Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
1
3
KR
0-1 Finnur Orri Margeirsson '22
Daníel Laxdal '59 1-1
1-2 Kennie Chopart '79
1-3 Óskar Örn Hauksson '90 , víti
15.08.2016  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1581
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson ('83)
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson ('83)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('64)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('64)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('83)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR komið í 5. sæti. Þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir þessu í kvöld.

Stjarnan nú fjórum stigum frá FH. Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig.
90. mín
Lítið búið að gerast í uppbótartímanum. KR-ingar eru að klára þetta.

90. mín
Guðjón Baldvinsson með skalla rétt yfir markið. Stjörnumenn eru ekki heppnir en það er bara uppbótartími eftir, sem er fimm mínútur.
90. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Morten Beck Guldsmed
MAAAAAAAAAAARK!!!

KR-ingar klára þetta. Óskar Örn sendir Kerr í vitlaust horn. Öruggt.
89. mín
Arnar Már brýtur af Morten Beck Andersen og Þorvaldur dæmir víti!

Hrikilega klaufalegt hjá Arnari. Missti boltann og braut síðan af sér.
86. mín
Hólmbert Aron nær fyrirgjöf fyrir markið sem Stefán Logi ætlar að grípa en hann fer í Eyjólf Héðinsson og dettur á meðan hann missir boltann. Þorvaldur dæmir aukaspyrnu, veit ekki með þetta.
84. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Chopart skoraði hugsanlega sigurmark þessa leiks. Var kominn með krampa.
83. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Það á heldur betur að blása til sóknar. Veigar Páll og Hólmbert koma inná.
83. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
82. mín
STJARNAN SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA ÞETTA

Hilmar Árni með enn eina góða hornspyrnu, þessi fer á Grétar Sigfinn sem er aleinn inn í marteig en fastur skalli hans fer í slánna. Dauðafæri!
79. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Denis Fazlagic
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!

Danskir dagar hjá KR!

Fazlagic fer upp vinstri kantinn, stingur Jóa Lax af og á fyrirgjöf sem Chopart getur ekki annað en sett í opið mark. Frábær undirbúningur hjá Fazlagic. Markið kom svolítið gegn gangi leiksins en KR-ingum gæti ekki verið meira sama. Chopart að skora gegn sínum gömlu félögum.
79. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Braut á Heiðari. Líklegast uppsafnað spjald.
78. mín
Hornspyrna hjá Hilmari sem er skölluð að marki en Stefán Logi rétt nær að halda boltanum eftir smá ströggl. Spennandi lokamínútur framundan.
77. mín
FÆRI!!

Hilmar Árni gerir fáranlega vel, fer framhjá nokkrum KR-ingum og leggur svo boltanum á Arnar Már sem er í frábærri stöðu, hann getur bæði skotið og lagt boltanum inn í teig og hann kýs síðari kostinn en KR-ingar bjarga í horn.
74. mín
KR-ingar í hraðri sókn. Fazlagic ræðst á vörnina og boltinn berst á Morten Beck Andersen sem reynir skot sem fer í vitlausa átt og frá markinu.
73. mín
Þeir fá báðir aðhlynningu og leikurinn heldur loks áfram.
70. mín
Guðjón Baldvins og Pálmi Rafn lenda í samstuði og liggja báðir eftir.
70. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (KR) Út:Jeppe Hansen (KR)
Jeppe eiginlega ekkert getað á gamla heimavellinum.
69. mín
Frábært færi!

Hilmar Árni fær boltann ansi nálægt markinu eftir sókn frá hægri en skotið hans fer framhjá. Hilmar búinn að fá fleiri en eitt, virkilega gott færi.

64. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Ævar Ingi haft frekar hægt um sig.

63. mín
Stjarnan hefur fengið tvær hornspyrnur síðan markið kom en KR-ingar ná að koma boltanum í burtu að lokum. Stjarnan sterkari aðilinn þessa stundina.
59. mín MARK!
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Stjarnan hefur jafnað og þetta var sáraeinfalt. Stjörnumenn fengu hornspyrnu sem Hilmar Árni tók beint á kollinn á Daníel Laxdal sem skoraði með hörkuskalla.

EKki ósanngjörn staða þegar litið er á leikinn í heild sinni.
56. mín Gult spjald: Indriði Sigurðsson (KR)
Alltof seinn í Guðjón og fær réttilega spjald.

52. mín
Það er búinn að vera einhver hiti í þessum leik. Öllum dómgæslum er mótmælt harkalega og er þetta erfiður leikur fyrir Þorvald að dæma en hann hefur þó gert það vel.
48. mín
Fáranleg markvarsla!

Heiðar Ægisson kemur með fyrirgjöf inn í teig sem Ævar Ingi tekur á kassann og á hörkuskot af stuttu færi sem Stefán ver fáranlega vel.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað

Ég spáði því við kollega minn að það kæmu fleiri rauð spjöld en mörk í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Nóg um að vera í þessum fyrri hálfleik. Eitt mark en nóg af dramatík.
43. mín
Jeppe Hansen fer niður í teignum og vill fá víti en hann er heppinn að fá ekki gult fyrir dýfu. Hann fær svo bombu beint í andlitið og er leikurinn stoppaður á meðan hann fær aðhlynningu.
42. mín
Frábært færi!

Heiðar Ægisson á góða sendingu á Ævar Inga sem á fyrirgjöf á Guðjón Baldvinsson sem er í virkilega góðu færi, upp við markið nánast, en skotið hans fer í stöngina.
38. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Fyrsta gula spjaldið er komið. Brýtur á Guðjóni og gjörsamlega tryllist þegar hann fær spjaldið.
37. mín
Grétar Sigfinnur sparkar boltanum langt fram völlinn og hann hafnar á Guðjóni Baldvinssyni sem er dauðafrír innan tegs en skotið hans er laust og fer beint í fangið á Stefáni Loga.
33. mín
Frábær tilraun!

Hilmar Árni á aukaspyrnu, beint í vegginn en hann tekur frákastið, langt utan teigs og boltinn er á leiðinni í bláhornið en Stefán Logi ver vel.
31. mín
Eyjólfur Héðinsson á skalla yfir af löngu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.
30. mín
Falleg sókn Stjörnumanna endar með að Guðjón Baldvins á fyrirgjöf sem Morten Beck gerir virkilega vel í að skalla í horn. Halldór Orri var þarna nálægt því að fá frían skalla í dauðafæri en Daninn bjargaði.
27. mín
KR-ingar sterkari aðilinn eftir markið. Komið mikið sjálfstraust í þetta lið.
22. mín MARK!
Finnur Orri Margeirsson (KR)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

KR-ingar eru komnir yfir með marki af furðulegri gerðinni. Finnur Orri á skot sem fer í varnarmann og boltinn lekur mjög hægt í hornið á meðan Kerr var kominn í hitt hornið.

Kerr leit kjánalega út þarna, hoppaði og skoppaði eins og fiskur utan vatns.
20. mín
FÆRI!

Hörður Árnason er í góðri stöðu á kantinum, hann leggur boltann út á Guðjón Baldvinsson sem er í mjög góðri stöðu, hann reynir skot en það fer í Aron Bjarka. Guðjón vill fá hendi og er brjálaður yfir að fá ekki vítaspyrnu. Ég held Þorvaldur hafi gert vel í að dæma ekki víti þarna.
18. mín
End to end stuff eins og einhver sagði. KR-ingar sækja og nær Óskar Örn skoti sem Kerr nær að verja. Ansi skömmu síðar á Guðjón Baldvinsson skot, rétt framhjá.
17. mín
Frábært færi!

Stjörnumenn sækja hratt, Heiðar Ægisson kemur með góðan sprett fram og leggur boltanum svo á Hilmar Árna sem er einn gegn Stefáni Loga en markmaðurinn stendur og lokar mjög vel. Maður bjóst við að Hilmar myndi gera betur þarna hins vegar, sérstaklega í því formi sem hann hefur verið í.
15. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið niður eftir mjög fjörlega byrjun. KR-ingar að komast meira inn í þetta.
11. mín
Nú kemur Eyjólfur Héðinsson með mjög ljóta tæklingu á Aron Bjarka. Heppinn að fá ekki spjald.

Aron Bjarki er hins vegar alvöru maður, stendur bara upp og heldur áfram.
8. mín
Fyrsta tilraun KR-inga. Chopart með skot rétt utan teigs en hann hittir boltann ekki sérlega vel og fer hann framhjá.
7. mín
Jóhann Laxdal er næstur að reyna. Tekur skot af löngu færi sem fer yfir markið.
6. mín
Halldór Orri með fyrstu tilraunina, skalli yfir eftir fyrirgjöf frá hægri.
5. mín
Kennie Chopart kemur með harkalega tæklingu á Halldór Orra. Fer í boltann en svona tæklar maður ekki. Heppinn að sleppa við spjald. Hann er samt sem áður brjálaður yfir að fá dæmda á sig aukaspyrnu.
3. mín
Stjarnan byrjar leikinn betur og sækir strax að KR-ingum.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann og sækir frá sundlauginni.
Fyrir leik
Þá koma liðin inn á völlinn og er ansi stutt í þetta.
Fyrir leik
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands er mikill stuðningsmaður Stjörnunnar og er hann meðal áhorfenda hér í kvöld.
Fyrir leik
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Inkasso deildinni, spáir 2-1 sigri Stjörnunnar og að Veigar Páll skori sigurmarkið í uppbótartíma.
Fyrir leik
Hálftími í þennan stórleik og Úlfur úlfur er kominn á fóninn og liðin hita upp. Friðgeirsvaktin búinn að kíkja í blaðamannastúkuna og allt eins og það á að vera.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson er á bekknum hjá Stjörnunni og Jeppe Hansen byrjar hjá KR.

Þeir skiptu um félag við hvorn annan fyrir ekki svo löngu.
Fyrir leik
KR gerir tvær breytingar á liðinu sem vann FH í síðsutu umferð. Aron bjarki Jósepsson og Denis Fazlagic koma í liðið í staðin fyrir Michael Præst og Skúla Jón Friðgeirsson sem eru meiddir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Stjarnan gerir eina breytingu á líðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Þrótt í síðasta deildarleik.

Ævar Ingi Jóhannesson kemur inn í liðið í staðin fyrir Baldur Sigurðsson sem er ekki í hóp.
Fyrir leik
Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan 29. júní en það var gegn ÍA.
Fyrir leik
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Þrótt í síðustu umferð en hafði fram að því unnið fjóra leiki í röð.

KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Frostaskjóli. Baldur Sigurðsson skoraði þá fyrsta markið og kom Stjörnunni yfir, á sínum gamla heimavelli en Indriði Sigurðsson skoraði jöfnunarmarkið fyrir KR-inga.
Fyrir leik
Stjarnan er í 2. sæti fyrir þessa umferð, með 27 stig, einu stigi minna en FH sem er á toppnum.

KR-ingar eru í 7. sæti með 19 stig.
Fyrir leik
Heilt og sælt veri fólkið!

Hér fer fram bein textalýsing frá stórleik Stjörnunnar og KR í Pepsi-deildinni.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('84)
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Jeppe Hansen ('70)
20. Denis Fazlagic
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
11. Morten Beck Guldsmed ('70)
20. Axel Sigurðarson
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('84)
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('38)
Indriði Sigurðsson ('56)
Kennie Chopart ('79)

Rauð spjöld: