Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
3
1
Fram
Elton Renato Livramento Barros '7 1-0
1-1 Ivan Bubalo '63
Aran Nganpanya '67 2-1
Elton Renato Livramento Barros '69 3-1
04.08.2016  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Sólin er á lofti, en það blæs aðeins. Fínasta veður til fótboltaiðkunar
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: Óvitað
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
6. Gunnar Gunnarsson (f)
8. Hákon Ívar Ólafsson ('70)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('83)
12. Gunnar Jökull Johns ('64)
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
10. Daði Snær Ingason ('83)
13. Aran Nganpanya ('64)
13. Viktor Ingi Jónsson
19. Sigurgeir Jónasson
28. Haukur Björnsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Hauka og þeir taka sætaskipti við Fram í töflunni.

Þetta gæti reynst ansi mikilvægt þegar tímabilinu lýkur.
90. mín
Frammarar komnir í hættulegt færi, en Magnús ver eins og oft áður vel.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
87. mín
Rólegheit síðustu mínúturnar. Haukarnir eru að klára þetta.
83. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar Aðalgeirsson hefur átt mjög flottan leik, en Daði kemur hér inn fyrir hann.
80. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Fram)
Fyrir brot á Barros.
79. mín
Búið að róast aðeins eftir þriðja mark Hauka. Safamýrarpiltar eru aðeins farnir að hengja haus.
75. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fram)
Helgi er efnilegur sóknarmaður og kemur hér inn fyrir Halldór J.S..
70. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fram) Út:Hafþór Þrastarson (Fram)
Bojan kemur inn í sinn fyrsta leik fyrir Fram.
70. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Hákon Ívar Ólafsson (Haukar)
Haukur Björnsson kemur inn á fyrir lánsmanninn frá Grindavík.
69. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
BARROS ER BÚINN AÐ SKORA SITT ANNAÐ MARK!!

Haukar eru búnir að tvöfalda forystuna á þremur mínútum. Frábær sending fyrir og Barros nær föstum skalla, staðan orðin 3-1!
67. mín MARK!
Aran Nganpanya (Haukar)
ARAN VAR EKKI LENGI AÐ ÞESSU! ÞVÍLÍKT MARK!!

Aran átti frábært hlaup upp vinstri vænginn sem endaði með föstu skoti í fjærhornið. Flott mark og Haukar eru aftur komnir yfir. Hvernig bregðast Frammarar við þessu?
64. mín
Inn:Aran Nganpanya (Haukar) Út:Gunnar Jökull Johns (Haukar)
Haukar gera breytingu eftir markið.
63. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
FRAM ER BÚIÐ AÐ JAFNA!

Ivan Bubalo kom af bekknum í hálfleik og hann er búinn að skora. Nú getur allt gerst!
61. mín
Aron Jóhannson með geggjaða tæklingu! Er að spila í miðverðinum í dag er búinn að gera það listavel.
55. mín
Aron Jóhannsson með skot í SLÁNA! Aukaspyrna á stórhættulegum stað og boltinn endar Í trévirkinu. Óheppinn þarna!
52. mín
Fyrsta færi seinna hálfleiksins komið! Hafþór Þrastar á góða sendingu innfyrir vörn Hauka, en skotið frá Halldóri J.S. er beint á Magnús.
51. mín
Lítið að gerast þessar fyrstu mínútur. Vonandi fáum við meiri kraft í þetta þegar líður á.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur!
45. mín
Inn:Ivan Bubalo (Fram) Út:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram)
Fram gerir breytingu á sínu liði í hálfleik. Bubalo getur skorað mörk.
45. mín
Leikmenn ganga hér inn á völlinn. Þetta er að fara af stað aftur!
45. mín
Það er spennandi seinni hálfleikur framundan og vona ég að það muni fleiri áhorfendur láta sjá sig. Það er dýrindisveður og kjörið að kíka hérna á Ásvelli og fylgjast með hörkufótboltaleik!
45. mín
Minni aftur á það að leikurinn er sýndur í beinni á Haukar TV

Smelltu hér til þess að fara í beina útsendingu.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 1-0 í hálfleik fyrir Hauka! Elton Barros skoraði eina markið eftir sjö mínútna leik og Haukar fara inn í hálfleik með forystu.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í seinni hálfleiknum, en Frammarar hafa fengið tækifæri til að jafna og þá sérstaklega Gunnlaugur Hlynur Birgisson. Hann hefði átt að skjóta þar!

1-0 fyrir Hauka í hálfleik og ég kem aftur eftir korter til þess að segja frá gangi mála í seinni hálfleik.
45. mín
Barros á hér væntanlega síðasta tækifærið í fyrri hálfleik, en skotið er yfir.
41. mín
Hvað gerðist þarna??? Gunnlaugur Hlynur kominn í dauðafæri, en Daníel Snorri bjargar á ögurstundu!

Þetta var langbesta færi Fram í leiknum, þarna hefði Gunnlaugur bara átt að skjóta!
39. mín
Það er búið að bæta vel í stúkuna. Fólkið er mætt í kvöldblíðuna hér á Ásvöllum.
34. mín
Ágætis sókn hjá Haukum sem endar með skoti hjá Arnari Aðalgeirs. Sigurður Hrannar missti boltann undir sig, en náði að bjarga sér að lokum.

Í upphafi sóknar fór Hafþór Þrastar í hörkutæklingu á Gunnari Jökli Johns. Þórhallur Dan, aðstoðarþjálfari Hauka er ekki sáttur, en dómarinn dæmdi ekkert.
31. mín
Hægt er að fylgjast með leiknum á Haukar TV.

Smelltu hér til þess að fara í beina útsendingu.
27. mín
Frekar rólegt síðustu mínúturnar eftir fjöruga byrjun. Fram er meira með boltann, en Haukarnir eru rólegir.
22. mín
Aftur skapast hætta eftir horn hjá Fram. Magnús er fljótur að hugsa og ver vel.
19. mín
Orri Gunnarsson með hörkuskot sem fer rétt fram hjá markinu. Frammarar eru að komast meira inn í leikinn.
16. mín
Barros, framherji Hauka, spilar með grímu á andlitinu í dag væntanlega eftir að hafa nefbrotnað. Nokkuð viss um að hann hafi spilað með hana síðustu leikjum og hún hefur reynst honum vel. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem hann skorar.
11. mín
Það skapast mikil hætta hér fyrir framan mark Hauka eftir hornspyrnu. Boltinn endar þó yfir markinu. Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Hauka!
9. mín
Það er búið að vera gríðarlegt tempó í þessu hérna fyrstu mínúturnar. Gaman að sjá þetta!
7. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!!!

Þetta tók ekki langan tíma. Aron Jóhannsson, sem leikur í miðverði í dag, á sendingu innfyrir vörn Fram og Barros fer áfram á kraftinum og skorar fyrsta markið. Vel gert hjá sóknarmanninum sterka.
5. mín
Fyrsta skot leiksins á Gunnlaugur Hlynur, en það er laust og beint á Magnús í marki Hauka.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Haukar byrja með boltann.
Fyrir leik
Það mætti vera aðeins fjölmennara í stúkunni. Koma svo stuðningsmenn Hauka og Fram, fjölmennum á völlinn!
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér inn á völlinn. Ekki langt í þetta!
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik. Byrjunarliðsmenn farnir inn í klefa. Það fer að styttast í þetta!
Fyrir leik

Fyrir leik
Það eru núna rúmlega 20 mínútur þangað til leikurinn hefst og mér sýnist vera átta í stúkunni. Það er fínasta veður hérna, sólin er á lofti, núna vantar aðeins áhorfendur.

Allir á völlinn!
Fyrir leik
Dómarar leiksins hita hér upp. Aðaldómari er Sigurður Óli Þorleifsson og honum til aðstoðar eru þeir Viatcheslav Titov og Skúli Freyr Brynjólfsson. Eftirlitismaður er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Hvetjum lesendur endilega til þess að tísta um leikinn og nota kassamerkið #fotboltinet. Hver veit svo að tístið muni birtast hérna í textalýsingunni!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Þau má sjá hér efst á síðunni á báðum hliðum.

Förum fyrst yfir byrjunarlið heimamanna. Frá sigrinum gegn KA gera Haukar tvær breytingar á sínu liði. Magnús Kristófer Anderson kemur inn í markið fyrir Terrance William Dietrich, en hann Magnús hefur spilað nokkra leiki í sumar og gert vel. Það sem kemur hins vegar mest á óvart er að leikmaður 13. umferðarinnar, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er ekki í hóp. Hákon Ívar Ólafsson, lánsmaður frá Grindavík kemur inn í liðið í hans stað, en Gunnlaugur er í banni í dag.

Hjá Fram koma Sigurður Þráinn Geirsson, Halldór J.S. Þórðarson og Hafþór Þrastarson inn í liðið, en á þeirra kostnað falla Hlynur Atli Magnússon, Haukur Lárusson og Alex Freyr Elísson út úr liðinu. Bojan Stefán Ljubicic er á bekknum í dag, en hann kom á dögunum til liðsins frá Keflavík
Fyrir leik
Haukar koma inn í þennan leik eftir magnaðan sigur á toppliði KA í síðustu umferð. Elton Barros tryggði sigurinn þar, en fyrir þann leik höfðu Haukar tapað þremur í röð.

Lið Fram vann einnig Akureyrarlið í síðustu umferð. Fram fékk Þórsara í heimsókn og þar vannst 2-1 sigur.

Bæði lið koma því inn í þennan leik eftir að hafa unnið í síðustu umferð. Hvaða lið vinnur sinn annan leik í röð, eða mun jafntefli vera niðurstaðan? Hvað haldið þið?
Fyrir leik
Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu fór svo að liðin skildu jöfn, 1-1. Haukur Ásberg Hilmarsson kom Haukum yfir, en Ivan Bubalo jafnaði svo í seinni hálfleik.

Lestu allt það helsta úr þeim leik!
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í 14. umferðinni, en einn leikur fer fram á sama tíma í Inkasso-deildinni í kvöld. Það er leikur Leiknis R. og Selfoss og fer hann fram í Breiðholtinu.

Textalýsingu má nálgast hér.
Fyrir leik
Það munar ekki miklu á liðunum í töflunni frægu, en Fram er með tveimur stigum meira en Haukar í 7. sæti. Hér að neðan má sjá neðstu sex sætin í Inkasso-deildinni:

6. Selfoss - 17 stig
7. Fram - 16 stig
8. Fjarðabyggð - 14 stig
9. HK - 14 stig
10 .Haukar 14 stig
11. Huginn 10 stig
12. Leiknir F. 9 stig

Eins og sjá má þá er um algjöran sex stiga leik að ræða. Það eru mörg lið með 14 stig og ekki langt í tvö neðstu sætin sem Huginn og Leiknir F. verma.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Ásvöllum í Hafnarfirði, þar sem heimamenn úr Haukum taka á móti Fram. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má búast við hörkuleik!
Byrjunarlið:
3. Samuel Lee Tillen
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('45)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
10. Orri Gunnarsson
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('75)
12. Sigurður Hrannar Björnsson
18. Arnar Sveinn Geirsson
20. Hafþór Þrastarson ('70)
21. Indriði Áki Þorláksson
24. Dino Gavric

Varamenn:
1. Stefano Layeni (m)
8. Ivan Parlov
9. Helgi Guðjónsson ('75)
9. Bojan Stefán Ljubicic ('70)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Ivan Bubalo ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnar Sveinn Geirsson ('80)

Rauð spjöld: