Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
1
1
Stjarnan
Christian Nikolaj Sorensen '19 1-0
1-1 Hilmar Árni Halldórsson '34 , víti
08.08.2016  -  19:15
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og sól í Reykjavík, 12 stiga hiti og mottan lítur þrælhuggulega út!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 580
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Baldvin Sturluson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('79)
8. Christian Nikolaj Sorensen ('90)
11. Dion Acoff
13. Björgvin Stefánsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('68)
21. Tonny Mawejje
23. Guðmundur Friðriksson

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
10. Brynjar Jónasson
14. Sebastian Steve Cann-Svärd ('90)
17. Ragnar Pétursson ('68)
27. Thiago Pinto Borges

Liðsstjórn:
Hallur Hallsson

Gul spjöld:
Baldvin Sturluson ('22)
Viktor Unnar Illugason ('29)
Hreinn Ingi Örnólfsson ('32)
Karl Brynjar Björnsson ('53)
Hallur Hallsson ('84)
Guðmundur Friðriksson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli staðreynd.

Sýnist bæði lið jafn svekkt með þá staðreynd.
90. mín
+2

Enn er Arnar að hirða fyrirgjafir, núna frá Jóa Lax.
90. mín
+1

Veigar skallar horn Hilmar yfir á fjær.
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Sebastian Steve Cann-Svärd (Þróttur R.) Út:Christian Nikolaj Sorensen (Þróttur R.)
Tímaát myndi ég halda.
88. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Veigar fær nokkrar mínútur til að vinna leikinn.
87. mín Gult spjald: Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Fellir Ævar með glæfratæklingu.
86. mín
Þróttarar hafa náð að fóta sig betur eftir taktíska breytingu Stjörnumanna.

Eiga hér horn.....sem ekkert verður úr.
84. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Fellir Hólmbert og stöðvar skyndisókn.

Reynsluspjald hér....
82. mín
Leikurinn heldur betur að opnast, Sorensen æðir upp völlinn en sending hans er rétt aðeins of löng fyrir Björgvin í markteignum.
80. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Ævar sendir inn í markteiginn þar sem Guðjón hittir ekki boltann og hann lendir fyrir fótum Hólmberts en Arnar Darri sýnir magnað hugrekki og kastar sér fyrir varamanninn og heldur boltanum.
79. mín
Inn:Hallur Hallsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Vilhjálmur haltrar af velli.
78. mín
580 áhorfendur í Laugardal.

Það er einnig póstnúmerið á Siglufirði...fróðleiksmoli dagsins.
76. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Stjarnan komin í 4-4-2, Hilmar fer inn á miðjuna með Heiðari. Ævar og Halldór á köntum, Hólmbert og Guðjón frammi.
70. mín
Arnar Darri í smá hafvillum í markteignum og missir af háum bolta en Karl kemur honum til bjargar og neglir í horn sem ekkert verður úr.
69. mín
Sorensen vinnur boltann á miðjunni, tekur hlaupið og skýtur rétt framhjá.
68. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Eyjólfur fer inn á miðjuna og Ævar á kantinn.
68. mín
Inn:Ragnar Pétursson (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
67. mín
Boltinn liggur í marki Stjörnumanna.

Björgvin fær sendingu frá Vilhjálmi og klínir í fjær...rétt byrjaður að fagna kemur flaggið alræmda.

Tæpt klárlega.
66. mín
Halldór Orri með skot utan teigs eftir þunga Stjörnusókn en Arnar gerir virkilega vel og heldur skotinu.
64. mín
Þróttarar liggja til baka og ætla að nýta skyndisóknirnar.

Það plan hefur gengið ágætlega hingað til. Stjörnumenn mun minna að ná upp pressu en í fyrri hálfleik.
62. mín
Baldur reyndi hér bakfallsspyrnu en hún er laus og endar í höndum Arnars.
59. mín
Sorensen tvinnar sig í gegnum vörn Stjörnunnar en máttlaust skot fer framhjá.

Hann liggur í vellinum eftir þetta hlaup sitt.
58. mín
Guðjón fellur eftir tæklingu frá Maweje í teignum. Vilhjálmur dómari telur allt eðliegt og dæmir markspyrnu.
57. mín
Verulega dofnað yfir leiknum síðustu mínútur.

Ætli við sjáum ekki skiptingar fljótlega.
54. mín
Skot Hilmars úr aukaspyrnunni er laust og fer yfir markið.
53. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Rífur Hilmar niður rétt utan teigs. Skotfæri.
51. mín
Arnar Darri grípur vel inn í góða sendingu Harðar inn í teiginn...eiginlega af enni Guðjóns.
50. mín
Vilhjálmur nær núna að snúa á Jóa Lax áður en hann neglir að marki af 30 metrunum en beint á Kerr.
48. mín
Dion Acoff.

Stingur Hörð enn og aftur af, leggur út í teig þar sem Vilhjálmur á skot að marki sem Kerr ver vel í horn.

Sem ekkert verður úr.
46. mín
Strax færi hjá Stjörnunni, eftir að Baldvin kiksar á boltann leggur Hilmar út í teig á Eyjólf sem að skýtur yfir af punktinum.
46. mín
Leikur hafinn
Leggjum aftur í hann.

Allt óbreytt í liðsskipaninni.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert varð úr horninu.

Við förum inn með jafna stöðu í hálfleik. Stjarnan verið ca. 70% með boltann í fyrri hálfleik en hafa ekki náð að nýta stöðuyfirburðina betur en þetta.

Þróttarar verða að koma grimmari til síðari hálfleiks.
45. mín
Þróttarar fá horn á síðustu uppbótarsekúndu.

Skyldi ekki vera!
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
44. mín
Guðjón Baldvins fékk högg á ökklann og þurfti aðhlynningu, kemur haltrandi inná aftur.
42. mín
Acoff...sá heldur lyklinum að sóknarleik Þróttara.

Vinnur boltann á sínum vallarhelmingi, hleypur 60 metra og á þvílíkt hættulega sendingu sem Kerr slær út í teig og Jói Lax bjargar í horn.

Sem ekkert verður úr svo.
39. mín
Stjörnumenn eiga ótrúlega auðvelt með að finna lausan mann til að senda á allt þar til að vítateig er komið.

Þar er megnið af liði Þróttar í varnarstöðum og hafa hingað til nað að stoppa í götin þar.
37. mín
Silfurskeiðin er lífleg og tekur nú HÚHHH víkingafagn.

Þrátt fyrir alla notkunina er það enn eðlilegt að þeir séu að því.
34. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Þeir verja hann ekki þarna.

Hilmar sjóðheitur þessa dagana og klínir boltanum hægra megin við Arnar úti við stöng.
34. mín
VÍTI FYRIR STJÖRNUNA!

Þróttari hreinsar bláan niður. Vilhjálmur Pálmason brotlegur. Púra víti.
32. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Tvær bulltæklingar...en...Hilmar hoppaði upp úr þeim báðum og var á leið inn í teiginn.

Vilhjálmur viðurkennir mistökin.

Aukaspyrnunni sparkar Hilmar útaf við endamörk.
30. mín
Grétar í fínu færi upp úr aukaspyrnunni en Arnar bjargar í horn.

Baldur skallar yfir og Þróttarar geta andað léttar.
29. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Braut á Hilmari.
29. mín
Aðeins að draga úr sóknarþunga gestanna, Þróttarar klárlega komnir aftar en í byrjun.
26. mín
Leikurinn aftur kominn í Stjörnufasann.

Stanslaus sókn blárra endurvakin.
22. mín Gult spjald: Baldvin Sturluson (Þróttur R.)
Togar í Guðjón sem var að sleppa í gegn.

Hárrétt.
20. mín
Guðjón í góðu færi í markteignum en laust skot hans fer beint á Arnar Darra.
19. mín MARK!
Christian Nikolaj Sorensen (Þróttur R.)
Stoðsending: Dion Acoff
HVAÐ ER AÐ GERAST!

ÞESSI ÍÞRÓTT!!!!

Stjarnan búin að sækja í 19 mínútur en eitt upphlaup heimamanna og mark.

Acoff fíflar Hörð áður en hann leggur boltann út í teig á Sorensen sem leggur hann yfirvegað í markið.
18. mín
Eyjólfur neglir yfir utan teigsins.
15. mín
RAMMINN BJARGAR.

Guðjón neglir í slá af vítapunktinum.

Þarna sluppu Þróttarar!!!
14. mín
Eyjólfur Héðins ætlar að lauma þessum í fjærhornið úr teignum og er ansi nálægt því en boltinn fer rétt framhjá.
13. mín
Í þeim töluðum kemst Vilhjálmur upp kantinn og fiskar horn fyrir heimamenn.
12. mín
Stjarnan er hér með öll möguleg tök á leiknum.

Þróttarar búnir að standa í vörn frá 2.mínútu eiginlega.
10. mín
Stjarnan er að spila 4-1-4-1

Kerr

Jói Lax - Grétar - Danni Lax - Hörður

Heiðar

Eyjólfur - Baldur - Hilmar - Halldór

Guðjón.
9. mín
Þróttarar spila 4-2-3-1 í kvöld.

Arnar

Baldvin - Hreinn - Karl - Guðmundur

Sorensen - Viktor

Acoff - Mawejje - Vilhjálmur

Björgvin.
8. mín
Baldur með skalla að marki eftir fína sendingu Jóa Lax en beint í hendur Arnars.

7. mín
Halldór Orri með skot utan teigs en langt framhjá.
6. mín
Kerr í eilitlu rugli hér, stutt útspark hans endar í fótum Sorensen rétt utan við D-bogann en sá gerir illa og laust skot hans er langt framhjá.
5. mín
Stjörnumenn búnir að vera í sókn í um 2 mínútur samfellt hérna.

Að lokum kemur ein löng sem endar í höndum Arnars.
4. mín
Aftur blokkerar Hreinn skot.

Nú frá Heiðari utan teigs og í horn.
3. mín
Fyrsta skot að marki kemur frá Eyjólfi Héðins eftir flotta skyndisókn.

Hreinn blokkerar skotið vel út í teiginn.
1. mín
Tveir Stjörnumenn eru í byrjunarliði Þróttar.

Markmaðurinn Arnar Darri og bakvörðurinn Baldvin.
1. mín
Leikur hafinn
Lögð af stað í Laugardal.
Fyrir leik
Stjarnan vinnur hlutkestið og ákveður að spila undan sólinni og sækja í átt að Húsdýragarðinum.

Þróttarar hlaupa í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Þulir Þróttara kunna á stuðið, völlurinn nýmálaður og nýsleginn að þeirra sögn.

Liðin mætt á svæðið og dómararnir í gulu að kalla á fyrirliðana.
Fyrir leik
Í eina tíð gat maður stólað á það að þar sem Silfurskeið og Köttarar kæmu saman yrði söngstuð.

Vonandi verður svo þó að ekki hafi nú heyrst mikið hingað til í kvöld.
Fyrir leik
Vorum að rifja upp 0-6 leikinn.

Það eru þrír Þróttarar í byrjunarliði þess leiks í byrjunarliðinu í kvöld.

Enda svo sem lítill stöðugleiki í leikmannavalinu í sumar á þeim bænum.

Fyrir leik
Það virkar hin ágætasta hamborgarasala í kvöld og fólk að týnast á völlinn.

Það er hins vegar nóg pláss ennþá...
Fyrir leik
Byrjunarliðsfréttir:

Stjarnan heldur sig við sama byrjunarlið og vann Víking R. 3-0 í síðustu umferð

Hjá Þrótti eru nokkrar breytingar frá tapi gegn KR. Arnar Darri Pétursson er kominn aftur í markið og Viktor Unnar Illugason kemur einnig inn í liðið.
Fyrir leik
Dómarateymi kvöldsins er þannig skipað að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson flagga. Til vara er Gunnar Helgason.

Með þessu öllu fylgist svo Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var einstefna og stærsti sigur deildarinnar hingað til í sumar.

Stjarnan vann leikinn 6-0 og markaskorarnir voru Guðjón Baldvinsson (2), Jeppe Hansen (2), Veigar Páll Gunnarsson og Ævar Ingi Jóhannesson.

Spurning hvort að sá leikur sé í hugskotum liðanna...?
Fyrir leik
Leikurinn er hluti af "seinni hálfleik" 14.umferðar Pepsideildarinnar en þrír leikir fóru fram í gær og þrír í kvöld.

Fyrir leiki kvöldsins sitja heimamenn á botninum með 7 stig og 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni en Stjörnumenn gætu sest í toppsætið með sigri og þá byggt á úrslitunum í Kaplakrika.

Toppbarátta og botnbarátta í sama leiknum. Hvað verður það betra???
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá Þróttarvelli þar sem heimamenn taka á móti Stjörnumönnum úr Garðabæ.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Guðjón Baldvinsson ('88)
8. Halldór Orri Björnsson
8. Baldur Sigurðsson ('68)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
20. Eyjólfur Héðinsson ('76)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
11. Arnar Már Björgvinsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('68)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('76)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: