Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
0
0
Fjarðabyggð
16.08.2016  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Góðar
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fjarðabyggð)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
3. Hinrik Atli Smárason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Ragnar Leósson ('75)
9. Kristófer Eggertsson
10. Hákon Ingi Jónsson
22. Aron Ýmir Pétursson
27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
11. Ísak Óli Helgason
15. Teitur Pétursson
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('75)
30. Reynir Haraldsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Dean Martin
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Árni Guðmundur Traustason
Þjóðólfur Gunnarsson

Gul spjöld:
Kristófer Eggertsson ('88)
Guðmundur Þór Júlíusson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar stjórnuðu ferðinni gjörsamlega í síðari hálfleik en varnarmúr Fjarðabyggðar var þéttur. Gestirnir komast aftur úr fallsæti á betri markatölu en Huginn. HK er tveimur stigum frá falli. Bæði lið eru því í harðri baráttu í neðri hlutanum.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
90. mín
Inn:Sævar Örn Harðarson (Fjarðabyggð) Út:Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)
90. mín Gult spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
HK-ingar vilja fá vítaspyrnu en Jóhann Ingi dæmir ekkert! Hákon fellur eftir baráttu við Harald Þór. Ekkert dæmt við litla rifningu hjá Guðmundi sem fær spjald fyrir mótmæli.
90. mín
Kristófer reynir klippu í teignum eftir hornspyrnuna en hittir boltann illa.
90. mín
HK-ingar fá hér sína níundu hornspyrnu í kvöld.
88. mín Gult spjald: Kristófer Eggertsson (HK)
HK-ingar ósáttir þegar Jóhann Ingi dæmir sóknarbrot í teignum. Kristófer fær gula spjaldið fyrir mótmæli.
83. mín
HK-ingar með öll völd í síðari hálfleik. Endar pressan með marki eða nær Fjarðabyggð að halda hreinu?
80. mín
Ævintýraleg björgun! Eftir fínt spil HK-inga kemst Ágúst Freyr upp að endalínu vinstra megin í teignum. Sending hans ratar út í teiginn á Aron Ými Pétursson og hann á fínt skot sem stefnir í bláhornið. Ingiberg Ólafur nær hins vegar að bjarga á magnaðan hátt á línu með því að kasta sér á boltann!
76. mín
Ágúst strax í góðu færi! Fyrirgöf Bjarna ratar inn á miðjan teiginn á Ágúst. Hann er í flottu færi en Ingiberg Ólafur kemst yfir skotið á síðustu stundu!
75. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Ragnar Leósson (HK)
HK-ingar leggja meira í sóknina. Ágúst fer fram með Hákoni og Bjarni Gunn dettur aðeins aftar.
70. mín
Ragnar Leósson með skot fyrir utan teig en boltinn fer í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
62. mín
Inn:Brynjar Már Björnsson (Fjarðabyggð) Út:Hlynur Bjarnason (Fjarðabyggð)
Hlynur fer af velli. Brynjar Már fer á vinstri kantinn við skiptinguna og Elvar Ægisson fer í fremstu víglínu.
59. mín
HK-ingar áfram líklegri. Hákon Ingi og Bjarni Gunn halda varnarmönnum Fjarðabyggðar vel við efnið en gestirnir eru að valda verkefninu ennþá. Fjarðabyggð hefur hins vegar lítið sótt í síðari hálfleiknum.
57. mín Gult spjald: Hlynur Bjarnason (Fjarðabyggð)
Hárréttur dómur. Fór aftan í Hinrik Atla í skyndisókn. Hinrik náði að halda hlaupi sínu áfram og Jóhann dómari gerði vel með því að beita hagnaðarreglunni. Ekkert varð hins vegar úr sókninni á endanum.
54. mín
Gott færi! HK-ingar sækja meira í upphafi síðari hálfleiks og eftir eina sóknina rúllar boltann út í teiginn og á vítateigslínuna. Þar stendur Ragnar Leósson aleinn en skot hans fer yfir markið. Ragnar hefði allavega átt að hitta rammann þarna!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Fremur bragðdaufur fyrri hálfleikur að baki. HK hefur sótt meira en Fjarðabyggð fékk besta færið undir lok fyrri hálfleiks.
44. mín
Besta færi leiksins! Eftir fína sókn hjá Fjarðabyggð kemur fyrirgjöf frá vinstri. Birkir Valur misreiknar boltann og missir af honum. Hlynur Bjarnason, ungur framherji Fjarðabyggðar, fær boltann í dauðafæri einn og óvaldaður en skotið fer nánast beint á Arnar Frey sem ver. Þarna hefði Fjarðabyggð getað komist yfir!
43. mín
Emil Stefánsson, vinstri bakvörður Fjarðabyggðar, kemur inn á völlinn og á skot af 25 metra færi. Boltinn fer yfir markið.
42. mín
Fyrirgjöf inn á teiginn og Elvar Þór Ægisson fellur eftir baráttu við Leif Andra í loftinu. Fjarðabyggð vill vítaspyrnu en Jóhann dæmir ekkert. Hefði líklega verið harður dómur.

Elvar er að byrja sinn fyrsta leik síaðn hann kom til Fjarðabyggðar frá Hetti í júlí.
35. mín
HK-ingar sækja meira en þeim gengur illa að opna vörn Fjarðabyggðar.
28. mín
Eftir þessar fjörugu mínútur áðan hefur leikurinn róast og jafnræði er með liðunum þessa stundina.

18. mín
Eftir hornspyrnuna á Bjarni Gunn skalla í slána! Hákon nær frákastinu en Uros ver skalla hans. HK nálægt því að skora þarna.
17. mín
Það er heldur betur fjör þessar mínúturnar. Fyrirgjöf frá hægri sem varnarmenn Fjaraðbyggðar ná að koma aftur fyrir endamörk. Hákon Ingi ekki langt frá því að ná til boltans.
15. mín
Þarna munaði engu! Sveinn Fanar vippar boltanum inn á teiginn og þar á Aron Gauti skemmtilega klippu sem fer rétt framhjá markinu. Glæsileg tilþrif og þarna var þetta bara spurning um nokkra cm!
14. mín
Fyrsta færið! Hákon Ingi snýr Loic Ondo laglega af sér eftir að hafa fengið langa sendingu. Hákon er hins vegar í lélegu jafnvægi þegar hann skýtur á markið og Uros ver skot hans.
10. mín
Liðin í dag eru á þessa leið.

HK (3-5-2)
Arnar
Guðmundur Þór - Birkir Valur - Leifur
Aron Ýmir - Ragnar - Jökull - Kristófer - Hinrik
Hákon Ingi - Bjarni Gunn

Fjarðabyggð (4-5-1)
Uros
Haraldur - Loic Ondo - Ingiberg - Emil
Stefán - Aron Gauti
Elvar - Sveinn - Víkingur
Hlynur
8. mín
HK-ingar eru hættulegri hér í byrjun. Búnir að sækja meira og fá tvær hornspyrnur.
5. mín
Nýbakaður bikarmeistari Ólafur Jóhannesson er mættur á leikinn.
2. mín
Mikill vindur á höfuðborgarsvæðinu núna. Leikmenn þurfa að hafa engar áhyggjur af honum hér í Kórnum.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi hefur flautað til leiks!
Fyrir leik
Huginn sigraði Hauka áðan og Fjarðabyggð er því í fallsæti fyrir leikinn. HK er með 17 stig, Huginn 16 stig og Fjarðabyggð 15 stig þegar leikurinn hefst. Við erum því með sannkallaðan fallbaráttuslag.
Fyrir leik
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, er skráður á skýrslu sem leikmaður í dag. Hann kom inn á sem varamaður í 4-3 sigrinum á Selfyssingum í síðasta leik.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða var heldur betur fjörugur en lokatölur þar urðu 4-4. Við viljum eitthvað svipað í dag!
Fyrir leik
Hjá HK er Dean Martin mættur á bekkinn en hann er nýr aðstoðarþjálfari liðsins. Hann samdi við HK á dögunum eftir að hafa áður verið 2. flokks þjálfari hjá Breiðabliki.
Fyrir leik
Víglundur Páll Einarsson, þjálfari Fjarðabyggðar, er í banni í kvöld eftir að hafa fengið rauða spjaldið undir lokin gegn Leikni R. í síðasta leik.

Framherjinn Dimitrov Zelkjo og miðjumaðurinn Martin Sindri Rosenthal eru einnig í banni eftir að hafa fengið rauða spjaldið í sama leik.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!
Hér verður bein textalýsing frá leik HK og Fjarðabyggðar.

Fjarðabyggð er fyrir umferðina í 10. sæti deildarinnar með 15 stig en HK er í 9. sæti með 17 stig.
Byrjunarlið:
1. Uros Poljanec (m)
2. Emil Stefánsson
5. Ingiberg Ólafur Jónsson
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon
9. Hlynur Bjarnason ('62)
10. Elvar Þór Ægisson
13. Víkingur Pálmason ('90)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
23. Haraldur Þór Guðmundsson

Varamenn:
12. Ásgeir Þór Magnússon (m)
8. Hafþór Ingólfsson
18. Marteinn Þór Pálmason
20. Brynjar Már Björnsson ('62)
25. Sævar Örn Harðarson ('90)

Liðsstjórn:
Sigurjón Egilsson (Þ)
Valþór Hilmar Halldórsson (Þ)
Matthías J Spencer Heimisson
Vésteinn Kári Árnason

Gul spjöld:
Hlynur Bjarnason ('57)

Rauð spjöld: