Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Leiknir R.
0
3
Selfoss
0-1 James Mack '5
0-2 Ivan Martinez Gutierrez '38
Halldór Kristinn Halldórsson '42
0-3 Ingi Rafn Ingibergsson '67
04.08.2016  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Rennisléttur og frábær grasvöllur, hægur andvari og 11 stiga hiti. Frábærar aðstæður fyrir fótbolta! Það er að sjálfsögðu sól...þetta er jú Breiðholtið!
Dómari: Valdimar Pálsson
Maður leiksins: James Mack
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Sindri Björnsson
9. Kolbeinn Kárason ('68)
10. Fannar Þór Arnarsson ('77)
11. Brynjar Hlöðversson
25. Davi Wanderley Silva ('46)

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson ('77)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
15. Kristján Páll Jónsson ('46)
80. Tómas Óli Garðarsson ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Eiríkur Ingi Magnússon ('62)

Rauð spjöld:
Halldór Kristinn Halldórsson ('42)
Leik lokið!
Öruggur Selfosssigur í sólinni í Breiðholtinu.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
Brot á miðjunni.
90. mín
+3

Svavar í dauðafæri eftir fyrirgjöf Mack en skallar framhjá á fjær.
90. mín
+2

Eyjólfur missir aukaspyrnu utan af kanti en enginn nær að gera sér mat úr því.
90. mín
Uppbótartíminn hérna verður 5 mínútur.
88. mín
Ótrúleg varsla hjá Eyjólfi!

Richard komst í gegn eftir enn eina frábæra skyndisóknina og kláraði vel en Eyjólfur negldi út hendinni.

Mögnuð varsla en telur að líkindum lítið.
85. mín
Flott skyndisókn Leiknis en sending Kristjáns fer í gegnum teiginn án snertingar.
81. mín
Leikurinn er dottinn eilítið niður eftir allan hasarinn.

Selfoss virðist ætla að sigla leiknum heim og spurning hvort Leiknismenn hafa orku í það að gera eitthvað sem býr til lífsmark.
77. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Fannar er borinn útaf og ber sig illa.

Hafsentavandræði Leiknis eru ekki eðlileg að verða...
75. mín
Fannar steinliggur eftir viðskipti í teignum.

Strax kallað á börur, þetta lítur ekki vel út.
74. mín
Enn ein góð skyndisókn Selfyssinga en Arnór klárar yfir af vítateignum.
73. mín
Kristján Páll í góðu skotfæri en beint á markmanninn.
71. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Síðasta skipting gestanna.

Haukur er víst af Leiknisættum.....
68. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
68. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Fyrsti leikur hans fyrir Leikni.

Elvar fer upp á topp.
67. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Misheppnað skot Þorsteins utan teigs endar í fótum Inga, sá nær góðu valdi á boltanum. Fer framhjá fyrst Fannari og síðan Eyjólfi áður en hann rennir í markið.

Game over.
65. mín
Sindri kominn á fullu inn í markteiginn en Vignir hirðir boltann frábærlega af tám hans.
64. mín
Valdimar stoppar leikinn, skokkar að hliðarlínunni og Jörundur Áki fær brottvísun.

Pirringur á svolítið háu stigi.
63. mín
Flott skyndisókn endar í fótum Gutierrez en Atli gerir vel að komast fyrir skotið.
62. mín Gult spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir R.)
Pirringur, dæmt á hann og dúndraði boltanum í burtu.
58. mín
Ingi rétt sloppinn í gegn Leiknisvarnarinnar en Fannar reddar á síðustu stundu.
55. mín
Nú eru það Leiknismenn sem ætla að verð a skæðir í skyndisóknunum, fyrst skýtur Elvar framhjá og síðan er Kolbeinn rétt sloppinn í gegn en Vignir gerir vel að hirða boltann af tám hans.
54. mín
Upp úr löngu kasti fær Svavar fínt færi á markteignum en skýtur hátt yfir.
50. mín
Leiknismenn þurfa nú að leggjast aftur á völlinn, nú er að sjá hvernig það mun þróast.
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Davi Wanderley Silva (Leiknir R.)
Fannar fer í hafsentinn.

Leiknir spila nú 4-4-1 með Kristján hægra megin og Elvar vinstra megin.
46. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi fór illa út úr viðskiptunum sem leiddu til rauða spjaldsins.

Svavar kemur inn í hans stöðu.
45. mín
Hálfleikur
Þar með er flautað til hálfleiks.

Selfyssingarnir hafa fengið að skrifa handritið hér í fyrri hálfleik.

Þéttir til baka, fast leikatriði og skyndisókn hafa skilað þeim góðri forystu...og nú verða þeir einum fleiri um sinn a.m.k.
45. mín
Selfyssingar garga fókus - ætla að klára hálfleikinn á öruggum nótum.
42. mín Rautt spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Já!

Arnar Logi steinlá eftir viðskipti við Halldór.

Valdimar hleypur til AD1 sem gefur honum skilaboð sem leiða til brottvísunar fyrirliðans
38. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Stoðsending: Giordano Pantano
Selfyssingar refsa aftur.

Nú er það hratt upphlaup vinstra megin, Pantano dúndrar föstum bolta inn á markteiginn þar sem Gutierrez flengir boltann í netið.
36. mín
Kolbeinn og Stefán lentu þarna saman ekki í fyrsta sinn í leiknum og Selfyssingar hoppa hæð sína þegar Valdimar flautar á Leiknismanninn.

Forvitnileg rimmann milli þessara.
34. mín
Leiknismenn fá næði til að vera með boltann á sínum helmingi en vantar enn upp á flæði í leiknum til að skapa hlaup ofar á vellinum.
30. mín
Sindri Björns náð tveimur fínum upphlaupum hér á stuttum tíma en kantmennirnir ekki náð að nýta sendingar hans nægilega vel.

Ennþá mögulega að læra inn á hann aftur.
28. mín
Liðin eiga bæði erfitt með að koma saman einhverjum sendingaköflum, feilsendingar svolítið að einkenna leikinn núna á báða bóga.
22. mín
Sending Silva utan af kanti endar á kolli Kolbeins sem skallar hátt yfir.
21. mín
Góður skyndisóknarséns Selfyssinga fer forgörðum þegar sending Arnórs er ekki nóg góð með gestina tvo á tvo.

Varnarlínan hjá Leikni virðist vera pínu ósamstillt, Óttar er í banni og Binni og Dóri þurfa að eins að stilla betur strengina.
20. mín
Leiknismenn eru að smella endalaust af háum boltum upp völlinn en það er einfaldlega engu að skila enn.

Varnarlína gestanna liggur djúpt og hleypir engum afturfyrir sig.
17. mín
Sama upplegg hjá Selfossi.

Vignir

Þorsteinn - Pew - Stefán - Pantano

Sindri - Arnar Logi

Ingi - Gutierrez - Mack

Arnór Gauti.
16. mín
15. mín
Leiknismenn stilla upp 4-2-3-1

Eyjólfur

Eiríkur - Brynjar - Halldór - Ingvar

Atli - Fannar

Elvar - Sindri - Silva

Kolbeinn.
13. mín
Eilítið netvesen í gangi og sólin er ekki uppáhalds í kvöld.

Leikurinn líður ekkert fyrir það, hér á margt eftir að ske held ég.
10. mín
Leikurinn er kominn aftur í sama farið, Leiknismenn eru ofarlega að pressa en Selfyssingar sitja rólegir og dúndra langt.

Arnór að stríða Leiknismönnunum töluvert.
5. mín MARK!
James Mack (Selfoss)
Stoðsending: Andy Pew
Fyrsta upphlaup Selfyssinga endar á að þeir fá innkast.

Arnór Gauti grýtir boltanum inn á vítapunkt og Pew skallar á fjær þar sem Mack er aleinn og eftirleikurinn auðveldur.
3. mín
Leiknismenn byrja sterkt, pressa ofarlega og hafa þrýst gestunum í vörn.
1. mín
Leikur hafinn
Lagðir af stað.
Fyrir leik
Presley hljómar, liðin komin inná og fyrirliðarnir búnir að velja sér vallarhelminga.

Selfyssingar unnu hlutkestið og sækja að Breiðholtslaug, Leiknismenn hefja leikinn.
Fyrir leik
Held að við séum með nokkuð hefðbundin byrjunarlið, Tómas Óli Garðarsson situr á bekknum hjá Leikni en hann kom frá Val í lok gluggans.

Sindri Björnsson kom sömu leið aftur heim í holtið og hann fer beint í byrjunarlið Leiknis.
Fyrir leik
Eins og má sjá hér að neðan þá eru aðstæður kvöldsins meira en dásamlegar og fullkomlega tímabært að taka rúnt í perlu Reykjavíkur sem Breiðholtið auðvitað er og horfa á alvöru fótboltaleik!

Fyrir leik
Leiknismenn koma inn í leikinn eftir tap fyrir HK í 13.umferð.

Selfyssingar gerðu jafntefli við Keflvíkinga á heimavelli á mánudagskvöldið svo að bæði lið eru sigurþyrst.
Fyrir leik
Þjálfarar liðanna, þeir Kristján Guðmundsson hjá Leikni og Gunnar Borgþórsson eru hinir ágætustu félagar.

Voru samtíða í þjálfun hjá Val en í kvöld er það hið fornkveðna sem er í hávegum haft, "enginn er annars bróðir í leik".

Muniði það elskurnar!
Fyrir leik
Dómarateymi kvöldsins er skipað þeim Valdimar Pálssyni á flautu, Steinari Berg Sævarssyni og Kristni Friðrik Hrafnssyni.

Varadómarinn er Jón Magnús Guðjónsson og í eftirliti er Gunnþór Steinar Jónasson.
Fyrir leik
Leiknismenn unnu fyrri leik liðanna á Selfossi í þriðju umferð.

Hörkuleikur sem endaði 1-0 og markið skoraði Kári Pétursson.
Fyrir leik
Leikurinn markar upphaf umferðarinnar.

Með sigri fara Leiknismenn í annað sæti deildarinnar a.m.k. tímabundið en ef Selfyssingar bera sigurorð þá lyfta þeir sér í fimmta sæti deildarinnar og með því farnir að narta í toppbaráttuna.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu úr sæluríkinu Breiðholti þar sem Leiknispiltar taka á móti eiturhressum Selfyssingum í 14.umferð Inkassodeildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('68)
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez ('71)
12. Giordano Pantano
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson ('46)
19. Arnór Gauti Ragnarsson
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('46)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('68)
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('71)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Ragnarsson ('90)

Rauð spjöld: