Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
4
0
HK
Alexander Veigar Þórarinsson '39 1-0
Andri Rúnar Bjarnason '80 2-0
Magnús Björgvinsson '92 3-0
Andri Rúnar Bjarnason '93 4-0
20.08.2016  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Fullkomnar, smá gola, sól og frábær stemming.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 146
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Óli Baldur Bjarnason ('57)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Will Daniels ('74)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
11. Juanma Ortiz
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Varamenn:
3. Edu Cruz
5. Nemanja Latinovic
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson ('74)
25. Aron Freyr Róbertsson
30. Josiel Alves De Oliveira
99. Andri Rúnar Bjarnason ('57)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Danimir Milkanovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('32)
Kristijan Jajalo ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar Daði Arnarsson
93. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Virkilega vel gert hjá Andra, snýr inn í teig og setur hann í fjær.
92. mín MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Vel klárað hjá Magga, fær boltann í gegn og klárar í fjær.
92. mín
Inn:Teitur Pétursson (HK) Út:Aron Ýmir Pétursson (HK)
87. mín
Inn:Ragnar Leósson (HK) Út:Kristófer Eggertsson (HK)
87. mín
Kristófer Eggertsson með bylmingsskot í slánna úr aukaspyrnu!!
82. mín Gult spjald: Kristijan Jajalo (Grindavík)
Biður Bjössa um að koma og taka markspyrnu og fær gult spjald fyrir tafir.
80. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri gerir þetta glæsilega!!

Fær boltann vinstra megin við D-bogann, tekur snögga gabbhreyfingu til hægri, leggur hann fyrir sig og þrumar honum í nærhornið.

2-0 og Grindvíkingar dansa við Sambo e gol.
79. mín
Jimenez með flottan snúnig í teignum og nær svo lausu skoti í markhornið en Addi ver vel.
79. mín
Rodrigo með svo fast skot úr D-boganum að hann hreinlega skýtur Kristófer Eggertsson niður.
74. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
70. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Hinrik Atli Smárason (HK)
66. mín
Bíðið nú aðeins við. Hér liggur Jajalo markvörður Grindvíkinga allt í einu. Boltinn hvergi nálægt og Jajalo biður um hjálp, þetta lítur ekki vel út. Markmaðurinn verið frábær og spörkin hans gjörsamlega trufluð.
65. mín
Jóhannes Karl með skot framhjá rétt fyrir utan vítateig.
62. mín
Alexander Veigar með skot á lofti utarlega í teignum, enn er Addi Milljón að verja vel fyrir HK-inga, flottur leikur hjá honum.
60. mín Gult spjald: Kristófer Eggertsson (HK)
60. mín
Ivan Bubalo að koma Frömurum yfir gegn Keflavík.
57. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
54. mín
ÓLI BALDUR MEÐ SKOT YFIR ÚR DAAAAAAUÐAFÆRI

Sending yfir á fjær frá Alex, Jimenez skallar boltann út í teig á Óla Baldur sem stendur AAAAAALEINN beint fyrir framan autt mark og hamrar boltanum langleiðina út á haf.
52. mín
Alexander Veigar með skot af stuttu færi sem Addi ver vel, var farinn niður í hornið nánast áður en Alex skaut, vel gert.
50. mín
Fráááábær sending innfyrir hjá Will Daniels en af einhverjum ótrúlegum ástæðum er Jósef Kristinn flaggaður rangstæður. Fáir í stúkunni á sama máli og aðstoðardómarinn þarna.
46. mín
Flautað hefur verið til seinni hálfleiks og nú eru það Grindvíkingar sem sækja í átt að sjó og fá smá golu í andlitið.
45. mín
Hálfleikur
Fáum okkur kaffi.
41. mín
Eins og staðan er núna eru Grindvíkingar með 4 stiga forystu á toppi Inkasso deildarinnar.
40. mín
Ber að hrósa Adda í markinu hjá HK samt, varði vel frá Alexander í sókninni á undan markinu.
39. mín MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum þetta í sumar. Jósef á frábæran sprett upp vinstri kantinn og keyrir svo inn að markinu áður en hann leggur boltann út á Alexander Veigar sem hamrar honum í netið, óverjandi.
37. mín
Ágætis rispa hjá Grindvíkingum, Will Daniels með góðan sprett og rennir boltanum svo á Alexander sem reynir að vippa boltanum í gegn á Jósef, það tekst ekki, boltinn berst svo aftur á hann og hann tekur skot sem fer langt yfir.
34. mín
Hröð sókn frá Grindavík í kjölfarið eftir langt spark Jajalo, Jimenez tekur boltann með sér til vinstri í teignum og rennir honum svo á Will sem skýtur beint á Adda í markinu og hættan yfirstaðin.
33. mín
Birkir Valur fær hér skalla á fjærsvæðinu eftir hornspyrnu en nær ekki almennilegum krafti í hann og skallinn beint á Jajalo.
32. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Má deila um þetta spjald, tækling sem virtist heppnast fullkomlega en Gunnar Jarl ekki á sama máli.
31. mín
Enn ekki komið eitt einasta opið marktækifæri, HK-ingar alveg jafn líklegir og heimamenn þessa stundina.
30. mín
Athyglisverð sending án heimilsfangs frá Leif Andra sem fer beint útaf, markspyrna.
21. mín
JÓI KALLI!!

Tekur frábæra aukaspyrnu af 25 metrunum en Jajalo tekst að verja í horn.
19. mín
Hornspyrna sem HK á.

Boltinn skallaður burt af BBB en Aron Ýmir er fyrstur í frákastið og goes for the dreamer af 35 metrunum, Jajalo þarf að hafa sig allann við að verja þetta skot, ágætis tilraun.
16. mín
Ekki fjörugustu 16 mínútur sem ég hef upplifað. En hvað um það. Áfram með leikinn.
14. mín
Neyðarleg útfærsla á aukaspyrnu hjá HK. Kristófer rennir boltanum á Jóa Kalla sem tekur vonda snertingu og missir boltann útaf hreinlega.
10. mín
Þarna mátti ekki miklu muna, sending innfyrir á Jimenez en hann nær ekki almennilegri snertingu á boltann og þessi sókn rennur í hinn víðfræga sand.
8. mín
Dæmt hættuspark á Hákon Inga sem var við það að setja Bjarna Gunn í gegn, hefði þó ekki komið að sök því Ásgeir Ingólfs bjargaði hetjulega.
7. mín
Smá hasar í leiknum þessa stundina, Jói Kalli með professional foul inná miðjunni.
4. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins eiga heimamenn, taka hana stutt svo kemur fyrirgjöf frá Ásgeiri, boltinn skallaður burt af Leif og Gunnar Þorsteinss á skot sem fer vel yfir.
1. mín
Hákon Ingi Jónsson á fyrsta skot leiksins, það fer beint á Jajalo í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
146 áhorfendur. 146 sagði ég.
Fyrir leik
5 mínútur tæpar í leik og mætingin er skammarleg. 12 manns mættir í stúkuna, það er ekki að sjá að heimamenn geti farið langleiðina upp í Pepsi í dag. En það er stemming í blaðamannastúkunni, svo mikið er víst. Auglýsi samt eftir kaffi og kruðeríi. Ekkert stress samt.
Takið þátt í umræðunni, veriði með okkur á Twitter. Notum #fotboltinet
Fyrir leik
Fyrir svona alvöru leiki þarf alvöru dómara. Kallaður er til einn af okkar bestu dómurum, Gunnar Jarl Jónsson. Honum til halds og trausts eru Steinar Berg Sævarsson og Viatcheslav Titov.
Fyrir leik
Jósef Kristinn fyrirliði Grindavíkur hefur fengið sig fullsaddan af gamaldags Íslenskri tónlist og stekkur úr upphitun til að skipta yfir í nýrri tónlist. Fyrsta lag Cheap Thrills með Sia og Sean Paul. Smekkmaður hann Jobbi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins er mættur í byrjunarlið HK. Icon alert.

Á hliðarlínuna hjá HK er svo mættur nýr þjálfari og er það enginn annar en Dean Edward Martin, fyrrum leikmaður KA, ÍBV og ÍA og svo mætti lengi telja. Síðast þjálfaði Dean hjá Breiðablik en hann hefur fært sig um set í Kópavoginum og er mættur til Grindavíkur með HK og hefur still upp keiluveislu í upphitun fyrir sína menn.
Fyrir leik
Síðasti tapleikur Grindavíkur 12.06.2016 gegn HK í Kórnum þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen(betur þekktur í fjölmiðlum sem ,,Sonur Eiðs Smára") var meðal markaskorara.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust á síðasta keppnistímabili vann Grindavík báða leikina 2-0. HK vann aftur á móti leikinn í fyrri umferðinni í Kórnum 2-1 og eiga Grindvíkingar því harma að hefna gegn þeim.

Síðustu 3 leikir hjá liðunum:
Grindavík:
vs. Leiknir R 0-3 sigur.
vs. Keflavík 1-0 sigur.
vs. Leiknir F 1-4 sigur.

HK:
vs. Fjarðabyggð 0-0
vs. Selfoss 3-4 sigur.
vs Þór 2-1 tap.
Fyrir leik
Skulum ekkert vera að tvínóna neitt við hlutina. Við erum í Grindavík, það er gott veður og heimamenn eru á leiðinni í Pepsi deildina, deild þeirra bestu.
Fyrir leik
Komiði sælir kæru áhorfendur.

Hér mun fara fram ein sú beinasta textalýsing sem sést hefur frá knattspyrnuleik. Við erum í GrindavíkHK, komiði með mér(sagt með röddu Jóns Ársæls).
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Bjarni Gunnarsson
3. Hinrik Atli Smárason ('70)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
9. Kristófer Eggertsson ('87)
10. Hákon Ingi Jónsson
22. Aron Ýmir Pétursson ('92)
27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Ragnar Leósson ('87)
11. Ísak Óli Helgason
15. Teitur Pétursson ('92)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('70)
28. Kristleifur Þórðarson
30. Reynir Haraldsson

Liðsstjórn:
Dean Martin
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Árni Guðmundur Traustason
Þjóðólfur Gunnarsson

Gul spjöld:
Kristófer Eggertsson ('60)

Rauð spjöld: