Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
0
FH
Simon Smidt '40 1-0
Kristján Flóki Finnbogason '90
28.07.2016  -  18:00
Hásteinsvöllur
Undanúrslit Borgunarbikarsins
Aðstæður: Skýjað og hægur vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1122
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa ('11)
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard ('90)
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers
27. Elvar Ingi Vignisson ('75)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('11)
18. Sören Andreasen
31. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('75)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('66)
Elvar Ingi Vignisson ('67)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka í Vestmannaeyjum! ÍBV vinnur frábæran sigur á FH og er komið í bikarúrslit þar sem þeir mæta Valsmönum þann 13. ágúst. Já, nú er kominn Þjóðhátíð!
90. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (ÍBV)
90. mín Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Kristján Flóki tekur Guðmund Stein niður og fær sitt annað gula spjald og er þar með er hann farinn af velli.
90. mín
Það eru allir til baka hjá ÍBV. 21 leikmaður á einum vallarhelmingi.
90. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Mikkel orðinn mjög þreyttur. Andra er fagnað ákaft þegar hann kemur inn á.
90. mín
Uppbótartími er 4 mínútur.
90. mín
Derby Carrillo ver skot frá Steven Lennon en hann var nálægt því að gefa FH-ingum frákastið!
90. mín
Síðasta mínútan í venjulegum leiktíma að renna sitt skeið. Nær ÍBV að halda út?
86. mín
Atli Guðnason reynir skot fyrir utan teig en það fer framhjá.
84. mín
FH-ingar liggja svolítið á Eyjamönnum. Þeir eru að halda boltanum og eru nánast eingöngu á vallarhelmingi Eyjamanna. Ekki mikil hætta þó enn og lítið eftir af leiknum.
83. mín
Sólin er farin að brjóta sér leið í gegnum skýin. Við kvörtum ekkert yfir svona veðri.
82. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Bjarni Þór Viðarsson kemur inn á í þriðju og síðustu skiptingu FH en hann var tekinn úr byrjunarliðinu vegna meiðsla stuttu fyrir leik.
82. mín
Frábær varsla hjá Derby! Emil Pálsson er í dauðafæri en Derby Carrillo sýnir úr hverju hann er gerður og ver skot hans áður en Eyjamenn hreinsa.
80. mín
Ekkert kemur úr aukaspyrnunni í kjölfarið.
79. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Guðmundur Steinn fær sendingu frá andstæðingunum, tekur skæri framhjá Bergsveini sem setur löppina út og Guðmundur Steinn sækir snertinguna þarna og fær aukaspyrnu. Réttilega gult spjald engu að síður.
78. mín
Það er ekki mikill tími til stefnu fyrir FH. Ekki margt sem bendir til þess að FH sé að fara að jafna en gæðin í liðinu er ekki hægt að draga í efa og alls ekki hægt að afskrifa þá.
75. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (ÍBV) Út:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV)
Hér kemur skipting hjá Eyjamönnum. Nýjasti leikmaður ÍBV, Guðmundur Steinn Hafsteinsson kemur inn á í sínum fyrsta leik á Hásteinsvelli. Elvar Ingi víkur fyrir honum.
74. mín
Elvar Ingi skorar fyrir Eyjamenn! En bíddu, það er búið að flagga! Frábærlega gert hjá Felix sem fær boltann úti á kanti hleypur inn á teiginn framhjá bakverðinum og lætur vaða. Gunnar ver hann beint út og Elvar setur hann í netið en líklega var hann fyrir innan og þetta því hárréttur dómur.
72. mín
Það væri ekki vitlaust hjá Bjarna Jó að henda í eins og eina skiptingu, liðið er farið að sýna smá þreytumerki.
71. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Kristján Flóki brýtur á Mees. Menn ekki sáttir en Vilhjálmur reynir að róa alla niður.
68. mín
Inn:Sam Hewson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
67. mín Gult spjald: Elvar Ingi Vignisson (ÍBV)
Fyrir að ýta varnarmanni í jörðina. Féll samt mjög auðveldlega niður en auðvitað á Elvar að láta svona vera.
66. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Fer í alvöru tæklingu og fær verðskuldað gult spjald.
62. mín
Áhorfendur á Hásteinsvelli í dag eru 1122 sem er mjög góð tala.
59. mín
LÚMSKT skot frá Simon Smidt! Fær hann fyrir utan vítateig og lætur vaða og boltinn fer í stöngina! Gunnar Nielsen hefði ekki náð þessum.
56. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
Hinn síungi Atli Viðar Björnsson kemur hér inn á. Sóknarsinnuð skipting hjá gestunum.
54. mín
FH er að undirbúa skiptingu. Sást glitta í Atla Viðar af varamannabekki þeirra.
51. mín
Derby Carrillo grípur aukaspyrnu frá FH en sest síðan í grasið og heldur um löppina. Hann virðist þó vera í lagi, tekur útspark og ÍBV vinnur innkast út frá þessu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað. Sjáum hvernig FH kemur inn í leikinn eftir þetta mark í lok fyrri hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Ansi viðburðaríkar lokamínútur í þessum fyrri hálfleik, þar sem ÍBV skoraði mark og fékk annað dauðafæri en staðan í leikhléi, 1-0 fyrir ÍBV.
45. mín
Síðasta færi hálfleiksins mun detta í hlut heimamanna sem eiga hornspyrnu. Mikkel setur hann á nærstöngina en slakt skot hjá Simon.
45. mín
ÍBV er rosalega nálægt því að bæta öðru marki við. FH mun vilja komast inn í hálfleikinn sem allra fyrst.
44. mín
Þvílíkt dauðafæri! Bergsveinn Ólafsson rennur til á vellinum, Simon er fljótur að refsa, kemst einn í gegn og það sem hann þarf að gera er að setja hann framhjá Gunnari í markinu... en skot hans er varið. Ótrúlegt að Simon hafi ekki bætt við öðru marki sínu þarna!
42. mín
Var að fara að segja að ÍBV væri ekki að ná að halda boltanum nógu vel til að skapa sér almennileg færi en sofandaháttur hjá FH-ingum varð til þess að ÍBV er komið yfir rétt fyrir hálfleik.
40. mín MARK!
Simon Smidt (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Þetta var svo einfalt! ÍBV tekur aukaspyrnu fljótt á Simon sem er einhverra hluta vegna nánast á auðum sjó, tekur einn leikmann á og þrumar boltanum í nærhornið! 1-0 fyrir ÍBV!
40. mín
Aftur grípur Derby fyrirgjöf Serwy.
39. mín
Þórarinn Ingi fær frítt skot fyrir utan teig en Mees Siers hendir sér fyrir þetta og boltinn fer af honum og aftur fyrir.
38. mín
FH á hornspyrnu. Jeremy Serwy snýr boltann inn á teiginn og Derby var nú ansi tæpur þarna en náði að handsama boltann.
37. mín
Eyjamenn láta finna vel fyrir sér en það er ekki að fara vel í dómara leiksins sem er farinn að flauta á óþarfa brot að mínu mati.
34. mín
FH sendir boltann inn fyrir á Atla Guðna, Derby er of seinn út en Atli reynir augljósa dýfu. Vilhjálmur Alvar dæmir markspyrnu.
32. mín
Derby átti ekki á vandræðum með þessa spyrnu.
31. mín
Aron fer í Böðvar sem fer niður heldur auðveldlega. FH á aukaspyrnu á góðum stað.
25. mín
Vilhjálmur er rólegur á flautunni þrátt fyrir ansi harkalegan leik hjá FH. Emil Páls fer inn í Derby þegar hann átti í rauninni aldrei séns í boltann og fær aðvörun fyrir vikið. Einhverjir eru að kalla eftir spjaldi.
22. mín
Ótrúlegt hvað þessum leik svipar mikið til síðasta leik ÍBV í undanúrslitum. Á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð í fyrra duttu Eyjamenn út á móti KR, þar sem Avni Pepa meiddist snemma leiks og ungur peyji kom inn á í hans stað. Spurning hvað gerist í dag.
21. mín
FH heldur boltanum vel eins og við var að búast en Eyjamenn eru skipulagðir í sínum aðgerðum og verjast vel. Þeir láta engar glufur sjást sjá hér eins og er.
18. mín
Elvar Ingi í sannkölluðu dauðafæri! Frábærlega spilað hjá Eyjamönnum, Aron hljóp milli tvo varnarmenn, setti boltann út á Simon sem lyfti honum í fyrsta á Elvar sem tók vel við honum, hafði nægan tíma en var of fljótur á sér og hitti boltann illa. Boltinn endar yfir markinu.
17. mín
Vel varist hjá ÍBV. Felix gerir vel í að komast fyrir fyrirgjöf FH og boltinn fer af FH-ingi og út fyrir.
16. mín
Mikkel og Aron spila vel sín á milli en flaggað er á Mikkel. Gat nú ekki séð að hann væri rangstæður þarna.
15. mín
ÍBV komst í ágætis stöðu á hægri kantinum en það var enginn mættur inn í teiginn og ekkert varð úr sókninni.
14. mín
FH fékk hornspyrnu. Elvar Ingi étur Kassim Doumbia í loftinu. Boltinn berst síðan út á Atla sem kemur með lúmska fyrirgjöf sem endar í slánni og yfir.
13. mín
Felix hefur einungis spilað nokkrar mínútur með ÍBV í Pepsi-deildinni á þessu tímabili en hann er fæddur árið 1999.
11. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Avni Pepa (ÍBV)
Áfall fyrir ÍBV. Fyrirliðinn hefur lokið leik í dag og Felix Örn Friðriksson kemur inn á í hans stað. Líklegt er að hann fari í hægri bakvörð og Jón Ingason færi sig í miðvörðinn.
11. mín
Eyjamenn eru einum færri þar sem fyrirliðinn hefur yfirgefið völlinn og ekki er enn búið að finna stðagengil.
10. mín
Böðvar setur boltann fyrir en hann er aðeins of hár fyrir Atla Guðnason sem skallar boltann yfir.
7. mín
Avni Pepa liggur í valnum og biður um skiptingu. Sýndist hann lenda í smá samstuði við leikmann FH. Ekki er úr mörgu að moða fyrir ÍBV á bekknum, varnarlega séð.
2. mín
Stórhætta við mark ÍBV. Vörnin opnaðist og FH gat sent boltann fyrir meðfram jörðinni án pressu en sem betur fer fyrir Eyjamenn náði varnarmaður þeirra að komast fyrstur í boltann.
1. mín
Elvar Ingi er á harðaspretti í átt að vítateig FH-inga en brýtur á varnarmanni í leiðinni og brot dæmt á Elvar.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækir í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Allt er að verða reiðubúið fyrir þennan undanúrslitaleik. Liðin ganga út á völlinn við mikinn fögnuð áhorfenda sem eru ansi fjölmennir í dag. ÍBV leikur í alhvítu eins og vanalega og FH í albláu.
Fyrir leik
Það eru u.þ.b. 20 mínútur til leiks og það er frábært andrúmsloft á Hásteinsvelli. Fólk er heldur betur farið að tínast til í stúkunni, fjöldinn allur af leikmönnum og fleirum að hita upp og að sjálfsögðu hljóma gömul og góð Þjóðhátíðarlög
í græjunum.
Fyrir leik
Breyting frá því byrjunarliði FH sem upphaflega var tilkynnt. Bjarni Þór Viðarsson er greinilega ekki heill og því kemur Kristján Flóki Finnbogason inn í startið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Guðmundur Steinn byrjar á bekknum hjá Eyjamönnum. Athygli vekur að Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einnig á bekk en hann hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla. Spurning hversu heill hann er? Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er í leikbanni.

Andri Ólafsson er einnig meðal varamanna.

Pétur Viðarsson og Jonathan Hendrickx eru meðal varamanna hjá FH í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jón Ingason, leikmaður ÍBV, í Morgunblaðinu:
Það er auðvelt að gíra mannskapinn í svona leik. Það er bikarúrslitaleikur í húfi og það þarf lítið að láta menn vita af því. Við erum staðráðnir að komast í úrslitaleikinn og höfum sett okkur það markmið. Einnig þurfum við að koma til baka eftir vægast sagt slaka frammistöðu uppi á Skaga.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það eru sprotadómarar í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Vilhjálmur Alvar er aðaldómari kvöldsins en hann er með nóg af aðstoðarmönnum.

Dómari - Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómari 1 - Birkir Sigurðarson
Aðstoðardómari 2 - Bryngeir Valdimarsson
Sprotadómari 1 - Erlendur Eiríksson
Sprotadómari 2 - Frosti Viðar Gunnarsson
Varadómari - Jóhann Ingi Jónsson
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslandsmeistarar FH tróna á toppi Pepsi-deildarinnar og eru klárlega sigurstranglegri í þessum leik. ÍBV er í níunda sæti og hefur ekki gengið mjög vel síðustu umferðir. Sóknarleikur liðsins hefur verið hikstandi en Guðmundur Steinn Hafsteinsson er kominn í ÍBV og vonast Eyjamenn til að hann hleypi lífi í hlutina.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Halló halló! Þjóðhátíðinni verður startað á Hásteinsvelli þar sem ÍBV og FH eigast við klukkan 18 í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Eyjunni fögru. Svo strax að leik loknum verður Húkkaraballið góða. Veisla framundan.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('56)
22. Jeremy Serwy ('68)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('82)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('68)
17. Atli Viðar Björnsson ('56)
21. Grétar Snær Gunnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('71)
Bergsveinn Ólafsson ('79)

Rauð spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('90)