanum vel frá sér.
36. mín
Neineineinei...

Guðný gjörsamlega þrumar í varnarvegginn og ÍA keyrir upp í skyndisókn. Sú útfærsla heppnaðist enganvegin hisnvegar og sóknin til fjandans.
35. mín
FH fær aukaspyrnu á fínum stað, rétt fyrir framan vítateig ÍA.

Guðný Árnadóttir tekur spyrnuna...
32. mín
Orri Þórðarson þjálfari FH hvetur sínar stelpur áfram ,,Bætum við marki, koma svo!"

Hann biður ekki um lítið, þar sem fyrir leikinn var FH búið að skora þrjú mörk í Pepsi-deildinni.
31. mín
Spyrnan frá Poureci fín en Maria Selma skallar boltann frá.

Sókn ÍA heldur hinsvegar áfram og hún endar með góðu færi sem Maren fær en hún skýtur í hliðarnetið af stuttu færi. Færið þröngt en stórhættulegt engu að síður.

FH-stelpurnar stálheppnar.
30. mín
Maria Selma brotleg og ÍA fær aukaspyrnu á vallarhelming FH.

Poureci gerir sig klára til að taka spyrnuna.
28. mín
Karólína Lea reynir að fara framhjá Anítu Sól við hornfánann en missir boltann aftur fyrir. Klaufalegt.
26. mín
Virkilega jákvætt að sjá mætinguna hér í Krikanum í kvöld. Bæði lið eiga marga fulltrúa í stúkunni.
25. mín
Megan Dunnigan með máttlausan skalla frá vítateigslínunni eftir aukaspyrnu frá Hrefnu Þuríði frá miðlínunni.
22. mín
Dyngvold var með boltann rétt fyrir utan teiginn og virtist hafa tíma til að skjóta en var of lengi að því og áður en hún vissi af, voru bæði Selma Dögg og Guðný Árna. komnar fyrir hana.

Boltinn endaði hjá Mareni sem átti fyrirgjöf frá hægri en sendingin of löng og sóknin rann út í sandinn.
21. mín
Karólína Lea með góða sendingu yfir vörn ÍA en Heiðrún Sara gerir vel og rennir sér í boltann og sendir boltann í innkast. Var þar á undan Bryndísi Hrönn í boltann. Góð sending og góð vörn.
19. mín
Maria Selma reynir fyrirgjöf en beint í hendurnar á Ástu Vigdísi sem grípur boltann.
15. mín
Owens er staðin aftur upp og komin aftur inná. Leikurinn er farinn að rúlla á ný.
13. mín
Bryndís Hrönn gerir vel og vinnur boltann af Rachel Owens á miðjum vallarhelmingi ÍA. Sendir boltann síðan til Aldísar Köru sem missir boltann í barningi við varnarmann ÍA.

Owens liggur eftir og þarf aðhlynningu.
11. mín
Skagamenn vilja fá aukaspyrnu. Megan Dunnigan reynir að fara upp völlinn með boltann en lendir hreinlega á vegg og fellur niður. Veggurinn sem hún lenti á, heitir Selma Dögg.

Óli Njáll samkvæmur sjálfum sér og dæmir ekkert.
9. mín
FH stelpur mæta af mikilli ákveðni inn í þennan leik. Það er greinilega mikið undir í þessum leik!
7. mín
Maren reynir fyrirgjöf frá hægri sem endar ofan á þaknetinu á marki FH.
6. mín MARK!
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
Stoðsending: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ OG ÞAÐ GERA FH!

Aldís Kara tók vel á móti boltanum, fyrir utan teiginn og lagði boltann til hliðar á Bryndísi Hrönn sem átti laglegt skot í fjærhornið meðfram jörðinni. Erfitt viðureignar fyrir Ástu Vigdísi í markinu!

Þetta er alvöru byrjun á leiknum!
5. mín
Viktoría Valdís með fyrstu skottilraun leiksins en vel framhjá markinu fór boltinn.

Skotið fyrir utan teig.
1. mín
Liðsuppstilling ÍA:
Ásta Vigdís
Heiðrún Sara - Hrefna - Pourcei - Aníta Sól
Bergdís Fanney - Rachel Owens - Gréta - Maren
Dyngvold - Megan Dunnigan
1. mín
Liðsuppstilling FH:
Jeanette
Erna Guðrún - Ingibjörg - Guðný - Maria Selma
Bryndís Hrönn - Viktoría Valdís - Selma Dögg - Karólína Lea
Nótt - Aldís Kara
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar. Enginn annars en Gylfi Þór Sigurðsson er mættur í stúkuna. Það er stórt!
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og eru þessa stundina að heilsast. Þetta fer að bresta á.

Það má búast við hörkuleik hér í kvöld!
Fyrir leik
FH fékk í dag, Alex Nicole Alugas frá Sindra en hún var markahæst Sindra í 1. deildinni. Hún byrjar á bekknum.

Ég vona að ég sé ekki að fara með rangt mál, en ég held að hún hafi ekki náð einni æfingu með FH. Það má þó vel vera að það sé rangt hjá mér. Enda langt í frá að vera alvitur.
Fyrir leik
Ásgeir Marteinsson, leikmaður ÍA í Pepsi-deild karla er mættur í stúkunni en kærasta hans, númer 8 í Skagaliðinu, Gréta Stefánsdóttir er í byrjunarliði ÍA í kvöld eins og fyrri daginn.
Fyrir leik
FH endurheimtir einnig liðstjórann sinn í kvöld, Guðlaug Valgeirsson sem var í rómantískri djammferð með kærustunni síðustu vikur. Mikilvægt fyrir FH-liðið að fá Guðlaug aftur til baka, en hann skartar rándýrum sólgleraugum sem hann hefur heldur betur not fyrir í kvöld.
Fyrir leik
Jeanette J Williams markvörður FH hefur farið á kostum í sumar og var í liði fyrri umferðar í Pepsi-deild kvenna hjá okkur á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Þórður Þórðarson þjálfari ÍA gerir enga breytingu á sínu liði frá 2-0 sigrinum gegn KR í síðustu umferð.
Fyrir leik
Maria Selma Haseta kemur inn í byrjunarlið FH í stað Sveinbjörgu Andreu sem hefur verið glíma við meiðsli. Hún er á bekknum í kvöld.
Fyrir leik
Það er frábært veður! Sólin skín og það er logn. Vonum að hvorki leikmenn, dómarar, þjálfarar eða áhorfendur fái sólsting hér í blíðunni í kvöld!
Fyrir leik
FH hefur fengið liðsstyrk fyrri síðari hluta sumars í Pepsi-deild kvenna en Alex Nicole Alugas er komin til félagsins.

Alex getur spilað frammi og á kantinum en hún kemur til FH frá Sindra.

Alex er markahæst hjá Sindra í sumar en hún hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í 1. deild kvenna.
Fyrir leik
FH og ÍA mættust í 1. umferð deildarinnar og þar skoraði Karólína Lea Vilhjálsmdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri FH.
Fyrir leik
FH er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með sjö stig á meðan ÍA er á botninum með fjögur stig. Með sigri í kvöld, geta þær jafnað FH að stigum.

ÍA unnu góðan 2-0 sigur gegn KR á útivelli í síðustu umferð.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Hér í kvöld eigast við FH og ÍA í þýðingarmiklum leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('45)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir ('76)
17. Cathrine Dyngvold
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('63)

Varamenn:
6. Eva María Jónsdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('76)
11. Fríða Halldórsdóttir
14. Heiður Heimisdóttir ('63)
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('45)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
22. Karen Þórisdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: