Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
1
0
Keflavík
Gunnar Þorsteinsson '70 1-0
11.08.2016  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Will Daniels ('88)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson ('53)
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('45)

Varamenn:
3. Marko Valdimar Stefánsson
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
11. Juanma Ortiz ('45)
30. Josiel Alves De Oliveira ('53)

Liðsstjórn:
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski

Gul spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('50)
Rodrigo Gomes Mateo ('67)
Gunnar Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindavík komið sex stigum fyrir ofan Keflavík. Hrikalega jafn leikur en Grindavík skoraði markið sem skilur af.
90. mín
Einar Orri brýtur á sér og tryllist svo út í Guðmund Ársæl. Hann er heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald þarna.
90. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Enn eitt spjaldið í seinni hálfleik. Þau eru orðin sjö.
88. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
Síðasta skipting leiksins.
85. mín
Mikill hasar og hiti kominn í þennan leik þessa stundina. Þetta mark blés lífi í menn. Pirringur hjá Keflvíkingum að koma í ljós.
83. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík)
Síðasta skipting Keflvíkinga.
82. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Eftirlitsmaður KSÍ sem er í fréttamannastúkunni er handviss um að Haraldur hafi einnig fengið spjald fyrir mótmæli er McAusland hafi fengið spjald. Treystum honum.
80. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús Þórir ekki búinn að eiga sinn besta leik.
79. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
McAusland er eitthvað óhress með Guðmund Ársæl og lætur hann heyra það. Ekki veit ég afhverju en hann fær spjald.

75. mín
Juan Ortiz hendir bara í hjólhelstaspyrnu af löngu færi. Skemmtileg tilraun en beint í fangið á Beiti.
73. mín
Craig Reid á skot af mjög löngu færi sem fer hátt, hátt yfir markið.
71. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Svar Keflavíkur við að fá á sig þetta mark.
70. mín MARK!
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Stoðsending: Josiel Alves De Oliveira
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!

Grindvíkingar brjóta ísinn! Gunnar Þorsteins skoraði tvö í síðasta leik og hann er búinn að skora í dag.

Fær sendingu frá Oliveira áður en hann leggur boltann fyrir sig og á svo fallegt skot í bláhornið niðri. Virkilega vel klárað.
68. mín
Grindavík með hættulega sókn. Fyrst kemur fyrirgjöf frá hægri sem Ortiz rétt missir af, boltinn berst svo á Daniels sem skýtur beint í Einar Orra áður en Rodrigo Mateo tekur skot yfir.
67. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Fimmta spjaldið í þessum leik. Öll í seinni hálfleik.
66. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Peysutog á miðjum vellinum. Alltaf spjald og Einar veit það.
65. mín
Jóhann Birnir á fyrirgjöf sem McAusland rétt missir af. Einhverjum fannst togað í hann og vildu örfáir Keflvíkingar fá víti en eins og áður í þessum leik, aldrei víti.
62. mín
Sigurergur Elísson á skot af mjög löngu færi sem rosalega langt framhjá. Sigurbergur hefur varla sést í þessum leik.
59. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Stoppar skyndisókn Grindvíkinga.

58. mín
Josiel Oliveira tæklar Einar Orra sem bregst illa við og ýta þeir eitthvað hvorn í annan. Óþarfi og Guðmundur Ársæll stekkur inn í og stoppar þá.
53. mín
Inn:Josiel Alves De Oliveira (Grindavík) Út:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Önnur skipting Grindvíkinga.
52. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús er kominn einn í gegn en er flaggaður rangstæður. Hann klárar samt sem áður færið og er Guðmundur Ársæll ekki glaður með það.
50. mín Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Brýtur á Einari Orra og fyrsta gula spjaldið er komið. Fyrir utan það sem Þorvaldur Örlyggson fékk í fyrri hálfleik fyrir mótmæli.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Nú byrjar Keflavík með boltann.
45. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Grindavík gerði skiptingu í hálfleik. Ég er mjög hrifinn af Juan Ortiz. Hann skorar í kvöld, ég er að segja ykkur það.
45. mín
Hálfleikur
Ekki skemmtilegustu 45 mínútur sumarsins. Markalaust og frekar dauft.
41. mín
Mjög góð tilraun hjá Grindavík. William Daniels fær boltann á vinstri vængnum, ræðst á vörnina og á svo frábært skot, rétt yfir markið úr þröngu, erfiðu færi.
34. mín
Fallegt spil hjá Keflavík og Jónas Guðni er kominn í færi á vítapunktinum en þá kemur Bryde með stórkostlega tæklingu og bjargar. Einhverjir Keflvíkingar og þar á meðal Jónas vildu fá víti þarna en þetta var bara góður varnarleikur.
31. mín
Jónas Guðni með bestu tilraunina hingað til. Carswell sótti og boltinn barst á Jónas sem tók skot utan teigs sem Jajalo gerði mjög vel í að slá frá.
27. mín
Daniels fer framhjá Einar Orra og er við það að komast í góða stöðu þegar Jónas Guðni kemur askvaðandi og stoppar hann. Góður varnarleikur hjá Jónasi.
25. mín
Grindvíkingar taka við sér, Aron Freyr átti hættulega fyrirgjöf sem McAusland rétt nær að koma í burtu. Loksins smá sóknarþungi hjá heimamönnum.
24. mín
Teljum þetta sem tilraun. William Daniels fór á Guðjón Árna og reyndi svo, að ég held, fyrirgjöf sem kom svolítið út eins og skot sem hafnaði í fanginu á Beiti.

15. mín
Við höfum ekkert fengið að sjá af sóknarleik Grindvíkinga hingað til. Keflavík betra liðið, fyrsta korterið.
10. mín
Keflvíkingar eru með völdin þessa stundina. Guðjón Árni á hættulegan bolta, ætlaðan Carswell en Jajalo nær að kýla boltann í horn. Hann kýlir Carswell í leiðinni sem liggur aðeins eftir.
8. mín
Aftur sókn hjá Kelfavík. Jóhann Birnir á skot utan teigs sem fer naumlega yfir.
7. mín
Færi!

Keflvíkingar sækja og berst boltinn á Stuart Carswell sem á skot að marki en það fer í Björn Bryde. Þessi virtist vera á leiðinni inn. Fyrsta færi leiksins.
4. mín
Þessi leikur fer nokkuð rólega af stað. Engin færi ennþá og eru liðin aðeins að þefa hvort af öðru.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! Grindavík byrjar með boltann.
Fyrir leik
Geir Þorsteinssson og Gylfi Þór Orrason eru mættir í stúkuna. Það vilja allir vera með í þessum grannaslag.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, spáir því að leikurinn fari 1-2 fyrir Keflavík og að það komi tvö rauð spjöld í leikinn, þar að auki. Almennilegt.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, spáir markaveislu, 3-3 segir hann. Þeir eru báðir hér með mér í blaðamannastúkunni fyrir leik.

Ég sjálfur segi 3-1 fyrir Grindavík. Fylgist endilega með þessari færslu.
Fyrir leik
Fransisco Eduardo Cruz Lemaur og Matthías Örn Friðriksson koma inn í lið Grindavíkur frá síðasta leik sem var 4-1 sigur á Leikni F.

Keflavík gerir enga breytingu á liðinu sem vann Fjarðabyggð í síðustu umferð. Það gleður mig, það á ekkert að vera að breyta liðum sem unnu síðasta leik, nema það sé nauðsynlegt.
Fyrir leik
Keflavík vann fyrri leik liðanna í Keflavík, 2-0. Þá skoruðu Magnús Þórir Matthíasson og Sigurbergur Elísson mörkin.
Fyrir leik
Keflavík hefur svo aðeins tapað einum leik í sumar en það var gegn Haukum, 24. júlí.

Það ætti því að vera mjög góður leikur á milli tveggja liða sem eru með mikið sjálfstraust.
Fyrir leik
Grindavík hefur ekki tapað fótboltaleik síðan 12. júlí eða í tæplega tvo mánuði. Liðið tapaði þá gegn HK. Síðan þá hefur liðið unnnið fjóra leiki og gert fjögur jafntefli.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Það er risaleikur í Inkasso-ástríðunni í kvöld þar sem grannaliðin Grindavík og Keflavík eigast við.

Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi-deildina og það verður hart barist í kvöld. Grindavík er í öðru sæti með 28 stig, stigi á eftir KA. Keflavík er með 25 stig í þriðja sæti.

Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir leikinn en Frosti Viðar Gunnarsson og Sigurður Ingi Magnússon eru aðstoðardómarar.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('71)
Sigurbergur Elísson
Jónas Guðni Sævarsson ('83)
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
18. Craig Reid
20. Magnús Þórir Matthíasson ('80)
42. Stuart Carswell

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('83)
14. Haukur Baldvinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('71)
23. Axel Kári Vignisson
25. Frans Elvarsson ('80)
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('52)
Guðjón Árni Antoníusson ('59)
Einar Orri Einarsson ('66)
Marc McAusland ('79)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('82)

Rauð spjöld: