Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
1
Grindavík
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson '72
Ivan Martinez Gutierrez '86 , víti 1-1
25.08.2016  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Blankalogn, 14 stiga hiti og léttskýjað. Völlurinn geggjaður.
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Óttar Guðlaugsson
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('77)
20. Sindri Pálmason ('77)
23. Arnór Ingi Gíslason ('69)

Varamenn:
28. Einar Guðni Guðjónsson (m)
3. Sören Lund Jörgensen ('77)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('69)
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Elías Örn Einarsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('27)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('62)
Ivan Martinez Gutierrez ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossvelli!

Frábær skemmtun og jafntefli niðurstaða 1-1.

Takk fyrir mig í kvöld. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Grindvíkingar að sleppa innfyrir vörn Selfyssinga en eru rangstæðir.
90. mín
Erum uppbótartíma.
90. mín
Ingi Rafn með GEGGJAÐAN skalla!

Kristijan ver í horn!!! Rosalegar mínútur!
89. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
88. mín
Selfyssingar heldur betur að sækja í sig veðrið og sækja látlaust þessa stundina! Fáum við sigurmark?
86. mín Mark úr víti!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
MAAAAAAARK!

Frábær vítaspyrna, á mitt markið.

1-1!!!!!
85. mín Gult spjald: Kristijan Jajalo (Grindavík)
VÍTI!!!!!

SELFYSSINGAR FÁ VÍTI!

Kristijan í skógarhlaupi, ætlar að kýla boltann en fer í JC Mack frekar!
83. mín
Magnús Björgvinsson kemst einn innfyrir vörn Selfyssinga en kemur sér í þröngt færi, nær skotinu en Vignir grípur.
80. mín
Magnús Björgvinsson með frábæra innkomu í þennan leik. Verið virkilega sterkur og vinnur hér horn fyrir Grindvíkinga.
77. mín
Inn:Sören Lund Jörgensen (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
77. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
75. mín
Alexander Veigar lætur til sín taka ENN og aftur!

Á hér hættulegt skot sem fer þó framhjá markinu.
72. mín MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
MAAAAAAARK!

Gestirnir að brjóta ísinn og það gerist þegar um það bil 72 mínútur eru liðnar af leiknum.

Ósköp einfalt mark. Magnús Björgvin með frábæra sendingu inn í teig þar sem Alexander Veigar fær boltann beint í fætur og klárar snyrtilega í markið! Þetta er ekkert flókin íþrótt.
71. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Grindavík)
71. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Juanma Ortiz (Grindavík)
69. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins.
67. mín
Flott sókn hjá Grindvíkingum. Oliveira með hörkusendingu inn í teig Selfyssinga, beint á Alexander Veigar sem skýtur hársbreidd framhhjá.
63. mín Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
62. mín Gult spjald: Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Stöðvar hraða sókn Grindvíkinga. Hárrétt.
61. mín
Andri Rúnar með skot á markið en Vignir grípur!

Það er fjör í þessu maður! ÖSSSSSSSS..
60. mín

58. mín
James Mack með ágætis tilraun, reynir hér skot langt fyrir utan teig en það er jafnlangt framhjá.
55. mín
Grindvíkingar í stórsókn og Selfyssingar í nauðvörn!

Grindvíkingar reyna hér einhver 3-4 skot á markið í sömu sókninni en vörn Selfyssinga kemur þessu burt með herkjum!
53. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Klárt gult. Peysutogar Arnór Inga svakalega!
50. mín
Andri Rúnar kemst hér einn í gegn en Sigurður Eyberg með stórkostlegan varnarleik, eltir hann uppi og kemur boltanum burt!
50. mín
Hér fá gestirnir fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks. Hana tekur fyrirliðinn Jósef Kristinn en Selfyssingar hreinsa auðveldlega frá.
48. mín
Fer fjörlega af stað hérna seinni hálfleikurinn! Leikurinn er mjög hraður og barátta liðanna er með ólíkindum!
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.

Bæði lið óbreytt sýnist mér í fyrstu.
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótartími hjá Gunnari.

Markalaust á Selfossi í hálfleik, jafnræði með liðunum en Grindvíkingar kannski ívið betri.
45. mín
Skot á mark!

Alexander Veigar sprækasti leikmaður Grindvíkinga í þessum fyrri hálfleik með skot fyrir utan teig, Vignir grípur boltann. Fín tilraun.
43. mín
Alexander Veigar með góða sendingu inní teig á Gunnar Þorsteinsson sem nær skallanum en boltinn endar á þaknetinu!
41. mín
Grindvíkingar hægt og rólega að taka yfir leikinn hér.

Flottar sóknir trekk í trekk. Vörn Selfyssinga nær þó að verjast þeim tiltölulega auðveldlega.
37. mín
Frábær útfærsla á aukaspyrnunni!

Alexander Veigar tekur spyrnuna, rennir honum út á Gunnar Þorsteinsson sem tekur skotið, fer af varnarmanni Selfyssinga og þaðan til Oliveira sem nær skotinu en það RÉTT yfir markið!
36. mín
Grindvíkingar fá hér aðra aukaspyrnu á góðum stað. Brotið á Andra Rúnari. Hélt að dómarinn væri að dæma leikaraskap á Andra Rúnar.
35. mín
Aukaspyrnan BEINT af æfingasvæðinu ef svo má segja. Menn hoppa og skoppa yfir boltann áður en Andri Rúnar neglir boltanum, beint í hausinn á fjárfestinum Sigurði Eyberg sem nær að hreinsa frá!
33. mín
Menn eru virkilega HEITIR þessa stundina. Brotið á mönnum hér hægri vinstri og nú er brotið á Jiminez fyrir utan teig Selfyssinga, skotfæri klárlega.
30. mín
Skemmtileg tilraun gestanna. Jimenez brunar upp miðjan völlin í átt að marki Selfyssinga, reynir sendinguna innfyrir á Oliveira en sendingin aðeins of föst og endar í fanginu á Vigni.
27. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Sindri Pálma með svokallað "professional foul". Grindvíkingar á leið í hraða sókn og Sindri hendir bara í gamla góða hálstakið á Jimenez.
25. mín
Selfyssingar betra liðið þessa stundina, klárt mál. Engin hættuleg færi þó. Grindvíkingar í basli í vörninni!
22. mín
SELFYSSINGAR NÁLÆGT ÞVÍ!

Þorsteinn Daníel með geggjaðan bolta inní teig beint á Arnór Inga sem á fastann skalla RÉTT yfir markið. Sentímetraspursmál!
19. mín
Grindvíkingar eru ekki sáttir við Gunnar þessa stundina. Virðist vera að sleppa augljósum brotum. Hér brotið á Oliveira rétt fyrir utan teig.
16. mín
Enn og aftur vilja Grindvíkingar fá vítaspyrnu!

Hér fellur Jimenez í teignum eftir baráttu við Andy Pew að mér sýndist. Gunnar Sverrir dæmir ekkert.
13. mín
Selfyssingar að komast betur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar höfðu byrjað af miklum krafti.
9. mín
Grindvíkingar eru töluvert í því hér í byrjun leiks að dúndra boltanum upp á Andra Rúnar. Selfyssingar í smá basli með að verjast þessum boltum.
6. mín
Þorsteinn Daníel stálheppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu!

Ætlar að skalla boltann burt úr teignum en skallar beint í höndina á sér sem er hátt uppi. Grindvíkingar brjálaðir. Gunnar Sverrir virðist ekki hafa séð þetta.
4. mín
Bæði lið að byrja af miklum krafti og nú eru það Selfyssingar sem ná hér fínni sókn. Enda með skoti frá Arnari Loga sem fer af varnarmanni og í hendurnar á Kristijan í marki Grindavíkur.
2. mín
Grindvíkingar byrja á ALVÖRU sókn!

Jimenez með fasta sendingu af hægri inná Andra Rúnar sem er inní teig, hann snýr og leggur hann út á Alexander Veigar sem nær skoti en Vignir ver!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem byrja leikinn með bolta!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin að ganga hér út á völlinn!

Gunnar Sverrir dómari lítur GLÆSILEGA út. Selfyssingar vínrauðir og Grindvíkingar í sínum hefðbundnu gulu treyjum.
Fyrir leik
10 mín í leik og bæði lið farin inn til búningsherbergja. Fólk flykkist í stúkuna, þetta verður eitthvað. Össss....
Fyrir leik
Það viðrar afskaplega vel til knattspyrnuiðkunnar hér á Selfossi í kvöld.

Blankalogn, 14 stiga hiti og léttskýjað. Völlurinn geggjaður.
Fyrir leik
Grindvíkingar gera tvær breytingar frá stórsigrinum gegn HK í síðustu umferð en inn koma þeir Andri Rúnar og Josiel Oliveira.

Óli Baldur Bjarna og William Daniels víkja.
Fyrir leik
Selfyssingar að stilla upp voðalega svipuðu byrjunarliði og í undanförnum leikjum. Arnór Ingi Gíslason byrjar á toppnum. Svavar Berg á varamannabekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús!
Fyrir leik
Dramatíkin var allsráðandi í fyrri leik liðanna í deildinni.

Grindvíkingar komust yfir á 20.mínútu leiksins en það var síðan varamaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson sem jafnaði fyrir Selfyssinga á 93. mínútu leiksins. 1-1 jafntefli niðurstaðan í þeim leik.
Fyrir leik
Selfyssingar sigla ansi lygnan sjó í deildinni og eru sem stendur í 7.sæti. Það er stutt í báðar áttir en liðið er einungis 4 stigum frá 3.sæti deildarinnar og 6 stigum frá fallsæti.

Liðið hefur verið að spila á pari í undanförnum leikjum en síðustu tveir leikir liðsins hafa endað með jafntefli, gegn Fjarðabyggð og Þór.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir eru Grindvíkingar á toppi Inkasso-deildarinnar og það virðist fátt koma í veg fyrir það að þeir muni spila í Pepsi næsta sumar. Liðið hefur ekki tapað fótboltaleik síðan 12. júní.

Liðið vann auðveldan s igur á HK, 4-0 í síðustu umferð. Tekst Selfyssingum að stríða þeim í kvöld?
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina texalýsingu frá höfuðborg Suðurlands, Selfossi en hér ætlum við að fylgjast með því þegar topplið deildarinnar, Grindavík heimsækir Selfyssinga.

Takið ekki augun af skjánum í svo mikið sem eina sekúndu!
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Ásgeir Þór Ingólfsson ('71)
11. Juanma Ortiz ('71)
24. Björn Berg Bryde
30. Josiel Alves De Oliveira
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('89)

Varamenn:
3. Edu Cruz
5. Nemanja Latinovic
9. Matthías Örn Friðriksson ('71)
17. Magnús Björgvinsson ('71)
25. Aron Freyr Róbertsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Danimir Milkanovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('53)
Kristijan Jajalo ('85)

Rauð spjöld: