Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
1
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '59
Sara Lissy Chontosh '85
24.08.2016  -  18:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Daníel Ingi Þórisson
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('64)
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('77)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('86)
6. Fernanda Vieira Baptista
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
10. Stefanía Pálsdóttir ('64)
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('77)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
22. Íris Sævarsdóttir ('86)
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Sara Lissy Chontosh ('64)

Rauð spjöld:
Sara Lissy Chontosh ('85)
Leik lokið!
Þór/KA fær stigin þrjú í kvöld.

Þær þurftu að hafa fyrir því en yfir höfuð voru þetta sanngjarn sigur. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
89. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Síðasta skipting Þór/KA. Þær eru byrjaðar að éta niður tímann.
88. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hulda er búin að eiga ágætan leik. Ansi lítið eftir fyrir KR-inga að fá eitthvað úr þessum leik.
86. mín
Inn:Íris Sævarsdóttir (KR) Út:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR)
Síðasta skipting KR-inga. Manni færri og fjórar mínútur eftir.
85. mín Rautt spjald: Sara Lissy Chontosh (KR)
Fær sitt annað gula spjald. Einhver ringlulreið hérna þar sem enginn sá rauða spjaldið fara á loft en Sara er ekki lengur inná. Brot á miðjum vellinum.
83. mín
Það er ansi lítið sem bendir til þess að við séum að fara að fá jöfnunarmark hérna. Sandra María átti rétt í þessu skot yfir markið.
80. mín
Sandra Mayor tekur skot utan teigs sem fer yfir markið.
77. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
KR-ingar gefast ekki upp. Hvað getur Sofía gert á 13 mínútum?
76. mín
Natalia reynir skot utan teigs sem hafnar í fanginu á Hrafnhildi.
73. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting Þór/KA. Andrea átt fínasta leik.
71. mín
Sandra María leggur boltann á Sandra Mayor sem er í mjög góðu skallafæri en Sigrún gerir mjög vel í að komast fyrir boltann.
69. mín
Friðgeir kom með Bingó kúlur í fréttamannastúkuna. Kvörtum ekki yfir því. Lítið að gerast í leiknum annars.
68. mín Gult spjald: Zaneta Wyne (Þór/KA)
Sparkaði í Sigrúnu niður.
64. mín
Inn:Stefanía Pálsdóttir (KR) Út:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Fyrsta skipting leiksins.
64. mín Gult spjald: Sara Lissy Chontosh (KR)
Brot um 35 metrum frá markinu.
64. mín
Anna Rakel í svipuðu færi og Sandra skoraði úr áðan en skot hennar fer yfir markið.
60. mín
Sandra er komin aftur ein í gegn, nánast nákvæmnlega eins færi en í þetta skiptið ver Hrafnhildur frá henni. Sandra Mayor nær svo skoti en þá er Fernanda mætt til að bjarga á línu. Stórsókn Þór/KA.
59. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Sandra fær sendingu frá hægri og klárar virkilega vel úr nokkuð þröngu færi.

Heilt yfir verður þetta að teljast sanngjarnt.
54. mín
Seinni hálfleikur fer afskaplega rólega af stað. Þór/KA meira með boltann en engin færi.
53. mín
Natalia Gomez fær boltann innan teigs en skotið hennar fer framhjá úr erfiðu færi.
47. mín
Eftir mikið bras í vítateig KR-inga og nokkrar tilraunir koma varnarmenn KR boltanum loks í burtu.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Ég bið ekki um mikið í seinni hálfleiknum, bara eitt mark eða svo.
45. mín
Hálfleikur
Markalaus fyrri hálfleikur, Þór/KA töluvert sterkari aðilinn en það vantar að skapa betri færi. KR-ingar hafa fengið einhver hálf-færi.
44. mín
Anna Birna er eitthvað meidd og er ég ekki viss um að hún haldi leik áfram.
35. mín
Enn ein tilraunin hjá Þór/KA, nú á Natalia Gomes skot af löngu færi en yfir fer það. Flestu tilraunir gestanna koma utan af velli.
34. mín
Andrea Mist á skot utan teigs, hún ætlaði að leggja honum í bláhornið en Hrafnhildur er vel á verði og ver.
33. mín
KR-ingar sækja hratt, Ásdís Karen fer á vörn Þór/KA, leggur boltanum á Vieira Baptista en skotið hjá Brassanum fer í varnarmann.
32. mín
Sandra Mayor er í fínu færi innan teigs en skotið hennar fer í varnarmann. Boltinn berst svo á Huldu sem er í fínu færi en snertingin hennar er ekki nógu góð og KR-ingar koma boltanum í burtu.
31. mín
Sandra Mayor á núna skot af löngu færi sem fer hátt yfir markið.
30. mín
Natalia Gomez á skot af löngu færi sem fer rétt framhjá.
27. mín
Aftur er Sandra María komin í færi, núna er hún ein gegn Hrafnhildi en markmaðurinn ver virkilega vel.
25. mín
Sandra María á skot úr þröngu færi sem hittir ekki markið.
22. mín
Þór/KA komið með völdin á ný og leikurinn fer meira og minna fram á vallarhelmingi KR. Gestirnir eru samt ekki að skapa sérstaklega mikið.
18. mín
Elísabet Guðmunds fær hörkuskot beint í andlitið og fær hún nú aðhlynningu. Þetta viljum við ekki sjá þar sem hún er með hjálm á höfðinu vegna höfuðhögga sem hún hefur fengið áður.
15. mín
Leikurinn er búinn að róast töluvert niður. KR að komast meira inn í hann.
10. mín
Andra Mist á skot af löngu færi sem fer rétt yfir.
9. mín
Þór/KA er búið að vera mikið betri aðilinn þessar fyrstu níu mínútur.
8. mín
Þór/KA svo nálægt því að komast yfir!

Anna Rakel á aukaspyrnu rétt utan teigs sem Hrafhildur slær í slánna. Zaneta Wyne tók svo frákastið af stuttu færi en þá bjargaði Anna Birna á línu.
6. mín
6. mín
3. mín
Það er eitthvað óöruggi í vörn KR, fyrirgjöf frá hægri hjá Þór/KA hafnar í slánni á KR markinu.
2. mín
Gestirnir eiga fyrstu tilraunina, Natalia Gomez tekur aukaspyrnu af löngu færi sem Hrafnhildur grípur.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað, fjórum mínútum á eftir áætlun.
Fyrir leik
Jæja, liðin eru komin á völlinn og er þetta allt saman að fara af stað.
Fyrir leik
Natalia Gomez og Lára Einarsdóttir koma inn í lið Þór/KA frá liðinu sem náði góðu jafntefli gegn Breiðablik í síðustu umferð.
Fyrir leik
Hrafnhildur Agnarsdóttir, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Jóhanna Sigurþórsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir koma allar inn í lið KR frá tapinu gegn FH í síðasta leik.
Fyrir leik
Þór/KA er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig. Liðið er fimm stigum frá Val sem er í 3. sæti.
Fyrir leik
KR er á botni deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn leik í allt sumar. Fyrir leik eru fjögur stig í Selfoss og Fylki sem eru í sætunum fyrir ofan fallsætin.
Fyrir leik
Hæhæ!

Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Þór/KA í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
8. Lára Einarsdóttir ('89)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('88)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('89)
14. Margrét Árnadóttir ('73)
18. Æsa Skúladóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Siguróli Kristjánsson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson

Gul spjöld:
Zaneta Wyne ('68)

Rauð spjöld: