Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
2
ÍA
0-1 Cathrine Dyngvold '7
0-2 Megan Dunnigan '20
Alyssa Telang '27 1-2
17.08.2016  -  18:30
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Rigning en logn. 15 stiga hiti.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Cathrine Dyngvold
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Lauren Elizabeth Hughes
3. Sharla Passariello
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
16. Alyssa Telang
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('63)
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Íris Sverrisdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('63)
20. Írena Björk Gestsdóttir
20. Valorie Nicole O´Brien
21. Þóra Jónsdóttir
25. Eyrún Gautadóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson
Arnheiður Helga Ingibergsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hildur Grímsdóttir

Gul spjöld:
Anna María Friðgeirsdóttir ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ!

ÍA keyrir í gegnum Hvalfjarðargöngin með 3 stig með sér! Frábær sigur fyrir Skagastúlkur sem ætla að halda sér í þessari deild!

Takk fyrir mig.
90. mín
Erum dottin í uppbótartíma!
90. mín
Chante í markinu í tómu tjóni. Hleypur út í einhvern bolta sem hún á aldrei séns í og er STÁLHEPPIN að Dunningan komi boltanum ekki í netið.
87. mín
Selfyssingar að sækja ákaft núna!

Sjáum hvað gerist!
87. mín Gult spjald: Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Rétt.
85. mín
Það eru miklar vangaveltur um þetta mark sem Selfyssingar skoruðu hér rétt áðan og dæmt var af. Engin skilur neitt í neinu hér í fjölmiðlagámnum að minnsta kosti.
80. mín
Lauren Elizabeth Hughes með ágætis einstaklingsframtak sem endar með skoti á markið sem Ásta Dís.
76. mín
Selfyssingar klárlega betra liðið á vellinum þessa stundina en eru því miður fyrir þær ekki að skapa sér nógu góð færi til þess að setja mark!
73. mín
Þetta er eitthvað það ALSKRÍTNASTA sem ég hef séð á þeim tíma sem ég hef fylgst með knattspyrnu.

Anna María tekur hornspyrnu sem fer beint á kollinn á Heiðdísi og hún skorar! Selfyssingar fagna vel og innilega, staðan 2-2 ef allt væri eðlilegt. Allt einu hleypur Bríet dómari að aðstoðardómaranum og þau ræða eitthvað saman og markið er dæmt af!

Ég sá ekki hvað gerðist, mér sýndist ekkert gerast. Ótrúlegt og Selfyssingar eru brjálaðir!
70. mín
Daaaaauðafæri hjá gestunum!

Föst sending inn fyrir meðfram jörðinni. Chante nær ekki til boltans, hann heldur áfram á fjærstöngina þar sem Maren Leósdóttir er ein á auðum sjó en setur boltann yfir markið!
66. mín
Sharla Passariello með frábært skot!

Þetta er líklega það fyrsta sem hún gerir í þessum leik. Ásta Dís ver vel í horn.
64. mín
Fast skot að marki Selfoss, Chante í stökustu vandræðum með það að halda boltanum en nær loks að handsama hann.
63. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
59. mín
Þrjár hornspyrnur í röð hjá ÍA. Allar frekar hættulitlar og Selfyssingar ná að verjast auðveldlega.
57. mín
Hér sendir Valorie allan sinn varamannabekk að hita upp. Fáum vætnanlega að sjá breytingar fljótlega.
53. mín
Hornspyrna sem ÍA fær eftir skot frá Dyngvold sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
52. mín
Sunneva Hrönn kemst í frábært færi! Ein innfyrir vörn ÍA, tekur af stað en eitthvað stress í henni og án þess að halda áfram í átt að markinu þá tekur hún skotið fyrir utan teig. Arfaslakt og máttlaust.
49. mín
Fín sókn hjá ÍA núna.

Aníta Sól búin að eiga góðan leik í hægri bakverðinum, kemur með flottan bolta fyrir á Cathrine Dyngvold sem nær skallanum en framhjá markinu.
48. mín
Selfyssingar byrja þennan leik af miklum krafti og eiga hér flotta sókn strax í byrjun seinni hálfleiks.
46. mín
Bæði lið óbreytt sýnist mér á öllu.
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað og í þetta skiptið eru það heimamenn sem hefja leik með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfeik lokið á JÁVERK-vellinum. Gestirnir leiða 1-2 í hálfleik.

Kaffi á mig!
42. mín
Dyngvold reynir hér skotið fyrir utan teig, lætur boltann skoppa rétt fyrir framan Chante sem nær þó að halda boltanum hjá sér!
40. mín
Dauðafæri hjá ÍA en aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu.
37. mín
Afskaplega lítið í gangi þessa stundina en það er klárlega veðrið sem er að spila inní. Sendingar afleiddar og mikið af mistökum í gangi.
34. mín
Það er gjörsamlega ÚRHELLI þessa stundina! Ég sé ekkert útum rúðuna þessa stundina!
29. mín
Skagastúlkur heimta hér vítaspyrnu. Dyngvold fellur í teignum en Bríet segir henni að gjöra svo vel og standa upp.
27. mín MARK!
Alyssa Telang (Selfoss)
MAAAAAAAAAAAARK!

Selfyssingar að minnka muninn og það með ekkert smá flottu marki!

Alyssa Telang fær boltann á miðjunni, fer auðveldlega framhjá nokkrum leikmönnum ÍA og lætur vaða af 35 metrunum og Ásdís í markinu á ekki breik!
24. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu. Anna María tekur en Skagastúlkur ná að hreinsa boltanum frá eftir þónokkrar tilraunir.
20. mín MARK!
Megan Dunnigan (ÍA)
Stoðsending: Aníta Sól Ágústsdóttir
MAAAAAAAAARK!!!!

Skagastúlkur að bæta í forystuna eftir skelfileg mistök frá Chante í markinu!

Aníta Sól hægri bakvörður ÍA með laaaangan bolta inní teig Selfyssinga, virtist mjög hættulaust en Dunnigan nær til boltans, skallar hann að markinu, beint á Chante sem á einhvern óskiljanlegan hátt missir hann framhjá sér!
17. mín
Hughes hjá Selfyssingum átt flotta spretti upp hægri kantinn en Veronica ráðið í vinstri bakverðinum staðið vaktina vel.
15. mín
Hefur aðeins róast núna. Selfyssingar eru að komast meir og meir inn í leikinn og eru farnar að byggja upp alvöru sóknir!
11. mín
DAUÐAFÆRI!

Gestirnir eru að byrja þetta frábærlega og enn er það Dyngvold sem er í baráttunni. Góð sending frá Grétu Stefánsdóttur inná teig þar sem Dyngvold tekur á móti boltanum með varnarmann í bakinu, nær að snúa en er aðeins of lengi að þessu og nær ekki fullkomnu skoti. Rétt framhjá!
9. mín
Selfyssingar bruna strax í sókn, Lauren Hughes með hættulegan bolta fyrir! Sunneva kemur á harðaspretti en er aðeins of sein og boltinn fer í gegnum allt!
7. mín MARK!
Cathrine Dyngvold (ÍA)
MAAAAAAAAAAAARK!!!

Gestirnir eru komnir yfir og það gerist eftir 7 mínútna leik!

Vörn Selfyssinga í basli eins og svo oft áður í sumar. Misheppnuð hreinsun til þess að Dyngvold nær til boltans á vítateigs línunnni, tekur skotið sem fer af varnarmanni og þaðan í markið!
6. mín
Ansi rólegar upphafsmínútur. Það er alveg klárt að rigningin ætlar að setja þónokkurt strik í reikninginn hér í kvöld.
4. mín
Megan Dunnigan með fyrstu tilraun dagsins. Fær sendingu inná teig og nær skallanum en hann langt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik!
Fyrir leik
Nú fer þetta senn að hefjast.

Liðin ganga hér á völlinn. Bríet Bragadóttir dómari leiksins fremst í flokki.

Bæði lið í sínum aðalbúningum í kvöld. Selfyssingar vínrauðir og Skagastúlkur gular.
Fyrir leik
Gestirnir af Skaganum stilla upp sama byrjunarliði og náði góðu jafntefli gegn Þór/KA í síðustu umferð. Halda sig við það sem vel gengur.
Fyrir leik
Byrjunarlið Selfyssinga ósköp svipað og hefur verið í undanförnum leikjum. Enn er Guðmunda Brynja fyrirliði liðsins utan hóps vegna meiðsla.

Valorie O'Brien spilandi þjálfari Selfyssinga er heldur ekki í hópnum í kvöld en hún hefur spilað undanfarna leiki fyrir liðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í Pepsi deildinni fór fram 24.maí síðastliðin uppá Skaga en þar höfðu Selfyssingar betur 0-2.

Lauren Elizabeth Hughes og Eva Lind Elíasdóttir með mörkin þar.
Fyrir leik
Það gengur hvorki gengur né rekur hjá Selfyssingum en liðið vann síðast fótboltaleik 29.júní sl. Ótrúlegt.

Liðið náði góðu stigi gegn Breiðablik í þarsíðustu umferð en lá síðan fyrir Stjörnunni í síðustu umferð 3-1.

Algjör must-win leikur fyrir bæði lið hér í kvöld!
Fyrir leik
Bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar, ÍA þó í aðeins verri málum.

ÍA situr í 10. og neðsta deildarinnar. Liðið hefur einungis sigrað einn leik í sumar en það var gegn KR.

ÍA náði frábæru stigi gegn feykisterku liði ÞÓR/KA í síðustu umferð en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Sjáum hvert það fleytir liðinu í leiknum hér í kvöld.
Fyrir leik
Það fer hvorki meira né minna en heil umferð fram í deildinni í kvöld. Hinir leikir kvöldsins eru eftirfarandi:

Þór/KA-Breiðablik
FH-KR
Fylkir-Stjarnan
Valur-ÍBV
Fyrir leik
Já komiði sæl og blessuð.

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Selfoss-ÍA í Pepsideild kvenna. Leikurinn fer fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Fylgist með!
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
16. Veronica Líf Þórðardóttir
17. Cathrine Dyngvold

Varamenn:
12. Júlía Rós Þorsteinsdóttir (m)
6. Eva María Jónsdóttir
11. Fríða Halldórsdóttir
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
22. Karen Þórisdóttir

Liðsstjórn:
Kristinn H Guðbrandsson (Þ)
Steindóra Sigríður Steinsdóttir
Aldís Ylfa Heimisdóttir
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
Unnur Elva Traustadóttir
Anna Sólveig Smáradóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: