Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
7
0
Víkingur R.
Kristinn Freyr Sigurðsson '19 1-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '29 2-0
Kristinn Ingi Halldórsson '46 3-0
Sigurður Egill Lárusson '53 4-0
Kristinn Ingi Halldórsson '65 5-0
6-0 Ívar Örn Jónsson '68 , sjálfsmark
Sigurður Egill Lárusson '84 7-0
18.08.2016  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og ágústssól
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
7. Haukur Páll Sigurðsson ('60)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('69)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('69)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('69)
6. Daði Bergsson ('69)
9. Rolf Toft
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('60)
12. Nikolaj Hansen
22. Sveinn Aron Guðjohnsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('12)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svakaleg frammistaða Vals. Víkingar í bullinu. Hvað segir Milos eftir þennan leik? Viðtöl á leiðinni. Takk fyrir samfylgdina.
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma! - Grimmir dómararnir að flauta þetta ekki bara af!

89. mín
Flestir Víkingar í stúkunni farnir og það fyrir löngu...
87. mín
Valsmenn eru farnir að reyna að skora sirkusmörk. Kristinn Freyr reyndi klippu en rétt missti af boltanum.
86. mín
Óttar Magnús Karlsson með fína skottilraun sem Anton Ari ver vel!
84. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
ÁFRAM HALDA VALSMENN! ÞETTA ER ROSALEGT!

Sigurður Egill búinn að vera hreinlega magnaður. Held að þetta hafi nú verið hugsað sem fyrirgjöf en inn fór boltinn.

82. mín
"Þetta er átakanlega lélegt hjá Víkingum," segir Gaupi í fréttamannastúkunni. Leggur áherslu á orðið "átakanlega".
81. mín
Halldór Smári Sigurðsson fékk höfuðhögg og þarf að fara af velli!!! Víkingar búnir með skiptingarnar. Þeir klára þennan leik tíu gegn ellefu. Ekki alveg það sem þeir þurftu.

77. mín
Róbert Örn Óskarsson í tómu basli í markinu! Heppinn að Valsmenn refsuðu ekki, missti boltann frá sér. Þetta endaði í hornspyrnu.

Hvað er eiginlega í gangi með Víkingana???
76. mín
Viktor Jónsson hefur verið sprækur síðan hann kom inn! Besti leikmaður Víkinga í kvöld bara.
Þróttarar þekkja þetta!


72. mín
Spurning að flauta þetta bara af og lina þjáningar Víkinga?
69. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
69. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
68. mín SJÁLFSMARK!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
FÁRÁNLEGA VEL GERT HJÁ KRISTNI FREY!

Hann tók boltann á lofti og þrumaði í stöngina, boltinn hrökk á Ívar og svo í boga í netið. Slysalegt sjálfsmark.
67. mín
Þvílík aftaka. Maður er farinn að vorkenna Víkingum!
65. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
FRÁBÆRT SPIL!!! VALSMENN HALDA ÁFRAM AÐ LEIKA SÉR AÐ BRÁÐINNI!

Glæsileg spilamennska Valsmann, Sigurður Egill með fyrirgjöfina og Kristinn Ingi klárar.
64. mín
KRISTINN FREYR Í HÖRKUFÆRI Í TEIGNUM!!! Skotið beint á Róbert. Þarna hefði þrennan getað komið.

Vel gert hjá Guðjóni Lýðs og Sigurði Agli í aðdragandanum.
63. mín
Viktor Jónsson ekki lengi að koma boltanum í netið. Boltinn hafði farið afturfyrir í aðdragandanum. Telur ekki.
61. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Einn Viktor af velli og tveir Viktorar koma inn!
61. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Þessi strákur er fæddur árið 2000, 16 ára gamall. Er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
60. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)


57. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Josip Fucek (Víkingur R.)
Fucek vondur í kvöld. Átti dapran leik.
56. mín
Rosaleg leikgleði í Valsliðinu! Þeir eru búnir að færa sínu fólki hörkuskemmtilega spilamennsku í kvöld.

Víkingar eru á hælunum!
53. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
VÍKINGAR AÐ FÁ ÚTREIÐ!!! VÍKINGURINN SIGURÐUR EGILL LÁRUSSON!!!

Hann sýnir uppeldisfélaginu virðingu og fagnar markinu. Hnitmiðað skot sem fer í stöngina og inn á fjærstönginni! Haukur Páll skallaði boltann til Sigurðar Egils.

46. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAAAAAARK!!!

Eftir snarpa sókn strax í upphafi seinni hálfleiks skorar Valur og fer langt með að gera út um þennan leik!

Víkingar voru ekki mættir úr hálfleiknum! Það er sko engin pizzaveisla frá Milosi eftir þennan leik!
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Kristinn Freyr geggjaður í þessum fyrri hálfleik.
44. mín
STÓRHÆTTA upp við mark Víkinga! Róbert Örn náði að hirða boltann af tám Kristins Inga.

41. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
40. mín
Víkingar í stúkunni pirraðir að öskra inn á völlinn. Ekki falleg frammistaða hjá liðinu hingað til. Miðverðirnir verið skelfilega óöruggir og Igor Taskovic ekki að standa sig í að vernda þá.


32. mín
VÍKINGAR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA! Boltanum stungið inn á Tufa sem var í hörkufæri, smá utarlega í teignum. Hann reynir að senda fyrir markið á Óttar Magnús en átti allan daginn að skjóta. Sendingin ekki nægilega nákvæm og þetta rennur út í sandinn. Svakalegt færi.
29. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
MAÐURINN ER MEÐ SÝNINGU!!! HANN ALGJÖRLEGA LABBAR FRAMHJÁ VARNARMÖNNUM VÍKINGS Í TEIGNUM! Klárar svo snyrtilega!

Þvílíkur yfirburðarmaður á vellinum. Víkingar eiga ekki breik.
25. mín
Kristinn Freyr hefur verið magnaður með Val í sumar. Kemur ekki á óvart enda býr hann yfir miklum gæðum. Ætli Solskjær hendi ekki bara tilboði í hann líka? Kristinn samningslaus eftir tímabilið...
22. mín
Fucek með fína skottilraun en framhjá.
19. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
MAAAARK!!!! OG ÞAÐ ANSI SMEKKLEGT!

Kristinn fékk fínan tíma og pláss fyrir utan teig og lét vaða. Boltinn í bláhornið! Frábær leikmaður Kristinn.
18. mín
Víkingar að gera sig líklega núna. Tufa með skot naumlega framhjá og svo Ívar með skot af löngu færi en náði ekki krafti í það. Beint á Anton.
13. mín
Fucek tók aukaspyrnuna. Ekki upp á marga fiska. Beint í vegginn.
12. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Alex Freyr á siglingunni og er við vítateigsbogann þegar Haukur fer í bakið á honum. Aukaspyrna á stórhættulegum stað!
10. mín
Sigurður Egill með hættulega fyrirgjöf, Albech var á fjærstönginni en kom boltanum í hliðarnetið.

6. mín
Valsmenn koma heldur betur ákveðnir til leiks! Eru beittir og sækja mikið. Kristinn Ingi vinnur horn.
3. mín
Valsmenn byrja á skoti sem fer af varnarmanni og upp í loft, ofan á þverslána og í horn. Mikill darraðadans eftir hornið, Haukur Páll með laglega bakfallsspyrnu sem endaði í netinu en búið að flagga rangstöðu! Hárréttur dómur.
2. mín
Uppstilling Víkinga:
Róbert
Dofri - Halldór - Perkovic - Ívar
Viktor Bjarki - Taskovic - Tufa
Fucek - Óttar - Alex
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn byrja með boltann. Víkingar sækja að gömlu góðu Keiluhöllinni.
Fyrir leik
Uppstilling Vals:
Anton Ari
Albech - Rasmus - Orri - Andri F
Gaarde - Haukur - Kristinn Freyr
Andri Ad - Kristinn Ingi - Sigurður Egill
Fyrir leik
Manchester United goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er á Valsvellinum. Solskjær þjálfar norska úrvalsdeildarliðið Molde og er ekki ólíklegt að hann sé hingað mættur til að horfa á Óttar Magnús Karlsson, leikmann Víkinga.
Fyrir leik
Það eru ákaflega huggulegar aðstæður til fótbolta hér á Hlíðarenda í kvöld. Gervigrasið glæsilegt í ágúst-sólinni. Milos og Óli Jó standa úti á miðjum velli og spjalla meðan leikmenn hita upp. Ekki töluð vitleysan.
Fyrir leik
Benedikt Grétarsson á Morgunblaðinu fór á stúfana og komst að því að meiðsli Bjarna Ólafs eru aðeins minniháttar. Hann ætti að vera klár í næsta leik eftir þennan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin
Bjarni Ólafur Eiríksson er ekki með Val í kvöld. Andri Fannar Stefánsson kemur inn í byrjunarliðið frá bikarúrslitaleiknum.
Fyrir leik
Það er verið að bleyta upp í vellinum. Helgi Sig, aðstoðarþjálfari Víkinga, og bikarhetjan Siggi Lár voru lengi úti á vellinum í hörkusamræðum. Pétur Guðmunds dómari fær sér banana, orka fyrir leikinn. Klukkutími í þetta og byrjunarliðin fara að detta inn.
Fyrir leik
Sagan
Í mótsleikjum síðustu tíu ár hefur Valur unnið 12 af 20 leikjum sínum gegn Víkingum. Fimm hafa endað með jafntefli en Víkingar fagnað þrívegis.
Fyrir leik
Fjögur mörk þegar liðin mættust síðast
2-2 jafntefli varð niðurstaðan þegar Víkingur R. og Valur áttust við í Fossvoginum 17. maí. Alex Freyr Hilmarsson og Óttar Magnús skoruðu fyrir Víkinga. Kristinn Freyr Sigurðsson og fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoruðu fyrir Val.
Fyrir leik
Taflan segir...
Víkingur er með 21 stig í sjöunda sæti, Valur er með 19 stig í áttunda sæti. Liðið sem vinnur í kvöld kemst upp í fimmta sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Fylgist með þessum!
Valsmenn urðu bikarmeistarar síðasta laugardag þegar þeir unnu verulega sannfærandi sigur gegn ÍBV í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Þar var Sigurður Egill Lárusson hetjan og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Víkingar áttu mjög góðan leik í síðasta deildarleik sínum og unnu Breiðablik 3-1. Hinn þrælefnilegi Óttar Magnús Karlsson skoraði öll þrjú mörk Víkinga í þeim leik.
Vonandi skapast lífleg umræða um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter.
Fyrir leik
Tveir Víkingar í banni
Víkingur verður án Arnþórs Inga Kristinssonar og Alan Löwing í kvöld. Arnþór og Alan eru báðir komnir með fjögur gul spjöld í deildinni.
Fyrir leik
Flóðljós og fjör!
Velkomin á Valsvöllinn þar sem Valur og Víkingur Reykjavík munu eigast við klukkan 20. Með leiknum lýkur 15. umferð Pepsi-deildarinnar. Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir þennan leik og aðstoðardómarar eru Bryngeir Valdimarsson og Adolf Þorberg Andersen.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson ('61)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('61)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Josip Fucek ('57)
25. Vladimir Tufegdzic
27. Marko Perkovic

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('61)
9. Viktor Jónsson ('61)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
19. Stefán Bjarni Hjaltested
24. Davíð Örn Atlason ('57)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann

Gul spjöld:
Igor Taskovic ('41)

Rauð spjöld: