Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
Þór
Orri Gunnarsson '1 1-0
Gunnlaugur Hlynur Birgisson '17 2-0
Alex Freyr Elísson '63
Óskar Jónsson '86
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson '90
27.07.2016  -  18:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Glampandi sól og völlurinn góður. Allt eins og það á að vera.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
3. Samuel Lee Tillen
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('84)
10. Orri Gunnarsson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('74)
17. Alex Freyr Elísson
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Indriði Áki Þorláksson
24. Dino Gavric
25. Haukur Lárusson ('53)

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('74)
8. Ivan Parlov
9. Helgi Guðjónsson
13. Ósvald Jarl Traustason ('84)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
21. Ivan Bubalo ('53)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Gunnarsson ('42)
Sigurður Hrannar Björnsson ('79)

Rauð spjöld:
Alex Freyr Elísson ('63)
Leik lokið!
2-1 sigur Framara í hörkuleik staðreynd. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Lengst inni í uppbótartíma ná Þórsarar að skora mark. Gauti Gautason skallaði boltann af 1 metra færi beint á Sigurð eftir horn. Boltinn barst til Gunnars sem hamraði hann í autt markið úr markteig.
90. mín
DAUÐAFÆRI! Gunnar Örvar skýtur yfir af um 7 metra færi, summar upp þennan dag hjá Þórsurum.
90. mín
Framarar nálægt því að bæta þriðja markinu við. Arnar Sveinn komst inn í sendingu, þeystist fram gegn fáliðaðri vörn Þórsara gaf sendingu fyrir á Bubalo sem var einn á auðum sjó en Sandor Matus gerði vel í að komast inn í fyrirgjöfina.
86. mín Rautt spjald: Óskar Jónsson (Þór )
Þvílíkur asnaskapur! Arnar Sveinn braut á honum og er Óskar liggur sparkar hann í Arnar sem stendur yfir honum, beint fyrir framan nefið á dómaranum!
Vitleysisskapur af verstu sort og hárrétt rautt spjald.
84. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Gunnlaugur hefur verið góður í dag.
82. mín
Jóhann Helgi nær loks að setja boltann í netið en er þá dæmdur rangstæður.
82. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
80. mín
Framarar virðast ætla að sigla þessu heim, lítið að gerast hjá Þórsurum.
79. mín Gult spjald: Sigurður Hrannar Björnsson (Fram)
Var með einhver leiðindi.
74. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Hlynur virðist vera gjörsamlega farinn í öxlinni og er skipt af velli.
71. mín
Á meðan Hlynur Atli liggur eftir samstuð nota Framarar tímann og taka góðan liðsfund úti á velli. Þetta kallar maður að nota tímann vel.
68. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Síðasta breyting Þórsara.
66. mín
Ná Norðanmenn að nýta sér liðsmuninn?
65. mín
Framarar eru brjálaðir í stúkunni og hafa verið stóran hluta þessa leiks vegna framferðis Þórsara. Þetta fyllti mælinn hjá þeim. Ásmundur Arnarsson er ósáttur sömuleiðis.
63. mín Rautt spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Framarar manni færri! Alex Freyr var með sólann á undan sér en fer í boltann. Fyrir mér var þetta 50/50 dæmi, alveg réttlætanlegt að gefa rautt en hefði e.t.v. átt að vera gult.

Ef þetta voru tveir fætur er þetta líklegast rétt en ég sá það ekki nógu vel.
62. mín
Orri Gunnarsson á skot rétt framhjá eftir sendingu frá Arnari Sveini, Framarar eru betri þessa stundina.
60. mín
Gauti Gautason lét rétt í þessu barn sem sinnir starfi boltasækjara gjörsamlega heyra það. Mjög ljótt að sjá. Dómarinn gefur honum aðvörun en hann slappur við spjald.
59. mín
Þórsarar láta finna fyrir sér sem einhverjir Framarar eru ósáttir við. Mikill pirringur báðu megin, Jóhann Ingi hefur sig allan við að halda leiknum undir stjórn.
57. mín
Hákon Ingi stígur inn í Alex Frey innan teigs svo hann dettur. Framarar vilja víti en Jóhann Ingi dæmir ekkert.
56. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Hefur brotið nokkrum sinnum af sér í dag og þetta var einu skipti of mikið.
53. mín
Inn:Ivan Bubalo (Fram) Út:Haukur Lárusson (Fram)
Haukur kemur meiddur af velli en það kemur framherji inn í hans stað. Taktískar færslur gera hins vegar að verkum að skipulagið helst hið sama.

Sigurpáll fer af miðjunni í miðvörðinn. Með nafn eins og Melberg ætti það ekki að vefjast fyrir honum.
51. mín
Jóhann Helgi á skalla eftir aukaspyrnu utan af velli sem fer beint á Sigurð í marki Framara.
49. mín
Þórsarar að ógna, Jóhann Helgi á fyrirgjöf frá hægri á hausinn á Gunnari Örvari en skalli hans fer framhjá markinu.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn - Framarar hefja leik.
46. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Önnur bakvarðabreyting Þórsara.
45. mín
Hálfleikur
2-0 fyrir Fram í hálfleik í leik þar sem staðan gæti hæglega verið á annan veg. Þórsarar slakir varnarlega og klúðrað tveimur dauðafærum.

Framarar hafa einnig verið brothættir á köflum svo staðan gæti breyst, sjáum hvað setur.
42. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)
Stöðvaði skyndisókn, hárrétt.
38. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Ingi virðist vera meiddur, allavega vona ég hans vegna að það sé ástæðan fyrir því að hann fari útaf. Hann hefur ekki verið góður eins og öll Þórsvörnin.
33. mín
Alex Freyr á nú fyrirgjöf frá hægri á hausinn á Indriða á fjærstönginni sem skallar boltann fyrir markið þar sem Hlynur Atli mætir en hittir ekki boltann. Gott færi hjá Frömurum sem virðast hafa lítið fyrir því að tæta vörn Þórsara í sundur.
29. mín
Þórsarar fara upp í sókn hinu megin þar sem Ólafur Hrafn á fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Jóhanni Helga en skalli hans fer beint á Sigurð í markinu.
29. mín
Alex Freyr fær skoppandi bolta til sín á vítateigslínunni hægra megin, hittir boltann illa og skýtur yfir.
26. mín
Þórsarar stjórna ferðinni þessa stundina en skapa sér lítið. Framarar liggja til baka og reyna að freista þess að sækja hratt á móti.
22. mín
AFTUR KLÚÐRAR JÓHANN DAUÐAFÆRI!! Gunnar Örvar skallar markspyrnu Sandors vel innfyrir vörn Fram á Jóhann Helga sem er einn á auðum sjó, ákveður að fara framhjá Sigurði í markinu sem kom út á móti en kemur sér í of þrönga stöðu og skýtur í hliðarnetið. Þvílíkt klúður hjá Jóhanni, aftur!
21. mín
DAUÐAFÆRI! Sveinn Elías á frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Jóhanni Helga sem er einn á auðum sjó á markteig Framara. Á einhvern ótrúlegan hátt skallar hann boltann laust framhjá. Einbeitingarleysi hjá Jóhanni þarna.
17. mín MARK!
Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
Í þann mund sem ég ætlaði að tala um hversu lítið væri að gerast!
Klaufagangur á miðju Þórsara. Indriði Áki fær boltann, leggur hann auðveldlega innfyrir vörn Þórs á Gunnlaug sem leggur boltann framhjá Sandor í markinu. 2-0 fyrir Fram!
10. mín
Sam Tillen skýtur úr aukaspyrnunni beint í vegginn, menn vilja hendi en ég sá ekki hvort þeir hafa eitthvað til síns máls.
9. mín
Framarar fá aukaspyrnu rétt utan teigs þar sem brotið er á Orra Gunnarssyni.
8. mín
FÆRI! Strax og ég sleppi orðinu á Indriði Áki skot sem fer af varnarmanni rétt framhjá eftir darraðadans í teignum eftir langt innkast. Það er titringur í vörn Þórsara.
7. mín
Leikmenn virðast enn vera að átta sig í kjölfar þessarar byrjunar. Liðin skiptast á að vera með boltann en ógna ekki af viti.
3. mín
Þórsarar brunuðu margir upp í sókn í byrjun leiks og virtust ætla að senda tóninn um að pressa Framara hátt strax frá byrjun. Fram fékk aukaspyrnu inni í eigin vítateig eftir brot Þórsara í sókninni og brunuðu upp í skyndisókn á móti. Þórsarar algjörlega úti á túni í varnarleiknum og staðan orðin 1-0.
2. mín
Markið kom eftir 24 sekúndur.
1. mín MARK!
Orri Gunnarsson (Fram)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
ÞETTA VAR EKKI LENGI AÐ GERAST! Indriði Áki fær háa sendingu upp vinsti kantinn og allt í einu eru Framarar komnir þrír inn á boxið gegn þremur Þórsurum. Orri er aleinn utarlega í teignum og leggur boltann fallega upp í þaknetið.
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar hefja leik og sækja í átt að Laugardalslauginni.
Fyrir leik
Liðin koma nú út á völlinn og Framarinn Valtýr Björn Valtýsson er að sjálfsögðu vallarþulur að venju og kynnir liðin til leiks.
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá hvernig liðin koma inn í þennan leik í dag hafandi bæði verið í slæmu formi í undanförnum leikjum. Bæði vilja líklega nýta sér slakt form andstæðingsins en gætu einnig verið hrædd við að tapa.

Við skulum vona að viljinn til að vinna og blása til sóknar yfirgnæfi þörfina um að tapa ekki leiknum.
Fyrir leik
Liðin eru nú að leggja lokahönd á upphitun og halda til búningsherbergja þegar tíu mínútur eru til leiks.
Fyrir leik
Stærstur hluti 13. umferðar fer fram í kvöld en kl. 19:15 fara fram leikir Leiknis í Reykjavík og HK, KA og Hauka auk leiks Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfirði.

Grindavík og Huginn eiga leik sem frestaðist til kl. 20:30 í kvöld og umferðin klárast með leik Selfoss og Keflavíkur á mánudagskvöldið.

Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá öllum þessum leikjum.
Fyrir leik
Framarar eru mættir út á völl að hita nú þegar sléttar 40 mínútur eru til leiks. Ekkert bólar enn á Þórsurum.
Fyrir leik
Ólafur Hrafn, sem kom á láni til Þórs frá Breiðabliki á dögunum, kom inn á í hálfleik gegn Leikni í síðstu umferð rétt eins og Gunnar Örvar sem skoraði eina mark Þórs í þeim leik.

Þeir hafa greinilega heillað Donna, þjálfara Þórs, og halda báðir sæti sínu í liðinu í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Eins og ef til vill mátti vænta eru breytingar hjá báðum liðum þar sem hvorugt þeirra hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu.

Það eru fjórar breytingar á liði Þórs, Loftur Páll Eiríksson, Kristinn Þór Björnsson, Hákon Ingi Einarsson og Reynir Már Sveinsson víkja fyrir Gauta Gautasyni, Ármanni Pétri Ævarssyni, Ólafi Hrafni Kjartanssyni og Gunnari Örvari Stefánssyni sem byrja leikinn í dag.

Framarar gera þrjár breytingar sín megin þar sem Arnar Sveinn Geirsson, Dino Gavric og Alex Freyr Elísson taka sæti þeirra Ingibergs Ólafs Jónssonar, Hafþórs Þrastarsonar og Ivan Bubalo.
Fyrir leik
Ekki er hægt að segja betri sögu af Frömurum sem hafa einungis fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum og tapað síðustu þremur.

Síðasti leikur þeirra var 1-3 tap gegn KA á Laugardalsvelli og sitja þeir eftir það í 8. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.
Fyrir leik
Þórsurum hefur gengið bölvanlega undanfarið og tapað síðustu fjórum leikjum sínum og fjarlægst toppbaráttuna. Ekki hjálpar til að töpin fjögur voru gegn þeim fjórum liðum sem eru fyrir ofan þá í deildinni.

Þeir sitja því í 5. sæti tveimur stigum frá Keflavík sem eru í því fjórða.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Þórs Akureyri í 13. umferð Inkasso-deildarinnar.

Við vonumst eftir góðum leik í blíðunni í dag.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('46)
Sandor Matus
3. Bjarki Aðalsteinsson
4. Gauti Gautason
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('68)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('38)
21. Óskar Jónsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Tómas Örn Arnarson
5. Loftur Páll Eiríksson
11. Kristinn Þór Björnsson ('38)
12. Hákon Ingi Einarsson ('46)
14. Jakob Snær Árnason ('68)
15. Guðni Sigþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('56)
Jakob Snær Árnason ('82)

Rauð spjöld:
Óskar Jónsson ('86)