Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
1
ÍBV
0-1 Cloe Lacasse '15
Harpa Þorsteinsdóttir '31 1-1
Donna Key Henry '82 2-1
24.08.2016  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Sól og blíða.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 165
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
14. Donna Key Henry ('83)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
22. Amanda Frisbie
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('93)

Varamenn:
12. Sabrina Tasselli (m)
6. Lára Kristín Pedersen
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('93)
9. Anna María Björnsdóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('83)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:
Donna Key Henry ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur 2-1 og nær 5 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fínn sigur hjá þeim á spræku Eyjaliði en meiðsli Þórdísar Hrannar hér í lokin setja óneitanlega svolítinn skugga á sigurinn.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld. Takk í bili.
93. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Sigrún Ella kemur inn fyrir Þórdísi Hrönn sem liggur enn sárþjáð fyrir utan völlinn. Hún virðist halda um hnéið og við skulum vona að þetta séu ekki krossböndin.
92. mín
Þetta lítur ekki vel út. Þórdís Hrönn liggur sárþjáð á vellinum. Það er grafarþögn í stúkunni og maður heyrir bara öskrin í Þórdísi. Hrikalegt að sjá þetta og Þórdís Hrönn fer útaf á börum. Leikmönnum beggja liða er greinilega brugðið, sem og áhorfendum.
90. mín
Þetta er að fjara út hérna. 3 mínútur í uppbót og ÍBV ekki líklegar til að bæta við marki.
87. mín
Inn:Díana Dögg Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Abigail Cottam (ÍBV)
Jeffs með sína síðustu skiptingu. Díana kemur inn fyrir Abigail.
83. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Markaskorarinn er tekinn útaf.
82. mín MARK!
Donna Key Henry (Stjarnan)
Stoðsending: Ana Victoria Cate
Maaaark! Ana Cate með geggjaða sendingu inn á teig þar sem Donna Key gerir allt rétt. Frábær móttaka og óaðfinnanlegt slútt.
78. mín
Inn:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Út:Rebekah Bass (ÍBV)
Sesselja kemur inn fyrir Bass sem hefur verið að kveinka sér. Greinilega ekki alveg heil. Sesselja smellir sér á vinstri kantinn. Lacasse er á þeim hægri.
78. mín
Adda með bjartsýnistilraun af miðjum vallarhelmingi ÍBV. Skýtur vel yfir.
75. mín Gult spjald: Abigail Cottam (ÍBV)
Fáranlegt hjá Abigail. Hún biður hreinlega um þetta spjald með því að þvælast fyrir þegar Stjarnan á aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi.
67. mín
Þarna munaði engu! Þórdís sendir fyrir á Hörpu sem heldur sér réttstæðri en setur boltann framhjá af markteig.
66. mín
Enn heldur Lacasse áfram að hrella Stjörnukonur. Hún kemst framhjá Kristrúnu og sendir svo fínan bolta fyrir á kollinn á Lisu-Marie Woods sem skallar rétt yfir.
61. mín Gult spjald: Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna fær gult fyrir leikaraskap. Harpa átti flotta sendingu á Donnu sem fellur við í teignum. Stjarnan vill víti en Elías Ingi spjaldar Donnu fyrir leikaraskap. Líklega rétt hjá honum. Þetta virtist ekki vera mikil snerting.
56. mín
Rebekah Bass heppin þarna. Brýtur á Önu Cate í annað skiptið en sleppur við spjald. Ana ekkert sérlega kát með þetta og neitar að taka í spaðann á Bass.
45. mín
Inn:Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV) Út:Veronica Napoli (ÍBV)
Leikurinn er hafinn á nýjan leik. Allt er óbreytt hjá Stjörnunni en Margrét Íris kemur inn fyrir Veronicu Napoli.

45. mín
Það er ekkert sérstaklega góð mæting á völlinn en fólk hefur ennþá tíma til að koma sér á svæðið. Hugmynd: Kíkja í ísbíltúr og gúffa ísinn í stúkunni.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er jöfn þegar liðin ganga til búningsklefa. ÍBV byrjaði leikinn vel og náði að hrella Stjörnukonur með skemmtilegum skyndisóknum en Stjarnan hefur verið að herða tökin og verið betri aðilinn eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn.
45. mín
Vel gert! Donna Key með geggjaðan snúning og laumar boltanum á Hörpu sem skorar.. Eeeeen. Hún er rangstæð. Þarna munaði litlu. Falleg sókn hjá Stjörnunni.
40. mín
Það er fjör í þessu. Nú á hægri bakvörðurinn Ana Cate fínasta skot, rétt framhjá.
39. mín
ÍBV eru ekki hættar! Stjörnukonur bjarga á marklínu eftir hornspyrnu. Mér sýndist það vera Sara Rós sem átti skallann og Ásgerður sem skallaði frá.
36. mín
Næstum því! Skemmtileg tilþrif hjá Þórdísi Hrönn sem endar á að vippa boltanum (með hægri fæti) á kollinn á Hörpu sem setur boltann sentimeter framhjá stönginni. Sóknarþungi Stjörnunnar er að aukast.
35. mín
Harpa reynir skot utan teigs en það fer hátt yfir og langleiðina í átt að skítalæknum alræmda.
31. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Donna Key Henry
Harpaaaa! Hver önnur? Harpa er búin að jafna leikinn með frábærri vinstri fótar afgreiðslu eftir laglegt uppspil Stjörnuliðsins.
26. mín
Stjarnan er meira með boltann þessa stundina en ÍBV-liðinu líður bara ágætlega þannig enda fá þær þá meira pláss fyrir sínar hættulegu skyndisóknir.
22. mín
Jeffs stillir ÍBV-liðinu svona upp:

Bryndís
Romero- Júlíana - Anasi - Sóley
Sara Rós - Lisa-Marie
Napoli - Lacasse - Bass
Cottam
21. mín
Fín sókn hjá Stjörnunni en eftir laglegt samspil í teignum þrumar María Eva yfir.
18. mín
Liðsuppstilling Stjörnunnar er með nokkuð hefðbundnu sniði en það vekur þó athygli að Ana Victoria Cate er í hægri bakverði í dag:

Berglind
Cate - Jenna - Amanda - Kristrún
Ásgerður - María
Agla - Donna - Þórdís
Harpa
16. mín
Þetta hleypir bara fjöri í leikinn.. Og deildina ef því er að skipta!
15. mín MARK!
Cloe Lacasse (ÍBV)
Laccaaaaaaasse! Þvílíkt einstaklingsframtak. Cloe vann boltann á eigin vallarhelmingi og brunaði alla leið í gegn og setti boltann framhjá Berglindi. Þvílíkur sprettur hjá Cloe en hvar voru varnarmenn Stjörnunnar?
11. mín
Nauðvörn hjá gestunum. Anasi með hrikalega sendingu út úr vörninni sem Agla hirðir. Agla rennir boltanum til vinstri á Þórdísi sem á fínt skot en Júlíana nær að komast fyrir á ögurstundu. Kæruleysi hjá Anasi.
5. mín
Þetta byrjar nokkuð fjörlega og bæði lið reyna að sækja. Það er þó ekkert um alvöru færi ennþá.
3. mín
Þjálfarar liðanna hafa gert sitthvora breytinguna á byrjunarliðunum frá síðustu umferð. Donna Key Henry kemur inn fyrir Theodóru Dís hjá Stjörnunni en hjá gestunum er Sigríður Lára Garðarsdóttir í leikbanni og Veronica Napoli tekur hennar sæti í liðinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Stjarnan byrjar.
Fyrir leik
Flautað verður til leiks kl.18 á Samsung-vellinum í Garðabæ og veðrið er hreint út sagt geggjað. Það er vonandi að við fáum sem flesta áhorfendur á völlinn í blíðunni.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan! Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Stjörnunnar og ÍBV í Pepsi-deild kvenna. Það er enginn smá leikur hér í kvöld en með sigri getur Stjarnan náð 5 stiga forystu í efsta sæti deildarinnar. ÍBV-liðið hefur hinsvegar verið á góðu skriði að undanförnu og verður sýnd veiði en alls ekki gefin.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Natasha Anasi
6. Sara Rós Einarsdóttir
9. Rebekah Bass ('78)
10. Veronica Napoli ('45)
11. Lisa-Marie Woods
20. Cloe Lacasse
22. Arianna Jeanette Romero
23. Abigail Cottam ('87)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('78)
7. Díana Dögg Magnúsdóttir ('87)
14. María Björk Bjarnadóttir
15. Ásta María Harðardóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Hjördís Jóhannesdóttir
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Abigail Cottam ('75)

Rauð spjöld: