Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
0
Keflavík
Ivan Bubalo '59 1-0
20.08.2016  -  14:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen ('90)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('60)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Alex Freyr Elísson ('79)
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric

Varamenn:
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('90)
9. Helgi Guðjónsson
9. Bojan Stefán Ljubicic ('79)
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Indriði Áki Þorláksson ('60)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Zeljko Sankovic
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson

Gul spjöld:
Stefano Layeni ('73)
Orri Gunnarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sterkur sigur Fram er staðreynd!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Samuel Lee Tillen (Fram)
Framarar manni færri í blálokin.
90. mín
Arnór Daði haltrar útaf á meðan Sam Tillen fer á börum útaf.
90. mín
Það liggja tveir leikmenn Fram, meiddir á eigin vallarhelmingi. Virðast báðir hafa fengið höfuðhögg en þeir skullu þó ekki saman.
90. mín
Einar Orri aftur nálægt því að skora en aftur skallar hann rétt framhjá markinu. Tíminn er að renna út fyrir Keflavík.
90. mín
Keflavík svo náægt því að jafna!

Sigurbergur á hornspyrnu sem Einar Orri ræðst á og skallar rétt, rétt framhjá markinu.
90. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)
Fyrir hendi á vallarhelmingi Keflavíkur.
84. mín
Keflvíkingar eru orðnir fámennir varnarlega og Bubalo kemst einn gegn Haraldi, fer á hann og reynir skot en Haraldur kemst fyrir það og bjargar.
82. mín
Sókn Keflvíkinga ekki alveg eins hættuleg og hún var fyrir nokkrum mínútum. Þeir reyna mikið af skotum en vörn Framara er heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu með að kasta sér fyrir þau.
79. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Bojan fær að leika gegn liðinu sem hann er samningsbundinn.
78. mín
Sigurbergur reynir skot utan teigs sem fer naumlega framhjá.
77. mín
Ekkert kom úr óbeinu aukaspyrnunni sem Keflavík fékk áðan í kjölfarið á Layeni sirkusnum.
75. mín
Sigurbergur tekur stórhættulega hornspyrnu sem Layeni nær ekki að halda en Haraldur nær ekki að setja boltann inn úr frákastinu.
73. mín Gult spjald: Stefano Layeni (Fram)
Hvað er í gangi þarna. Stefano Layeni heldur á boltanum og er eitthvað ósáttur við Craig Reid. Hann byrjar á að ýta honum og fer síðan að rífast við hann, allt á meðan hann heldur á boltanum. Sigurður Óli dæmir að lokum óbeina aukaspyrnu því hann var búinn að vera að rífast við Guðmund, heillengi, meðan hann hélt á boltanum. Gult spjald á markmanninn að auki.

Algjört grín, þetta atvik.
72. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík)
68. mín
Stórsókn Keflvíkinga heldur áfram. Fyrirgjöf inn í boxið hjá Fram sem Einar Orri er nálægt því að komast í en Framarar koma boltanum einhvernvegin í burtu. Það liggur í loftinu, jöfunarmarkið.
65. mín
McAusland á skalla rétt framhjá markinu. Keflvíkingar eru að gera sig líklega til að jafna þessar mínútur.
64. mín
HVERNIG ER KEFLAVÍK EKKI BÚIÐ AÐ JAFNA!?!?

Páll Olgeir er í dauðafæri, inn í markteig og hefur nægan tíma en hann setur boltann í stöngina. Þarna verðuru að skora drengur.
64. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Braut á sér og lét síðan Sigurð Óla heyra það. Keflvíkingar orðnir pirraðir.
63. mín
Bubalo fær boltann í góðri stöðu, rétt utan teigs en skotið hans fer rétt framhjá. Bubalo er í stuði.
62. mín
Einar Orri brýtur af sér á miðjum vallarhelmingi Framara. Hann er á gulu spjaldi.
60. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
59. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
Stoðsending: Samuel Lee Tillen
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Framarar eru komnir yfir. Sam Tillen tók aukaspyrnuna sem McAusland gaf og setti hana beint á kollinn á Bubalo sem kláraði hrikalega vel með skalla.

Keflvíkingar eru að segja sig úr baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni
59. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Sjáum hvort Sigurbergur finnur sama takt og í byrjun móts.
58. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
Brýtur á Alex Frey. Veit ekki með þennan dóm, þeir fóru bara öxl í öxl í hvorn annan. Ég hef ekki verið hrifinn af Sigurði Óla í dag.
55. mín
Jónas Guðni með roooosalegt skot af löngu færi sem Layeni ver en nær ekki að halda. Jóhann Birnir fær svo frákastið en nær ekki að hitta á markið. Framarar heppnir þarna.
52. mín
Ivan Bubalo er staðráðinn í að setja mark sitt á leikinn. Fær tvö fín skotfæri með stuttu millibili en þau enda bæði í fanginu á Beiti í markinu.
50. mín
Craig Reid á fyrirgjöf sem Einar Orri skallar framhjá markinu. Einar hitti boltann ekki sérstaklega vel þarna.
49. mín
Keflvíkingar sækja meira í upphafi seinni hálfleiks.

Annars eru það smá vonbrigði að það er ekki einu sinni kaffibolli í fréttamannastúkunni.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað.
45. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Keflavík) Út:Tómas Óskarsson (Keflavík)
Guðmundur er uppalinn Framari.
45. mín
Hálfleikur
Heilt yfir frekar jafn leikur. Keflavík byrjaði betur en Framarar voru sterkari í seinni hluta fyrri hálfleiksins.
43. mín
Orri tekur hornspyrnuna og enn og aftur er Bubalo að láta vita af sér, núna á hann skalla framhjá markinu.
43. mín
Bubalo tekur spyrnuna en hún fer í vegginn og yfir markið.
42. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Brýtur á Bubalo rétt utan teigs og lætur síðan Sigurð Óla gjörsamlega heyra það og fer nánast í dómarann. Brotið sjálft hefði getað verið gult spjald og þessi viðbrögð hjálpuðu Einari sáralítið.
37. mín
Sigurður Óli er mikið að leyfa leiknum að fljóta og hefur sleppt nokkrum augljósum aukaspyrnum.

Ég er klár stuðningsmaður þess að leikurinn ætti að fljóta vel og þess vegna megi dæma minna en þegar um augljós brot er að ræða, þá blæs maður í flautu sína.
33. mín
Marc McAusland á skalla að marki sem er alltof laus og á Layeni ekki í vandræðum með að grípa boltann.
28. mín
Arnór Daði á hræðilega sendingu úr vörninni og Keflvíkingar fá boltann á góðum stað. Jóhann Birnir leggur boltanum á Pál Olgeir sem á svo fyrirgjöf sem fyrir yfir alla.

Afskaplega kæruleysislega gert hjá Arnóri og hefði þetta svo sannarlega getað farið verr fyrir Fram.
26. mín
Alex Freyr Elísson fer niður innan teigs og vill vítaspyrnu. Það var klárlega lykt af þessu. Fékk jafnvel spark í síðuna frá Keflvíking. Sigurður Óli dæmir ekkert.
22. mín
Ivan Bubalo fer upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf sem Hlynur Atli skallar framhjá úr erfiðu færi.
21. mín
Tómas Óskarsson tók hana en Layeni stökk manna hæðst og greip boltann.
20. mín
Svipuð saga. Keflavík meira með boltann en lítið að skapa sér. Alex Kári náði í hornspyrnu rétt í þessu þó. Sjáum hvað gerist úr henni.
13. mín
Keflavík er sterkari aðilinn þessa stundina, án þess þó að vera skapa mikið.
7. mín
Fyrsta tilraun Framara. Gunnlaugur Hlynur á skot, rétt utan teigs sem fer hársbreidd framhjá markinu.
5. mín
Craig Reid skallar svo hornspyrnuna að marki en hann endar í fanginu á Layeni.
3. mín
Kefvíkingar byrja leikinn betur og eiga nú fyrstu tilraunina. Páll Olgeir fær boltann á vinstri vængnum, fer á vörnina og á hörkuskot sem Layeni nær að verja í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Keflavík byrjar með boltann og sækir í áttina að Laugardalslauginni.
Fyrir leik
Fram er í sínum hefðbundnu bláu treyjum á meðan Keflavík er í hvítum varabúningi sínum.
Fyrir leik
Valtýr Björn Valtýsson heldur stöðu sinni sem vallarþulur en hann er búinn að standa sig svona líka vel í sumar.
Fyrir leik
Keflavík er sem stendur sjö stigum frá KA sem eru í 2. sætinu eins og er. Liðið má því alls ekki við því að misstíga sig, ætli þeir sér að gera þetta að alvöru baráttu um sæti í Pepsi.

Fyrir leik
Bojan Stefán Ljubicic er á bekknum hjá Fram en hann er á láni frá Keflavík.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur þjálfari Fram með góðum árangri í Pepsi deildinni og tryggði þeim m.a Evrópusæti á sínum tíma.
Fyrir leik
Keflvíkingar eiga ennþá veika von um að komast í efstu tvö sætin og þar með spila í Pepsi deildinni á næsta tímabili.

Framarar geta hins vegar ennþá fallið því þeir eru aðeins þrem stigum fyrir ofan næstneðsta sætið.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér fer fram bein textalýsing frá leik Fram og Keflavík í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('72)
18. Craig Reid
23. Axel Kári Vignisson
42. Stuart Carswell
45. Tómas Óskarsson ('45)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
8. Guðmundur Magnússon ('45)
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('72)
14. Haukur Baldvinsson
25. Frans Elvarsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurbergur Elísson
Sigmar Ingi Sigurðarson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('42)
Marc McAusland ('58)
Sigurbergur Elísson ('64)

Rauð spjöld: