Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
0
4
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '26
0-2 Andri Adolphsson '48
0-3 Kristinn Freyr Sigurðsson '62
0-4 Kristinn Ingi Halldórsson '65
22.08.2016  -  20:00
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
8. Christian Nikolaj Sorensen
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff ('80)
17. Ragnar Pétursson ('67)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Tonny Mawejje
23. Aron Lloyd Green
23. Guðmundur Friðriksson
27. Thiago Pinto Borges

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
13. Björgvin Stefánsson
20. Viktor Unnar Illugason ('67)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Aron Dagur Heiðarsson
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Brynjar Jónasson ('36)
Hreinn Ingi Örnólfsson ('77)
Viktor Unnar Illugason ('87)
Aron Lloyd Green ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
GAME OVER! 4-0 sigur Vals staðreynd, þeir eru 11-0 í síðustu tveimur leikjum. Þróttarar gátu nýtt sér tap ÍBV til að minnka stigabilið, en í staðinn eru þeir enn 9 stigum frá öryggi. Mæta einmitt Eyjamönnum í næsta leik, gátu komið sér í þá stöðu að vera 3 stigum frá öryggi eftir þann leik!
90. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Pirringsbrot. Meiðir sig svo sjálfur. Feil.
90. mín
Fjórar mínútur í viðbót.
90. mín
Fínn sprettur hjá Þrótturum, Brynjar Jónasson með þrumuskot en Anton Ari ver.
88. mín
"Af hverju er hann með tvo dverga í veggnum?" heyrist frá ónefndum varamannabekk áður en Valsarar þruma yfir.
87. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Annað brot á hættulegum stað.
85. mín
GUDJOHNSEN SKILLS!!! Sveinn Aron leikur á varnarmenn og er með þrumuskot en í stöngina! Hefði verið virkilega flott mark!
80. mín
Inn:Aron Dagur Heiðarsson (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Dion Acoff út af og sonur Heiðars Helgusonar kemur inn á!
77. mín
Vonbrigðarspyrna frá Guðjóni Pétri beint í vegginn!
77. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Hreinn Ingi bombar í Kristinn Frey og fær réttilega gult. Valur á auka á stórhættulegum stað!
75. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Kristinn Ingi út og Toft inn!
75. mín
Hörkusókn hjá Þrótti! Endar með að Dion rennir boltanum út í teiginn og Brynjar Jónasson er sentimetrum frá því að pota honum í autt netið. Ef hann hefði rennt sér hefði hann skorað þarna! Viljinn greinilega ENGINN!
72. mín
STÖNGIN!!! Aron Lloyd Green kemur með boltann fyrir, Brynjar Jónasson kemur askvaðandi og kemur boltanum í stöngina!
67. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
It's Gudjohnsen time!! Sveinn Aron kemur inn fyrir Andra Adolphsson, sem átti dásamlegan leik.
67. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill brjálaður yfir því að vera kallaður af velli! "Hvaða fokking kjaftæði er þetta???" segir hann, ekkert sérstaklega skilningsríkur.
67. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.) Út:Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
65. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
ÞETTA ER BARA SORGLEGT!!! ÞRÓTTARAR ERU HEILLUM HORFNIR OG ERU Á BEINNI LEIÐ NIÐUR!! KRISTINN FREYR MEÐ GLÆSILEGT SKOT FYRIR UTAN TEIG OG BOLTINN SYNGUR Í NETINU!! AU REVOIR ÞRÓTTUR, AU REVOIR!
62. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
MAAAAAARK!!! ARNAR DARRI Í RUGLINU OG KRISTINN FREYR MEÐ SITT ANNAÐ MARK!! Albech með fyrirgjöfina og HVAÐ ER ARNAR DARRI AÐ GERA??? Hoppar upp og slær boltann á fáránlegan hátt beint til Kristins Freys sem potar honum inn. Æ mig auman, æ mig auman.
59. mín
Þróttarar farnir að sýna smá lit. Fara í skyndisókn, Thiago með skot síðan sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Fá hornspyrnu. Ekkert verður úr henni og Valsmenn hreinsa frá.
56. mín
Valsmenn fá horn, Guðjón Pétur kemur boltanum inn í en heimamenn hreinsa í burtu.
52. mín
Áfram þjarma Valsmenn. Kristinn Freyr með skot sem Arnar Darriver þó.
48. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
MARK! ANDRI ADOLPHSSON HEFUR ÁTT FRÁBÆRAN LEIK OG SKORAR NÚNA MARK!!! Guðjón Pétur lagði boltann út á Andra í teignum og sá síðarnefndi ÞRUMAÐI boltanum í þaknetið!! Geggjað mark! Aftur sofna Þróttarar á verðinum, hrikalegt.. en þeir geta farið að undirbúa kveðjuteitið. Ókeypis Slots á línuna.
47. mín
Fínasta hraðasókn hjá Þrótti sem endar með skoti frá Christian Sörensen, beint á Anton Ara hins vegar. Menn eru að berjast fyrir lífi sínu og þeir vita það!
46. mín
Leikurinn er byrjaður á ný! Valsmenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leihklés. Staðan er 0-1 í fínasta fótboltaleik! Þróttarar hafa verið að berjast eins og ljón en hlutirnir hafa ekki fallið með þeim. Þeir hafa 45 mínútur til að bjarga sér frá falli.
45. mín
SÁ ÞENNAN INNI! Hörkubolti kemur fyrir, Albech skallar boltann við markteiginn í hausinn á Kristinn Inga og hann svífur yfir! Goddayuhm!!!!
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti ein mínúta. Ein mínúta.
43. mín
Guðjón gullfótur Lýðsson með viðstöðulausan þrumufleyg utan teigs en boltinn siglir framhjá. Ágætis tilraun samt!
41. mín
Andri Adolphsson með frábæra sendingu á Sigurð Egil sem mætir á sprettinum. Sigurður Egill reynir síðan fyrirgjöf en boltinn beint á Arnar Darra.

Þróttarar fara svo í sókn og Christian í fínu skotfæri en boltinn er langt frá rammanum.
38. mín
ÞARNA MUNAÐI ENGU!!!! Frábært samspil hjá Christian og Dion! Dion rennir honum svo út á Danann sem á frábært skot en Anton Ari ver MEISTARALEGA í stöngina!! ÞVÍLÍK VARSLA!!!! Stöngin út hjá Þrótturum, er þetta ekki skrifað í skýin hjá liði sem er að falla?
36. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (Þróttur R.)
Brynjar tekur einn fyrir liðið og kippir Guðjóni Pétri niður í skyndisókn. Auðveldasta ákvörðun Ívars Orra dómara á ævinni.
34. mín
Valsmenn sýna klærnar. Kristinn Ingi kemur á harðaspretti inn í teig og lætur vaða en skot hans er vel framhjá.
33. mín
Önnur prýðileg sókn hjá Þrótti. Thiago leggur boltann á Brynjar Jónasson sem gerir virkilega vel og fer framhjá Albech. Leggur boltann út á Tonny sem þrumar vel yfir.
32. mín
Hörkuskot!!!! Dion Acoff lætur vaða af þokkalega löngu færi en Anton Ari ver vel! Þróttarar neita að gefast upp! (sem betur fer)
31. mín
Úfff.. Þróttarar komast í STÓRHÆTTULEGA skyndisókn! Thiago hálfpartinn drepur hana með lélegri sendingu á Christian Sörensen. Sörensen reynir að gera eitthvað inni í teignum, kemur með skot/sendingu sem Anton Ari hremmir.
30. mín
Valsmenn fá hornspyrnu, Gaui Lýðs kemur með boltann inn en skallinn frá Albech er vel yfir.
26. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Andreas Albech
MAAAAAARK!!! ÞVÍLÍKUR KLAUFASKAPUR HJÁ ÞRÓTTI, ÞEIR ÆTLA BARA AÐ SKELLA SÉR NIÐUR UM DEILD!!! Valsmenn eru með boltann inni í teignum, fá nógan tíma. Albach rennir boltanum út á Kristin Frey sem á LAFLAUST skot. Hins vegar var Arnar Darri búinn að skutla sér allt of snemma.. og hann liggur bara varnarlaus í jörðinni á meðan boltinn lekur inn! Hrikalegt kjaftshögg fyrir heimamenn!
21. mín
Þróttarar eru að eiga ágætis leik, mikill hraði og vilji hjá þeim. Fá aftur hornspyrnu, Thiago mættur á nýjan leik og kemur boltanum fyrir. Áðan var boltinn af stuttur en nú er hann of langur.
18. mín
Valsmenn búnir að vera í ansi flottri tiki-taka sókn sem endar síðan með misheppnaðri móttöku Sigurðar Egils í teignum. Þróttur nær boltanum.
16. mín
Þróttur fær hornspyrnu. Thiago kemur með boltann inn í teig en ekki nógu langur. Valsmenn hreinsa en Þróttarar halda áfram að pressa. Ná boltanum aftur en á endanum missa þeir hann til Vals.
14. mín
Brotið á Kristni Inga eftir ágætis sókn Vals. Gestirnir fá aukaspyrnu við hlið vítateigsins. Lágur bolti tekinn inn í teig en misheppnast hrapallega, Þróttarar hreinsa.
11. mín
Aaron Lloyd steinliggur eftir að hafa orðið fyrir Andreas Albech þar sem sá síðarnefndi geystist upp kantinn. Ekkert dæmt en Aron virðist vera þjáður, leikurinn er stoppaður og sjúkraliði kemur inn á.
9. mín
Kristinn Freyr dansar með boltann fyrir utan teiginn, leggur svo á Sigurð Egil sem skýtur beint á Arnar Darra.
7. mín
Bjartsýnis tilraun hjá Andra Adolphssyni sem þrumar að markinu fyrir utan teig en boltinn fer vel yfir. Þeir skora sem þora!
6. mín
Sótt endanna á milli. Valsmenn geysast upp, Albech er í fínni stöðu til fyrirgjafar og kemur með lágan bolta fyrir. Arnar Darri er hins vegar á tánum og handsmamar þetta.
5. mín
RÉTT FRAMHJÁ!!! Þróttur fær hornspyrnu hægra megin, eftir klafs berst boltinn á Tonny Mawejje sem skýtur naumlega framhjá! Þarna gátu Þróttarar náð forystunni.
4. mín
Aron Lloyd Green með fínan sprett upp vinstri kantinn, endar á að hann er felldur og Þróttarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað við hliðarlínu. Fyrirgjöfin inn í teig er hins vegar frekar glötuð og Anton Ari Einarsson tekur þennan léttilega. Enda beint á hann. Æfingabolti. Eina.
2. mín
Það er vert að minnast á að ÍBV tapaði 2-1 fyrir Víkingi í kvöld þannig Þróttarar hafa kjörið tækifæri til að færast nær öruggu sæti. Minnka bilið í 6 stig með sigri! Tapi þeir geta þeir alveg farið að pakka í töskurnar. Köttararnir vita þetta og láta ágætlega í sér heyra, mættu í seinni kantinum en eru kröftugir!
1. mín
Vallarþulurinn er allt of seinn. Dómarinn neyðist til að flauta leikinn á þó hann sé bara enn búinn að lesa upp 3-4 Þróttara!! Fáránlega steikt!
Fyrir leik
Hins vegar heyrist mér að það sé búið að skipta um vallarþul, gæti verið að þetta sé Halldór Gylfason leikari. Það er allavega skref.. Með fullri virðingu fyrir hans ágæta forvera.
Fyrir leik
Þá ganga menn inn á völlinn með hræðilega Þróttara-remixið á fóninum.. menn verða aðeins að rífa sig í gang!
Fyrir leik
Nú styttist heldur betur í leikinn, það eru nú sjálfsagt um 50-100 manns mættir, þetta er allt til batnaðar. Nú bíðum við eftir að menn gangi inn á.
Fyrir leik
Fínt veður í Laugardalnum en bókstaflega ENGINN í stúkunni. Reyndar ennþá 20 mínútur í leik, en svo virðist sem flestir Þróttarar hafi gefist upp á sínum mönnum. Eða nenni ekki á leiki svona seint. Eða kjósi að horfa bara í sjónvarpinu. Í öllu falli, þá geta leikmenn ekki búist við miklu peppi frá stuðningsmönnum í kvöld, það er á tæru.
Fyrir leik
Valsmenn gera hins vegar tvær breytingar á sínu liði frá því í 7-0 sigrinum gegn Víkingi á dögunum og þarf engan að undra að þjálfararnir vilji ekki breyta uppskriftinni um of. Haukur Páll Sigurðsson og Andri Fannar Stefánsson fara á bekkinn og inn í þeirra stað koma Guðjón Pétur Lýðsson og Bjarni Ólafur Eiríksson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin!!

Þróttur gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá 2-0 tapi gegn Breiðabliki síðasta leik. Baldvin Sturluson fór meiddur af velli í síðasta leik og er ekki í hóp. Vilhjálmur Pálmason, Björgvin Stefánsson og Viktor Unnar Illugason fara á bekkinn.

Brynjar Jónasson, Ragnar Pétursson, Guðmundur Friðriksson og Thiago Pinto Borges koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.
bS
Fyrir leik
Nú styttist í að við fáum að líta á byrjunarlið beggja liða. Það verður forvitnilegt að sjá hversu miklar breytingar Valsmenn vilja gera eftir stórsigur síðustu umferðar. Þá er spurning hvort Gregg Ryder telji róttækra breytinga þörf.
Fyrir leik
Valsmenn hljóta að mæta til leiks með bullandi sjálfstraust, enda unnu þeir ótrúlegan 7-0 sigur gegn Víkingi í síðustu umferð. Þeir hafa tekið 8 stig úr síðustu fjórum umferðum. Sjálfstraust Þróttara er sjálfsagt aðeins minna, þeir hafa einungis uppskorið 1 stig úr síðustu átta leikjum.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna á tímabilinu lauk með 4-1 sigri Vals á Hlíðarenda þann 22. maí síðastliðinn. Nikolaj Andreas Hansen, Guðjón Pétur Lýðsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mörk Vals en Thiago Pinto Borges skoraði eina mark Þróttar í uppbótartíma.
Fyrir leik
Þróttur er á botni Pepsi-deildarinnar með 8 stig, níu stigum frá því að komast upp úr fallsæti. Óhætt er að segja að útlitið sé ansi svart á þeim bænum. Valur er hins vegar í 6. sætinu með 22 stig, níu stigum frá toppliði FH. Það er semsagt álíka líklegt að Þróttur bjargi sæti sínu og að Valur verði Íslandsmeistari. Hverjar þær líkur eru mega menn deila um sín á milli. Ég segi 10%.
Fyrir leik
Bæði lið spila á gervigrasi þannig Þróttarar fá ekkert forskot á heimavelli í kvöld. Það má svosum deila um hvort eitthvað slíkt hafi átt sér stað til að byrja með, þeir hafa ekki unnið nema einn heimaleik í deildinni.
Fyrir leik
Komið þið margblessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Vals í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á gervigrasinu í Laugardal.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('75)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('67)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('67)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson ('67)
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Rolf Toft ('75)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('67)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: