Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
1
Selfoss
Agla María Albertsdóttir '7 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '40 2-0
2-1 Unnur Dóra Bergsdóttir '81
Harpa Þorsteinsdóttir '91 3-1
09.08.2016  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: 14 stiga hiti, logn og skýjað.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 192
Maður leiksins: Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
Byrjunarlið:
12. Sabrina Tasselli (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Jenna McCormick
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
22. Amanda Frisbie
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
6. Lára Kristín Pedersen
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
9. Anna María Björnsdóttir
14. Donna Key Henry
19. Birna Jóhannsdóttir

Liðsstjórn:
Þóra Björg Helgadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Stjörnunnar. Stjarnan gerði enga skiptingu í leiknum en á lokasekúndunni voru tveir varamenn tilbúnir að koma inná, það tókst þó ekki því Gunnþór dómari flautaði af.
92. mín Gult spjald: Sharla Passariello (Selfoss)
Fyrir mótmæli.
91. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Harpa fór illa með varnarmenn Selfoss, sneri á þá hægri vinstri og lagði boltann svo í bláhornið fjær. Virkilega vel gert hjá henni.
88. mín
Harpa með skot úr aukaspyrnu af löngu færi rétt framhjá marki Selfoss.
87. mín
Harpa með skot rétt framhjá. Stjarnan ætlar sér að gera endanlega út um þennan leik.
85. mín
Harpa með þrumuskot í stöngina á marki Selfoss.
84. mín
Sandiford í vandræðum, var næstum búinn að missa bolta sem hún hélt á í höndunum afturfyrir sig og í markið en rétt náði að bjarga sér.
83. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
81. mín MARK!
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Kristrún Rut Antonsdóttir
Þetta er ekki dagur markmanna. Kristrún Rut sendi góða sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar á Unni Dóru sem kom upp hægra megin og skaut beint á Tasselli sem missti boltann í gegnum hendurnar á sér og milli fótanna. Selfoss er að gera þetta að leik!
79. mín
Harpa aftur í góðu færi og enn ver Sandiford í horn frá henni.
78. mín
Harpa með fast skot að marki sem Sandiford varði í horn.
75. mín
Þórdís Hrönn með skot rétt yfir mark Selfoss.
71. mín
Klaufaskapur hjá Önnu Maríu gerði það að verkum að boltinnn fór til sem Hughes var í dauðafæri og skaut að marki en Tasselli varði auðveldlega.
70. mín
Kristrún Rut komst á svaka skrið upp völlinn og í stað þess að skjóta að marki í fínu færi gaf hún til baka á Lauren Hughes sem skaut hátt yfir markið.
67. mín
Inn:Heiðdís Sigurjónsdóttir (Selfoss) Út:Karen Inga Bergsdóttir (Selfoss)
67. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Sharla Passariello (Selfoss)
65. mín
Þórdís Hrönn með þrumuskot í þverslá.
60. mín
Valorie O'Brien spilandi þjálfari Selfoss með heiðarlega tilraun með því að skjóta á markið frá miðlínu. Langt framhjá markinu samt sem áður.
51. mín
Smá kraftur í Selfoss liðinu í byrjun seinni hálfleik. Lauren Hughes var að skjóta í hliðarnetið núna.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Gunnþór Steinar dómari hefur flautað til hálfleiks í Garðabænum. Stjarnan leiðir með tveimur mörkum gegn engu.
40. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Hræðileg mistök hjá Sandiford í markinu. Harpa tók skot af 30 metrum með grasinu sem hún átti að hafa auðveldlega en missti í gegnum hendurnar á sér, í stöngina og þaðan dansaði boltinn á línunni og fór á endanum yfir hana. Sandiford var svo brugðið eftir þetta að hún kallaði til liðsfund með liðinu.
39. mín
María Eva með skot að marki frá löngu færi sem Sandiford greip.
35. mín
Rétt rúmlega hálftími liðinn og stuðningsmenn Stjörnunnar eru búnir bjóða upp á víkingaklappið. Nú má fjörið fara í gang!
32. mín
Harpa með fast skot að marki en Sandiford varði.
30. mín
Þórdís Hrönn í dauðafæri en varið í horn.
28. mín
Hörkuskalli frá Jennu McCormick varinn.
18. mín
Harpa með fast skot að marki úr aukaspyrnu af 30 metra færi en framhjá marki Selfoss.
17. mín
Ásgerður Stefanía er komin inná aftur.
15. mín
Ásgerður Stefanía fyrirliði Stjörnunnar er meidd og liggur utan vallar og fær aðhlynningu.
11. mín
Hætta við mark Selfoss þar sem Sandiford þurfti að verja frá samherja.
7. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ana Victoria Cate
Stjarnan hefur náð forystunni í Garðabænum. Boltinn barst frá vinstri kanti inn í teiginn þar sem Ana Cate sendi til baka á Öglu Maríu sem var í fínu færi og skoraði á fjærstöngina.
6. mín
Stjarnan sækir meira fyrstu mínúturnar en hafa ekki náð að skapa sér færi.
1. mín
Gunnþór Steinar Jónsson dómari hefur flautað leikinn á. Honum til aðstoðar eru línuverðirnir Hörður Aðalsteinsson og Ásbjörn Sigþór Snorrason. Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ. Stjarnan byrjar með boltann og leikur í átt að Hafnarfirðinum.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Stjarnan leikur í bláum treyjum og hvítum buxum eins og vanalega og Selfoss í vínrauðum treyjum og hvítum buxum.
Fyrir leik
Það eru markmannsskipti hjá Stjörnunni en Berglind Hrund Jónasdóttir sem hefur varið mark liðsins í sumar er meidd og því kemur hin ítalska Sabrina Tasselli í markið. Þóra Björg Helgadóttir fyrrverandi landsliðsmarkvörður sem hafði lagt skóna á hilluna er svo varamarkvörður.

María Eva Eyjólfsdóttir kemur inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er farin aftur til Svíþjóðar og Amanda Frisbie fyrir Bryndísi Björnsdóttur.

Selfoss gerir eina breytingu frá markalausu jafntefli við Breiðablik í síðustu umferð. Karen Inga Bergsdóttir kemur inn í liðið fyrir Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur sem sleit krossband í þeim leik og verður því ekki meira með í sumar.
Fyrir leik
Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar er markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk. Markahæsti leikmaður Selfoss er Lauren Hughes sem hefur skorað 6 mörk í sumar.
Fyrir leik
Stjarnan er á toppi deildarinnar með 25 stig, jafnmörg og Breiðablik sem er í 2. sætinu og hefur leikið einum leik meira.

Selfoss og Breiðablik mættust á fimmtudaginn í leik sem er hluti af 13. umferðinni og lauk með markalausu jafntefli.

Eftir þann leik er Selfoss í 8. sætinu með 10 stig, fjórum meira en KR sem er í 9. sæti tíu liða deildarinnar með 6 stig.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Selfoss í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Lauren Elizabeth Hughes
3. Sharla Passariello ('67)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir ('67)
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('83)
18. Magdalena Anna Reimus
20. Valorie Nicole O´Brien
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Íris Sverrisdóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir ('67)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('67)
20. Írena Björk Gestsdóttir ('83)
21. Þóra Jónsdóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sharla Passariello ('92)

Rauð spjöld: