Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
3
1
Víkingur Ó.
Sigurður Egill Lárusson '8 1-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '23 , víti 2-0
2-1 Pontus Nordenberg '65
Kristinn Freyr Sigurðsson '69 3-1
03.08.2016  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
7. Haukur Páll Sigurðsson ('75)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('72)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('68)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson
9. Rolf Toft ('68)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Vals. Fullkomlega verðskuldað!
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti þrjár mínútur, þrjár mínútur.
88. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Þriðja skipting Víkinga.
83. mín
Gaarde með hörkuskot, Liberato er frosinn á sama stað en boltinn fer rétt framhjá!
81. mín
Andri Fannar með fína rispu, hefði getað skotið en leggur boltann út á Sigurð Egil sem lætur vaða. Skot hans fer á markið en Liberato ver nokkuð þægilega.
75. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Þriðja breyting Vals og þar með ljóst að Gudjohnsen yngri kemur ekki inn á í kvöld, föðurnum til vonbrigða.
72. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Valsmenn gera líka breytingu. Kristinn Freyr, sem hefur verið frábær, er tekinn af velli og Guðjón Pétur kemur inn á.
70. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.) Út:Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Markavélin Tokic kemur inn á fyrir Aleix Acame og Björn Páls kom inn fyrir Egil Jóns. Það verður allt reynt núna!
70. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
69. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAAAAAAAAAARK!!!! VÍKINGAR TÖLDU SIG EIGA SÉNS EN VONIN ER ORÐIN TALSVERT MINNI NÚNA!!!! KRISTINN FREYR SKORAR LAGLEGT MARK EFTIR AÐ SIGURÐUR EGILL RENNIR HANN EINN Í GEGN!!! VIRKILEGA VEL SLÚTTAÐ EN VÖRNIN SVAF ALGERLEGA ÞARNA!!!!
68. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
68. mín
Kristinn Ingi með meinlaust skot framhjá.
65. mín MARK!
Pontus Nordenberg (Víkingur Ó.)
Stoðsending: William Dominguez da Silva
MAAAAAAARK!! VALSMENN GÁTU KLÁRAÐ LEIKINN EN Í NÆSTU SÓKN MINNKA ÓLAFSVÍKINGAR MUNINN!!!! WILLIAM DOMINGUEZ DA SILVA KROSSAR BOLTANN Á PONTUS NORDENBERG SEM KLÁRAR AF SNILLD Í NETIÐ!!!! VIÐ ERUM KOMIN MEÐ LEIK HÉRNA!!!!!
64. mín
Hörku skyndisókn hjá Valsmönnum!! Andreas Albech geysist upp kantinn en er of lengi að gefa boltann og þetta rennur út í sandinn. Þeir áttu virkilega góðan séns þarna, voru fleiri en varnarmennirnir.
63. mín
Rolf Toft með FRÁBÆRA sendingu inn í teiginn á Guðjón Pétur, en Liberato ver meistaralega! Algert dauðafæri!
62. mín
Það er semi ekkert að gerast hérna. Ég skal játa að ég geispaði. Það varð nota bene ekkert úr þessari aukaspyrnu áðan.
59. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Rasmus Christiansen fær að líta gula spjaldið fyrir brot á stórhættulegum stað. Togar Pape niður og þetta er rétt fyrir utan teig.
55. mín
Anton Ari dólar sér á boltanum, Pape ætlar að ná honum en endar á að brjóta á markverðinum!
52. mín
Valsmenn fá hornspyrnu sem Kristinn Freyr tekur en þessi svífur vel aftur fyrir. Heldur mikil deyfð yfir leiknum svona til að byrja með.
51. mín
LEGEND ALERT, LEGEND ALERT!! Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í stúkuna, vonast til að sjá strákinn sinn Svein Aron koma inn á.
47. mín
Haukur Páll fær þarna hressilega tæklingu, fer aðeins niður en haltrar sig svo aftur í gang.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Þvílíkur hörmungar hálfleikur hjá Víkingum og í raun með ólíkindum að Valsmenn séu ekki 100% búnir að klára þetta.
45. mín
Þarna gátu Valsmenn gert út af við leikin!!!!! Sigurður Egill kemst einn í gegn og hefur allan tíma í heiminum en skot hans er bara allt í lagi, Liberato ver í horn!
42. mín
PAPE Í ALGJÖRU DAUÐAFÆRI!!!!!!! Frábær aukaspyrna frá William Silva og boltinn dettur fyrir Pape í markteignum, en skot hans fer framhjá!
39. mín
Átti Valur ekki að fá víti þarna??? Sigurður Egill fer með fyrirgjöf og boltinn fer svo augljóslega í höndina á Denis Kramar! Það átti næstum því að dæma skref!!! En ekkert dæmt!
37. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK?????????? Kristinn Freyr með frábæra hælsendingu á Sigurð Egil en skot hans er varið. Sigurður Egill fær boltann aftur og kemur honum á Andreas Albech en skot hans er einnig varið! Þarna gátu heimamenn klárað þetta!!
36. mín
Hörkuskot hjá Pontus Nordenberg en boltinn fer rétt yfir.
35. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Emir Dokara er enn brjálaður yfir að ekki hafi verið dæmt víti, tekur hörkutæklingu og fær gult. Pape hleypur svo að Vilhjálmi dómara og lætur hann heyra það.
34. mín
PAPE ER BRJÁLAÐUR!!!!!!!! Víkingsmenn eru æfir að fá ekki víti eftir að Pape er felldur í teignum! Hann fór framhjá einum Valsara en virtist svo felldur af öðrum og hann er öskureiður!
33. mín
Ólsarar fá hornspyrnu. Hana tekur Pape. Hins vegar nær Haukur Páll að skalla þennan burt. Sóknin heldur hins vegar áfram og gestirnir fá annað horn.
31. mín
Ágætis sókn hjá Víkingi. Boltinn leikur vel á milli manna, Silva fær hann svo á hægri kantinum og kemur með fína fyrirgjöf í átt að Pape. Hins vegar nær Pape ekki alveg að taka á móti boltanum og missir hann til Antons Ara.
28. mín
Rasmus á grensunni!!!!! William Dominguez da Silva tekur snögga aukaspyrnu sem stefnir á Alfreð Má Hjaltalín, sem geysist áfram. Rasmus togar greinilega létt í hann en ekkert dæmt! Hefði átt að vera víti og spjald!
26. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Fyrsta gula spjald leiksins lítur dagsins ljós. Gróf tækling hjá Kenan.
25. mín
Ágætis sókn hjá Víkingi! Endar á að William Dominguez da Silva kemst í skotfæri en skot hans í varnarmann.
23. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
MAAAAAAARK!!! BOLTINN LEKUR Í NETIÐ!! Kristinn Freyr skýtur í vinstra hornið, Liberato velur rétt horn og boltinn leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeekur undir hann!!! Markvörðurinn hlýtur að vera með óbragð í munninum, þetta var skelfilegt! En mark var þetta, Valur er mjög verðskuldað 2-0 yfir.
22. mín
VÍTI!!!! Klifrað upp á Kristin Inga í teignum og það er dæmt víti!!! Líklega Tomasz Luba sem braut eða Aleix!
18. mín
Andreas Albech með bolta fyrir en Liberato nær að hremma þennan.
15. mín
Andreas Albech í fínu færi en hittir boltann fáránlega illa og skýtur framhjá!! Það er einungis tímaspursmál hvenær Valsarar bæta við öðru marki.
14. mín
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM!!!! Albech með banvæna sendingu á Kristinn Inga, sá kemur með bolta inn fyrir keimlíkan þeim sem átti sér stað í markinu! Þar hófst klafs í teignum sem endaði með hælspyrnu og síðan stangarskoti frá Kristian Gaarde!
12. mín
Hvað rugl horn var þetta????
11. mín
Fínasti sóknarþungi hjá heimamönnum. Fá aukaspyrnu á hættulegum stað og hana tekur Kristinn Freyr. Liberato slær boltann út og Valsmenn ná skotinu, fer af varnarmanni og aftur fyrir. Annað horn. Þung pressa!
10. mín
Valsmenn með aðra ágæta sókn, Kristinn Ingi hoppar upp í skallabolta en boltinn endar aftur fyrir, hornspyrna. Spyrnan er slök og leiðir í annað horn.
8. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!! SIGURÐUR EGILL SKORAR FYRSTA MARK LEIKSINS!!!! KRISTINN INGI KEMUR UPP HÆGRI KANTINN, LEGGUR BOLTANN FYRIR OG ÞAR MÆTIR SIGURÐUR OG ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KLÚÐRA ÞARNA! HANN ÞRUMAR Í NETIÐ! Vel gert en algerlega galopið!
7. mín
Pape tók hornið og úr því varð ekki neitt.
7. mín
Víkingur geysist upp í skyndisókn og fær hornspyrnu.
6. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Kristinn Freyr tekur spyrnuna, rennur boltanum út í teiginn og þetta er hreinsað í burtu. Hörmulega vandræðaleg spyrna, en þetta hefði kannski verið töff ef þetta hefði tekist.
2. mín
DAUÐAFÆRI!!! Kristian Gaarde með frábæran bolta inn í teiginn, Kristinn Ingi er mættur en í stað þess að taka hann niður og skjóta reynir hann að leggja boltann fyrir Kristin Frey, en það misheppnast. Átti að skjóta þarna!
1. mín
Leikurinn er hafinn! Nota bene, þá finnst mér Víkingur Ólafsvík vera að spila í flottasta búningnum í Pepsi-deildinni, þetta er að skítlúkka hérna í kvöld allavega!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn við dynjandi lófatak, reyndar ekkert svo margir á vellinum.
Fyrir leik
Leikmenn ganga aftur inn í búningsklefana, það er verið að vökva grasið ansi vel.
Fyrir leik
Stundarfjórðungur í leik. Fáránlega mikil blíða hér á Valsvelli en hins vegar smá gustur, það sést vel á hornfánunum. Vonandi verður þetta samt bara flottur fótboltaleikur.
Fyrir leik
Hrvoje Tokic er á varamannabekk Víkinga eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Ansi undarlegt miðað við öll mörkin hans.
Fyrir leik
Ólsarar gera þrjár breytingar frá því í 2-0 tapi gegn Blikum á dögunum. Björn Pálsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Martin Svensson detta úr byrjunarliðinu. Denis Kramar, Emir Dokara og Kenan Turudija koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Heimamenn í Val gera x breytingar frá leik sínum gegn Selfossi í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrir viku. Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Fannar Stefánsson fara á bekkinn og þeir Haukur Páll Sigurðsson og Rasmus Christiansen koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Víkingur Ó. vann fyrri leik liðanna 2-1, en þar skoraði Hrvoje Tokic bæði mörkin á meðan Rolf Toft skoraði mark Vals.
Fyrir leik
Ólafsvíkingar bættu líka við sig og fengu til að mynda Martin Svensson frá Víkingi Reykjavík og hinn slóvenska Denis Kramar.
Fyrir leik
Valsmenn styrktu sig umtalsvert í glugganum og fengu í sínar raðir tvo Dani sem og Svein Aron Guðjohnsen, svo dæmi séu nefnd. Þá voru fjölmargir leikmenn orðaðir við félagið sem enduðu þó ýmist á að vera um kyrrt eða fara annað. Þar á meðal má nefna Hrvoje Tokic, framherja Víkings Ó, sem varð á endanum um kyrrt hjá félaginu. Sá hefur raðað inn mörkum.
Fyrir leik
Þó hvorugt liðanna sé líklegt til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn geta þau sannarlega bæði gert tilkall til Evrópusætis. Víkingur Ó. er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig en bara þremur stigum frá 4. sætinu. Valur er sæti neðar með 15 stig, en tímabilið verður að teljast vonbrigði fyrir félagið.
Fyrir leik
Bæði lið hafa átt heldur erfitt uppdráttar undanfarnar vikur. Víkingur Ó. byrjaði tímabilið frábærlega en hefur aðeins misst dampinn og unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, gegn botnliði Þróttar. Valur hefur að sama skapi einungis unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum en liðið er að vísu komið í bikarúrslit.
Fyrir leik
Komið þið sælir kæru lesendur og verið hjartanlega velkomnir í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Vals og Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('70)
4. Egill Jónsson ('70)
6. Pape Mamadou Faye ('88)
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
12. Kramar Denis
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
5. Björn Pálsson ('70)
6. Óttar Ásbjörnsson
17. Hrvoje Tokic ('70)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kenan Turudija ('26)
Emir Dokara ('35)

Rauð spjöld: