Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
0
3
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '21
0-2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '69
0-3 Ana Victoria Cate '73
17.08.2016  -  18:30
Floridana völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Skýjað, dimmt og rigning af og á. Völlurinn flottur.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 80
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('85)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('88)
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir ('85)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
15. María Rós Arngrímsdóttir
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
4. Elma Lára Auðunsdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('85)
7. Rut Kristjánsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('85)
24. Helga Þórey Björnsdóttir ('88)
28. Berglind Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Hafsteinn Steinsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Óðinn Svansson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir

Gul spjöld:
Ruth Þórðar Þórðardóttir ('17)
Sandra Sif Magnúsdóttir ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn fjarar út með fjölda skiptinga hér í lokin. Niðurstaðan öruggur sigur Stjörnunnar sem kemur sér þægilega fyrir á toppi deildarinnar. Fylkir gæti hinsvegar verið að sogast í fallslaginn.
89. mín Gult spjald: Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Það er eitthvað fíaskó í innköstunum hérna og ég sé ekki betur en að Sandra fái gult fyrir að taka fram fyrir hendurnar á boltastelpunum og græja bolta hraðar í leik.
88. mín
Inn:Helga Þórey Björnsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
88. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Önnur áhugaverð skipting. Birna Jóhannsdóttir spilar sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Hún er fædd árið 2001 og því á yngra ári í 3.flokki.
85. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Áhugaverð skipting hér. Ída Marín Hermannsdóttir skiptir við stóru systur sína, Thelmu Lóu. Ída Marín er að fá sína eldskírn með meistaraflokki hér. Hún er fædd árið 2002 og er því á eldra ári í 4.flokki.
85. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
Birna Kristín stígur hér sín fyrstu skref með meistaraflokki. Hún er fædd árið 2000 og er því á eldra ári í 3.flokki.
85. mín
Inn:Anna María Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Anna María fær að spreyta sig í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna. Hún er enn á yngra ári í 3.flokki. Ung og efnileg.
84. mín
Dauðafæri! Harpa leggur boltann út á Þórdísi Hrönn. Hún var ekkert sérlega ánægð með að fá hann á hægri fótinn og neglir hátt yfir.
82. mín
Þvílík negla! Harpa kemur boltanum fyrir þar sem Agla María er í baráttunni. Boltinn dettur fyrir Þórdísi sem kemur á harðaspretti og neglir yfir. Þetta hefði orðið ansi flott mark hefði Þórdís hitt á rammann. Ef og hefði.
77. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Sandra Sif neglir hátt yfir.
75. mín
Færi! Stjarnan er að taka öll völd hér. Þórdís var að senda Hörpu í gegn en Audrey ver glæsilega.
75. mín
Harpa tekur við fyrirliðabandinu af Ásgerði. Hún er þó í einhverju basli með að festa það á sig og Tinna Bjarndís úr Fylki aðstoðar hana.
73. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
73. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Eftir jafnan leik er Stjarnan komin í 3-0! Ana Victoria Cate potar boltanum inn eftir aukaspyrnu Hörpu.
69. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ana Victoria Cate
Maaaark! Stjarnan vinnur boltann af Fylki eftir útspark. Harpa sendir á Önu Cate sem tekur flotta hreyfingu framhjá varnarmanni Fylkis áður en hún stingur boltanum á Þórdísi Hrönn sem klárar laglega í fjærhornið.
67. mín
Þórdís Hrönn kemst upp vinstra megin og leggur boltann út í teig á Önu Cate. Hún hittir boltann ekki nógu vel og skýtur beint á Audrey. Þarna hefði hún átt að gera betur.
65. mín
Sérstakt. Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Fjórir leikmenn stilla sér upp við boltann og þrjár fyrstu taka hlaup framhjá honum og í átt að teignum áður en að Sandra Sif sendir inn á teig. Það er hinsvegar afar fámennt hjá Fylkisliðinu í teignum og Stjörnukonur eiga ekki í vandræðum með að hreinsa frá.
64. mín
Hulda Hrund og Ásgerður lenda saman. Sú síðarnefnda liggur eftir og þarf aftur að láta kíkja á sig. Aftur harkar hún þó af sér og er mætt inná völl.
63. mín
Harpa með fyrirgjöf á Þórdísi en hún skýtur beint á Audrey úr heldur þröngu færi.
57. mín
Thelma Lóa kemur boltanum á nærstöng þar sem Kristín Erna reynir skot en það er beint á Berglindi. Þröngt færi.
55. mín
Ásgerður Stefanía liggur á vellinum. Sá ekki alveg hvað gerðist en hún meiddist líklega við að spyrna í boltann hérna rétt áðan. Hún fær aðhlynningu en ætlar að halda áfram leik.
54. mín
Það er farið að hellirigna hérna.
52. mín
Fylkisliðið er ískalt og notar rangstöðutaktíkina grimmt á Hörpu. Þær eru búnar að komast upp með það í þónokkur skipti að stíga hana út. Áhættusamt en þær eru að gera þetta vel.
50. mín
Það er orðið ansi dimmt hérna í Árbænum. Það er þungskýjað og haustið greinilega á næsta leyti. Appelsínugular lýsa í myrkri og kannski hvítu stuttbuxurnar hjá Stjörnunni.
48. mín
Eva Núra með fína tilraun. Nýtti sér mistök Stjörnukvenna sem misstu boltann á hættusvæði rétt utan teigs. Eva tók flotta hreyfingu og reyndi svo að lyfta boltanum yfir Berglindi. Því miður fyrir Fylki sveif boltinn rétt yfir.
47. mín
Agla María byrjar seinni hálfleikinn með því að renna stórhættulegri fyrirgjöf fyrir Fylkismarkið. Audrey kemur út á réttum tíma og nær boltanum áður en sóknarmenn Stjörnunnar ná að koma tánni í hann.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn að nýju en það voru engar breytingar gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Það má annars segja frá því að Rut Kristjáns er í liðsstjórn Fylkis í dag en ekki á meðal varamanna. Hún átti fyrirsagnirnar eftir síðustu umferð þegar hún fékk högg á munninn og missti tönn á Hásteinsvelli. Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og landsliðsþjálfari, græjaði hana beint á stofuna til sín og festi tönnina en það er þó ekki víst að Rut geti spilað meira á tímabilinu þar sem tönnin er lengi að gróa föst.
45. mín
Nýr vallarþulur er kominn til starfa en Oddur Ingi Guðmundsson tók við míkrafóninum af Tryggva og sér um að kynna varamenn liðanna í hálfleik. Fagmennlega gert hjá Oddi.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Staðan 0-1, Stjörnunni í vil. Ekki mikið af færum í leiknum en nóg af tæklingum og leikurinn alls ekki leiðinlegur áhorfs. Mörkin eru nú samt alltaf það sem við viljum sjá og við óskum eftir nokkrum í síðari hálfleik.
44. mín
Áhugavert. Ásgerður Stefanía skorar beint úr horni en Arnar Þór dæmir sóknarbrot. Sá ekki hvað gerðist þarna en þetta hlýtur að hafa verið rétt.
40. mín
Það segir kannski eitthvað um nálgun liðanna að nú rétt í þessu var verið að dæma fyrstu aukaspyrnuna á Stjörnuna. Þær hafa verið rólegar og látið boltann ganga á meðan Fylkisliðið hefur verið mjög kröftugt, pressað og tæklað um allan völl. Spurning hvort þær geti haldið út leikinn á þessu tempói?
38. mín
FÆRI! Mögulega rangstaða þarna en boltinn dettur fyrir Öglu Maríu í teignum og hún reynir skot að marki. Audrey ver hinsvegar virkilega vel.
37. mín
Það er lítið að frétta af öðru en tæklingum hér í Árbænum. Fylkiskonur hata ekkert að renna sér aðeins í iðagrænu grasinu. Þær gera þetta vel. Eru grimmar og duglegar að brjóta niður sóknir Stjörnuliðsins.
29. mín
Hröð sókn hjá Stjörnunni sem lýkur með fínu skoti frá Þórdísi Hrönn sem er dæmd rangstæð. Audrey varði skotið vel en hefur lent eitthvað illa og þarf aðhlynningu. Hún harkar sem betur fer af sér.
27. mín
Ágæt sókn hjá Fylki. Thelma Lóa með fyrirgjöf frá hægri og yfir á fjærstöng þar sem Hulda Sig. rétt misstir af boltanum.
25. mín
Stjarnan stillir svona upp:

Berglind Hrund
Theodóra - Jenna - Frisbie - Kristrún
María - Ásgerður - Ana Cate
Agla María - Harpa - Þórdís Hrönn
23. mín
Lið Fylkis lítur annars einhvern veginn svona út í kvöld:

Audrey
Lovísa - María - Tinna - Sandra
Ruth - Eva Núra
Thelma Lóa - Kristín Erna - Hulda Sig.
Hulda Hrund

Kristín Erna og Hulda Hrund skiptast á að vera fremstar og koma báðar hátt upp ásamt vængmönnum þegar Fylkisliðið sækir.
21. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Fyrsta markið er komið í leikinn. Harpa fær boltann úr innkasti. Finnur Þórdísi Hrönn sem kemur boltanum aftur á Hörpu sem leggur hann fyrir sig og klárar eins og henni einni er lagið. Þvílíkur leikmaður!

Fylkisfólk er ekkert sérstaklega sátt því markið kom eftir innkast sem Stjarnan fékk en hefði með réttu átt að fara til Fylkis.
17. mín Gult spjald: Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
Fyrsta spjaldið komið. Ruth, grjóthörð að vanda, brýtur af sér.
10. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á miðjum vellinum og það kemur hættulegur bolti inn á teig. Þar er Jenna McCormick með fullt af plássi en móttakan heppnast ekki betur en svo að hún fær boltann í hendina og réttilega dæmd aukaspyrna. Klaufalegt hjá Jennu sem var þarna í góðu færi.
9. mín
Það er barátta og fightingur í þessu hérna fyrstu mínúturnar. Engin opin færi komin í þetta og jafnræði með liðunum.
6. mín
Fylkir tapaði 2-1 fyrir ÍBV í síðustu umferð og Eiður Ben. gerir einnig tvær breytingar á sínu liði. Eva Núra og Thelma Lóa koma inn í byrjunarliðið fyrir Elmu Láru Auðunsdóttur og Selju Ósk Snorradóttur.
4. mín
Stjarnan gerir tvær breytingar á liði sínu frá 3-1 sigrinum á Selfoss í síðustu umferð. Berglind Hrund kemur aftur í markið og Theodóra Dís Agnarsdóttir fær tækifæri í fjarveru Önnu Maríu Baldursdóttur.
2. mín
Fylkir á fyrsta markskotið í leiknum. Það er Hulda Hrund Arnardóttir sem reynir skot vel utan teigs en það er beint á Berglindi sem er komin aftur í markið hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Tæknin er að stríða hér í Árbænum og Tryggvi Guðmundsson vallarþulur er því aðeins á eftir áætlun að kynna liðin til leiks. Þetta hefst þó allt og Arnar Þór dómari bíður með að flauta á þar til að liðin hafa verið kynnt.

Game on. Þetta er byrjað. Heimakonur byrja og sækja í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í þetta. Það hefur stytt upp (í bili) en það er enn þungt yfir. Völlurinn lítur annars bara vel út og rigningin færir örugglega bara meira fjör í þetta..
Fyrir leik
Hvorugt liðanna má við því að misstíga sig í kvöld. Stjarnan er í bullandi toppbaráttu. Er með jafnmörg stig og Blikar á toppi deildarinnar en á leik til góða.

Fylkir er með 10 stig í 6. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá fallsæti, og þarf nokkur stig í viðbót til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni.

Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hér í kvöld þegar pressan er orðin meiri á báðum vígstöðvum.
Fyrir leik
Það fer heil umferð fram í Pepsi-deildinni í kvöld en auk viðureignar Fylkis og Stjörnunnar verða eftirfarandi leikir spilaðir:

Þór/KA-Breiðablik
FH-KR
Selfoss-ÍA
Valur-ÍBV

Hörkuspennandi umferð og það er ljóst að í kvöld verða línurnar farnar að skýrast betur á báðum endum deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan.. Á slaginu 18:30 verður flautað til leiks á Floridana vellinum en þá mætast Fylkir og Stjarnan í Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá leiknum og hægt verður að fylgjast með henni hér.
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('88)
Theodóra Dís Agnarsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('73)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('85)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
22. Amanda Frisbie
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
12. Sabrina Tasselli (m)
6. Lára Kristín Pedersen
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('73)
9. Anna María Björnsdóttir ('85)
14. Donna Key Henry
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('88)
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:

Rauð spjöld: