Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
1
Selfoss
Gunnar Örvar Stefánsson '30 1-0
1-1 Arnór Ingi Gíslason '94
16.08.2016  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Sigurjónsson ('69)
Sandor Matus
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
21. Óskar Jónsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson ('81)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('61)

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
4. Gauti Gautason ('69)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('61)
14. Jakob Snær Árnason ('81)
15. Guðni Sigþórsson
18. Alexander Ívan Bjarnason
20. Guðmundur Óli Steingrímsson

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Hlynur Birgisson
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson
Bjarki Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var síðasta spyrna leiksins. Selfyssingar næla sér í stig. Viðtöl og skýrsla von bráðar.
94. mín MARK!
Arnór Ingi Gíslason (Selfoss)
Þvílík og önnur eins dramatík!

Eftir horn verður mikið klafs. Sá ekki hver náði til boltans, en í slánna fór hann og datt út í teiginn. Þar var Arnór Ingi fyrstur að átta sig og á skot sem fer af varnarmanni og í netið.
93. mín
Selfyssingar að banka ansi fast á dyrnar!
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Ná Selfyssingar að jafna eða halda heimamenn út?
85. mín
Aftur Jóhann Helgi!
Nú var það Siggi Marinó sem geystist upp hægri vænginn, átti svo frábæra fyrirgjöf á Jóa sem skallaði yfir markið.
84. mín
Þarna munaði engu!
Jakob gerði mjög vel, vann boltann af varnarmanni Selfoss, komst upp að endamörkum og gaf boltann á kollinn á Jóhanni Helga. Skalli hans fer hvorki meira né minna en tvisvar sinnum í þverslánna!
83. mín
Selfyssingar með aukaspyrnu á fínum stað til að koma með fyrirgjöf. Arnór Ingi ákveður hins vegar að láta vaða af 40 metrunum en skot hans fer langt, langt yfir. Skrýtin ákvörðun.
81. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Ólafur Hrafn Kjartansson (Þór )
Mjög flottur leikur hjá Ólafi. Duglegur að ógna og varnarmenn Selfoss hafa lítið ráðið við hann.
80. mín
Selfyssingar sjá nánast alfarið um að vera með boltann þessar mínúturnar. Þórsarar þó virkilega duglegir og standa vörnina vel.
78. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
74. mín
Gauti virkar kvalinn í öxlinni og er kominn í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara Þórs. Jakob Snær kemur skokkandi að varamannabekk heimamanna og virðist vera að koma inná.
73. mín
Inn:Sören Lund Jörgensen (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
71. mín
Rosaleg mínúta!
Þorsteinn Daníel fékk frábært færi, en Sandor varði mjög vel, Þórsarar bruna fram, Jóhann Helgi kemst upp að endamörkum og leggur boltann út í teiginn á Ólaf Hrafn. Skot hans úr fínu færi fer af varnarmanni og afturfyrir.

Ekkert kemur úr horninu nema það að Gauti fær högg og kveinkar sér.
69. mín
Inn:Gauti Gautason (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
Orri fer að velli og fær gott klapp frá áhorfendum. Fólk greinilega ánægt að sjá hann aftur á vellinum.
68. mín
Orri Sigurjónsson lenti hér illa á rófubeininu. Stendur upp en legst svo aftur með krampa. Ekki óeðlilegt kannski enda er þetta fyrsti leikur hans í langan tíma.
67. mín
Lang besti leikmaður Selfyssinga í dag, Arnór Gauti Ragnarsson á hér skalla yfir markið. Hann hefur verið duglegur að valda usla í vörn Þórsara.
64. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss)
Haukur Ingi ekki verið áberandi í dag.
61. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Virkilega flottur leikur hjá Gunnari. Vann gríðarlega mikið fyrir liðið frammi og skoraði markið sem skilur liðin að.
59. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Vonum að seinni hálfliekur þróist eins og sá fyrri sem varð skemmtilegri með tímanum.
54. mín
Vá!
Arnór Gauti með eina sleggju af 30 metra færi! Boltinn rétt framhjá stönginni. Þetta var fast!
51. mín
Jóhann Helgi á hér lausan skalla á fjær eftir fyrirgjöf Ólafs. Vignir ekki í vandræðum með að grípa boltann.
50. mín
Huginn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum fyrir austan núna áðan. Þeir ætla sér að halda sér uppi!
47. mín
Arnór Gauti með fyrstu tilraun seinni hálfleiks. Skot af löngu færi, beint á Sandor.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn í gang! Mér sýnist liðin vera óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
+1
Guðmundur Ársæll flautar hér til hálfleiks. Heimamenn leiða eftir mark Gunnars Örvars.
41. mín
Svavar Berg kemur að fullum krafti með takkana á undan sér í átt að Kristni Þór. Nær boltanum fyrst svo aukaspyrna en ekki spjald er niðurstaðan.
39. mín
Hörkufæri!
Arnór Gauti kemst upp að endamörkum eftir slaka hreinsun Orra, gefur fasta sendingu fyrir þar sem James Mack mætir, en hann setur boltann hátt yfir.
37. mín
Nú vilja Selfyssingar víti! Gutierrez kominn í vænlega stöðu en Sveinn Elías keyrir hann niður. Guðmundur metur þetta sem löglega öxl í öxl og ég held að það sé hárrétt metið.
36. mín
Guðmundur Ársæll þrisvar sinnum í röð búinn að sleppa því að dæma þegar Þórsarar vilja aukaspyrnu. Ætla ekki að segja til um hvort þetta sé rétt hjá honum enda er hann í mun betri aðstöðu til að sjá þetta en ég.
35. mín
Gunnar Örvar fékk högg áðan og haltrar um völlinn. Slæmar fréttir fyrir heimamenn ef þetta er eitthvað alvarlegt.
31. mín
Furðurleg dómgæsla.
Jóhann Helgi togaður niður en fær dæmda á sig aukaspyrnu. Donni og stuðningsmenn Þórs allt annað en sáttir.
30. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Óskar Jónsson
HVER ANNAR?
Gunnar Örvar heldur áfram að skora fyrir Þór. Frábær aukaspyrna frá Óskari ratar á kollinn á Gunnari sem stangar hann í netið.
28. mín
Sveinn Elías fær hér tiltal frá Guðmundi Ársæli eftir að hafa farið frekar glæfralega í Hauk Inga. Hefði vel getað fengið spjald en sleppur í þetta skipti.
23. mín
Þessi leikur er afskaplega rólegur, en vindurinn á líklega sinn þátt í því. Jóhann Helgi á eina alvöru færi leiksins hingað til.
17. mín
Þvílíkt færi!!
Ólafur Hrafn með geggjaðan "Zidane" snúning, gefur fyrir á Gunnar Örvar sem á skalla sem Vignir ver. Boltinn dettur út í teiginn þar sem Jóhann Helgi er aleinn með Vigni liggjandi í markinu fyrir framan sig. Í staðinn fyrir að leggja hann í netið ákveður Jóhann að dúndra, og boltinn himinhátt yfir markið.
16. mín
Arnór Gauti fékk nokkuð frían skalla eftir hornið en sem betur fer fyrir heimamenn var sá skalli ekki góður. Boltinn barst svo út á James Mack sem átti vægast sagt hræðilegt skot framhjá.
16. mín
Arnór Gauti við það að koma sér í færi en Orri stoppar hann með góðri tæklingu. Hornspyrna.
12. mín
Þórsarar eru í vandræðum með að eiga við vindinn. Sendingar þeirra enda oftar en ekki útaf eða í höndunum á Vigni.
8. mín
Bæði lið í miklum vandræðum með að halda boltanum. Selfyssingum gengur þó aðeins betur með það ef eitthvað er.
4. mín
Jóhann Helgi með fyrsta færi leiksins en skot hans úr teignum fer yfir markið.
2. mín
Selfyssingar byrja svona:
Vignir
Þorsteinn-Sigurður-Andrew-Giordano
Svavar Berg-Haukur Ingi-Ivan Gutierrez
Ingi Rafn-Arnór Gauti-James Mack
1. mín
Þórsarar byrja svona:
Sandor
Svenn Elías-Orri-Ingi-Kristinn Þór
Óskar-Manni
Ólafur Hrafn-Siggi Marinó-Jóhann Helgi
Gunnar Örvar
1. mín
Leikur hafinn
Selfyssingar byrja með boltann og sækja gegn sunnanáttinni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Sveinn Elías og Andrew James Pew fyrirliðar fara fyrir liðum sínum.
Fyrir leik
Það er fallegt veður á Akureyri í dag, en það er þó ágætis vindur úr suðri.
Fyrir leik
Þórsarar farnir inn í klefa að taka fund. Selfyssingar tínast inn einn af öðrum.
Fyrir leik
Það virðast vera einhverjir tæknilegir örðuleikar í gangi hérna og vil ég biðjast fyrirfram afsökunar ef þeir hafa einhver áhrif.
Fyrir leik
Nú er farið að styttast í leik. Starfsmenn Þórsvallar eru á fullu að vökva og liðin hita upp á æfingasvæðinu á meðan.
Fyrir leik
Tölvukerfið á síðunni er með einhver leiðindi svo það er vert að taka fram að þeir leikmenn sem eru skráðir nr. 0 á bekknum eru ekki í hóp.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar. Athygli vekur að Orri Sigurjónsson er mættur aftur í byrjunarlið Þórs eftir meiðsli og tekur hann stöðu Gauta Gautasonar, sem er á bekknum í dag. Flottar fréttir fyrir Þórsara að fá Orra aftur.
Fyrir leik
Dómari í dag er Guðmundur Ársæll Guðmundsson. Aðstoðarmenn hans eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Sverrir Gunnar Pálmason. Eftirlitsmaður er Tryggvi Þór Gunnarsson.
Fyrir leik
Selfyssingar töpuðu síðasta leik gegn HK en fyrir það höfðu þeir ekki tapað í 6 deildarleikjum í röð.

Þórsarar hafa hins vegar einungis unnið 1 af síðustu 7 deildarleikjum. Sá leikur var einmitt gegn HK.
Fyrir leik
Leikurinn er í 16.umferð en eftir 15 umferðir sitja liðin í 5. og 6. sæti. Heimamenn eru í 5. sæti með 22 stig en gestirnir í því 6. með 20 stig.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Selfoss í Inkassó deild karla.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('78)
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
16. James Mack ('73)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('64)
19. Arnór Gauti Ragnarsson

Varamenn:
28. Einar Guðni Guðjónsson (m)
3. Sören Lund Jörgensen ('73)
13. Richard Sæþór Sigurðsson
18. Arnar Logi Sveinsson ('64)
20. Sindri Pálmason
23. Arnór Ingi Gíslason ('78)

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Sindri Rúnarsson
Óttar Guðlaugsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Sigurfinnur Garðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: