Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
5
1
FH
0-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir '6
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '45 1-1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '47 2-1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '49 3-1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '59 4-1
Esther Rós Arnarsdóttir '66 5-1
09.08.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Blankalogn og iðagrænn og fallegur völlur.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
Fjolla Shala ('71)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('63)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
20. Olivia Chance
22. Rakel Hönnudóttir ('71)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
18. Kristín Dís Árnadóttir ('71)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('63)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
21. Hildur Antonsdóttir ('71)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. 5-1 sigur Blika staðreynd. FH lék vel framan af en varð fyrir miklu áfalli þegar þær Jeanette og Maria Selma þurftu að fara útaf vegna meiðsla. Það sló liðið útaf laginu og Blikar komust á flug. Það var allt annað að sjá þær grænklæddu í seinni hálfleik. Þær hækkuðu tempóið í sínum leik og röðuðu inn mörkum. Mikilvægur sigur fyrir þær í toppbaráttunni.
90. mín
Nauðvörn! Blikar bjarga á línu eftir hornspyrnu FH. Sá ekki hver átti skallann en þarna munaði ekki miklu.
89. mín Gult spjald: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH)
Viktoría brýtur á Esther.
89. mín
Melkorka reynir skot af löngu færi fyrir FH en boltinn vel framhjá og lítil hætta á ferðum.
88. mín
Hallbera er búin að vera geggjuð í leiknum. Hún klobbar hér Bryndísi áður en hún neglir yfir markið.
85. mín
Stórhætta við mark FH. Hallbera með fasta fyrirgjöf sem þýtur í gegnum markteiginn og af hættusvæðinu. Þarna þurfti bara eina litla tá til að breyta stefnu boltans og setja hann yfir marklínuna.
84. mín
Færi hjá FH. Að því er virðist upp úr þurru er Viktoría Valdís komin í ágætis færi í við vítateig Blika en skot hennar fer rétt framhjá. Þarna munaði litlu.
83. mín
Blikar halda áfram að sækja og fá horn. Hallbera bregður útaf vananum og tekur stutt horn á Fanndísi sem á slaka sendingu til baka áður en hún er dæmd rangstæð. Spurning hvort að Hallbera eigi ekki að halda sig við það plan að miða á kollinn á Berglindi. Hefur svínvirkað hingað til.
79. mín
Fanndís fær skotfæri í teignum en setur boltann beint á Þóru. Skömmu síðar reynir Esther skot utan teigs en þrumar yfir.
76. mín
FH-ingar sýna lífsmark og eiga hér tvo ágæta sénsa í sömu sókninni. Það eru þó engir FH-ingar í teignum til að afgreiða tvær fínar fyrirgjafir.
74. mín
Arna Dís neglir yfir eftir fyrirgjöf. Hefði átt að gera betur þarna.
71. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Hildur Antonsdóttir spilar sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik eftir félagaskipti frá Val sem vakið hafa mikla athygli.
71. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum.
69. mín
Þetta er að fara út í eitthvað rugl hérna. Rakel Hönnudóttir mjög nálægt því að skora sjötta mark Breiðabliks en hún setur boltann í stöngina.
66. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Esther er ekki lengi að komast á blað. Hallbera kemst upp vinstra megin og rennir boltanum fyrir mark FH. Boltinn fær að fljóta á fjærstöng þar sem Esther er mætt til að klára. Hræðilegur varnarleikur. FH-liðið er varla búið að vera með í seinni hálfleiknum.
63. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Blikar gera sína fyrstu breytingu. Esther kemur á hægri kantinn fyrir Svövu Rós.
59. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Ferna hjá Berglindi! Hún leggur boltann snyrtilega í markið eftir frábæra rispu Svövu Rósar sem braust upp hægri kantinn og inn í teig áður en hún lagði boltann fyrir. Berglind er heldur betur að svara gagnrýninni sem hún fékk fyrir slaka færanýtingu í markalausu jafntefli gegn Selfoss í síðasta leik. Fjögur mörk komin og alls ekkert ólíklegt að þau verði fleiri með þessu áframhaldi.
56. mín
Fáránleg sending til baka frá Ingibjörgu Sig. Hún neglir eiginlega bara aftur fyrir undir svolítilli pressu frá Alugas úti á miðjum velli. FH-ingar fá hornspyrnu en ná ekki að gera neitt við hana.
56. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
FH klárar skiptingarnar sínar.
51. mín
Það er mikill kraftur í Breiðablik hér í upphafi síðari hálfleiks. Allt annað að sjá þær. Þær eru búnar að setja í næsta gír.
49. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Þrenna!!! Berglind er hér að fara langleiðina með að klára þetta fyrir Blika. Tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Hún fékk pláss í teignum, skaut að marki en Þóra gerði vel í að verja. Boltinn hrökk hinsvegar aftur á Berglindi sem skilaði boltanum í netið í annarri tilraun.
47. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Sagan endurtekur sig. Berglind skorar sitt annað mark. Aftur eftir hornspyrnu frá Hallberu. Í þetta skiptið fær hún þó meira pláss í teignum og skorar með skoti en ekki skalla.
46. mín
Úff. Hallbera lætur vaða rétt utan teigs. Allt í lagi skot en Þóra Rún á í vandræðum með það og ver boltann klaufalega í horn.
46. mín
Game on! Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Það er stutt stund á milli stríða hjá Breiðablik þessa dagana en liðið leikur til úrslita í bikarnum á föstudag. Þorsteinn Halldórs talaði um það í Akraborginni að hann væri ósáttur við að spila í kvöld og hafa svo stutt á milli mikilvægra leikja en leikjaplaninu verður ekki haggað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Nóg að frétta héðan úr Kópavoginum. Tvö mörk og meiðsli tveggja lykilmanna bera þar hæst.

FH-liðið spilaði vel lengi framan af en datt í svolítið ójafnvægi þegar Jeanette og María Selma þurftu að fara útaf.

Blikar hafa stýrt leiknum en ekki náð að skapa sér opin færi. Þetta lið á að geta látið boltann vinna hraðar fyrir sig og ógnað meira.

Sjáum hvað gerist í seinni hálfleik.
45. mín
Orri Þórðar er ekki kominn í Kópavoginn til að eignast vini. Honum tekst að stuða Blika aðeins þegar hann sparkar bolta inn á völlinn í stað þess að skilja hann eftir fyrir Hallberu í innkast. Hann virðist sleppa með aðvörun frá Elíasi dómara. Stúkan ekkert sérstaklega sátt við kappann.
45. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Beeeerglind! Það eru komnar 4 mínútur fram yfir leiktíma þegar Berglind Björg stangar hornspyrnu frá Hallberu í markið. Ég var að enda við að hrósa Þóru Rún en fannst hún illa staðsett þarna. Það verður hinsvegar ekkert tekið af þeim grænu. Fyrirgjöf Hallberu var eitruð og afgreiðslan hjá Berglindi til fyrirmyndar.
45. mín
Ágæt tilraun hjá Fjollu. Hún er á miðjum vellinum en sér að Þóra er komin framarlega í markinu og reynir að lyfta boltanum yfir hana. Skotið er þó ekki alveg nógu fast og Þóra Rún nær að grípa boltann. Þóra virðist koma full sjálfstrausts inn í leikinn og hefur staðið sig vel þessar fyrstu mínútur sínar í mótsleik fyrir meistaraflokk.
42. mín
Það er aldeilis fjör í þessu! Berglind nær furðulegu skoti eftir fyrirgjöf. Það er snýningur á boltanum sem fer yfir Þóru en aðeins út fyrir stöng. Þar munar reyndar engu að Rakel nái til boltans en FH-ingar sleppa með skrekkinn.
40. mín
Alex Alugas! Sú er kröftug þarna frammi. Hún nær að hrista af sér varnarmann áður en hún nær fínu skoti að marki en Sonný hendir sér í góða vörslu.
39. mín
Selma Dögg reynir að hreinsa en neglir boltanum í Rakel. Boltinn skýst af henni og að marki. Sem betur fer fyrir FH fer boltinn beint á Þóru. Þetta var hættulegt.
38. mín
Nú þarf FH að sýna karakter og reyna að halda forystunni inn í hálfleikinn. Þær þurfa eitthvað að endurstilla sína strengi og reyna að róa taugarnar eftir þessa dramatík.
34. mín
Inn:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Út:Maria Selma Haseta (FH)
María Selma reyndi líka að harka af sér en hún þarf líka að fara útaf. Erna Guðrún kemur inn fyrir hana. Vont fyrir FH að missa þessa öflugu leikmenn útaf og þurfa að gera tvöfalda skiptingu svona snemma í leiknum.
34. mín
Inn:Þóra Rún Óladóttir (FH) Út:Jeannette J Williams (FH)
Jeanette er ekki í lagi og hún þarf að fara útaf. Hin unga og efnilega Þóra Rún fær það stóra verkefni að leysa hana af.
31. mín
Blikar eru meira með boltann en eru ekki að ná að opna FH-liðið. Þær Rakel og Olivia hafa reynt skot utan af velli en ekki náð að skapa alvöru hættu.
28. mín
Góðar fréttir fyrir FH. Bæði Jeanette og María Selma geta haldið áfram leik.
27. mín
Á meðan Silja sjúkraþjálfari sinnir Jeanette nýtir Orri tímann og heldur fund með sínu liði.
25. mín
Úff. Þetta leit ekki vel út. Jeanette og Maria Selma skella saman og sú fyrrnefnda lendir afar illa. Hún þarf að fá aðhlynningu.
18. mín
Lið FH lítur svona út:

Jeanette
Guðný - Ingibjörg - Maggý - María Selma
Bryndís - Selma Dögg - Viktoría - Nótt
Aldís - Alex
17. mín
Uppstilling Breiðabliks er svona í kvöld. Sú sama og í síðasta leik:

Sonný
Arna Dís - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Fjolla - Rakel - Olivia
Svava - Berglind - Fanndís
14. mín
Það er kraftur í Alex Alugas og hún er búin að stríða varnarmönnum Breiðabliks aðeins með hraða sínum hér í upphafi leiks.
12. mín
Sláin! Hallbera á hættulega fyrirgjöf sem svífur yfir Jeanette og dettur ofan á slánna.
9. mín
Rakel Hönnudóttir reynir skalla að marki eftir aukaspyrnu Fanndísar. Hún nær að stýra boltanum á rammann en það vantar kraft í skallann og Jeanette grípur boltann.
6. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Þvílíkt klúður! Aldís Kara er búin að koma FH yfir gegn sínum gömlu félögum. Ég var í óðaönn að skrifa þegar þetta gerðist og sá þetta hreinlega ekki vel en Aldís komst inn í lélega sendingu/móttöku frá miðverði Blika og kláraði í autt markið. Báðir miðverðir og Sonný litu illa út þarna.
5. mín
Þarna munar litlu. Alugas fær langa sendingu inn fyrir og stingur varnarmenn Blika af. Sonný kemur út úr markinu á hárréttum tíma og nær að hreinsa.
3. mín
Blikar byrja þetta betur og Beglind Björg á fyrstu marktilraunina. Hún reynir viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf en setur boltann hátt yfir.
1. mín
Þetta er byrjað. Blikar hefja leik og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Af liðunum er það annars að frétta að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, heldur sig við sama byrjunarlið og í markalausa jafnteflinu gegn Selfoss í síðasta leik (sem tilheyrir þó þarnæstu umferð).

Hjá FH eru tvær breytingar frá 2-1 sigurleiknum gegn ÍA í síðustu umferð en þær Alex Nicole Alugas og Maggý Lárentsínusdóttir koma inn í liðið fyrir þær Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur.
Fyrir leik
Vallarstjóri Blika sem er víst best þekktur sem "Bö-vélin" vökvar völlinn hér á meðan liðin klára að græja sig inni í klefa. Það býður bara upp á meiri hraða og meira fjör. Líst vel á þetta.
Fyrir leik
Það styttist í "kick off". 10 mínútur í þetta. Blikar búnar með sína upphitun og farnar inn í klefa. FH-ingar eru aðeins lengur úti á iðagrænum vellinum og gera sig klárar.
Fyrir leik
FH-ingar og þá sérstaklega markvörðurinn Jeannette J Williams áttu fyrirsagnirnar eftir fyrri viðureign liðanna en henni lauk með markalausu jafntefli og Jeannette fór á kostum.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og FH í Pepsi-deild kvenna.

Hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar. Það er í sjálfu sér ekki skrítið þar sem um er að ræða nýliða og ríkjandi Íslandsmeistara. Blikar eru í bullandi toppbaráttu og þurfa sigur eftir vonbrigði í síðasta leik. FH háir harða baráttu á hinum enda deildarinnar og þarf að hala inn nokkur stig til viðbótar til að tryggja áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m) ('34)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Maria Selma Haseta ('34)
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('56)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
17. Alex Nicole Alugas
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m) ('34)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('56)
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
22. Nadía Atladóttir

Liðsstjórn:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('89)

Rauð spjöld: