Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
2
1
Fram
Ólafur Hrannar Kristjánsson '58 1-0
1-1 Orri Gunnarsson '81
Sindri Björnsson '87 2-1
25.08.2016  -  18:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson ('86)
80. Tómas Óli Garðarsson ('73)
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson
9. Kolbeinn Kárason ('73)
15. Kristján Páll Jónsson ('86)
21. Kári Pétursson
25. Davi Wanderley Silva

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Jörundur Áki Sveinsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('61)
Fannar Þór Arnarsson ('77)
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Loksins vinnur Leiknir fótboltaleik!

Ennþá heldur Fram áfram að vinna og tapa til skiptis.

Viðtöl og skýrlsa á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Parlov á skot hinum megin en Eyjó er vel á verði og grípur boltann.
90. mín
Kolbeinn Kárason nær góðu skoti eftir fallega sókn en Layeni ver roooosalega vel frá honum.
90. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Síðasta skipting Framara.
90. mín
Dino Gavric á skalla rétt framhjá eftir góða fyrirgjöf frá vinstri.
87. mín MARK!
Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Atli Arnarson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Atli á fyrirgjöf á Sindra sem er aleinn á fjær, eins og sannur framherji og skorar af öryggi. Eru Leiknismenn loksins að vinna fótboltaleik!?

Miðjumaðurinn sem er að spila vinstri bakvörð er búinn að skora!
86. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Brynjar búinn að vera með betri mönnum í þessum leik.
85. mín
Framarar mikið sterkari núna. Arnar Sveinn á góða fyrirgjöf sem Bubalo skallar í fangið af Eyjó af stuttu færi.
84. mín
Orri er orðinn heitur, tekur skot af löngu færi sem Eyjó gerir vel í að halda.
81. mín MARK!
Orri Gunnarsson (Fram)
Stoðsending: Ivan Parlov
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Framarar eru búnir að jafna. Parlov er nýkominn inná sem varamaður og hann á fallega fyrirgjöf, beint á Orra sem skorar af stuttu færi. Falleg sókn.

Leiknismenn geta sjálfum sér um kennt fyrir að falla langt til baka eftir að hafa komist yfir.
80. mín
Inn:Ivan Parlov (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Gunnlaugur átt þokkalegan leik.
78. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Alltof seinn í Arnar Svein og fær hárrétt gult spjald.
77. mín Gult spjald: Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Of seinn í tæklingu. Fannar ætlar svo í Þórodd er hann dæmir aukaspyrnu. Fékk spjaldið líklegast fyrir viðbrögðin frekar en brotið.
76. mín
Framarar hafa um korter til að bjarga þessum leik. Eyjólfur hefur haft það of náðugt í markinu fyrir þeirra smekk.
73. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Tómas er búinn að eiga góðan leik á miðjunni.
72. mín
Binni á skemmtilega sendingu inn fyrir á Ólaf Hrannar sem leggur hann svo aftur á Binna en skotið hjá honum fer í varnarmenn og í horn.
69. mín
Ivan Bubalo fær langa sendingu á sig en skallinn hans hittir ekki markið. Erfitt færi.

66. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex hefur dottið niður í seinni hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik. Sjáum hvað Bojan gerir við leikinn.
65. mín
Elvar Páll á mjög góða sendingu á Ólaf Hrannar sem er í frábærri stöðu, einn gegn Layeni en fyrirliðinn tekur of fasta snertingu og þetta rennur út í sandinn.
63. mín
Tómas Óli nálægt því að skora snyrtilegt mark, Binni Hlö á fyrirgjöf sem Tómas nær að koma hælnum í en Layeni varði vel frá honum. Mjög opinn leikur þessa stundina.
62. mín
FRAMARAR FÁ DAUÐAFÆRI!!!

Gunnlaugur á góðan skalla sem hafnar í stönginni og fer beint á Ivan Bubalo sem er í fáranlega góðu færi en Króatinn hamrar boltanum hátt yfir. Einhver álög á þessu marki því það eru komin þrjú dauðafæri, öll á sama markið og öll jafn illa kláruð.
61. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Stoppar skyndisókn gestanna. Sindri er búinn að eiga fínan leik í vinstri bakverðinum.
58. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!!

Framarar hafa verið betri í seinni hálfleiknum en Leiknismenn eru komnir yfir.

Tómas Óli sendir góða sendingu á Elvar Pál sem er í fínu færi, Ólafur Hrannar tekur hins vegar boltann af liðsfélaga sínum og klárar virkilega vel. Fyrirliðinn bætir upp fyrir klúðrið í síðari hálfleiknum.
53. mín
Leikurinn er búinn að vera fín skemmtun. Það er ekki mikið undir hjá liðunum og er því spilað af ástríðunni einni saman. Það vantar bara mark.
49. mín
Framarar fara betur af stað í seinni hálfleik og hefur boltinn verið á vallarhelmingi Leiknis síðan hann fór af stað.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Furðulegt að Leiknisliðið er ekki yfir í hálfleik miðað við færin sem þeir fengu. Markalaust í leikhléi.
44. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoppar skyndisókn Leiknis.
40. mín
Fram er búið að eiga kafla í þessum leik en heilt yfir eru Leiknismenn búnir að vera töluvert betri.
37. mín
Leiknismenn í öðru færi. Ekki alveg sama lúxusfæri og áður í þessum leik. Brynjar á fyrirgjöf á Ólaf Hrannar sem nær ágætis skalla en Layeni er vel á verði í markinu.
33. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI HJÁ LEIKNI

Sindri á fyrirgjöf sem hafnar á Elvari Páli sem er í ROSALEGU færi, aleinn á fjærstöng en hann skýtur framhjá. Tvö færi hjá Leikni sem ég skil hreinlega ekki hvernig er hægt að klúðra.
31. mín
Ólafur Hrannar fær boltann utarlega í teignum og reynir skot en Layeni nær að grípa boltann.
25. mín
Alex Freyr er búinn að vera góður í dag. Hann fer á Eirík Inga, kemst framhjá honum en fyrirgjöfin hans hittir ekki samherja.
20. mín
Fram sækir hinum megin. Gunnlaugur Birgis fær aukaspyrnu á hættulegum stað en Bubalo hittir ekki markið úr spyrnunni.
19. mín
HVERNIG SKORAÐI ÓLAFUR HRANNAR EKKI!?

Eiríkur Ingi á skot sem Layeni ver beint fyrir fætur Ólafs Hrannars sem er í DAUÐAFÆRI, aleinn fyrir opnu marki en einhvernvegin tekst honum að skjóta beint í Layeni aftur. Það var erfiðara að klúðra þessu en að skora.
18. mín
Leiknismenn nálægt því að komast yfir!

Brynjar Hlöðversson fer framhjá tveim mönnum og á fasta fyrirgjöf sem Ólafur Hrannar rétt missir af fyrir opnu marki.
15. mín
Ivan Bubalo er fyrsti maðurinn til að koma boltanum í markið en hann er rangstæður.
11. mín
Leiknismenn voru betri fyrstu fimm mínúturnar eða svo en Framarar hafa tekið við sér og litið vel út síðstu mínútur.
7. mín
Alex Freyr á fyrirgjöf sem Eyjólfur á í stökustu vandræðum með, markmaðurinn rétt nær að slá boltann í horn en boltinn stefndi í fjærhornið.
5. mín
Gunnlaugur Birgis á fyrstu tilraun gestanna. Skot utan teigs, beint í fangið á Eyjólfi.
4. mín
Leiknismenn byrja betur. Elvar Páll var nálægt því að koma sér í færi en vörn Framara hélt. Stuttu síðar var Sindri Björnsson kominn nálægt teig gestanna en aftur náðu þeir að bjarga málunum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað. Framarar sækja í áttina að Breiðholtslauginni.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og er þetta allt saman að fara af stað. Elvis Pressley á fóninum eins og venjan er í Breiðholtinu.
Fyrir leik
Fram er búið að vera í neðri hlutanum, nánst allt mótið og hefur vantað allan stöðuleika í liðið. Þeir hafa verið að vinna og tapa til skiptis undanfarið.
Fyrir leik
Leiknir var í baráttu um að komast upp um deild framan af móti en þeim hefur gengið ótrúlega illa undanfarið. Þeir unnu síðast leik fyrir rúmum mánuði og hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.
Fyrir leik
Leiknir er í 5. sæti með 24 stig á meðan Fram er í 8. sæti með 22 stig. Fram getur því farið upp fyrir andstæðinga sína með sigri.
Fyrir leik
Það er ekki neitt rosalega mikið undir í leiknum í kvöld. Hvorugt liðið er að fara að falla og hvorugt liðið er að fara upp um deild.
Fyrir leik
Hæ!

Hér verður Reykjavíkurslagur í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('80)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Alex Freyr Elísson ('66)
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Indriði Áki Þorláksson ('90)
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric

Varamenn:
5. Sigurður Þráinn Geirsson
8. Ivan Parlov ('80)
9. Helgi Guðjónsson
9. Bojan Stefán Ljubicic ('66)
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('90)
12. Sigurður Hrannar Björnsson
17. Kristófer Jacobson Reyes

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Zeljko Sankovic
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('44)

Rauð spjöld: