Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjarðabyggð
2
2
Leiknir F.
Víkingur Pálmason '30 1-0
Hákon Þór Sófusson '41 2-0
2-1 Jesus Guerrero Suarez '58
2-2 Ignacio Poveda Gaona '88
27.07.2016  -  19:30
Eskjuvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Vindur og nokkuð svalt
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Maður leiksins: Víkingur Pálmason
Byrjunarlið:
12. Ásgeir Þór Magnússon (m)
2. Emil Stefánsson
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson ('74)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
20. Brynjar Már Björnsson
22. Jón Arnar Barðdal

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
4. Martin Sindri Rosenthal
5. Sverrir Mar Smárason
9. Hlynur Bjarnason
10. Fannar Árnason ('74)
23. Haraldur Þór Guðmundsson
25. Sævar Örn Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 jafntefli í grannaslag.
90. mín
Valdimar Ingi á glæsilegan sprett upp allan hægri kantinn og ætlar að gefa hann fyrir en boltinn ratar beint í fætur á leikmanni Fjarðabyggðar.
90. mín Gult spjald: Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
90. mín
Gríðarlega mikilvæg varsla frá Adrian þegar Jón Arnar er sloppinn einn í gegn.
90. mín
Leiknismenn ætla ekki að sætta sig við jafntefli. Liggja hér í sókn. Jesus Suarez gefur boltann á Tadas Jocys sem skýtur en skotið fer yfir.
88. mín MARK!
Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
Stoðsending: Andres Salas Trenas
Leiknis liði er búið að jafna. Ignacio Gaona skoraði eftir að Gíbraltar-kletturinn Andres Trenas flikkaði boltanum áfram á hann.
83. mín
Leiknir er í sókn. Rocamora er með boltann og lætur sig detta. Dómari leiksins, Tómas Orri, hristir hins vegar bara hausinn. Leikmenn Fjarðabyggðar heimta spjald á Rocamora en fá ekki
77. mín
Jesus Suarez með glæsilegt langskot sem Ásgeir ver í slánna og yfir.
74. mín
Inn:Fannar Árnason (Fjarðabyggð) Út:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
72. mín
Inn:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.) Út:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.)
Sóknarsinnuð skipting hjá Leikni. Bakvörður út af fyrir sóknarsinnaðan miðjumann.
71. mín
Hættuleg sókn hjá Fjarðabyggð. Víkingur Pálmason gefur hann fyrir á Svein Fannar. Sveinn Fannar skýtur af stuttu færi en skotið fer réwtt yfir.
68. mín
Leiknir fær hornspyrnu sem Kristófer tekur. Vindurinn gerir honum hins vegar erfitt fyrir og boltinn fer yfir markið
65. mín
Almar Daði vinnur boltann í vítateig Fjarðabyggðar. Hann hleypur að marki og skýtur en Ásgeir ver boltann í horn.
58. mín MARK!
Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Stoðsending: Hilmar Freyr Bjartþórsson
Langt innkast frá Leikni. Loic Ondo skallar frá. Boltinn fellur beint fyrir Hilmar Frey sem skýtur/gefur fyrir. Þar mætir Jesus Suarez boltanum og stýrir honum í netið. 2-1
55. mín
Arkadiusz missir boltann í sínum eigin vítateig. Sóknarmenn Fjarðabyggðar skiptast á að dansa með boltann inn í vítateignum. Þetta endar síðan með skoti í varnarmann Leiknis sem Leiknismenn koma síðan frá
53. mín
Góð sókn hjá Fjarðabyggð. Sveinn Fannar og Aron Gauti taka þríhyrningsspil rétt fyrir utan vítateig Fjarðabyggðar sem endar með skoti frá Aron Gauta. Skotið er hins vegar laust og veldur Adrian engum vandræðum.
51. mín
Langt innkast frá Leikni inn í teig. Andres Salas Trenas nær fyrstur til boltans og skýtur en boltinn fer framhjá.
50. mín
Aukaspyrna sem Leiknir á. Kristófer Páll tekur en spyrnan er beint á Ásgeir í marki Fjarðabyggðar
45. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Antonio Calzado Arevalo (Leiknir F.)
45. mín
Inn:Jose Omar Ruiz Rocamora (Leiknir F.) Út:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Nú leikur Fjarðabyggð á móti vind.
45. mín
Hálfleikur
2-0 fyrir Fjarðabyggð í hálfleik. Þeir hafa verið töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en vindurinn hefur hjálpað þeim mikið.
41. mín MARK!
Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Víkingur Pálmason
Fjarðabyggð fær aukaspyrnu út á vinstri kantinum nálægt vítateig Leiknis. Víkingur Pálmason tekur og gefur fyrir. Vindurinn hjálpar boltanum áfram og boltinn virðis ætla að fara í gegnum allan pakkann áður en Hákon Þór Sófusson mætir honum á fjærstöng og stýrir honum í netið. 2-0 fyrir Fjarðabyggð.
37. mín
Fjarðabyggð fær aukaspyrnu á vinstri kantinum á vallarhelmingi Leiknis. Eitthvað hefur gerst í vítateignum hjá Leikni því Loic Ondo liggur eftir. Dómarinn fer yfir til að tala við leikmenn en dæmir ekkert. Brynjar Már tekur spyrnuna en hún er skelfileg og vindurinn ber boltann út af í markspyrnu.
33. mín
Enn ein sóknin hjá Fjarðabyggð. Víkingur Pálmason gefur hann og Emil Stefánsson skallar hann en Adrian fer glæsilega frá honum.
31. mín
Víkingur Pálmason stingur honum inn á Jón Arnar. Hann er sloppinn í gegn en er með Arkadiusz í bakinu á sér. Jón Arnar er kominn upp að markinu og skýtur en hann er úr jafnvægi þegar hann tekur skotið og það fer í hliðarnetið.
30. mín MARK!
Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)
Aukaspyrna sem Fjarðabyggð á. Hún er á miðjum hægri kanti á vallarhelming Leiknis. Víkingur Pálmason tekur. Hann gefur fyrir en boltinn fer í gegnum allan pakkann og skoppar í fjærhornið framhjá Adrian. 1-0 fyrir Fjarðabyggð.
28. mín
Enn er Adrian að reyna löng útspörk en það gengur ekki í þessum aðstæðum. Leiknismenn hljóta að fara breyta þessari taktík.
26. mín
Flott sókn hjá Fjarðabyggð. Sveinn Fannar stingur honum upp í horn á Svein Fannar sem gefur hann fyrir á Jón Arnar. Jón Arnar skallar boltann en skallinn er laus og hittir ekki á markið.
22. mín
Ágæt sókn hjá Fjarðabyggð þar sem vindurinn spilar mikið inn í. Víkingur Pálmason nær skoti fyrir utan teig. Það er gott en skrúfast rétt framhjá.
19. mín
Vindurinn veldur miklu klafsi í teignum hjá Leikni en varnarmenn þeirra ná ekki að koma boltanum frá. Stefán Þór nær til boltans og skýtur í varnarmann Leiknis. Adrian nær síðan til boltans áður enn hann fer út af í horn.
16. mín
Leiknismenn eru enn að reyna að bomba boltanum fram völlinn en það er einfaldlega ekki hægt í þessum aðstæðum.
10. mín
Leiknir er í skyndisókn. Þeir eru þrír á þrjá. Antonio Arevalo er með boltann á hægri kantinum og reynir að gefa boltann á Hilmar Freyr. Hilmar Freyr er hins vegar dæmdur rangstæður.
9. mín
Hákon Þór Sófusson með glæsilegan sprett frá miðju þar sem hann prjónar sig framhjá ófáum leikmönnum Leiknis og vinnur aukaspyrnu. Víkingur Pálmason tekur spyrnuna en Adrian fær hana beint í sig.
5. mín
Fjarðabyggð hefur legið í sókn hérna fyrstu mínúturnar og nýtt sér það að þeir eru að spila með vind.
4. mín
Markspyrnan frá Adrian komst varla hálfa leið upp völlinn áður enn vindurinn tók við og hennti boltanum út í innkast.
2. mín
Það er klárt mál að vindurinn mun hafa mikil áhrif á leikinn en liðin eiga erfitt með að halda boltanum inn á þegar hann fer í loftið.
1. mín
Leiknir byrjar með boltann og spila á móti vind í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Reyðfirðingurinn Tómas Orri Hreinsson.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn. Grannaslagurinn fer að byrja.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leiknum hefur verið frestað um korter og hefst því á slaginu 19:30
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það eru tvær breytingar á byrjunarliði Fjarðabyggðar frá tapinu gegn Huginn. Ásgeir Þór Magnússon sem Fjarðabyggð var að fá að láni frá Val Reykjavík er í marki í stað Sveins Sigurðar sem er meiddur. Einnig kemur Víkingur Pálmason inn fyrir Fannar Árnason.

Það eru einnig tvær breytingar á byrjunarliði Leiknis frá síðasta leik. Ignacio Gaona og Jose Omar Rocamora fara út og í stað þeirra koma Almar Daði og Antonio Calzado Arevalo en Almar Daði er nýkominn úr leikbanni.
Fyrir leik
Fjarðabyggð situr í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig. Þeir hafa verið í harki allt tímabilið en náð betri úrslitum upp á síðkastið og slitið sig aðeins frá hættusvæðinu. Þeir eru nú fjórum stigum frá fallsæti eftir að hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í fimm síðustu leikjum sínum.
Fyrir leik
Eftir tólf umferðir situr Leiknir F. í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa ekki unnuð neinn af síðustu fimm leikjum sínum og unnu síðast leik 24. júní. Síðan þá hafa þeir tapað þremur leikjum og gert þrjú jafntefli.
Fyrir leik
Þessi grannaslagur er gríðalega mikilvægur fyrir bæði lið en þau hafa verið í fallbaráttu allt tímabilið og því mikilvæg stig í boði í kvöld.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjarðabyggðar og Leiknis F. á Eskjuvelli á Eskifirði.
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('45)
4. Antonio Calzado Arevalo ('45)
5. Almar Daði Jónsson
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
15. Kristófer Páll Viðarsson
17. Tadas Jocys
18. Jesus Guerrero Suarez
19. Andres Salas Trenas
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('72)

Varamenn:
9. Ignacio Poveda Gaona ('72)
10. Marteinn Már Sverrisson
10. Jose Omar Ruiz Rocamora ('45)
16. Marinó Óli Sigurbjörnsson
18. Valdimar Ingi Jónsson ('45)
22. Dagur Már Óskarsson
23. Dagur Ingi Valsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ignacio Poveda Gaona ('90)

Rauð spjöld: