Arsenal
1
0
Man City
Mikel Arteta '87 1-0
Frank Lampard '90
08.04.2012  -  15:00
Emirates
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Martin Atkinson
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
3. Bacary Sagna
5. Gabriel Paulista
6. Laurent Koscielny
7. Tomas Rosicky ('79)
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
14. Theo Walcott ('85)
18. Nacho Monreal
28. Kieran Gibbs ('57)
30. Yossi Benayoun

Varamenn:
11. Mesut Özil ('57)
15. Alex Oxlade-Chamberlain ('85)
16. Aaron Ramsey ('79)
20. Johan Djourou
21. Lukasz Fabianski (m)
25. Carl Jenkinson
29. Marouane Chamakh

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mesut Özil ('59)
Laurent Koscielny ('68)

Rauð spjöld:
90. mín
Arsenal eru komnir í þriðja sætið og eru í góðri stöðu til að halda sér í meistaradeildinni á komandi leiktíð. Stóra saga dagsins er samt klárlega að Manchester United er með 8 stiga forskot á toppnum með aðeins 6 leiki eftir. Það þarf mjög hugrakkann einstakling til að spá öðru.

Klárlega mjög viðburðaríkur dagur í enska boltanum í dag, ég þakka kærlega fyrir mig.
Kv Kári Örn Hinriksson
Leik lokið!
Leiknum er lokið, ekkert varð úr aukaspyrnunni, Arsenal tekur boltann, skeiðar fram völlinn og Aron Ramsey kemst í algert dauðafæri en þrumar boltanum langt yfir.
90. mín
Í síðustu mínútu uppbótartíma fær City aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
90. mín Rautt spjald: Frank Lampard (Man City)
Get með sanni sagt að Balotelli er algerlega búinn að verða sér til skammar í dag.
90. mín Gult spjald: Frank Lampard (Man City)
Það var það eina til að toppa daginn fyrir City, önnur hrikaleg tækling á Song!
87. mín MARK!
Mikel Arteta (Arsenal)
Þvílíkt mark hjá Mikel Arteta! Vinnur boltann á miðjunni af Pizarro og þrumar honum í markið framhjá Joe Hart! Fagnaðarlætinn á Emirates eru svakaleg og heyrast örugglega langleiðina upp til Manchesterborgar.
85. mín
Inn:Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal) Út:Theo Walcott (Arsenal)
83. mín
Inn:Willy Caballero (Man City) Út:Sergio Aguero (Man City)
Tevez fær rúmlega 10 mínútur.
81. mín
Skil ekki hvernig í ósköpunum Mancini getur tekið Nasri af velli og sett varnarmann inn á. Manchester City þarf að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum.
79. mín
Inn:Aleksandar Kolarov (Man City) Út:Samir Nasri (Man City)
79. mín
Inn:Aaron Ramsey (Arsenal) Út:Tomas Rosicky (Arsenal)
79. mín
Það er bara eitt lið á vellinum þessa stundina og það er Arsenal, það er eins og City menn séu orðnir þreyttir.
76. mín
Haaaaaaa!! Hvernig var þetta ekki mark! Fyrst fær Walcott frábært færi einn á móti marki sem Hart ver vel, svo fær Vermaelen boltann nánast einn á móti marki en hann dettur!! Boltinn berst þá til Benayoun sem fær líka algert dauðafæri en hann nær ekki að hitta hann. Þvílíkt og annað eins klúður!
73. mín
Arsenal er að sækja í sig veðrið þessa stundina, eru betra liðið.
71. mín
Frábær sókn hjá Arsenal sem endar með því að Van Persie kemur boltanum í netið. Hann var þó ranstæður og markið réttilega dæmt af, Hollendingurinn hefði átt að gera betur þarna.
68. mín Gult spjald: Laurent Koscielny (Arsenal)
Réttilega dæmt gult spjald á Koscielny eftir allt of seina tæklingu á Aguero. Er kominn í tveggja leikja bann núna því þetta er 10 gula spjaldið hans á leiktíðinni.
66. mín
Fyrir utan þetta eina færi sem Van Persie fékk þá er nákvæmlega ekkert búið að gerast í seinni hálfleik.
62. mín
Þvílíkt færi!!! Van Persie rífur sig lausann frá Kompany og nær fríum skalla á markið eftir sendingu Song, boltinn smellur í stönginni og City sleppur með skrekkinn!
59. mín Gult spjald: Mesut Özil (Arsenal)
Santos fær spjald fyrir að rífa niður Balotelli upp við endalínuna hjá Arsenal, ekkert verður úr aukaspyrnunni sem kemur inn í teiginn þó.
57. mín
Inn:Mesut Özil (Arsenal) Út:Kieran Gibbs (Arsenal)
56. mín Gult spjald: James Milner (Man City)
53. mín
Loksins gerist eitthvað, Aguero skallar boltann yfir eftir góða sendingu frá Nasri, liðsfélagi hans, Zabaleta var reyndar aðeins fyrir en Aguero hefði getað gert betur þarna.
48. mín
Kieran Gibbs hefur oft fengið mikið svæði á vinstri kanntinum á vallarhelmingi City, hann sendir boltann bara aldrei á samherja.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Vincent Kompany hefur verið lang besti maðurinn á vellinum hingað til, verið algert skrímsli ef ég orða það þannig í vörn Manchester City.
Haukur Eyþórsson
Balo útaf í hálfleik, annars fær hann rautt. Mancini hlýtur að sjá það! #fotbolti
45. mín
Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá tæklinguna hans Balotelli http://www.youtube.com/watch?v=i4Nh7w95-_s&feature=youtu.be
45. mín
Fyrri hálfleik er lokið, Arsenal byrjuðu mjög vel en City hefur unnið sig inn í leikinn eftir því sem á leið. Ekki mikið búið að gerast annað en að Van Persie var næstum því búinn að skora, Balotelli var næstum því sloppinn í gegn og næstum því búinn að brjóta löppina á Alex Song.
41. mín
Manchester City er betra liðið þessa stundina, Arsenal verst þó vel og beitir skyndisóknum.
38. mín Gult spjald: Frank Lampard (Man City)
Balotelli aftur með sólann uppi, fær núna spjald og það er gult. Hann er eins og tifandi tímasprengja.
36. mín
Góð markvarsla hjá Szczesny, Pizarro með flotta sendingu á Balotelli sem hefði komist einn í gegn ef ekki hefði verið fyrir fullkomlega tímasett úthlaup hjá Pólverjanum.
33. mín
Leikurinn er frekar grófur þessa stundina, tæklingar fljúga út um allt og lítið um færi.
27. mín
Arsenal hafa verið heilt yfir betra liðið í leiknum en Manchester City er að vinna sig aðeins inn í hann, halda boltanum betur en í byrjun.
Einar Kárason
Hvernig fékk Balotelli ekki rautt spjald fyrir þetta? Song heppinn að fóturinn hafi ekki farið í sundur eins og trjágrein. #fotbolti
22. mín
Þarna var Mario Balotelli ljónheppinn, hvað var maðurinn að reyna?
20. mín
Mario Balotelli með hrikalega tæklingu á Alex Song, svona dæmi sem brítur lappir og endar ferla. Atkinson gerir ekki neitt, ótrúlegt!
17. mín
Inn:Alvaro Negredo (Man City) Út:Yaya Toure (Man City)
Yaya lennti illa eftir viðskipti við Alex Song og getur ekki klárað leikinn, David Pizarro, lánsmaður frá Roma kemur inn fyrir hann.
16. mín
Þvílíkt færi!!! Van Persie stangar boltann í átt að markinu, hann er á leiðinni inn þegar að liðsmaður hans, Vermaelen verður fyrir boltanum á marklínunni. Ótrúlegt, þarna voru City heppnir!
12. mín
Arsenal hafa verið 74% með boltann fyrstu 11 mínúturnar, ekki skapað sér nein alvöru færi samt.
10. mín
Arsenal hafa byrjað af miklum krafti! Leikurinn spilast nánast eingöngu á vallarhelmingi City.
5. mín
Arsenal hafa verið betra liðið á fyrstu 5 mínútunum. Fengið horn og aukaspyrnur á vallarhelmingi City.
3. mín Gult spjald: Yaya Toure (Man City)
Atkinson setur tóninn með gulu spjaldi á Yaya toure fyrir virkilega heimskulegt peysutog á Rosicky.
1. mín
Leikurinn er hafinn, völlurinn lítur rosalega vel út, eins og grínin á masters!
Davíð Guðmundsson
Þessi leikur verður erfiður fyrir Nasri að koma til baka á sinn gamla heimavöll og hann fær ekki hressar móttökur býst ég við! #fotbolti
Fyrir leik
Manchini í viðtali á Sky fyrir leikinn "Þetta er eins og úrslitaleikur fyrir okkur, ef við vinnum ekki í dag er þetta búið".
Jón Otti Guttormsson
Ánægður með óvænt byrjunarlið! þetta svínavirkaði gegn Tottenham um daginn! #Benayoun #fotbolti
Fyrir leik
Minni enn og aftur á að ef fólk er að tísta um leikinn að nota hashtagið #fotbolti
Völnum tístum verður póstað hérna á lýsinguna enda fátt skemmtilegra en smá umræða um leikinn. Sjálfur er ég á twitter undir nafninu @kariorn
Fyrir leik
Ballotelli leiðir línuna fyrir City með Aguero og Nasri fyrir aftan sig. Verður gamann að sjá hvernig móttökur sá síðastnefndi fær hjá stuðningsmönnum sína gamla liðs, Arsenal.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu á leik Arsenal og Mancester City. Manchester City þarf nauðsynlega á öllum stigunum að halda í dag til að halda lífi í titilbaráttunni. Arsenal menn berjast hins vegar með kjafti og klóm um meistaradeildarsæti.
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
7. James Milner
8. Samir Nasri ('79)
10. Sergio Aguero ('83)
15. Jesús Navas
18. Frank Lampard
22. Gael Clichy
42. Yaya Toure ('17)

Varamenn:
13. Willy Caballero (m) ('83)
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards
9. Alvaro Negredo ('17)
10. Edin Dzeko
13. Aleksandar Kolarov ('79)
34. Nigel De Jong

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Yaya Toure ('3)
Frank Lampard ('38)
James Milner ('56)
Frank Lampard ('90)

Rauð spjöld:
Frank Lampard ('90)