Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
0
KR
Alex Nicole Alugas '90 1-0
17.08.2016  -  18:30
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Blautur völlur, skýjað og smá gola
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Ingibjörg Valgeirsdóttir
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('66)
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Maria Selma Haseta ('54)
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
3. Nótt Jónsdóttir ('78)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
17. Alex Nicole Alugas

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('66)
22. Nadía Atladóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Orri Þórðarson (Þ)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Daði Lárusson
Guðlaugur Valgeirsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Maria Selma Haseta ('19)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hádramatískar lokamínútur þar sem FH tryggir sér þrjú stig!
91. mín
Nú er það bara uppbótartíminn. Þetta mark var ekki alveg í takt við gang seinni hálfleiks og KR verða skora ef þær ætla ekki að festast í vitlausum enda riðilsins!
90. mín MARK!
Alex Nicole Alugas (FH)
ALEX NICOLE SKORAR Á SÍÐUSTU MÍNÚTUM LEIKSINS!!! Kemst ein á móti marki og klárar með hörkuskoti, svona nákvæmlega á að klára færi!!
83. mín
Sigríður María fær sendingu inn í teig frá frá Jordan en skotið framhjá.
82. mín
Alex með góðan sprett upp vinstri kantinn en Íris Ósk nær boltanum skýtur í hana og vinnur markspyrnu fyrir KR.
78. mín
Inn:Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH) Út:Nótt Jónsdóttir (FH)
73. mín
Brotið Dagmar rétt fyrir utan teig, Ásdís Karen tekur spyrnuna sem fer beint í varnarvegginn, Ásdís nær boltanum aftur gefur á Fernanda sem tekur skotið en Jeannette ver.
72. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
66. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
64. mín
Ingibjörg hleypur úr markinu á móti Aldísi en Aldís kemst fram hjá henni og inn í teig, Íris Ósk er mætt fyrir framan markið og kemur í veg fyrir að boltinn fari inn með því að skalla boltann í burtu!
60. mín
Leikurinn aldeilis snúist við hérna í seinni hálfleik og KR stúlkur miklu sókndjarfari. Það mætti halda að það væri allt annað lið mætt inná völlinn!
59. mín
Ingibjörg Rún með klaufalega hreinsun og KR kemst í sókn, endar með því að Fernanda á fínt skot en Jeannette ver. Fernanda verið ein sú líklegasta inn á vellinum til að setja eitt hingað til!
57. mín
Brotið á Viktoríu í eigin vítateig. Þarf að fá aðhlynningu og fer útaf vellinum, virðist þó ekki þurfa skiptingu.
54. mín
Inn:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Út:Maria Selma Haseta (FH)
53. mín
Misskilningur hjá KR, varnarmenn og Ingibjörg ekki að tala nægilega vel saman, boltinn fer á milli þeirra og fram hjá markinu, hefði FH-ingur verið á svæðinu hefði vel getað komið mark þarna!
51. mín
Ingibjörg Rún tekur aukaspyrnu sem FH fær nálægt miðju. Boltinn endar inn í teig og Viktoría fyrirliði FH með hörkuskot sem fer rétt framhjá!
46. mín
Stórhættuleg sókn hjá KR fyrstu mínútuna!! Fernanda endar svo á að snúa á þrjá leikmenn í FH og endar með skoti en Jeannette ver!
45. mín
Leikurinn er byrjaður aftur.
45. mín
Hálfleikur
Bæði lið fengu tækifæri á að komast yfir í fyrri hálfleiknum. FH þó verið líklegri aðilinn.
43. mín
Alex Nicole kemst í dauðafæri!! Ingibjörg virkilega vel staðsett og ver frá Alex sem var ein á móti marki!
41. mín
KR verið að snúa vörn í sókn síðasta korterið.
36. mín
FH missa boltann á miðju og KR kemst í skyndisókn. Íris Ósk með góða sendingu inn fyrir á Sigríði Maríu en hún rétt missir af boltanum.
32. mín
KR fær aukaspyrnu, vinstra megin fyrir utan teig, Elísabet Guðmunds tekur.

FH ná að hreinsa í burtu.
31. mín
Góð sókn hjá FH, Alex Nicole með flotta fyrirgjöf en Ingibjörg er enn og aftur á réttum stað og grípur boltann.
27. mín
Ásdís Karen með fínt skot en boltinn fer fram hjá.
22. mín
Stórhættuleg sókn hjá FH!! Bryndís Hrönn gefur yfir á Viktoríu sem á hörkuskot í slánna og niður en Ingibjörgu tekst að koma boltanum í burtu!! Þarna hefði vel getað komið mark!
21. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
19. mín Gult spjald: Maria Selma Haseta (FH)
María fær gult spjald að mér sýndist fyrir kjaft.
18. mín
KR fær aukaspyrnu, brot rétt fyrir utan teig.
15. mín
FH óheppnar þarna en eftir klafs í teignum endar boltinn hjá Ingibjörgu.
15. mín
Aldís tekur hornspyrnu en Elísabet hreinsar í annað horn.
15. mín
Selma Dögg með stungusendingu á Sveinbjörgu sem nær boltanum og vinnur horn.
11. mín
Alex Nicole í dauðafæri ein á móti markmanni EN Ingibjörg gerir vel og er fyrri í boltann!
9. mín
Sveinbjörg með glæsilega fyrirgjöf af hægri kantinum inn í teig en Bryndís Hrönn rétt missir af boltanum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og leikurinn fer að hefjast.
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið í botnbaráttunni.
FH er með 10 stig í 8.sæti og KR með 6 stig í 9.sæti.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrika þar sem FH tekur á móti KR í 12. umferð Pepsideildar kvenna.
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('72)
6. Fernanda Vieira Baptista
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
4. Oktavía Jóhannsdóttir
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir
10. Stefanía Pálsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Henryk Forsberg Boedker
Sædís Magnúsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: