Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
1
Fylkir
0-1 Eva Núra Abrahamsdóttir '76
24.08.2016  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Megan Dunnigan ('90)
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
16. Veronica Líf Þórðardóttir
17. Cathrine Dyngvold ('83)

Varamenn:
12. Júlía Rós Þorsteinsdóttir (m)
12. María Mist Guðmundsdóttir (m)
6. Eva María Jónsdóttir
11. Fríða Halldórsdóttir
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('90)
22. Karen Þórisdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Kristinn H Guðbrandsson (Þ)
Steindóra Sigríður Steinsdóttir
Aldís Ylfa Heimisdóttir
Unnur Elva Traustadóttir
Anna Sólveig Smáradóttir

Gul spjöld:
Gréta Stefánsdóttir ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 0-1 útisigri Fylkis.
92. mín
Þetta fer að klárast hjá okkur.
90. mín
Inn:Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA) Út:Megan Dunnigan (ÍA)
89. mín
Inn:Íris Dögg Frostadóttir (Fylkir) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (Fylkir)
86. mín
Ásta Vigdís þrumar boltanum í Rachel og boltinn berst svo á Birnu Kristínu sem hittir boltann ekki nægilega vel og hann fer framhjá mannlausu marki.
86. mín
ÍA hreinlega verða að fá mark hérna undir lokin, annars geta þær bráðlega farið að kveðja þessa Pepsi deild.
85. mín
Skot rééétt yfir frá Megan af 20 metra færi, þarna mátti ekki miklu muna.
83. mín
Inn:Karen Þórisdóttir (ÍA) Út:Cathrine Dyngvold (ÍA)
76. mín MARK!
Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Eva Núra með skot af 30 metra færi og kemur Fylki yfir!! Ásta leit ekki vel út í þessu marki.
72. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
68. mín
Maren með fyrirgjöf á Megan á fjær en skalli hennar yfir.
67. mín
Fylkir við það að komast í áleitlegt færi en Ásta Vigdís kemur út og hamrar boltanum í burtu.
67. mín
Búið að draga í einhverju happdrætti, Helga Ólöf sú heppna. Gleðst fyrir hennar hönd.
65. mín
Ekki veit ég hvernig þessi bolti endaði ekki inni.

Fyrirgjöf á fjær þar sem Maren skallar hann og boltinn rúllar meðfram marklínunni og framhjá markinu. Ótrúlegt, Skagastúlkur vaða í færum.
62. mín
Kristín Erna nálægt því að vippa boltanum yfir Ástu í markinu en framhjá fer boltinn.
61. mín
Fín sending innfyrir frá Rachel inn á Megan sem keyrir inn að marki en Audrey bjargar vel.
59. mín
Sjöunda rangstaðan í leiknum fær að líta dagsins ljós og eru það Fylkis stúlkur sem eiga heiðurinn að henni.
54. mín
Gréta með geggjaðan sprett upp hægri kantinn, fær boltann frá markmanni og geysist upp, kemur boltanum svo á Dyngvold sem á skondingu sem Audrey lendir í miklu basli með og nær rétt svo að blaka boltanum yfir slána.
49. mín
Megan Dunnigan SKORAR!!

En búið er að flagga rangstöðu, get með engu móti réttlætt þessa ákvörðun, sýndist hún vera eins réttstæð og hægt var.
48. mín
Skagastúlkur byrja þennan hálfleik af miklum krafti!
47. mín
Fín fyrirgjöf frá Maren af hægri kantinum og skalli frá Megan sem kom á fleygiferð inn í teiginn en náði ekki nægum krafti í skallann og boltinn endar í höndunum á Audrey.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Let's go!
45. mín
Hálfleikur
Tíðindalítill fyrri hálfleikur.
45. mín
Jaclyn Pourcel á síðasta færi fyrri hálfleiksins þegar hún fær sendingu í gegn og rennir sér í boltann utarlega í teignum en yfir fór hann.
42. mín Gult spjald: Gréta Stefánsdóttir (ÍA)
40. mín
Kristín Erna með skot aðeins fyrir utan teiginn vinstra megin en það fór vel yfir markið.
36. mín
Hættulegasta færi leiksins!

Fyrirgjöf úr aukaspyrnu af vinstri kantinum frá Grétu á fjærsvæðið beint á kollinn á Megan Dunnigan sem á skalla sem sleikir þverslána og yfir, þarna var hætta á ferðum!
32. mín
Thelma prjónar sig upp vinstri hægri kantinn eins og Fylkisstúlkur hafa gert mikið hingað til í leiknum, kemur svo með fyrirgjöf en engin hvít treyja er til að taka við henni og Skagastúlkur hreinsa frá.
30. mín
Megan vinnur boltann vel af Thelmu inn á miðsvæðinu, setur hann upp á Dyngvold sem reynir að finna Mareni í gegn en afleit sending verður til þess að boltinn endar hjá markmanni Fylkis, víðsfjarri gulri treyju.
28. mín
Hér er lítið að gerast get ég sagt ykkur.
18. mín
Fyrirgjöf frá Thelmu Lóu sem Ásta Vigdís nær að trufla aðeins en boltinn berst samt yfir á fjærsvæðið þar sem Kristín Erna er staðsett en hún nær ekki að koma boltanum fyrir sig og Hrefna Þuríður kemur hættunni frá. Fylkir líklegri svona í byrjun.
16. mín
Rosalega mikið af feilsendingum, liðin ná ekki upp neinu almennilegu spili, of margar langar og háar sendingar fram í einhverju panikki, eru einfaldlega að reyna of erfiða hluti, gæti trúað að misheppnaðar sendingar væru komnar á þriðja tug þrátt fyrir að ekki meira en 17 mínútur séu liðnar af leiknum.
8. mín
Kristín Erna með fyrsta alvöru færi leiksins, sleppur ein í gegn með mann í bakinu en vel varið hjá Ástu Vigdísi.
7. mín
Aukaspyrna sem Fylkir á af miðsvæðinu, boltanum lyft inn í teig og ekki má miklu muna að Hulda Hrund nái að setja hausinn í boltann en allt kom fyrir ekki.
5. mín
Langur bolti inn í teig ætlaður Dyngvold en Audrey í Fylkis markinu gerir vel, kemur út og handsamar fyrgjöfina.
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað, mikið um feilsendingar.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý. Geggjað fótboltaveður á Skaganum.

Fylkir í sínum hvítu búningum spila í átt að höllinni. Skagastúlkur leika í áttina að miðbænum.
Fyrir leik
Dómari kvöldsins er Gunnþór Steinar Jónsson.
Fyrir leik
Styttist í leik, við fáum okkur kaffi og undirbúum okkur fyrir átök kvöldsins, hér er ansi mikið undir skal ég segja ykkur... svona ef það hefur ekki komið fram nú þegar.

Fylkir er í 7.sæti með 10 stig líkt og Selfoss en eru með betri markatölu en þær.
ÍA er í 9.sæti með 8 stig, tveimur stigum fyrir ofan KR sem sitja á botninum, þær etja kappi við Þór/KA í kvöld.
Fyrir leik
Hjá Fylki var það Berglind Björg sem var iðin við kolann þegar kom að markaskorun, skoraði 4 mörk í þeim 8 leikjum sem hún lék fyrir félagið í sumar áður en hún skipti yfir í Breiðablik eins og áður hefur komið fram.

Hún er þó enn markahæst Fylkiskvenna en á eftir henni kemur Rut Kristjánsdóttir með 2 mörk.
Fyrir leik
Það má segja að líkurnar eru ansi miklar á því að ef ÍA skorar í dag þá verði það Megan Dunnigan, ÍA stúlkur hafa skorað all 7 mörk í fyrstu 12 leikjum deildarinnar og af þeim hefur Megan skorað 5 sem er hreinlega mögnuð tölfræði.
Endilega takið þátt í umræðunni, stórslagur á Skaganum. Notumst við kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni lauk þeim leik með 1-1 jafntefli í Lautinni í Árbænum.

Berglind Björg sem fór svo í Breiðablik í glugganum kom Fylki yfir eftir 10.mínútna leik en ÍA jafnaði á 93.mínútu og var það Megan Dunnigan sem skoraði það mikilvæga mark.
Fyrir leik
ÍA hafa verið á ágætis siglingu undanfarið en þær hafa í síðustu þremur leikjum tapað gegn FH, gert jafntefli við Þór/KA og nú síðast unnu þær Selfoss 1-2 á Selfossi.

Fylkisstúlkum hefur ekki gengið jafn vel í undanförnum leikjum síðustu þrír leikir þeirra hafa verið töp enda farið í gegnum erfitt prógram, en þar á undan kom sigurleikur gegn Selfossi 19 júlí.
Fyrir leik
Þessi leikur fær titilinn RISALEIKUR. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og skipta stigin þrjú öllu máli fyrir þessi lið í dag, ætli ÍA sér að halda sér í deild þeirra bestu á næsta ári þá verða þær einfaldlega að vinna í dag.
Fyrir leik
Komiði sæl!

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍA og Fylkis í Pepsi deild kvenna sem leikinn er uppá Skipaskaga, nánar tiltekið á Norðurálsvellinum.
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('72)
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
15. María Rós Arngrímsdóttir
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('89)
24. Eva Núra Abrahamsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Varamenn:
7. Rut Kristjánsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('72)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
24. Helga Þórey Björnsdóttir
27. Íris Dögg Frostadóttir ('89)
28. Berglind Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Hafsteinn Steinsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Óðinn Svansson
Ragnheiður Ágústa Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: