Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
0
Huginn
Dino Gavric '77 1-0
Indriði Áki Þorláksson '90 2-0
10.08.2016  -  20:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('58)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Alex Freyr Elísson ('67)
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Ivan Bubalo ('90)
24. Dino Gavric
25. Haukur Lárusson

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('90)
8. Ivan Parlov ('58)
9. Bojan Stefán Ljubicic
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
20. Hafþór Þrastarson
21. Indriði Áki Þorláksson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Lárusson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vinnusigur Fram staðreynd!

90. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
MAAAAAAAAAARK!!!

Indriði klárar þetta. Frábær skalli eftir fallega fyrirgjöf frá vinstri. Fram að komast af mesta hættusvæðinu.
90. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Ivan Bubalo (Fram)
Bubalo fær heiðursskiptingu. Fram vinnur tíma.
87. mín
Gestirnir sterkari þessa stundina og eru líklegri til að jafna en Framarar að bæta við.
83. mín
Birkir Pálsson reynir skot úr mjög þröngu færi sem fer beint í fangið á Layeni.

80. mín
Inn:Mirnes Selamovic (Huginn) Út:Elmar Bragi Einarsson (Huginn)
Síðasta skipting gestanna.
77. mín Gult spjald: Elmar Bragi Einarsson (Huginn)
Brýtur af sér er Framarar reyndu að sækja hratt.
77. mín MARK!
Dino Gavric (Fram)
Stoðsending: Ivan Bubalo
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Fyrsta markið er komið og það er mark Fram!

Ivan Bubalo tekur aukaspyrnu af um 30 metrum og er hún stórkostleg og endar í slánni. Gavric er fyrsti maður til að átta sig, nær frákastinu og skallar boltanum í autt markið.
75. mín Gult spjald: Haukur Lárusson (Fram)
Alltof seinn í tæklingu og fér réttilega gult spjald.
74. mín
Inn:Jamie Raul Fuentes Galavi (Huginn) Út:Gunnar Wigelund (Huginn)
Gunnar er búinn að vera besti leikmaður Hugins.
73. mín
Frábært færi!

Indriði á lúxus fyrirgjöf á Bubalo sem er í mjög góðu færi en skot hans af stuttu færi fer yfir. Þarna varð hann að hitta markið. Eitt allra besta færi leiksins.
67. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex búinn að fínasta leik.
66. mín
Bubalo í fínasta skallafæri, fær fyrirgjöf frá hægri en hann skallar rétt yfir.
62. mín
Inn:Ingólfur Árnason (Huginn) Út:Stefán Ómar Magnússon (Huginn)

58. mín
Inn:Ivan Parlov (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Fyrsta skipting leiksins.
57. mín
Gunnar Wigelund gerir mjög vel, fer upp vinstri vænginn, fer inn í teig og leggur boltann inn í teig, þar kemur leikmaður Hugins á fullri ferð og reynir skot sem Sigurpáll kemst fyrir.

Boltinn berst svo á Rúnar Freyr sem tekur síðasta skotið en það fer yfir markið. Frábært færi fyrir gestana.
53. mín
Mark!

Bubalo skorar eftir að Alex Freyr leggur boltann á hann en Alex er dæmdur rangstæður.
48. mín
Stefan Spasic reynir skot af mjög löngu færi en það fer hátt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Vonum innilega að þetta verði nú skemmtilegra í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Laugardalnum. Jafn leikur sem varð leiðinlegri eftir því sem leið á hann.
39. mín
Bubalo sleppur úr gæslunni og á skot rétt framhjá markinu.
38. mín
Þessi fyrri hálfleikur heldur áfram að vera afskaplega rólegur.
32. mín
Stafan Spasic er næstur að reyna hörkuskot af löngu færi en þetta hittir heldur ekki markið. Síðustu 20 mínútur hafa heilt yfir, hreinlega verið frekar leiðinlegar.
30. mín
Alex Freyr tekur frábært skot á lofti sem fer rétt framhjá. Þetta hefði verið svakalegt mark. Alex búinn að vera manna sprækastur hingað til.
24. mín
Alex Freyr á fyrirgjöf sem Bubalo skallar vel yfir. Bubalo er allavega að láta vita af sér.
23. mín
Marko Nikolic tekur skot á lofti sem fer rétt yfir markið. Mjög fín tilraun.
17. mín
Frábært færi

Ivan Bubalo kemst einn gegn Atla eftir frábæra sendingu frá Hlyni Atla en skotið hans fer framhjá. Þarna varð hann að hitta markið.
14. mín
Leikurinn hefur róast svolítið eftir fjörlegar upphafsmínútur. Jafnræði með liðunum.
10. mín
Stuðningsmenn Hugins hituðu upp á Ölver fyrir leik með nokkrum köldum. Þeir ætla að njóta þess að skella sér í höfuðborgina.
7. mín
Framarar sækja aftur. Arnór Daði á flotta fyrirgjöf á kollinn á Bubalo sem er með fínan skalla rétt yfir. Þessi leikur byrjar vel.
5. mín
Stefán Ómar Magnússon á fyrsta færi Hugins, kemst einn gegn Layeni en Ítalinn ver vel.
4. mín
Framarar byrja betur. Gunnlaugur er í fínni stöðu en sending hans nær ekki á Bubalo.
2. mín
Framarar fá fyrsta færið. Orri á fyrirgjöf á kollinn á Hauk Lárusson sem skallar yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað. Huginn byrjar með boltann og sækir áttina Laugardalshöllinni.
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og fer leikurinn að fara af stað.
Fyrir leik
Ég ætla að nýta mér það að hafa mína eigin textalýsingu með því að spá í leik dagsins.

Segjum Fram 0-1 Huginn og að Fram dragist í alvöru fallbaráttu. Ég hef ekkert á móti Fram en þessi botnbarátta yrði hrikalega spennandi ef Huginn sigrar í dag.
Fyrir leik
Korter í þennan leik og hita liðin upp á vellinum. Skýjað og örlítil rigning hérna og ekkert svakalega hlýtt enda kalt að vera í baráttu á botninum.
Fyrir leik
Birkir Pálsson og Elmar Bragi Einarsson koma svo í lið Hugins en þeir voru ekki í byrjunarliðinu er liðið vann KA óvænt í síðustu umferð.
Fyrir leik
Stefano Layeni er búinn að vera meiddur undanfarið en hann er kominn aftur í lið Fram.

Hlynur Atli Magnússon, Arnór Daði Aðalsteinsson, Ivan Bubalo, Haukur Lárusson og Alex Freyr Elísson koma svo allir inn í lið Fram frá tapinu á móti Haukum í síðasta leik.

Fyrir leik
Eftir fína spretti í deildinni hjá Fram, hefur ansi fátt gengið upp síðustu vikurog eru þeir því komnir í bölvað basl í deildinni. Huginn er búinn að vera í fallslag í allt sumar og væri það eflaust gott fyrir hjartað að komast úr fallsæti.
Fyrir leik
Þetta er heldur betur mikilvægur leikur í deildinni en Huginn er í næstneðsta sæti með 13 stig á meðan Fram er í 8. sæti með 16 stig. Huginn getur því ekki bara komist úr fallsæti, heldur líka jafnað andstæðinga sína í dag, á stigum.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur. Hér verður fylgst með leik Fram og Hugins í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Blazo Lalevic
7. Rúnar Freyr Þórhallsson (f)
11. Pétur Óskarsson
14. Stefán Ómar Magnússon ('62)
16. Birkir Pálsson
18. Marko Nikolic
19. Gunnar Wigelund ('74)
20. Stefan Spasic
21. Orri Sveinn Stefánsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('80)

Varamenn:
1. Jón Kolbeinn Guðjónsson (m)
6. Ingólfur Árnason ('62)
8. Mirnes Selamovic ('80)
9. Johnatan P. Alessandro Lama
10. Friðjón Gunnlaugsson
15. Jamie Raul Fuentes Galavi ('74)
25. Magnús Heiðdal Karlsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elmar Bragi Einarsson ('77)

Rauð spjöld: