Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
0
Keflavík
0-0 Sigurbergur Elísson '23 , misnotað víti
01.08.2016  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Fínt fótboltaveður, logn en skýjað
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('86)
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('79)
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('86)
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('79)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson

Liðsstjórn:
Sindri Rúnarsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Ingi Rafn Ingibergsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sjöunda jafntefli Keflavíkur í sumar! Keflavík er í fjórða sæti, stigi á eftir Leikni sem er í þriðja sæti.
92. mín
Selfoss með skot yfir.
91. mín
Uppbótartími. Það er fjórði dómari á leiknum en hann er ekki með neitt skilti. Þræleðlilegt. Vitum því ekkert hve mikið er í uppbót.
90. mín
Það er sótt á báða bóga núna. Líf og fær. Axel Kári í færi í teignum en skaut yfir.
88. mín
Kristinn Sölvi með flottan sprett og nær að böðla sér í skotfæri. Kraftlítið skot sem Beitir átti ekki í neinum vandræðum með.
87. mín
Leikurinn fer fram á vallarhelmingi Selfyssinga þessar mínútur. Keflvíkingar gera sig líklega. Ágætis mæting á völlinn í kvöld. Fólk að slútta helginni á smá bolta.
86. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
85. mín
Magnús Þórir Matthíasson að koma sér í skotfæri rétt fyrir utan teiginn en er of lengi að athafna sig.
82. mín
Keflvíkingar fá horn. Æfingabolti fyrir Vigni.
82. mín
Jæja, tíu mínútur til stefnu um það bil. Áhorfendur farnir að pirra sig vel á dómurunum. Inni á vellinum gengur mönnum bölvanlega að skapa sér opin færi. Stefnir í markalaust jafntefli... en útilokum ekkert.
80. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
79. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
78. mín
Mikill darraðadans í teig Selfyssinga, endar með því að heimamenn ná að hreinsa í innkast.
76. mín
Craig Reid skallar framhjá úr fínu færi. Strax á eftir átti varamaðurinn Páll Olgeir skot af löngu færi en langt framhjá. Gestirnir líklegri.
74. mín
Keflavík átti að fá augljósa aukaspyrnu á hættulegum stað en Ívar Orri dæmdi ekkert, óskiljanlegt.
72. mín
Inn:Axel Kári Vignisson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
69. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Kom í veg fyrir að Selfyssingar næðu að taka aukaspyrnu snöggt.
68. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
61. mín Gult spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
59. mín
Keflavík að taka stjórn á leiknum.
53. mín
Rólegar upphafsmínútur í seinni hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Selfyssingar átt flotta spilkafla en markalaust í hálfleik.
41. mín
Ivan Martinez skallar boltann inn en búið að flagga rangstöðu. Vörnin hjá Keflavík leit ekki vel út.
35. mín
SELFOSS Í DAUÐAFÆRI! Ingi Rafn skyndilega í dauðafæri en hitti boltann mjög illa og yfir fór hann.
23. mín Misnotað víti!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
VIGNIR VER! Les Sigurberg eins og opna bók.
23. mín
Keflavík fær víti! Jóhann Birnir með bakfallsspynu sem fer í hendina á Sigurði Eyberg og ekki annað hægt fyrir Ívar Orra en að benda á punktinn.
21. mín
Selfyssingar talsvert sprækari hér í byrjun. James Mack með skalla naumlega framhjá, ég hélt að þessi væri á leið inn!
17. mín
Flott sókn Selfyssinga endar með skoti frá Ivan Martinez. Lítill kraftur í skotinu og Beitir ver örugglega.
14. mín
Magnús Þórir með ágætis skottilraun fyrir utan teig en yfir.
12. mín
Jóhann Birnir er að byrja sinn fyrsta leik í sumar eftir handleggsbrotið í vor. Gaman að sjá hann aftur á vellinum.
11. mín
Selfoss með stórhættulega fyrirgjöf sem Keflavík bjargaði í horn á síðustu stundu. Ekkert gerðist í horninu.
5. mín
Fyrsta markskot leiksins og það eru gestirnir. Magnús Sverrir skaut í hliðarnetið.
1. mín
Leikur hafinn
Ívar Orri hefur flautað leikinn á. Keflavík hóf leik.
Fyrir leik
Með sigri fer Keflavík upp í þriðja sæti deildarinnar og er bara stigi á eftir grönnunum í Grindavík. Þessi tvö lið mætast 11. ágúst, það gæti orðið svakalegur leikur!

Selfoss fer upp í fimmta sæti með sigri. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsæti og níu stigum frá öðru sætinu. Það má því alveg tala um sjóinn lygna hjá Selfyssingum.
Fyrir leik
Eins og greint var frá í dag hafa orðið breytingar á leikmannahópi Selfoss. Tveir erlendir leikmenn eru farnir heim. Þá varð liðið fyrir áfalli á dögunum þegar ljóst var að Stefán Ragnar Guðlaugsson fyrirliði verður ekki meira með í sumar vegna meiðsla.
Fyrir leik
Heil og sæl! Vonandi áttuð þið öll góða Verslunarmannahelgi.

Selfyssingar og Keflvíkingar voru rólegir í tíðinni enda leikur framundan. Þessi leikur er settur á þennan dag vegna þess að Selfyssingar komust alla leið í undanúrslit bikarsins en þar töpuðu þeir fyrir Valsmönnum.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('72)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('68)
18. Craig Reid
20. Magnús Þórir Matthíasson
42. Stuart Carswell

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
10. Hörður Sveinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('68)
23. Axel Kári Vignisson ('72)
25. Frans Elvarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Birnir Guðmundsson ('61)
Marc McAusland ('80)

Rauð spjöld: