Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
2
2
Valur
0-1 Kristinn Ingi Halldórsson '35
Albert Brynjar Ingason '50 1-1
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson '69
Garðar Jóhannsson '81 2-2
07.08.2016  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 824
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Andri Þór Jónsson ('46)
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
8. Sito ('60)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Víðir Þorvarðarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('46)
16. Tómas Þorsteinsson
28. Sonni Ragnar Nattestad

Varamenn:
12. Marko Pridigar (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
7. Arnar Bragi Bergsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
15. Garðar Jóhannsson ('46)
20. Alvaro Montejo ('60)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sonni Ragnar Nattestad ('30)
Andrés Már Jóhannesson ('41)
Tonci Radovnikovic ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta stig gerir ekki mikið fyrir Fylki en þó skárra en tap. Valsmenn halda áfram í vandræðum með að vinna útileiki!
90. mín
Uppbótartíminn 3 mínútur.
89. mín
Stefnir allt í að kökunni verði skipt til helminga hér.
87. mín
Verið að taka Víkingaklappið í stúkunni. Undirtektirnar samt í dræmari kantinum. En krakkarnir taka virkan þátt.
85. mín
ÞUNG SÓKN VALSMANNA! Sveinn Aron og svo Sigurður Egill gera sig líklega. Ólafur Íshólm í markinu ekki sannfærandi. Darraðadans en þetta rann út í sandinn.
84. mín
Fylkir í hættulegri sókn. Albert Brynjar vippaði knettinum í teignum en enginn náði að reka tá í hann.
83. mín
Alvaro með hættulegt skot en Anton ver!
81. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
GARÐAR HEFUR JAFNAÐ!

Andrés Már með baneitraða sendingu á Garðar Jóhannsson. Anton Ari Einarsson rauk út úr markinu en Garðar tók hann fyrsta, komst í boltann og hann skoppaði í rólegheitum inn í markið. Slæm mistök hjá Antoni.
79. mín Gult spjald: Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Fyrir óvandaðan munnsöfnuð.
77. mín
MAAAAAAAARRR..... NEI!
Alvaro með þrususkot í slá og boltinn barst á Garðar Jóhannsson sem lagði hann inn en var flaggaður rangstæður. Garðar ósáttur.
75. mín
Rolf Toft fellur í teignum. "Upp með þig" segir Þóroddur Hjaltalín og flautar ekki.
73. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Gudjohnsen fær að spila lokakafla leiksins.
72. mín
Valsmenn sækja og hóta jöfnunarmarki. Ólafur Íshólm missti boltann í horn. Illa gert hjá Ólafi.
69. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
VALUR ENDURHEIMTIR FORYSTUNA!!!

Sigurður Egill Lárusson á Bjarna Ólaf Eiríksson sem renndi honum á Kristin Frey sem var í dauðafæri og skoraði af stuttu færi. Bang og mark. Vel spilað hjá Val!
68. mín
Tonci Radovnikovic með eina rosalega tæklingu. "Hann fær M fyrir þetta!" segir Benni Grétars á Mogganum.
67. mín
Toft í DAUÐAFÆRI en hitti ekki boltann! Valsmenn stórhættulegir þarna og Fylkismenn í stúkunni fékku sjokk.
64. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Daði Bergsson (Valur)
Ég verð bara að biðjast afsökunar á því að textalýsingin er ekki eins ítarleg og áætlað var. Erfitt að sjá út um gluggann hérna. En mér sýnist þetta vera bragðdauft.
60. mín
Inn:Alvaro Montejo (Fylkir) Út:Sito (Fylkir)
Spænsk skipting.
60. mín
Sigurður Egill átti þrumuskot í hliðarnetið rétt áðan. Valsmenn sækja meira. Í þessum skrifuðu orðum skallaði Kristinn Ingi rétt yfir.
Skyggni úr fréttamannastúku: Afar lítið!

52. mín
Fylkismenn færðu sig framar á völlinn eftir að hafa legið vel til baka allan fyrri hálfleikinn. Það skilaði sér í marki.
50. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
FYLKIR HEFUR JAFNAÐ!

Víðir með sprett og kom boltanum á Albert Brynjar Ingason sem skoraði! Komst í hörkufæri og kláraði eins og sannur framherji.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn á fulla ferð.
46. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
BreytingAR.
46. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Fylkir gerir breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn enda þennan hálfleik á að skalla yfir markið. Valur með verðskuldaða forystu.
45. mín
Daði Bergsson með frábæra skottilraun en framhjá markinu! Góður snúningur á boltanum. Ég hélt að þessi væri að fara inn.
44. mín
Þrátt fyrir að vera undir í leiknum halda Fylkismenn áfram að liggja aftarlega... áhugavert.
41. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
35. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Daði Bergsson
VALUR KEMST YFIR!!!

Kristinn Ingi Halldórsson nær að koma boltanum í netið! Kristinn Freyr Sigurðsson með glæsileg tilþrif í aðdragandanum, hann kom boltanum á Daða Bergsson sem átti skot sem Ólafur Íshólm varði en boltinn barst á Kristinn Inga sem átti ekki í vandræðum með að skora!
33. mín
Fylkir með hættulega aukaspurnu inn í teiginn, Anton Ari í basli með að halda boltanum en það tekst í annarri tilraun! "Þarna vantaði einn spólgraðan í teiginn," segir Benedikt Grétarsson á Morgunblaðinu.
30. mín Gult spjald: Sonni Ragnar Nattestad (Fylkir)
28. mín
Emil Ásmundsson með stungusendingu á Víði Þorvarðarson en flögguð rangstaða. Þetta var ansi tæpt!
26. mín
Valsmenn meira með boltann en Fylkismenn reyna hnitmiðaðar sóknir þegar þeir fá hann. Það lukkaðist með ágætum hjá þeim gegn Breiðabliki.
22. mín
Valsmenn eru í varabúningum sínum í kvöld. Bláir og hressir.
19. mín
Andri Fannar Stefánsson með skot af löngu færi en hitti boltann illa og hann fór hátt yfir.
16. mín
Tonci með lúmskt skot eftir horn en Anton Ari las þetta vel og var mættur við stöngina.
14. mín
Guðjón Pétur með skot en Ólafur Íshólm ver. Ekki mjög hættulegt.
13. mín
Sito líflegur hér í byrjun leiks. Hættuleg sóknarlota Árbæinga endar með því að skallað er framhjá.
9. mín
Sito kom sér í skotfæri eftir varnarmistök en rennur og skotið afskaplega laust og lélegt. Auðveldlega varið af Antoni Ara.
7. mín
Ólafur Íshólm í marki Fylkis tæpur! Hélt ekki fyrirgjöf Bjarna Ólafs en handsamaði svo knöttinn í annarri tilraun.
5. mín
Það er óhætt að segja að það sé dauf stemning í stúkunni. Tveir áhorfendahópar sem eru reyndar ekki þekktir fyrir að vilja mikið láta í sér heyra.
2. mín
Vorum að fá þær upplýsingar að Orri Sigurður sé veikur heima hjá sér. Það er ástæða þess að miðvörðurinn ungi er ekki í liðinu hjá Val. Hann ætti að vera orðinn klár í slaginn á laugardag þegar leikið verður gegn ÍBV í bikarúrslitum.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn hófu leik. Gestirnir sækja í átt að Árbæjarlauginni.
Fyrir leik
Andreas Albech er í miðverðinum í kvöld hjá Val. Rasmus Christiansen á sínum stað en Orri Sigurður Ómarsson er á bekknum.
Fyrir leik
Spánverjinn Alvaro Montejo í fyrsta sinn í leikmannahópi Fylkismanna en hann fékk leikheimild á dögunum. Montejo hefur verið að glíma við meiðsli. Hann lék áður með Huginsmönnum á Seyðisfirði.
Fyrir leik
Sigurinn hjá ÍBV gegn Víkingi Ólafsvík áðan gerir það að verkum að Fylkismenn eru komnir sjö stigum frá öruggu sæti. Árbæingar verða að taka öll þrjú stigin í kvöld.
Fyrir leik
Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson er á varamannabekk Valsara í kvöld en við giskum á að hann sé ekki alveg heill til að byrja. Gerum hreinlega ráð fyrir því.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn
Spánverjinn Sito er í byrjunarliði Árbæinga í kvöld en hann hefur ekki fundið sig á tímabilinu og var orðaður við brottför frá Fylki í glugganum. Hann fær tækifærið núna en Garðar Jóhannsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Valsmenn eru á leið í bikarúrslitaleik gegn ÍBV næsta laugardag en þeir sitja í sjötta sæti deildarinnar. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi Hlíðarendaliðsins í glugganum.
Fyrir leik
Fylkismenn eru í erfiðri, en ekki ómögulegri. Þeir eru í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti. Margt jákvætt við spilamennsku liðsins í síðasta leik. Liðið er komið með nýjan miðvörð, Sonni Ragnar Nattestad sem kom á láni frá FH og hann átti mjög góðan leik í Kópavoginum.
Hvetjum fólk til að vera með í umræðunn á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson skoruðu mörkin þegar Valur vann 2-0 sigur gegn Fylki á Hlíðarenda snemma móts. Í síðustu umferð gerði Fylkir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í Kópavogi en Valur vann sannfærandi 3-1 sigur gegn Víkingi Ólafsvík.
Fyrir leik
Lýkur 384 daga bið Vals eftir útisigri í kvöld?
Valsmenn vonast þar til að vinna fyrsta útisigur í deildinni þetta sumar. Reyndar er eitt ár og 18 dagar síðan Valur fagnaði útisigri í Pepsi-deildinni, það var gegn Leikni í 12. umferð síðasta sumars.

Ólafur Jóhannesson og lærisveinar hans hafa fengið 15 af 18 stigum sínum í sumar á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Velkomin með mér í Lautarferð! Vonandi skemmtilegur leikur framundan, Fylkismenn taka á móti Valsmönnum. Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða Frosti Viðar Gunnarsson og Óli Njáll Ingólfsson með flöggin.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
6. Daði Bergsson ('64)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('73)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Rolf Toft ('64)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: