Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
0
1
ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '5
07.08.2016  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Bongóblíða. 12 stiga hiti og léttskýjað.
Dómari: David Howard Morgan
Áhorfendur: 415
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('54)
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson ('54)
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('82)
12. Kramar Denis
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
2. Alexis Egea
6. Pape Mamadou Faye ('82)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
11. Martin Svensson ('54)
22. Vignir Snær Stefánsson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('54)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kramar Denis ('46)
Hrvoje Tokic ('67)
Pontus Nordenberg ('70)
Kenan Turudija ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 1-0 útisigri Eyjamanna. Víkingar færast nær fallbaráttunni
92. mín
Emir tekur hér Benedikt Októ niður rétt fyrir framan teiginn. Hárréttur dómur

Uppfært: Mikkel með aukaspyrnuna yfir markið
91. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Sören Andreasen (ÍBV)
Sören mjög góður í fyrri hálfleik. Farið minna fyrir honum hér í seinni
90. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Tuð
87. mín
Víkingar eru byrjaðir í að setja menn fram að teignum og dæla löngum boltum frá miðvörðunum
84. mín
Þorsteinn Már er gjörsamlega brjálaður út í Pablo.
Tokic reyndi að teygja sig í boltann þegar Pablo var að hreinsa. Frá mínu sjónarhorni kom Tokic aldrei við hann en Pablo henti sér niður og fékk aukaspyrnuna. Derby kom á sprettinum og ýtti Þorsteini frá Pablo
82. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Lokaskipting Víkinga
79. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar alveg búinn á því.
75. mín
Þung sókn heimamanna. Tokic ætlaði að leggja boltann út á Kenan en sendingin alltof föst og þeir þurftu að leita til baka. Emir kom svo boltanum aftur á Kenan sem loks náði skoti en beint á Derby í markinu
74. mín
William með flotta sendingu innfyrir á Tokic. Boltinn skoppaði hátt og var erfitt fyrir Hrvoje að athafna sig. Reyndi að setja hann yfir Derby en yfir markið fór boltinn
72. mín
Frábær sókn Eyjamanna.
Sören skildi Luba eftir liggjandi í grasinu. Kramar þorði ekki í hann inní teignum enda á spjaldi og Sören á blússandi hraða. Reyndi skot niðri í hornið fjær en Cristian, enn og aftur varði vel
70. mín Gult spjald: Pontus Nordenberg (Víkingur Ó.)
Tók Punyed niður. Veit ekki alveg með þetta en ég sá þetta ekki nægilega vel
67. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stóð fyrir Derby og setti löppina upp í útsparkið hans
65. mín
Langt innkast hjá Eyjamönnum, sá ekki nægilega vel hver það var sem framkvæmdi það. Boltinn skoppaði í teignum og Sören náði skoti en í varnarmann. Óheppinn
63. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
Hrein skipting
58. mín
Kom smá kraftur í Víkinga við það að fá Þorstein Má inná. Spurning hvort það skili sér með einhverjum sóknum
56. mín
Víkingar vilja fá hendi. Hefði verið mjög ósanngjarnt að dæma á þetta
54. mín
Inn:Martin Svensson (Víkingur Ó.) Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Martin á hægri kantinn. Pontus í vinstri bak og Kramar í miðvörðinn. William vinstra megin
54. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Hrein skipting
53. mín
Simon Smidt plataði Emir uppúr skónum og komst í gegn. Fast skot niðri en Cristian varði
53. mín
Loks einhverjar gleðifréttir fyrir Víkinga. Þorsteinn og Martin eru að gera sig klára til þess að koma inná
49. mín
Fyrsta hornspyrna síðari hálfleiks fá heimamenn. Frábær bolti hjá Kramar en það náði enginn að gera sér mat úr þessu. vantaði bara að stýra boltanum að markinu
48. mín
Víkingar fá fyrsta hálffæri seinni hálfleiksins. Tokic missti boltann útaf hins vegar
46. mín Gult spjald: Kramar Denis (Víkingur Ó.)
Brot við hornfánann
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Mjög dapur fyrri hálfleikur hjá Víkingum en aftur á móti mjög góður fyrri hálfleikur hjá Eyjamönnum.
43. mín
Það er bara ekkert í gangi hérna þessar mínúturnar. Verð að segja það að Eyjamenn eru að spila sig virkilega vel upp völlinn trekk í trekk. Pablo búinn að vera í ruglinu góður
37. mín
Ekkert í gangi núna. Eyjamenn liggja þéttir og Víkingar reyna að koma boltanum fram völlinn en komast ekki neitt. Detta svo í háar sendingar í neyð og tapa boltanum. Virka bara vægast sagt lélegir
32. mín
Mikkel með magnaða sendingu innfyrir á Gunnar. Skotið framhjá
30. mín
Enn eitt hættulega færið hjá gestunum. Rangstöðu gildran klikkaði gjörsamlega hjá Luba og Bjössa og Mikkel var alltíeinu aleinn með nóg svæði. Var reyndar með boltann utarlega og nálægt endalínunni. Í stað þess að gefa fyrir reyndi hann skot sem Cristian varði í horn
28. mín
KRAMAR Í RUGLINU!

Reyndi að klobba Jonathan sem las hann auðveldlega. Góð fyrirgjöf sem Luba skallaði út í teiginn beint á Simon sem náði föstu skoti. Mjög vel varið hjá Cristian
27. mín
Hornspyrna sem Eyjamenn fá eftir skrautlegan skalla hjá Kramar. Fyrirgjöfin hættulítil og Kramar ætlaði að skalla til baka á Cristian þrátt fyrir að hafa mann í sér. Skallaði bara beint útaf

Hornið gott. Skalli frá Hafsteini rétt yfir
24. mín
Eyjamenn vaða í góðum færum hér í byrjun leiks. Flottur sprettur hjá Sören upp hægri kantinn. Fyrirgjöfin allaleið yfir á fjær þar sem Simon ætlaði að negla boltanum aftur fyrir markið. Tomasz rétt komst í boltann á undan Gunnari
21. mín
HRESSILEG TÆKLING!
Enskur dómari.. Alvöru Enskar tæklingar.

Andri kom á sprettnum og straujaði William við litla hrifningu Ejubs. Slapp við spjald
18. mín
GUNNAR HEIÐAR SKORAR AFTUR!!

Í þetta skipti flaggar Rúna Kristín hann rangstæðan. Flott fyrirgjöf frá Mikkel og magnaður skalli hjá Gunnari. Mjög vel klárað, óheppinn með staðsetninguna
17. mín
Heimamenn eru virkilega pirraðir. Kenan og William skiptast á að sparka menn niður. Heppnir að sleppa við spjald frá Englendingnum
15. mín
STÓRHÆTTULEGT FÆRI!

Mikkel slapp í gegn eftir mistök hjá Luba. Fast skot en Cristian náði að verja. Kramar var á tánum og náði að negla boltanum frá áður en Gunnar kæmist til hans
13. mín
Eyjamenn nálægt því að skapa sér mjög hættulegt færi. Simon með góðan sprett eftir að hafa fengið boltann frá Pablo. Fyrirgjöfin var lág og í átt að Gunnari. Bjössi ætlaði að hreinsa en kicksaði boltann. Cristian brást vel við og bjargaði honum
10. mín
Víkingar virka mjög slegnir eftir þetta mark.
6. mín
Byrjunarlið Víkinga
Cristian
Emir-Luba-Bjössi-Kramar
Egill-Kenan
Alfreð-William-Pontus
Tokic

Byrjunarlið Eyjamanna
Derby
Jonathan-Hafsteinn-Andri-Felix
Mees Siers-Punyed
Sören-Simon-Mikkel
Gunnar Heiðar
5. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Stoðsending: Derby Rafael Carrilloberduo
HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA ÞARNA!?

sá enginn okkar í blaðamannaskýlinu hvað gerðist. Allt í einu var Gunnar Heiðar sloppinn í gegn og setti boltann auðveldlega framhjá Cristian. Vel klárað hjá Gunnari sem er að byrja í fyrsta skipti í sumar

Uppfært: Derby átti stoðsendinguna með útsparki eftir að Tokic hafði skallað framhjá
4. mín
Fyrsta færið komið!
Leikurinn fór heldur rólega af stað. Alfreð fékk boltann á hægri kantinum og keyrði á varnarmanninn. Fyrirgjöf á Tokic sem skallaði framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og sækja þeir að sundlauginni
Fyrir leik
Dómarinn í dag er Enskur og heitir David Howard Morgan, eins og þið getið séð hér fyrir ofan. Honum til aðstoðar eru Steinar Berg Sævarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir
Fyrir leik
Margir lykilmenn eru að glíma við smávægileg meiðsli hjá Víkingum samkvæmt mínum heimildum. Kenan Turudija er nýstiginn uppúr mjög erfiðum meiðslum í læri en ætti að vera orðinn alveg heill núna. Þorsteinn og Martin eru komnir á bekkinn eftir að hafa ekki verið í hóp í síðasta leik, Aleix er tæpur og sest á bekkinn. William byrjar þrátt fyrir að vera glíma við einhver smávægileg meiðsli
Fyrir leik
Hjá Víkingi Ólafsvík koma Björn Pálsson og Hrvoje Tokic inn í byrjunarliðið frá tapleiknum geng Val. Út fara Aleix Egea Acame og Pape Mamadou Faye.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍBV í sumar. Gunnar hefur verið að glíma við erfið meiðsli en spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn sem varamaður í tapinu gegn Fjölni í síðustu umferð.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er langt síðan þessi lið gátu fagnað eftir sigurleik í Pepsi-deildinni. ÍBV vann síðast gegn KR þann 4. júní og Ólsarar unnu Þrótt 28. júní og hafa sigið niður töfluna síðustu umferðir.

Eyjamenn gátu þó fagnað sæti í bikarúrslitum þegar þeir unnu FH rétt fyrir verslunarmannahelgi. Þeir leika gegn Val á Laugardalsvelli næsta laugardag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heimamenn sitja í 8. sæti deildarinnar með 18 stig Eyjamenn eru tveimur sætum neðar í 10. sæti með 14 stig. Liðin hafa jafn góða eða allajafna jafn slæma markatölu.

Eyjamenn hafa ekki verið að fá neitt rosalega mikið af mörkum á sig en einungis hefur verið skorað 16 sinnum í mark þeirra í sumar sem er jafn mikið og til að mynda Stjarnan sem situr í öðru sæti. Liðið hefur hins vegar aðeins skorað 12 mörk

Víkingur hefur skorað 17 mörk í sumar og fengið á sig 21. Hrvoje Tokic hefur skorað 8 af þessum 17 mörkum en það kemur líklegast flestum á óvart að Aleix Egea, spænski miðvörðurinn er næst markahæstur í Viking ásamt Þorsteini Má með 2 mörk
Fyrir leik
Liðin mættust í 3. umferðinni í Eyjum og skildu liðin þá jöfn 1-1 þar sem Víkingar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 85. mínútu eftir að Sigurður Grétar Benónýsson hafði komið Eyjamönnum yfir aðeins 3 mínútum áður
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og ÍBV í 14. umferð pepsi deildar karla.

Þessi leikur verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('63)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('79)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
9. Mikkel Maigaard
14. Jonathan Patrick Barden
18. Sören Andreasen ('91)
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('63)
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
15. Devon Már Griffin
23. Benedikt Októ Bjarnason ('79)
27. Elvar Ingi Vignisson ('91)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: