Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
FH
0
1
KR
0-1 Kennie Chopart '98
08.08.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og sól en völlurinn þurr
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 2409
Maður leiksins: Kennie Chopart (KR)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson ('79)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('54)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
22. Jeremy Serwy ('70)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
6. Grétar Snær Gunnarsson
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('79)
18. Kristján Flóki Finnbogason
19. Kaj Leo í Bartalsstovu ('70)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('54)

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR-ingar hoppa upp í 7. sætið með þessum sigri. Eftir afskaplega tíðindalítinn leik náði Kennie Chopart að skora sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins!
98. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Jeppe Hansen
KR-ingar skora þegar átta mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma! Kennie Chopart fær sendingu frá Jeppe Hansen og er í baráttu við Kassim Doumbia. Kassim er með mjög skrýtna varnartilburði, Kennie er sterkari og skorar með skoti í nærhornið framhjá Gunnari í markinu! KR-ingar fagna ógurlega, enda að tryggja sér sigurinn!
90. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
90. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (KR) Út:Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron borinn af velli. Annar miðvörðurinn sem fer út af hjá KR í dag eftir að Skúli meiddist í fyrri hálfleik. Valtýr Már kemur inn á miðjuna og Finnur fer í hafsentinn.
89. mín
Aron Bjarki lendir í samstuði við samherja sinn Pálma Rafn og liggur sárþjáður eftir á vellinum. Strax beðið um skiptingu.


82. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Stöðvar Bödda löpp sem hafði verið á miklum spretti.
79. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
Atli er vanur því að skora þegar hann spilar. Stuðningsmenn FH fagna vel og innilega þegar hann kemur inn á. Hvað gerir Dalvíkingurinn í dag?
78. mín
Fín sókn hjá KR upp hægri kantinn. Það endar á því að Kennie Chopart fær sendingu út í teiginn en hann hittir ekki boltann! Mönnum eru mislagðar fætur hér í Kaplakrika í dag.

77. mín
Steven Lennon á skot í stöng....en er rangstæður.
76. mín
Aðstoðardómaraskipting! Smári Stefánson haltrar af velli, líklega tognaður aftan í læri. Birkir Sigurðarson, varadómari leiksins, kemur inn á í hans stað. Friðrik Dór, vallarþulur, kynnir að sjálfsögðu skiptinguna. Leikmenn nýta pásuna og fá sér vatn.
73. mín
KR-ingar beittari þessar mínúturnar. Davíð tapar boltanum á miðjunni hjá FH, Fazlagic er nálægt því að sleppa í gegn en nær ekki að athafna sig.
70. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Fyrsti leikur Færeyingsins á Kaplakrikavelli.
70. mín
Dauðafæri!! Jeppe Hansen sleppur aleinn í gegn eftir sendingu frá Pálma. Jeppe er alltof lengi að ákveða hvað hann ætlar að gera og á endanum er Gunnar Nielsen mættur alveg við tærnar á honum og ver. Illa farið með gott færi hjá Jeppe!
69. mín
Kennie Chopart á skot fyrir utan teig sem fer í landa hans og samherja, Jeppe Hansen. Dæmigert fyrir leikinn kannski.
66. mín
Inn:Denis Fazlagic (KR) Út:Michael Præst (KR)
Præst lenti í samstuði og fer meiddur af velli.

62. mín
Stærstu atvikin hér í síðari hálfleik eru þessi köll eftir vítaspyrnum. Erlendur hefur dæmt lítið í dag og látið leikinn fljóta mikið. Hann er ekki á því að gefa vítaspyrnur ódýrt.
58. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Boltinn fer úr leik og þá fær Kennie gult spjald. Það er líklega fyrir atvik sem gerðist á undan atvikinu í vítateignum en þá lét hann aðstoðardómarann á hinum enda vallarins heyra það eftir baráttu út við hliðarlínu!
58. mín
Nú vilja KR-ingar fá víti. Fyrirgjöf á fjærstöng sem Kennie Chopart nær og hann fellur eftir baráttu vð Davíð Þór Viðarsson. Kennie og Davíð rífast í kjölfarið en Erlendur dæmir ekkert frekar en áðan.
54. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Emil var farinn að haltra. Þórarinn Ingi fer á vinstri kantinn, Bjarni aftar á miðjuna og Hewson af kantinum í holuna.

51. mín
Steven Lennon fær boltann á miðjunni og snýr á Aron Bjarka. Hann á síðan hörkusprett inn á teig þar sem hann fellur eftir baráttu við Michael Præst. FH-ingar vilja víti en Erlendur, sem var alveg ofan í atvikinu, dæmir ekkert.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Vonandi fara mörkin að láta sjá sig.
45. mín
Hálfleikur
Mjög bragðdaufur fyrri hálfleikur að baki. FH-ingar hafa sótt í sig veðrið og verið sterkari síðasta korterið eftir jafnræði framan af.
43. mín
Steven Lennon vinnur boltann af Aroni Bjarka og geysist inn á teiginn vinstra megin. Indriði stöðvar för hans með góðri tæklingu. Hornspyrna.
40. mín
FH-ingar fljótir að taka aukaspyrnu nálægt miðjunni og eru að sleppa í gegn. Erlendur lætur endurtaka spyrnuna við litla hrifningu hjá heimamönnum.
37. mín
Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari KR, gefur Jeppe Hansen ráðleggingar út við hliðarlínu.

34. mín
Besta tilraun leiksins! Stefán Logi ver frá Bjarna Þór Viðarssyni eftir fyrirgjöf frá vinstri. Stuðningsmenn FH voru margir hverjir byrjaðir að fagna í stúkunni en Stefán varði vel í horninu og náði að halda boltanum.
32. mín
Aukaspyrna af vinstri kantinum á fjærstöng á Indriða Sigurðsson. Indrið nær máttlitlu skoti eftir baráttu við Davíð Þór Viðarsson. Indriði vill meina að Davíð hafi hrint sér en fær ekkert fyrir sinn snúð.

27. mín
Smá harka að færast í leikinn. Erlendur er ekki að flauta mikið.
26. mín
Fyrirgjöf frá FH sem Sam Hewson skallar í varnarmann. Á hinum endanum tekur Kennie Chopart langa sendingu viðstöðulaust á lofti þvert yfir teiginn en enginn nær boltanum. Lítil hætta í bæði skiptin. Auglýsum eftir meira fjöri!

20. mín
Bæði lið vantar sköpunargleði á síðasta þriðjungnum. Fáar fyrirgjafir og þegar þær koma eru þær auðveldar viðureignar fyrir varnamennina.
16. mín
Sótt á báða bóga fyrsta korterið. Bíðum ennþá eftir alvöru færi.
15. mín
Gunnar Þór með fyrirgjöf og Pálmi Rafn á skot úr teignum sem fer í hliðarnetið. Þröngt færi.
13. mín
Eftir meiðsli Skúla eru liðin svona uppstillt.

FH:
Gunnar
Brynjar - Bergsveinn - Kassim - Böddi
Davíð - Emil
Serwy - Bjarni - Hewson
Lennon

KR
Stefán
Beck - Aron - Indriði - Gunnar
Præst - Finnur
Óskar - Pálmi - Kennie
Jeppe
12. mín
KR-ingar með hættulega hraða sókn. Morten Beck sendir fyrir á Jeppe sem nær ekki skotinu. Bergsveinn gerir vel í að loka á Jeppe og færið rennur út í sandinn.
8. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli labbar af velli. Húsvíkingurinn, Aron Bjarki, kemur inn í hjarta varnarinnar við hlið Indriða.
8. mín
Skúli Jón Friðgeirsson liggur eftir á vellinum. Einhver meiðsli að hrjá hann.
4. mín
KR-ingar sækja meira hér á allra fyrstu mínútunum.
2. mín
Jeppe Hansen á fyrstu marktilraunina en hann er í engu jafnvægi þegar hann lætur vaða af 30 metrunum. Laflaust skotið fer líka út á kant!
1. mín
Leikur hafinn
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson flautar leikinn á.
Fyrir leik
Liðin að mæta út á völl. Þetta er að byrja!
Fyrir leik
Blaðamenn í fréttamannastúkunni búnir að henda í spá.

Stefán Árni Pálsson, Vísir
FH 1-1 KR

Benedikt Grétarsson, Morgunblaðið
FH 2-0 KR

Bjarni Helgason, 433.is
FH 2-1 KR
Fyrir leik
Hér í stúkunni eru ungir stuðningsmenn FH með belgíska fánann til heiðurs Jonathan Hendrickx og Jeremy Serwy.
Fyrir leik
Gaman að sjá áhorfendur mæta snemma á völlinn. Stemningin góð á nýja pallinum hjá FH þar sem fólk hefur gætt sér á veitingum og notið tónlistaratriða.
Fyrir leik
KR-ingar verða í appelsínugulum varabúningum sínum í dag.
Fyrir leik
Friðrik Dór er mættur með gítarinn. Tekur ,,Glaðasti hundur í heimi" og fer þaðan beint í ,,Dönsum eins og hálfvitar."
Fyrir leik
KR-ingar hafa skilað skýrslu. Þeir eru með sama byrjunarlið og í 2-1 sigrinum á Þrótti í síðustu viku.
Fyrir leik
Völlurinn lítur vel út og það er fólk farið að týnast í stúkuna. Sól og smá gola. Allt til staðar fyrir fínan leik!
Fyrir leik
KR-ingar hafa ekki ennþá skilað inn sinni leikskýrslu þegar 45 mínútur eru í leik. Öll lið eiga að skila inn skýrslu þegar klukkutími er í að leikur hefjist. Við látum ykkur vita um leið og Vesturbæingar henda sér á netið og skila skýrslunni!
Fyrir leik
Atli Viðar Björnsson, leikmaður 13. umferðar, er settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk gegn ÍA.

Emil Pálsson snýr aftur í liðið eftir leikbann en hann tekur stöðu Atla. Emil fer á miðjuna og Steven Lennon verður einn fremstur í dag.

Pétur Viðarsson er ekki með FH en hann er farinn aftur út til Ástralíu í nám. Brynjar Ásgeir Guðmundsson kemur inn í liðið í hans stað.

Bergsveinn Ólafsson var hægri bakvörður í síðasta leik en Brynjar Ásgeir gæti einnig farið í þá stöðu í dag Bergsveinn þá í hjarta varnarinnar.

Athygli vekur að Jón Ragnar Jónsson er í hóp hjá FH en hann hafði lagt skóna á hilluna fyrr á þessu ári.
Fyrir leik
Arnar Björnsson mættur með Pepsi kassa. Afhentir Atla Viðari Björnssyni sem var leikmaður 13. umferðar. Atli skoraði þá tvö mörk gegn ÍA.
Fyrir leik
KR vann fyrri leik liðanna á þessu tímabili 1-0. Pálmi Rafn Pálmason sá um að skora eina mark leiksins þar.

KR hafði einnig betur þegar liðin mættust hér í Hafnarfirði í fyrra. KR vann leikinn í júlí í fyrra 3-1 og komst á toppinn en FH-ingar komu sterkir til baka eftir það og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson:
Þessar rimmur hafa oft verið skemmtilegar og flottar. Þetta verður stál í stál en ég hef samt miklu meiri trú á FH og heimavelli þeirra í þessum leik.

Mér finnst varnarleikur KR hafa sloppið ansi vel frá gagnrýni í sumar. Indriði, Skúli Jón og Gunnar Þór eru allir reynslumiklir og talað talsvert um það. Það er engin spurning að reynslan er til staðar en þá hefur hraðinn oft minnkað. Við sáum það til dæmis í leiknum gegn Þrótti þar sem Dion fór illa með þá með hraða sínum. FH-ingar eru með hraða í sínu liði og ég tel að þeir nýti hann til að búa til mark í kvöld.
Fyrir leik
FH stendur fyrir upphitun fyrir stuðningsmenn fyrir leik.

Dagskrá hefst klukkan 18:00 á nýja pallinum fyrir utan Kaplakrika, en fyrstu 100 sem koma fá frían skammt af frönskum frá Reykjavík Chips.

Eftir það verða svo franskarnar seldar í veitingarvagni þeirra Chips-manna. Einnig verða seldir hamborgarar fyrir leik sem og fljótandi veigar fyrir bæði börn og fullorðna.

Friðrik Dór og Pollapönk munu svo koma fólkinu í gírinn með söngvum.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik FH og KR í Pepsi-deildinni í kvöld. Þessi tvö stórveldi hafa mæst oft undanfarin ár og alltaf hefur verið hart barist.

Fyrir leikinn í kvöld er FH á toppnum með 28 stig, tveimur stigum á undan Fjölni og Stjörnunni.

KR er aftur á móti með 16 stig í 10. sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('66)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('8)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
16. Indriði Sigurðsson
19. Jeppe Hansen
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
11. Morten Beck Guldsmed
18. Aron Bjarki Jósepsson ('8) ('90)
20. Axel Sigurðarson
20. Denis Fazlagic ('66)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('58)
Gunnar Þór Gunnarsson ('82)
Pálmi Rafn Pálmason ('90)

Rauð spjöld: