Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
3
2
Stjarnan
Atli Viðar Björnsson '25 1-0
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '34
Kassim Doumbia '53 2-1
2-2 Hólmbert Aron Friðjónsson '57
Kassim Doumbia '78 3-2
22.08.2016  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Steven Lennon ('67)
8. Emil Pálsson
17. Atli Viðar Björnsson ('73)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('63)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
11. Atli Guðnason ('63)
16. Jón Ragnar Jónsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('67)
19. Kaj Leo í Bartalsstovu
22. Jeremy Serwy

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Bjarni Þór Viðarsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Jonathan Hendrickx ('45)
Sam Hewson ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar komu hornspyrnunni í burtu og var Atli Guðnason við það að komast í góða stöðu til að skjóta í autt markið en Þóroddur Hjaltalín flautar til leiksloka.

FH með sjö stiga forskot á toppnum! Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Stjarnan fær horn í blálokin. Duwayne Kerr er kominn í boxið.
90. mín
Kominn uppbótartími. FH-ingar virðast ætla að sigla þessu í höfn.
88. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Hólmbert fór meiddur af velli.
87. mín
Nú liggur Hólmbert Aron eftir. Stjarnan má ekki við því að missa tveggja marka manninn í lokin.
85. mín
Arnar Már reynir skot af löngu færi en það fer yfir markið.
84. mín
Hörður Árnason á hættulega fyrirgjöf á Hólmbert sem er í skallaeinvígi við Doumbia, Doumbia hefur betur og bjargar í horn.

Elvar Geir Magnússon
79. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
78. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

FH-ingar eru komnir yfir í þriðja skiptið í leiknum. Heiðar Ægisson ætlar að hreinsa frá en það gengur ekki betur en svo að hann hamrar í Kassim Doumbia og þaðan skoppar boltinn í markið. Ekkert fallegt mark en þau telja alveg jafn mikið!
73. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Atli skoraði fyrsta markið en hefur verið lítt áberandi síðan.
72. mín
Stjörnumenn fá skyndisókn sem endar með að Guðjón Baldvinsson á fyrirgjöf sem Hólmbert fer upp í en framherjinn nær ekki að skalla að marki. Fínt færi til að fullkomna þrennuna.
70. mín
20 mínútur eftir. Hver verður hetja?
69. mín
Hólmbert tók hins vegar spyrnuna og fór hún í markmannshornið og varði Gunnar nokkuð þægilega.
68. mín
Davíð Þór brýtur af sér Stjarnan fær aukaspyrnu af um 20 metra færi. Hilmar Árni stendur að sjálfsögðu við boltann.
67. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Lennon fer meiddur af velli.
66. mín
Steven Lennon er ekki alveg heill heilsu og liggur hann á grasinu.
64. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Hólmbert og Davíð voru eitthvað að kljást þegar boltinn var ekki nærri. Hólmbert fær spjald fyrir sinn þátt í því.

63. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Þórarinn lagði upp fyrsta markið en þess fyrir utan var hann rólegur.
62. mín Gult spjald: Sam Hewson (FH)
Of seinn í Brynjar og fær verðskuldað gult spjald.


57. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Brynjar Gauti Guðjónsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Í fyrsta skipti sem Stjarnan kemst yfir miðju í seinni hálfleiknum og þeir jafna. Bryjar Gauti átti gull af fyrirgjöf sem Hólmbert skallaði í bláhornið, mjög vel klárað.

Hólmbert ekkert skorað í sumar og hann ákveður að henda í tvennu í þessum risaleik. Hann valdi allavega tilefnið.
53. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

FH-ingar eru komnir yfir aftur. Hendrickx tók hornspyrnuna beint á kollinn á Doumbia sem hamraði boltanum í netið með hörkuskalla.

Rúnar Páll mun eflaust fá hausverk útaf þessu marki. Einfalt fast leikatriði.
53. mín
FH-ingar hafa þó verið örlítið sterkari og Sam Hewson var að vinna hornspyrnu.
50. mín
Nokkuð róleg byrjun á seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hállfeikur er kominn af stað.

Kollegar mínir í blaðamannastúkunni spá markaflóði í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 1-1 í hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað en varð aðeins fjörlegri eftir því sem leið á hann. Þó við höfum fengið tvö mörk, gæti leikurinn verið skemmtilegri.
45. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
Brýtur á Guðjóni sem var í skyndisókn. Alltaf spjald.
45. mín
Tveim mínútum bætt við í fyrri hálfleik.
45. mín
Ævar Ingi er eitthvað meiddur og það lítur ekki sérstaklega vel út hjá honum. Efast um að hann haldi leik áfram.
45. mín
Boltinn fer á Þórarinn Ingi eftir hornið en skotið hans fer í Þórodd dómara og fjarri markinu.
44. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Ævar Ingi er meiddur.
44. mín
Steven Lennon gerir vel, snýr af sér varnarmenn og á svo fyrirgjöf sem Grétar Sigfinnur kemur í horn.
41. mín
Lítið gerst síðan jöfnunarmarkið kom. Ansi mikilvægt mark þar sem það langar engum sem er ekki FH-ingur að FH nái sjö stiga forskot í deildinni á þessum tímapunkti. Við viljum spennu í þetta.


34. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
MAAAAAAAAAAAARK!!!

Stjarnan er búin að jafna. Hólmbert Aron fær langa sendingu frá Hilmari Árna og framherjinn skallar boltanum í boga og í bláhornið fjær.

Frábær skalli og Hólmbert Aron er búinn að skora sitt fyrsta mark í sumar.
32. mín
Til að bæta við með markið áðan. Þetta var gríðarlega vel gert hjá sóknarmönnum FH en varnarleikur Stjörnunnar var ekki upp á marga fiska þarna. Þeir voru ansi margir sem stóðu bara og horfðu á þetta gerast.
28. mín
Stjarnan næstum búin að jafna.

Guðjón Baldvinsson setur boltann í slánna! Var með boltann á vinstri vængnum og átti fyrirgjöf sem hafnaði í slánni, ekki langt frá því að fara inn, þessi.
25. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!

Atli Viðar Björnsson, hver annar!

Þórarinn Ingi með gullfallega stungusendingu á Atla Viðar sem klárar að sjálfsögðu, einn gegn Kerr. Þetta gæti verið rosalega mikilvægt mark.
23. mín
Brynjar Gauti á skot í varnarmann og framhjá. Gaui Baldvins var nálægt því að ná til boltans áður en hann fór aftur fyrir.
21. mín
FH-ingar hafa verið ögn sterkari þessar fyrstu 20 mínútur.
20. mín
Frábært skot í slánna!

Vá,vá,vá! Sam Hewson á skot af löngu færi sem hafnar í samskeytunum. Frábær tilraun!
19. mín
Hendrickx fer núna upp hægri vænginn og á fyrirgjöf sem Þórarinn Ingi nær bara að skalla upp í loftið. Þar mætir Kerr og grípur boltann.
15. mín
Fyrsta færið

Böddi fer upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf á Sam Hewson sem á hættulegt skot sem Kerr gerir vel í að grípa í markinu.
10. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Hendrickx sem Daníel Lax nær að skalla í horn
9. mín
Brynjar Gauti er með boltann við hornfánann þegar Böðvar kemur á fleygiferð með ljóta tæklingu. Algjör óþarfi þetta. Þóroddur lætur aukaspyrnu nægja en það hefði heldur betur verið hægt að spjalda Böðvar þarna.
8. mín
Afskaplega rólegt yfir þessu, hér í upphafi leiks.
5. mín
Doumbia fær aðhlynningu og virðist ætla að halda leik áfram.
3. mín
Kassim Doumbia liggur eftir meiddur. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í sumar. Vonum að hann verði í lagi.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað. Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Bróðir Veigar Páls Gunnarssonar bráðkvaddi þennan heim á sínum tíma en synir hans voru hér inni á vellinum að heilsa áhorfendum og leikmönnum. Fallegt.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlinn. Það er mikið um dýrðir hér í kvöld. Einhver rosalegur trommari er mættur FH-megin og er hann, vægast sagt, í stuði.
Fyrir leik
Liðin eru í búningsklefanum eins og er að fá smá pepp frá þjálfurum liðanna. Styttist heldur betur í þetta.


Fyrir leik
Liðin hita upp og er fólk farið að týnast í stúkuna. 20 mínútur í þennan leik sem er svo rosalega mikilvægur.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson er ekki með í kvöld en hann er meiddur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru tilbúin. Hjá FH kemur Emil Pálsson og Böðvar Böðvarsson inn í liðið frá sigrinum gegn Fjölni.

Stjarnan gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði fyrir KR í síðasta leik. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson koma inn í liðið. Halldór Orri Björnsson tekur sæti á bekknum.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Þóroddur Hjaltalín en Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson verða honum til halds og trausts.

Fyrir leik
FH vann 4-0 sigur á Stjörnunni á þessum velli á síðustu leiktíð. Atli Viðar Björnsson, Bjarni Þór Viðarsson, Atli Guðnason og Emil Pálsson sáu um að gera mörking þá.
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli, fyrr á þessari leiktíð. Emil Pálsson kom Stjörnunni yfir en Hilmar Árni Halldórsson jafnði fyrir Stjörnuna.
Fyrir leik
Það er heldur betur mikið undir hér í dag en FH-ingar geta náð sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri. Stjörnumenn halda hins vegar mikilli spennu í deildinni með sigri en þá er munurinn á milli þessara liða, aðeins eitt stig og þar á eftir koma Fjölnir og Breiðablik, fjórum stigum á eftir.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn. Hér verður bein textalýsing frá stórleik FH og Stjörnunnar.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('44)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('88)
20. Eyjólfur Héðinsson ('79)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson ('79)
11. Arnar Már Björgvinsson ('44)
22. Þórhallur Kári Knútsson
29. Alex Þór Hauksson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('64)

Rauð spjöld: