Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
2
Fylkir
0-1 Albert Brynjar Ingason '15
Elvar Ingi Vignisson '57 1-1
1-2 Albert Brynjar Ingason '79
18.08.2016  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Góðar, fínn hiti og smá vindur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('86)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard ('78)
14. Jonathan Patrick Barden
18. Sören Andreasen ('64)
20. Mees Junior Siers
27. Elvar Ingi Vignisson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('86)
5. Avni Pepa
11. Sindri Snær Magnússon
15. Devon Már Griffin
19. Simon Smidt ('64)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Hjalti Kristjánsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Sören Andreasen ('61)
Mees Junior Siers ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn fara með sigur af hólmi í Eyjum í dag. Gríðarlega mikilvægt fyrir þá enda í mikilli fallhættu. Skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
91. mín
Alvaro Calleja, Spánverjinn hendir sér niður við litla snertingu og liggur eftir. Reynt að tefja eins mikið og hægt er.
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma. Fylkir á hornspyrnu en taka hana stutt og halda boltanum úti við hornfána.
89. mín
Tíminn er á þrotum fyrir Eyjamenn ef þeir ætla að reyna að jafna leikinn. Eitt stig yrði svo sannarlega betra en ekki neitt þar sem Fylkir er það langt fyrir neðan þá.
86. mín
Derby á hálum ís! Kemur ekki boltanum frá sér og fær pressuna á sig og hann rétt nær að tækla boltann en ekki nógu langt og aftur fær hann pressu en í þetta skiptið nær hann að hreinsa.
86. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
84. mín Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (Fylkir)
Hemmi þarf að sjálfsögðu að blanda sér inn í þetta og koma sinni skoðun á framfæri. Dómarinn er ekki alls kostar sáttur við lætin í honum og aðvarar hann.
83. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Það er mikill hiti í mönnum. Brýtur á Fylkismanni og verðskuldað spjald.
82. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Ásgeir Börkur kemur inn á. Það á að þétta miðjuna og sigla þessu heim.
81. mín
Ef Fylkismenn ná í sigur í dag myndi það gefa þeim helling í fallbaráttunni enda munurinn þá einungis orðinn 4 stig.
79. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Tómas Joð Þorsteinsson
MAAAAAAAAARK!
Sofandaháttur í vörninni, langur bolti fram og Andri missir hann yfir sig og eins og áður þá skorar Albert Brynjar alltaf úr svona færi! Fylkismenn eru að klára þennan leik!
78. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Gunnar Heiðar fær um korter til að setja mark sitt á leikinn.
77. mín
Fylkismenn eru mikið að kljást við Eyjamenn og virðast brjóta nokkuð oft af sér án þess að dómarinn dæmi mikið. Hann neyðist þó til að dæma brot þegar Elvari Inga, sjálfum Uxanum, er haldið enda þarf mikið til þess.
76. mín
Sonni nær hér skoti eftir klafs í teignum en það fer yfir markið.
74. mín
Inn:Alvaro Montejo (Fylkir) Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Víðir hefur verið sprækur í dag en er tekinn útaf.
72. mín
Hættulegt skot frá Víði sem fer af varnarmanni og rétt framhjá.
68. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
64. mín
Inn:Simon Smidt (ÍBV) Út:Sören Andreasen (ÍBV)
Sören verið nokkuð góður í dag og þá er Simon ekki slæmur leikmaður að hafa á bekknum, verið mjög góður í allt sumar.
64. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Var ekki sáttur við að aðstoðarþjálfarinn skyldi flagga aukaspyrnu á hann og lætur hann heyra það. Fær gult spjald fyrir vikið.
63. mín
Fín spyrna hjá Víði en Derby var vel á verði og skutlaði sér í þennan.
62. mín
Albert Brynjar er tekinn niður og Guðmundur dæmir aukaspyrnu við litla hrifningu áhorfenda. Andri sleppur við spjald.
61. mín Gult spjald: Sören Andreasen (ÍBV)
Fór beint í Ragnar Braga.
61. mín
Elvar Ingi reynir fyrirgjöf og Aron kemst næstum því í hann eftir vandræðagang við að koma boltanum í burtu en Fylkismenn rétt ná að bjarga.
59. mín
Nú verður fróðlegt að sjá hvernig Fylkir svarar þessu. Þeir hljóta að þurfa að koma framar á völlinn til að reyna að komast í forystuna aftur en þá gæti opnast meira svæði fyrir ÍBV.
57. mín MARK!
Elvar Ingi Vignisson (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
MAAAARK! Það hlaut að koma að þessu. Mikkel með góða sendingu á Elvar Inga sem fer auðveldlega framhjá varnarmanninum og setur hann í gegnum klofið á Ólafi í markinu! Uxinn búinn að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni!
56. mín
Aron Bjarnason aftur á ferðinni nú fer hann inn á völlinn og lætur vaða en Ólafur Íshólm með frábæra markvörslu! Þessi var á leiðinni nánast í bláhornið fjær.
55. mín
Þvílíkur sprettur hjá Aroni! Bakvörðurinn átti ekki roð í hann, hinsvegar slæm loka snerting en Aron nær skoti úr þröngu færi og vinnur að lokum hornspyrnu. Ekkert kemur úr henni.
54. mín
ÍBV fær aukaspyrnu úti við hornfána sem Pablo tekur en þetta er skallað frá.

Elvar Geir Magnússon
53. mín
Leikurinn verið frekar jafn fyrstu mínúturnar í þessum seinni hálfleik. Ekki sami kraftur í Eyjamönnum og áður.
50. mín
Tómas Joð með ágætis snúning en skot hans ekki jafn gott og fer framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Fylkir leiðir 1-0 í hálfleik. Deila má um hvort það sé verðskuldað.
45. mín
Sören snýr varnarmann Fylkis vel af sér og potar boltanum inn á teiginn en þetta er hreinsað og ÍBV á hornspyrnu. Elvar Ingi nær ekki að skalla á rammann.
43. mín
Aukaspyrna frá ÍBV af löngu færi. Boltinn fór vel framhjá og engin hætta.
42. mín
Skyndisókn frá Eyjamönnum. Aron skiptir yfir á Pablo sem framlengir á Elvar Inga, setur boltann fyrir en Barden fær boltann hálfpartinn í hausinn á sér og þessi "skalli" fer framhjá.
40. mín
Hafsteinn reynir annað langskot og þetta var öllu betra! Þessi var sentímetrum yfir markið! Mark liggur í loftinu og væri það eiginlega ósanngjarnt ef ÍBV nær ekki að jafna fyrir hálfleik.
38. mín
Frábær spilamennska hjá Eyjamönnum! Felix vinnur boltann úti á kanti, boltinn settur fyrir á Elvar, sem heldur boltnaum vel, leggur hann síðan út á Aron Bjarnason en hann skýtur yfir úr algjöru dauðafæri!
37. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Sören sem er aðeins of há og í fangið á Ólafi í markinu.
36. mín
Ekki veit ég hvað Víðir var að reyna en hann sparkar boltanum beinustu leið út í markspyrnu við mikinn fögnuð Eyjamanna.
35. mín
Fylkir nær boltanum og Víðir kemst einn upp kantinn, hleypur inn á teiginn en ætlar að renna honum yfir á hinn sóknarmanninn. Andri les þetta og rennitæklar boltann útaf. Frábær varnarleikur.
34. mín Gult spjald: Sonni Ragnar Nattestad (Fylkir)
Elvar Ingi kemst inn fyrir bakvörðinn og Sonni rífur hann niður. Gult spjald og aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn af kantinum.
33. mín
Skot frá Hafsteini Briem en það er yfir af löngu færi.
32. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni en Eyjamenn eru mun betra liðið þessa stundina.
32. mín
Pablo sleppur hér í gegn en Ólafur Íshólm er fljótur út og nær að loka vel á hann! Hornspyrna sem ÍBV á.
31. mín
Frábærlegt spil milli Sören og Pablo en þarna klikkaði lokasendingin. Fylkismenn búnir að vera mjög þéttir til baka.
29. mín
Andrés Már spyrnir fyrir markið en þetta er skallað frá.
28. mín
Andri Þór fellr við í baráttunni við Eyjamann og fær aukaspyrnu. Fannst þetta heldur ódýrt en Fylkir fær aukaspyrnu á fínum stað.
26. mín
Andri Ólafsson með frábæra sendingu beint á kollinn á Sören sem tók gott hlaup inn fyrir vörnina og skallar boltann yfir markmanninn en yfir markið líka.
25. mín
Flottur sprettur hjá Eyjamönnum. Mikkel fékk boltann úti á kanti og reyndi fyrirgjöf og síðan skot í kjölfarið en það hafnaði í varnarmanni og síðan í hliðarnetið úr þröngu færi.
23. mín
Sören Andreasen heldur bjartsýnn með 30 metra skot en allt í lagi að reyna.
22. mín
Eyjamenn sýna miklu meiri kraft þessa stundina, það er eins og markið hafi vakið þá aftur til lífsins. Hafa sótt mun meira síðustu mínúturnar og eru líklegir.
18. mín
Tvö skot frá ÍBV með stuttu millibili hafna í varnarmanni. Þeir koma ákveðnir og áræðnir til baka eftir markið.
15. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MAAAARK! Fylkir er komið yfir eftir klaufagang í vörn ÍBV! Víðir gaf boltann fyrir, eins og þeir eru búnir að gera mikið, varnarmaður ÍBV hittir ekki boltann og Albert Brynjar er ekki lengi að refsa með marki!
12. mín
Andri Þór hleypur upp að endamörkum og gefur fyrir. Leikmenn ÍBV ná ekki að hreinsa almennilega frá og að lokum þarf Derby að verja skot frá gestunum sem hann gerir vel.
10. mín
Hætta við mark Eyjamanna! Ragnar Bragi var alveg frír á fjærstönginni og fær fyrirgjöf, reynir viðstöðulaust skot en það er framhjá markinu!
9. mín
Fylkismenn vilja hér fá hendi á Jonathan Barden rétt fyrir utan teig en Guðmundur Ársæll dæmir ekkert, enda höndin upp við líkamann.
8. mín
Pablo Punyed fær gott svæði og hleypur upp völlinn, reynir síðan skot utan teigs en það fer nokkuð vel framhjá markinu.
8. mín
ÍBV með sitt fyrsta skot í leiknum. Það er skalli frá Sören Andreasen sem fer rétt framhjá markinu.
6. mín
Víðir Þorvarðarson sleppur hér framhjá Felixi Erni og lætur vaða af stuttu færi en skot hans er beint á Derby Carrillo í markinu! Þetta var algjört dauðafæri og það á upphafsmínútunum.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrar með boltann.
Fyrir leik
Hjá Fylki kemur Garðar Jóhannsson inn í liðið fyrir Sito en Spánverjinn byrjar á bekknum á sínum gamla heimavelli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum gegn Val.

Elvar Ingi Vignisson, uxinn, byrjar frammi en Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer á bekkinn. Andri Ólafsson kemur inn í vörnina fyrir Avni Pepa sem meiddist í bikarúrslitunum. Þá kemur Aron Bjarnason inn á kantinn fyrir Simon Smidt.
Fyrir leik
Ásamt Hermanni Hreiðarssyni snýr Jose Enrique Seoane Vergara, eða Sito eins og hann er betur þekktur, aftur á sinn gamla heimavöll. Mikið fjaðrafok fylgdi félagsskiptum hans í sumar en hann hefur ekki staðið undir væntingum, frekar en lið hans, og aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum í sumar. Þá er Víðir Þorvarðarson líka í liðinu í dag en hann spilaði fyrir ÍBV um 3 ára skeið frá 2012-15.
Fyrir leik
Hemmi snýr heim
Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍBV, er þjálfari Fylkismanna eins og allir vita. Hemmi á harma að hefna frá fyrri viðureign þessara liða í sumar en ÍBV mætti í Lautina og vann 3-0 útisigur!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vilja gera eins og kvennaliðið
Það var bikarúrslitahelgi fyrir Eyjamenn um síðustu helgi. Karla- og kvennalið ÍBV léku bæði til úrslita á Laugardalsvelli og töpuðu bæði. Kvennaliðið vann svo Val í deildinni í gær og vonast karlaliðið til að rísa jafn kraftlega á fætur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Síðasta umferð:
Leikurinn er í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. ÍBV gerði góða ferð til Ólafsvíkur í síðustu umferð og vann 1-0 útisigur á meðan Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Val.

Fallbaráttan:
9. Víkingur Ó. 15 leikir - 18 stig
10. ÍBV 14 - 17
11. Fylkir 14 - 10
12. Þróttur 15 - 8

Staðan er ansi svört fyrir Fylkismenn en ef þeir tapa hér í kvöld eru þeir búnir að missa Eyjamenn tíu stigum á undan sér. Ef Fylkir fagnar hinsvegar sigri munar fjórum stigum á liðunum.

Fylkismenn hafa verið að bæta leik sinn upp á síðkastið og gert jafntefli síðustu tvo leiki. Jafnteflin telja samt lítið í þessari baráttu sem liðið er í.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fasteignasalinn flautar
Hér verður bein textalýsing frá gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi-deildinni. ÍBV og Fylkir eigast við en dómari er fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson. Aðstoðardómarar eru Gunnar Sverrir Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson ('68)
11. Víðir Þorvarðarson ('74)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('82)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
16. Emil Ásmundsson
28. Sonni Ragnar Nattestad

Varamenn:
12. Marko Pridigar (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
7. Arnar Bragi Bergsson ('68)
8. Sito
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('82)
20. Alvaro Montejo ('74)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Zoran Daníel Ljubicic
Valur Ingi Johansen

Gul spjöld:
Sonni Ragnar Nattestad ('34)
Víðir Þorvarðarson ('64)
Hermann Hreiðarsson ('84)

Rauð spjöld: