Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
3
0
Víkingur Ó.
Þórður Þorsteinn Þórðarson '37 1-0
Garðar Gunnlaugsson '66 2-0
Arnar Már Guðjónsson '85 3-0
15.08.2016  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 782
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('86)
6. Iain James Williamson ('75)
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('61)
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('61)
18. Albert Hafsteinsson ('75)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('86)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknun er lokið með sigri heimamanna.
93. mín
Alfreð Már í fínu færi eftir sendinu frá vinstri kantinum en hitti boltann illa og hann fer framhjá.
91. mín
Gummi Bö með rosalegt skot beint úr aukaspyrnu af 40m en boltinn rétt framhjá. Menn héldu fyrst að þetta hefði verið stöngin inn
90. mín
Það eru komnar 90 á klukkuna og þetta er að fjara út!
90. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
89. mín
Tokic með skot rétt framhjá beint úr aukaspyrnu. Óheppinn þarna Tokic
88. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
87. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
86. mín
Inn:Kristófer James Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:Martin Svensson (Víkingur Ó.)
86. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
85. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
MAAAAAARK!!! Tryggvi Hrafn fær boltann út á vinstir kantinum og með frábæra fyrirgjöf beina á kollin á Arnari sem stangar boltann í netið. Væntanlega game over!
81. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
81. mín
Aftur er Tryggvi við það að sleppa í gegn en missir boltann klaufalega frá sér.
77. mín
Tryggvi Hrafn við það að komast í dauðafæri. Gylfi Veigar með sendingu inn fyrir en Tryggvi missir boltann frá sér og Cristian nær til hans.
75. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Iain James Williamson (ÍA)
73. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Þorsteinn Már sleppur skyndilega einn í gegn en skotið er frekar slakt og Arnór Snær bjargar á línu!
69. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
68. mín Gult spjald: Martin Svensson (Víkingur Ó.)
Fyrsta gula spjald leiksins og það er fyrir leikarskap.
66. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
MAAAAAAAAARK!!!! GARÐAR BERGMANN GUNNLAUGSSON AÐ SKORA! Tryggvi Hrafn með sendingu inn fyrir vörn Ólsara og Aleix Egea rennur þegar hann reynir að ná til boltans og eftirleikurinn auðveldur fyrir GG9
61. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
60. mín
Ekki mikið að gerast í augnabliknu í leiknum. Mikil barátta samt í þessu.
58. mín
Guðmundur Böðvar með skall yfir markið eftir hornspnyrnu. Enginn hætta á ferðum samt.
55. mín
Gestirnir frá Ólafsvík eru töluvert ákveðnari í upphafi seinni hálfleiks.
52. mín
SKOT RÉTT FRAMHJÁ! Martin Svensson með flotta rispu frá kantinum inn á miðjuna en skotið er réééétt framhjá.
51. mín
Arnar Már með skalla rétt yfir markið. Iain með sendingu fyrir úr aukaspyrnu og Arnar nálægt því að tvöfalda forystu heimananna.
50. mín
Gestirnir byrja seinni hálfleikinn en ekki mikið að gerast samt.
48. mín
Víkingur vill fá víti og hafa eitthvað til síns máls! Boltinn fer í höndina á varnarmanni en Erlendur dæmir ekkert.
47. mín
Tokic á fyrsta skotið í seinni hálfleik. Tekur skot úr aukaspyrnu frekar nálægt hliðarlínu hægra megin en skotið er framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í hálfleik.
42. mín
Garðar í ágætisfæri. Gylfi Veigar með sendingu inn fyrir en GG9 aðþrendgur og nær ekki góðu skoti. Einhverjir áhorfendur heimta víti en það var aldrei.
40. mín
Færi hjá Víkingum. Tokic fær boltann í teignum og snýr varnarmann af sér laglega en skotið er slakt og beina á Árna í markinu.
37. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!! Þarna kom fyrsta markið. Sending inn fyrir á ÞÞÞ sem var allt í einu aleinn í teignum og með hnitmiðað skot í stöng og inn! ÞÞÞ að skora í öðrum heimaleiknum í röð
34. mín
Skaginn fer beint í aðra sókn og ÞÞÞ með skot rétt utan teigs en það er slakt og auðvelt fyrir Cristian í markinu.
32. mín
Þvílík varla hjá Cristian! Skaginn með horn og Cristian kýlir boltann út í teig þar sem Gummi Bö nær góðum skalla en geggjuð varsla kemur í veg fyrir mark.
29. mín
Skagamenn í dauðafæri. Ólafur Valur geysist upp vinstri kantinn og með sendingu inn í teig. ÞÞÞ fær boltann en á ótrúlegan hátt mokar honum hátt yfir markið. Þarna átti hann bara að gera miklu betur.
26. mín
Þarna munaði engu. Svensson með flotta fyrirgjöf eftir horn og Kenan Turudija með skalla réééétt yfir markið. Það er aðeins að lifna yfir þessu.
23. mín
Flott sókn hjá ÍA. Gummi Bö með sendingu upp kantinn á ÞÞÞ sem kemur með sendingu inn í teig en varnamaður Víkings kemst fyrir sendinguna áður en Garðar kemst í boltann.
21. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Gylfi Vegar með hroðaleg mistök í vörn ÍA og Tokic sleppur einn í gegn, fer framhjá Árna Snæ og með laflaust skot og Gylfi Veigar er mættur á línuna til bjarga sjálfum sér.
20. mín
Þetta heldur áfram að vera svipað. ÍA meira með boltann en það er frekar lítið að gerast
14. mín
Tokic með ágætis skot úr aukaspyrnu. Svolítið langt færi kannski og skotið fer framhjá.
12. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Hallur Flosa með frábæra sendingu inn fyrir flata vörn Ólsara á Iain James en hann er of lengi að hlutunum og skotið er beint á Cristian í markinu.
11. mín
Og þá kom loksins fyrsta skotið á mark í leiknum. Egill Jónssnon tekur botlann vel niður í teignum og kemur honum út á Martin en skotið í varnarmann og auðvelt fyrir Árna í markinu hjá ÍA
10. mín
Ég segi það aftur að þessi leikur byrjar alveg afskaplega rólega.
7. mín
Fyrsta hornspyna leiksins er gestanna.
6. mín
Skagamenn í álitlegri sókn. ÞÞÞ með sendingu inn fyrir á GG9 en hann brýtur klaufalega á varnarmanni Víkings.
5. mín
Skagamenn hafa haldið boltanum að mestu þessar fyrstu 5mín af leiknum en lítið að gerast.
3. mín
Leikurinn byrjar rólega, vonum að það breytist.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Ólsarar byrja með boltann. Þeir sækja undan nokkuð stífum vindi í fyrr hálfleik
Ég hvet lesendur til að vera duglega að nota kassamerkið #fotboltinet yfir leiknum. Vel valin tíst birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Það eru ekki nema fimm mínútur í þennan Vesturlandsslag á Akranesi. Vil hvetja fólk til að mæta á völlinn en það eru afar fáir mættir.
Fyrir leik
Ármann Smári Björnsson er ekki með ÍA í kvöld en hann fór meiddur af velli gegn Fjölni. Gylfi Veigar Gylfason tekur stöðu hans í vörninni.

Hallur Flosason snýr aftur í liðið og Guðmundur Böðvar Guðjónsson kemur einnig inn. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Ásgeir Marteinsson detta út. Guðmundur Böðvar er að byrja sinn fyrsta leik síðan hann kom aftur til ÍA frá Fjölni.

Þorsteinn Már Ragnarsson, Aleix Egea Acame og Martin Svensson koma inn í liðið hjá Víkingi Ó frá þvi í 1-0 tapinu gegn ÍBV. Tomasz Luba, Björn Pálsson og Alfreð Már Hjaltalín detta út.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

ÍA 1 - 1 Víkingur Ó.
Kenan Turudija skorar fyrir Ólsara en Garðar Gunnlaugs að sjálfsögðu fyrir ÍA.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ólafsvíkingar unnu 3-0 þegar liðin áttust við fyrr í sumar en Einar Hjörleifsson átti stórleik í markinu þar. Hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Eftir fimm sigra ÍA í röð þá hefur liðið tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Ólsarar hafa tapað fjórum leikjum í röð og ljóst er að hart verður barist hér í kvöld.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður fylgst með Vesturlandsslag ÍA og Víkings Ólafsvíkur í 15. umferð Pepsi-deildarinnar.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson ('81)
8. William Dominguez da Silva ('69)
11. Martin Svensson ('86)
12. Kramar Denis
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Kristófer James Eggertsson ('86)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('81)
7. Tomasz Luba
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Martin Svensson ('68)
Pape Mamadou Faye ('87)
Alexis Egea ('90)

Rauð spjöld: