Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór/KA
1
1
Breiðablik
Natalia Gomez '19 1-0
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '39
17.08.2016  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Toppaðstæður. Sól, logn og 16°.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('86)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
8. Lára Einarsdóttir ('90)
14. Margrét Árnadóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Siguróli Kristjánsson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Tinna Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Anna Rakel Pétursdóttir ('49)
Natalia Gomez ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+2

Þá flautar Sigurður bara til leiksloka!

Skulum segja að 1-1 hafi verið sanngjörn úrslit.
90. mín
+2

Þessi leikur er að fjara út.
90. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
89. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Olivia Chance (Breiðablik)
86. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
84. mín
Jóhann Kristinn að undirbúa hvorki meira né minna en þrefalda skiptingu!

Sýnist að Katla komi fyrst inn en þær Lára og Margrét bíða aðeins.
82. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins.
80. mín
Þetta skot var í takt við leik Fanndísar Friðriksdóttur. Slakt skot hjá henni sem fer vel framhjá nærstönginni.
80. mín Gult spjald: Natalia Gomez (Þór/KA)
Fyrir peysutog. Aukaspyrna á mjög góðum stað fyrir skot.
78. mín Gult spjald: Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Enginn í blaðamannastúkunni veit fyrir hvað þetta var. Hlýtur að hafa verið fyrir kjaft.
71. mín
Það er alveg rosalega lítið í gangi hérna. Lýtur svolítið út eins og bæði lið séu sátt með jafntefli.
64. mín
Natalia Gomez með hornið beint í hendurnar á Sonný Láru.
64. mín
Hvaðan kom þetta???

Hulda Ósk með skot af 30 metra færi sem Sonný Lára ver í slánna og aftur fyrir!! Frábær tilraun.
60. mín
Nú hefur leikurinn þróast í það að verða líkari þeim fyrri. Liðin skiptast á að hafa boltann en engin færi.
56. mín
Blikastúlkur hafa varla farið yfir miðju í seinni hálfleik. Samt hafa heimastúlkur ekki verið að ógna neitt gríðarlega.
52. mín
Heimastúlkur byrja seinni hálfleik betur. Meiri kraftur í þeim en Blikum.
49. mín Gult spjald: Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Sá hreinlega ekki fyrir hvað. Sigurður beitti sennilega hagnaðarreglunni og spjaldaði fyrir brot sem hafði gerst áður. Anna Rakel mótmælir ekki.
46. mín
Strax færi! Írunn setur Söndru Maríu í gegn með flottri sendingu. Hún setur boltann fyrir markið en Hallbera nær að komast í boltann á undan Huldu og bjargar marki.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á ný!
45. mín
Karen Nóadóttir hefur lítið sem ekkert æft í sumar og hún fer ekki inn í klefa í hálfleik, heldur skokkar fram og til baka. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og má víst ekki stoppa, þá stífnar hún upp.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður bætir engu við og flautar til hálfleiks.
44. mín
Að sjálfsögðu tók hún skotið!

Hörkutilraun sem Sonný slær yfir markið.

Anna Rakel tekur hornspyrnuna en hún er ekki góð.
44. mín
Hulda Ósk vinnur aukaspyrnu á fínum stað. Natalia ætlar að spyrna, myndi halda að þetta væri staður fyrir fyrirgjöf en hún er til alls líkleg.
39. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Breiðablik jafna!

Svava Rós með boltann úti á hægri vængnum, kemur með flotta fyrirgjöf beint á Berglindi. Hún tekur boltann niður, snýr vel á Lillý og setur boltann auðveldlega í netið af stuttu færi.
37. mín
Hallbera með aukaspyrnu við miðlínu, Aurora í marki Þórs/KA misreiknar boltann og þarf að setja hann í horn. Þarna munaði ekki miklu!

Hornspyrnan er slök og ekkert verður úr henni.
35. mín
Fanndís hér með rosalegt skot af 30 metra færi. Boltinn rétt framhjá vinklinum.
33. mín
Sandra Mayor gerði frábærlega, hélt á lofti fyrir utan teig og lyfti boltanum yfir varnarmann. Tók síðan skotið á lofti en hamraði boltanum himinhátt yfir markið.
32. mín
Þessa stundina eru heimakonur með öll völd á vellinum. Líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna.
31. mín
Aftur færi!

Nú var það Sandra Mayor sem átti flottan sprett, stoppaði inn í teignum, tók gabbhreyfingu og gaf fyrir á Huldu Ósk. Hún þurfti að teygja sig í boltann og setti hann þess vegna yfir markið.
30. mín
Natalia Gomez tók aukaspyrnuna og setti boltann á fjær. Þar mætti Sandra María og skallaði hann fyrir markið, beint á kollinn á nöfnu sinni sem skallaði hann rétt yfir! Þarna munaði engu.
29. mín Gult spjald: Fjolla Shala (Breiðablik)
Braut á Nataliu sem var komin á ferðina upp miðjan vallarhelming Blika.
26. mín
Dauðafæri!!!

Anna Rakel var með boltann í vinstri bakverðinu, rak hann upp að miðju og kom með geggjaða sendingu inn á Írunni, sem var sloppin í gegn. Hún var hinsvegar of lengi að hlutunum og Málfríður Erna náði að trufla hana nægilega mikið svo að skotið fór framhjá.
22. mín
Ég var varla búinn að sleppa orðinu um hversu rólegur leikurinn væri þegar þetta gullfallega mark kom. Þetta lá svo sannarlega ekki í loftinu en við fögnum öllum mörkum!
19. mín MARK!
Natalia Gomez (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
VÁ!

Natalia Gomez fær boltann fyrir utan teig, á góðan snúning og setur hann bara þéttingsfast upp í hornið. Sonný Lára kom engum vörnum við.
17. mín
Rólegheitin í fyrirrúmi hér á Þórsvelli í kvöld. Leikurinn ekki sá líflegasti og fólkið í stúkunni nýtur sín vel í sólinni.
11. mín
Fallhlífarbolti Nataliu fer inn á markteiginn þar sem Sonný Lára grípur boltann í annarri tilraun.
10. mín
Heimastúlkur fá fyrstu hornspyrnu leiksins!
9. mín
Fanndís Friðriksdóttir með fyrstu tilraun leiksins. Fór frekar auðveldlega framhjá Wyne en slakt skot hennar fer framhjá.
6. mín
Lítið í gangi fyrstu mínúturnar. Liðin eru aðeins að fóta fyrir sér og skiptast á að vera með boltann.
5. mín
Blikar byrja svona:

Sonný
Arna-Ingibjörg-Málfríður-Hallbera
Fjolla-Rakel
Svava-Olivia-Fanndís
Berglind
2. mín
Heimakonur byrja svona:

Aurora
Wyne-Lillý-Karen-Anna Rakel
Írunn-Natalia-Andrea
Hulda-Sandra Mayor-Sandra María
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í suðurátt, að Glerárskóla.
Fyrir leik
Leikmenn eru komnir út á völl og er allt að verða klárt.
Fyrir leik
Nú fer leikurinn senn að hefjast. Veðrið er eins og best verður á kosið og völlurinn lýtur vel út.
Fyrir leik
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, er auðvitað að mæta á heimaslóðir en hún er uppalin á Akureyri og var fyrirliði Þórs/KA áður en hún skipti yfir í Breiðablik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar. Þeir leikmenn sem skráðir eru nr.0 á bekknum eru ekki í hóp, þetta er bara kerfið að vera með vesen!
Fyrir leik
Eins og sjá má hér að ofan er dómari leiksins í kvöld Sigurður Hjörtur Þrastarson og honum til aðstoðar eru þeir Halldór Vilhelm Svavarsson og Marinó Steinn Þorsteinsson.
Fyrir leik
Veðrið á Akureyri hefur verið mjög gott í dag og við vonum að það haldist þannig þangað til eftir leik í það minnsta.
Fyrir leik
Fyrir leik situr Breiðablik í 2.sæti með 28 stig. Þór/KA er í 4.sæti með 18 stig.

Í síðustu umferð gerðu Þór/KA stelpur jafntefli við ÍA á Skaganum.
Blikar unnu FH örugglega á heimavelli í síðasta deildarleik sínum. Í millitíðinni unnu þær hins vegar ÍBV í úrslitaleik bikarsins og er þetta því fyrsti leikur þeirra sem bikarmeistarar.
Fyrir leik
Komið þið blessuð og sæl og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu. Hér verður fylgst með leik Þórs/KA og Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('82)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
20. Olivia Chance ('89)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('82)
21. Hildur Antonsdóttir ('89)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Anna Sigríður Ásgeirsdóttir
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Fjolla Shala ('29)
Hallbera Guðný Gísladóttir ('78)

Rauð spjöld: