Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leicester
1
2
Man Utd
0-1 Jesse Lingaard '32
Jamie Vardy '52 1-1
1-2 Zlatan Ibrahimovic '83
07.08.2016  -  15:00
Wembley
Samfélagsskjöldurinn
Aðstæður: Sólin skín og völlurinn flottur
Dómari: Craig Pawson
Byrjunarlið:
1. Kasper Schmeichel (m)
4. Danny Drinkwater
5. Wes Morgan
6. Robert Huth ('90)
9. Jamie Vardy
10. Andy King ('63)
11. Marc Albrighton ('46)
17. Danny Simpson ('63)
20. Shinji Okazaki ('46)
26. Riyad Mahrez
28. Christian Fuchs ('81)

Varamenn:
21. Ron-Robert Zieler (m)
7. Ahmed Musa ('46)
12. Luis Hernandez ('63)
15. Jeffrey Schlupp ('81)
22. Demarai Gray ('46)
23. Leonardo Ulloa ('90)
24. Nampalys Mendy ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Danny Drinkwater ('41)
Andy King ('56)
Jamie Vardy ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Í 21. sinn sem United hampar sigri í þessari keppni! Þökkum þeim sem fylgdust með lýsingunni hér í dag.
95. mín
Gray með skot! Leicester vill fá hendi og víti en ekkert dæmt. Þvílík spenna.
94. mín
De Gea handsamar boltann eftir langt innkast. Gríðarleg barátta á teignum.
93. mín
Inn:Henrikh Mkhitaryan (Man Utd) Út:Juan Mata (Man Utd)
93. mín
Leicester fær horn. Schmeichel mætir inn á teiginn. Hornspyrnan slök.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Leonardo Ulloa (Leicester) Út:Robert Huth (Leicester)
Reynt að knýja fram jöfnunarmark.
88. mín
Inn:Morgan Schneiderlin (Man Utd) Út:Wayne Rooney (Man Utd)
Ekki kóngur.. Guð!

83. mín MARK!
Zlatan Ibrahimovic (Man Utd)
Stoðsending: Antonio Valencia (f)
ZLAAAATAAAAAN!!!

Sænski töffarinn skorar fyrir United! Valencia með fyrirgjöf, Zlatan í baráttu við Wes Morgan en hefur betur. Skallar í stöng og inn! Skallinn ekki fastur en nákvæmur.

Verður þetta sigurmarkið?
82. mín
Vó! Musa nær að slíta sér frá Rojo í teignum og skallaði yfir markið. Fínt færi.
81. mín
Inn:Jeffrey Schlupp (Leicester) Út:Christian Fuchs (Leicester)
Þýski Ganverjinn kemur inn.
80. mín
HÖRKUFÆRI! Eftir hornspyrnu náði Rooney að koma boltanum á Zlatan við markteiginn en það var eins og sá sænski væri óundirbúinn. Laust skot sem er nánast bjargað á línu.
76. mín
Verði jafntefli niðurstaðan verður farið beint í vítaspyrnukeppni, engin framlenging á boðstólnum.
75. mín Gult spjald: Jamie Vardy (Leicester)
Missti boltann frá sér og fór svo í hættulega tæklingu.

72. mín Gult spjald: Eric Bailly (Man Utd)
70. mín
Inn:Marcus Rashford (Man Utd) Út:Anthony Martial (Man Utd)
Ég myndi ekki gapa þó Rashford kæmi með sigurmark í dag.
70. mín
Inn:Marcos Rojo (Man Utd) Út:Luke Shaw (Man Utd)
63. mín
Inn:Luis Hernandez (Leicester) Út:Danny Simpson (Leicester)
Hernandez var keyptur frá Sporting Gijon.
63. mín
Inn:Juan Mata (Man Utd) Út:Jesse Lingaard (Man Utd)
Lingaard fékk högg og þarf að fara af velli.
63. mín
Inn:Nampalys Mendy (Leicester) Út:Andy King (Leicester)
Mendy keyptur frá Nice til að fylla skarð N'Golo Kante sem seldur var til Chelsea.
61. mín
Inn:Ander Herrera (Man Utd) Út:Michael Carrick (Man Utd)
60. mín
Wayne Rooney að fá mikla gagnrýni á Twitter. Skiljanlegt. Ekki átt góðan dag til þessa.
57. mín
Gray með skot en beint á De Gea.
56. mín Gult spjald: Andy King (Leicester)
Braut á Lingaard.

52. mín MARK!
Jamie Vardy (Leicester)
HVAÐ VAR FELLARINI AÐ GERA ÞARNA??? Kæruleysisleg sending til baka sem Vardy kemst inn í og þakkar fyrir sig með því að klára laglega. HVER ANNAR?

Varamaðurinn Musa með öflugan sprett í aðdragandanum.
46. mín
Inn:Demarai Gray (Leicester) Út:Shinji Okazaki (Leicester)
Mun þessi tvítugi strákur láta til sín taka?
46. mín
Inn:Ahmed Musa (Leicester) Út:Marc Albrighton (Leicester)
Nígeríski sóknarmaðurinn sem Leicester fékk frá CSKA Moskvu í sumar er kominn inn.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað. Lítið um flugeldasýningar í fyrri hálfleik fyrir utan ansi huggulegt mark hjá Lingaard.
45. mín
Hálfleikur
Bikarmeistararnir með forystuna í hálfleik.

41. mín Gult spjald: Danny Drinkwater (Leicester)
39. mín
Andy King skallaði yfir mark Manchester United.
38. mín
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool:
Jesse Lingard er hæfileikaríkur og snöggur. Hann hefur alla þá kosti sem úrvalsdeildarleikmaður þarf að hafa. Ef hann heldur áfram að skora á stóra sviðinu gæti hann orðið fastamaður í liði Manchester United.

32. mín MARK!
Jesse Lingaard (Man Utd)
FRÁBÆR TILÞRIF HJÁ LINGAARD! Hann elskar að spila á Wembley. Skoraði líka í úrslitaleik bikarsins.

Hann fékk sendingu frá Rooney að þessu sinni og lék í gegnum hjarta varnar Leicester, framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum, áður en hann skoraði framhjá Schmeichel sem náði þó snertingu á boltann.

Mjög furðulegur varnarleikur hjá Englandsmeisturunum! Miðverðirnir Morgan og Huth ruku báðir út.
28. mín
Eric Bailly hefur í nægu að snúast. Á fyrst góða tæklingu sem gerir það að verkum að Leicester fær horn. Skallar svo hornspyrnuna frá.
Chris Smalling er að glíma við smávægileg meiðsli og því ekki með í dag.

21. mín
Leicester skallar í slá
Vardy gerir vel og kemur boltanum á Shinji Okazaki sem á skot rétt framhjá! Boltinn hefur viðkomu í Blind og hornspyrna. Hornspyrnan endar með því að Okazaki skallar í slá! Leicester nálægt því að komast yfir!
Nokkrar mínútur liðnar af tímabilinu og stuðningsmenn United strax farnir að pirra sig á Fellaini.
17. mín
Fellaini með skot sem hafði viðkomu í Drinkwater, Schmeichel missti boltann frá sér en Lingaard ekki nægilega snöggur til að ná til hans.
13. mín
Wayne Rooney með skalla eftir fyrirgjöf Luke Shaw en var langt frá markinu og þessi bolti endar í öruggu fangi Kasper Schmeichel. Luka Shaw var að glíma við erfið meiðsli síðasta tímabil en jákvætt að sjá hann mættan aftur út á völlinn.
11. mín
Anthony Martial náði að koma sér inn í teiginn með því að keyra á varnarmenn Leicester. Skaut svo í hliðarnetið.
6. mín
Róleg byrjun á leiknum. Þreifingar fyrstu mínúturnar. Vardy átti reyndar kraftmikinn sprett áðan, ákveðinn í að sýna að síðasta tímabil var ekkert einsdæmi hjá sér.
1. mín
Leikur hafinn
Flautað hefur verið til leiks á Old Trafford. Verið endilega með í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet.

Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og heilsa heiðursgestum leiksins. Hátíðleg stund á Wembley. Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er meðal gesta í stúkunni. Hann þorði þó ekki að spá fyrir um úrslitin þegar blaðamaður BBC hitti á hann.
Fyrir leik
Zlatan Ibrahimovic, Manchester United:
Þetta verður fyrsti bikarinn sem við vinnum á tímabilinu. Í mínum huga eru allir bikarar mikilvægir. Ég hef unnið 30 og vil vinna fleiri. Ég verð ekki saddur fyrr en ég hef unnið allt. Ég kom ekki hingað til að tapa. Ég kom hingað til að vinna. Þetta félag var stofnað til að vinna.
Fyrir leik
Spennandi að sjá Eric Bailly í hjarta varnarinnar hjá United í dag. 22 ára Fílabeinsstrendingur sem kom frá Villarreal. Þá er Zlatan Ibrahimovic í fremstu víglínu en Wayne Rooney hvílir fyrir aftan. Armeninn Henrikh Mkhitaryan byrjar á bekknum.

Fyrir leik
Í byrjunarliði Leicester eru 10 af 11 sem spiluðu nánast alla leiki síðasta tímabils. Andy King sem var reglulegur varamaður síðasta tímabils kemur inn fyrir N'Golo Kante sem seldur var til Chelsea. Til hvers að skipta því út sem virkar?


Fyrir leik
Ítalíumeistarar Juventus hafa staðfest að Paul Pogba hafi fengið grænt ljós á að fara í læknisskoðun hjá Manchester United. Nánar um málið.
Fyrir leik
Claudio Ranieri, stjóri Leicester:
Ég hef gleymt því sem gerðist á síðasta tímabili. Nú er einbeiting mín á nýju tímabili. Það dreymir alla um að spila á Wembley, þetta er einn frægasti leikvangur heims. Þetta er ekki vináttuleikur. Við gefum allt í leikinn og Manchester United gerir það líka. Bæði lið vilja sigur.
Fyrir leik
Leicester og Manchester United hafa aðeins einu sinni mæst áður á Wembley. Það var úrslitaleikur FA-bikarsins 1963 sem United vann 3-1. Báðar viðureignir þessara liða á síðustu leiktíð enduðu með jafntefli 1-1.
Fyrir leik
Hér verður fylgst með leik Englandsmeistara Leicester og bikarmeistara Manchester United í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn. Í 15 af 23 viðureignum hafa Englandsmeistararnir fagnað sigri í Skjaldarleiknum.
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
3. Eric Bailly
9. Zlatan Ibrahimovic
10. Wayne Rooney ('88)
11. Anthony Martial ('70)
14. Jesse Lingaard ('63)
16. Michael Carrick ('61)
17. Daley Blind
23. Luke Shaw ('70)
25. Antonio Valencia (f)
27. Marouane Fellaini

Varamenn:
20. Sergio Romero (m)
5. Marcos Rojo ('70)
8. Juan Mata ('63) ('93)
19. Marcus Rashford ('70)
21. Ander Herrera ('61)
22. Henrikh Mkhitaryan ('93)
28. Morgan Schneiderlin ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Eric Bailly ('72)

Rauð spjöld: