Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
1
0
Leiknir F.
Haukur Ásberg Hilmarsson '75 1-0
20.08.2016  -  14:00
Ásvellir
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Frábærar.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
11. Arnar Aðalgeirsson
12. Gunnar Jökull Johns ('89)
13. Aran Nganpanya
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason ('66)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('66)
8. Hákon Ívar Ólafsson ('89)
13. Viktor Ingi Jónsson
19. Sigurgeir Jónasson
23. Dagur Dan Þórhallsson

Liðsstjórn:
Luca Lúkas Kostic (Þ)
Þórhallur Dan Jóhannsson
Elís Fannar Hafsteinsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Daníel Snorri Guðlaugsson ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi hefur flautað til leiksloka.

Haukar innbyrða mikilvægan 1-0 sigur og fá þar með þrjú mikilvæg stig.

Leiknismenn fara hinsvegar tómhentir heim og sitja enn á botni deildarinnar. Staðan þar er heldur slæm.
90. mín
Það er kominn uppbótartími. Þrjár mínútur.

Haukar eru að sigla þessu heim...
89. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Haukar) Út:Gunnar Jökull Johns (Haukar)
86. mín
Aron nálægt því að ganga frá þessum leik en skot hans innan teigs lélegt og framhjá markinu. Var í slæmu jafnvægi í skotinu og datt í kjölfarið.
84. mín Gult spjald: Garðar Logi Ólafsson (Leiknir F.)
75. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Það hlaut að koma að þessu! Haukur þurfti svo sannarlega að hafa fyrir þessu.

Renndi boltanum úr þröngu færi í fjærstöngina og inn. Óverjandi fyrir Amir í markinu.
73. mín Gult spjald: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
73. mín
Inn:Garðar Logi Ólafsson (Leiknir F.) Út:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Almar Daði fer meiddur af velli að svo virðist.
72. mín
Í næstu sókn voru gestirnir ekki langt frá því að komast yfir.

Hilmar Freyr reyndi skot tilraun sem fór réttframhjá markinu. Þarna var hætta á ferðum!
71. mín
Mark frá Haukum liggur í loftinu!

Alexander Freyr með svakalega sprett upp allan völlinn. Enginn Leiknsimaður gerði pressu á hann fyrr en hann var kominn inn í vítateiginn, boltinn barst síðan til Arnars Aðalgeirs. sem reyndi skot/fyrirgjöf sem lenti ofan á þverslánni og aftur fyrir.
70. mín
Aron Jó. með hörkuskot sem fer í rassinn á Arkadiusz. Þetta leit ágætlega út þangað til boltinn endaði á rasskinninni á Arka.

Laglegur undirbúningur hjá Aran.
68. mín
Spyrnan frá Hilmari Frey arfaslök. Vægast sagt.
67. mín
Kristófer Páll fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Hauka. Birgir Magnús brotlegur.
67. mín
Koma svo Haukastrákar, sigurvilji, sigurvilji," öskrar Lúka Kostic á sína menn.
66. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
Fyrsta skipting Hauka í leiknum.
64. mín
Eftir hornspyrnu fær Gaona boltann, leikur á einn varnarmann Hauka og lætur síðan vaða en skotið beint á Magnús í markinu sem heldur ekki boltanum en nær honum síðan í annarri tilraun.
61. mín
Inn:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Önnur skipting gestanna.
60. mín
Aran með frábæra sendingu innfyrir á Gunnar Jökuil sem tekur vel við boltanum og er sloppinn einn í gegn en Gunnar er flaggaður rangstæður. Þetta stóð á tæpu.
55. mín
Sókn Hauka þyngist...

Vel spilað hjá Haukum sem endar með skoti frá Aroni beint á Amir, boltinn hrekkur aftur til Arons sem reynir að senda boltann yfir Amir. Það gengur eftir, en boltinn of hár og yfir markið fór boltinn.

Amir er allt annað en sáttur og lætur sína menn heyra það. HVAÐ ER Í GANGI?" öskrar Amir.
53. mín
Daníel Snorri með viðstöðulaust skot innan teigs en beint á Amir Mehica sem grípur boltann.
51. mín
Inn:Antonio Calzado Arevalo (Leiknir F.) Út:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.)
Viðar Jónsson gerir fyrstu skiptingu sína í leiknum.
50. mín
Haukar halda áfram að sækja í þessum leik.

Aron Jóhannsson með góða spyrnu inn í teiginn en Alexander Freyr skallar framhjá úr fínu færi. Þarna hefði hann getað gert betur!
48. mín
Jens Ingvarsson er töframaður. Sjúkraþjálfari Leiknis. Hann hefur náð Amir á fætur og leikurinn er kominn af stað á ný.

Amir er grjótharður.
47. mín
Áfall fyrir Leikni F.

Amir Mehica liggur eftir sárkvalinn og þarf aðhlynningu.

Gestirnir eru ekki með varamarkmann og það er spurning hvort hann geti haldið leik áfram. Hann hefur fengið högg á hnéð.
46. mín
Seinni hálfleikur byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Heimamenn hljóta að vera hundsvekktir að fara inn í hálfleikinn án þess að hafa náð að skora.

Gestirnir þurfa hinsvegar að rífa sig heldur betur í gang ætli þeir sér stig og jafnvel fleiri.
45. mín
Alexander Freyr tæklar boltann útaf. Pejic fellur og vill víti.

Aldrei víti. Alexander fór einfaldlega bara í boltann.

Leiknismenn fengu horn en ekkert varð úr henni.
43. mín
Aron Jóhanns. með skot utan teigs en hittir boltann illa og boltinn vel framhjá.
40. mín
Anto Pejic flikkaði boltanum innfyrir vörn Hauka en Magnús Anderson var undan Gaona í boltann. Munaði ekki miklu að Gaona næði til boltans. Vel gert hjá Anderson hinsvegar.
38. mín Gult spjald: Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
,,Fyrir hvað? sagði Almar Daði.
37. mín
Birgir Magnús hefur átt áætlunarferðir hér upp hægri kantinn hjá Haukum og átti nú fína fyrirgjöf sem Alexander Freyr skallar vel yfir markið.
35. mín
KLÚÐUR SUMARSINS!!! (AÐ MINNSTA KOSTI HÉR Á DB SCHENKERVELLINUM)

Gunnar Jökull fær frábæra stungusendingu, Amir Mehica fer í misskilnings-úthlaup og Gunnar nær að koma boltanum framhjá honum fyrir utan teigs, hann tekur hinsvegar 1-2 lélegar snertingar eftir það og rennir síðan boltanum í stöngina!!! ENGINN Í MARKI!

Ónefndir menn hér í kringum mig hlæja og aðrir gera grín að þessu og segja ,,Þetta var hálffæri, látið ekki svona."
30. mín
Átti Jóhann Ingi að dæma víti þarna?

Alexander Helgason með frábæra sendingu innfyrir vörnina og þar var Arnar Aðalgeirsson kominn einn í gegn í baráttunni við Andres Salas Trenas sem virðist fara með hendurnar í hann og í andlitið á honum.

Arnar hinsvegar strangheiðarlegur leikmaður og í stað þess að láta sig falla reynir hann að halda áfram en missir boltann frá sér og heldur um andlit sitt.

Jóhann lætur leikinn halda áfram og Haukamenn alveg brjálaðir. Alveg.
27. mín
Ignacio Poveda Gaona liggur á vellinum. Fékk högg á mjöðmina og þarf aðhlynningu.

Hann stendur þó upp og virðist geta haldið leik áfram.
25. mín
Viðar Jónsson þjálfari Leiknis er að missa þolinmæðina.

Hann sendir varamennina að hita upp og segir ,,Við verðum að fara gera skiptingu, þetta gengur ekki."
24. mín
Úff... Spyrnan frá Alexander Helgasyni hittir á markið, en krafturinn enginn. Þetta var nánast innanfótarsending beint á Amir sem var vel staðsettur í markinu.
24. mín
Andes Salas Trneas brotlegur. Brýtur á Arnari Aðalgeirssyni meter fyrir framan vítateig Leiknis.

Þetta er stórhættulegt færi hvað gerist...
22. mín
Gunnlaugur Fannar skallar hornspyrnuna yfir markið. Engin hætta.

En Amir Mehica bjargaði þarna á undan Leiknismönnum frábærlega!
21. mín
Daníel Snorri kemst í ágætisfæri inn í vítateig Leiknis, lætur vaða en Amir Mehica með frábæra vörslu. Slær boltann í þverslánna og yfir.

Haukamenn fá horn og svo annað horn...
18. mín
Arkadiusz Jan Grzelak lætur heyra í sér og öskrar á sína menn ,,Erum við að bíða eftir að fá mark á okkur" heyrðist mér hann segja.

Leiknismenn eiga í erfiðleikum með að halda boltanum og komast varla framyfir miðju með boltann.
16. mín
Þetta er allt rosalega rólegt hérna.

Haukarnir sækja þau meira án þess að skapa sér neitt.
4. mín
Kristófer Páll við það að sleppa einn í gegn en Alexander Freyr gerði frábærlega og tæklaði boltann frá honum, áður en hann lét vaða!

Frábær stungusending frá Almari Daða.
3. mín
Almar Daði með skot yfir markið langt fyrir utan teiginn. Engin hætta en fyrsta skottilraun gestanna.
2. mín
Gunnar Jökull Johns er í fremstu víglínu hjá Haukum í fjarveru Barros.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn og það fer að styttast í að leikurinn byrji. Það eru 22 áhorfendur í stúkunni, tveimur mínútum fyrir kick-off.
Fyrir leik
Það er sannkallaður bræðraslagur hér í dag.

Þeir Ellert Ingi Hafsteinsson og Elís Hafsteinsson eru liðstjórar beggja liða. Það verður hart barist á hliðarlínunni hjá þeim bræðrum og eru sögusagnir um það að þeir hafi verið að hrekkja hvorn annan fyrir leik með því að setja eitthvað í brúsana hjá sitthvoru liðinu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Fyrir leik
Antonio Calzado Arevalo fer á bekkinn hjá Leikni frá síðasta leik og Jesus Guerrero Suarez er í banni.

Anto Pejic kemur inn í byrjunarliðið auk Tadas Jocys.
Fyrir leik
Hjá Leikni F. er enginn annar en Amir Mehica í markinu en hann þekkir vel til á Ásvöllum.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2005 þegar hann gekk til liðs við Hauka. Þar lék hann sex tímabil, þar á meðal með undirrituðum. Þaðan fór hann til Fjarðabyggðar, auk Víðis.

Hann skipti síðan yfir til Leiknis F. fyrir tímabilið. Hann er 36 ára gamall og á enn nóg eftir.
Fyrir leik
Alexander Helgason kemur inn í Haukaliðið í stað Barros.

Haukar töpuðu síðasta leik 1-0 gegn Huginn fyrir austan.
Fyrir leik
Elton Renato Livramento Barros er ekki með Haukum í kvöld og það er skarð fyrir skyldi. Hann hefur skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Hann er í leikbanni.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár.

Athyglisvert að gestirnir eru bara með fimm varamenn í dag.
Fyrir leik
Leiknir F. fór illa með Hauka í fyrri umferðinni og vann stóran 4-0 sigur á Haukum.

Hilmar Freyr, Ignacio Gaona og Almar Daði skoruðu mörk Leiknis, en sá síðast nefndi skoraði tívegis.

Sá sigur er einungis einn af þremur sigrum Leiknis F. í deildinni í sumar.
Fyrir leik
Þetta er leikur í 17. umferð Inkasso-deildarinnar.

Haukar eru í 7. sæti með 20 stig á meðan Leiknir F. er á botni deildarinnar með 12 stig.
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson ætlar að dæma leikinn í dag.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik DB Schenker-vellinum að Ásvöllum.

Hér í dag mætast Haukar og Leiknir F. í fallbaráttuslag í Inkasso-deildinni.
Byrjunarlið:
Amir Mehica
5. Almar Daði Jónsson ('73)
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Ignacio Poveda Gaona
15. Kristófer Páll Viðarsson
17. Tadas Jocys
18. Valdimar Ingi Jónsson ('61)
19. Andres Salas Trenas
21. Anto Pejic
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('51)

Varamenn:
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
3. Garðar Logi Ólafsson ('73)
4. Antonio Calzado Arevalo ('51)
9. Björgvin Stefán Pétursson
14. Kifah Moussa Mourad ('61)
22. Dagur Már Óskarsson

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Almar Daði Jónsson ('38)
Garðar Logi Ólafsson ('84)

Rauð spjöld: