Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
3
1
Fjarðabyggð
Óskar Jónsson '15 1-0
Gunnar Örvar Stefánsson '28 2-0
Sigurður Marinó Kristjánsson '31 3-0
3-1 Dimitrov Zelkjo '81
27.08.2016  -  14:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
4. Gauti Gautason ('87)
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('64)
15. Guðni Sigþórsson ('72)
21. Óskar Jónsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson ('64)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('87)
7. Marinó Snær Birgisson ('72)
17. Halldór Mar Einarsson
29. Birkir Már Hauksson

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Sandor Matus
Hlynur Birgisson
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson
Dragan Stojanovic
Bjarki Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Akureyri. Þórsarar hirða stigin 3 úr þessum leik verðskuldað.
91. mín
Fjarðarbyggð hefur fengið tvær hornspyrnur í röð og legið í sókn síðustu 2 mínútur. Þórsarar eiga í basli með að koma boltanum frá.
89. mín
Þórsarar hafa haft yfirhöndina seinni hluta síðari hálfleiks og má segja að lítið sé að gerast hér á síðustu mínútunum. Úrslitin eru að öllum líkindum ráðin og það sést á leiknum.
87. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Gauti Gautason (Þór )
Fleiri ungir leikmenn fá tækifæri til að spreyta sig í Þórsliðinu í dag. Hermann Helgi kemur inn fyrir Gauta Gautason.
81. mín MARK!
Dimitrov Zelkjo (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Hlynur Bjarnason
MARK! Hlynur Bjarnason gerir virkilega vel, á góðan sprett upp hægri kantinn, snýr af sér varnarmann og kemur boltanum á Dimitrov Zelkjo sem kemur honum í netið.
79. mín
Dauðafæri! Marinó Snær kemst í dauðafæri eftir gott samspil en Poljanec gerir vel og kemur boltanum í burtu.
74. mín
Inn:Haraldur Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð) Út:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
Þriðja og síðasta skipting Fjarðarbyggðar hér í dag. Hákon Þór fer út fyrir Harald Þór.
72. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
Önnur skipting Þórsara í dag, annar ungur leikmaður kemur inn, Marinó Snær fyrir Guðna Sigþórsson.
66. mín
Víkingur Pálmason með fasta aukaspyrnu sem fer í Tómas Örn og aftur fyrir mark Þórsara. Fjarðarbyggð fær tvær hornspyrnur sem skila litlu.
64. mín
Inn:Tómas Örn Arnarson (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Tómas Örn fær að spreyta sig í fyrsta skipti með meistaraflokki í sumar og kemur inn í hægri bakvörðinn.
58. mín
Inn:Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð) Út:Aron Gauti Magnússon (Fjarðabyggð)
Tvöföld skipting hjá Fjarðarbyggð. Andri Þór inn fyrir Aron Gauta.
58. mín
Inn:Hlynur Bjarnason (Fjarðabyggð) Út:Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð)
Hlynur Bjarnason kemur inn fyrir Stefán Þór.
54. mín
Leikmenn Fjarðarbyggðar byrja af töluvert meiri krafti en í fyrri hálfleik og eru búnir að vera meira með boltann þær mínútur sem liðnar eru af seinni hálfleik. Það vantar þó aðeins upp á að þeir séu raunveruleg ógn við mark Þórsara.
46. mín
Liðin hafa stillt sér upp á vellinum á ný og Aðalbjörn flautar til seinni hálfleiks.
46. mín
Fjarðarbyggð þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda úr þessum leik þar sem þeir eru í harðri baráttu við Huginn og HK að halda sér uppi. Huginn er nú 3-2 yfir á móti Leikni í hálfleik.
46. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn flautar til hálfleiks og Þórsarar geta gengið sáttir til klefa.
Það verður brekka fyrir Fjarðarbyggð að koma sér aftur inn í leikinn í seinni hálfleik.
43. mín
Aron Birkir, sem er fæddur árið 1999, hefur verið öruggur í marki Þórsara en þetta er hans fyrsti byrjunarliðsleikur í deild í sumar.
38. mín
Leikmenn Fjarðarbyggðar hafa átt í erfiðleikum með að skapa sér almennileg færi í leiknum en liðin hafa verið svipað mikið með boltann síðustu mínútur.
34. mín
Gunnar Örvar Stefánsson er nú orðinn markahæsti leikmaður Inkasso deildarinnar með 11 mörk í 17 leikjum.
31. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
MAAARK! Sigurður Marinó klárar snyrtilega í markið eftir að frábært spil Þórsara í gegnum vörn Fjarðarbyggðar.
28. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Guðni Sigþórsson
MAARK! Gunnar Örvar kemur boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf frá Guðna Sigþórssyni.
26. mín
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Þórsliðinu frá síðasta leik en í byrjunarliðinu eru fjórir leikmenn úr 2.flokki, þeir Aron Birkir, Guðni, Óskar og Ólafur Hrafn.
22. mín
Gunnar Örvar á góðan skalla á markið en Poljanec gerir vel og ver.
Hann kemur boltanum hratt í leik með langri markspyrnu sem kemur Dimitrov Zelkjo í gott færi en dæmd er á hann aukaspyrna eftir samstuð við Aron Birki, markmann Þórsara.
15. mín MARK!
Óskar Jónsson (Þór )
MARK! Óskar Jónsson skorar beint úr aukaspyrnunni í hægra hornið framhjá markverði Fjarðarbyggðar.
14. mín
Brotið á Ólafi Hrafni nokkrum metrum fyrir utan vítateig.
11. mín
Víkingur Pálmason er markahæsti maður Fjarðarbyggðar í sumar með 6 mörk en hann er ekki ókunnugur Þorpinu þar sem hann spilaði með Þór á yngri árum.
5. mín
Ólafur Hrafn kemur sér í ágætis færi eftir góðan sprett upp vinstri kantinn en Uros Poljanec gerir vel í markinu og kemur boltanum frá.
3. mín
Leikurinn byrjar af ágætis krafti en leikmenn eiga í töluverðum erfiðleikum með að fóta sig á blautu grasinu.
1. mín
Leikur hafinn
Aðalbjörn hefur flautað leikinn á hér á Þórsvelli.
Fyrir leik
Hér á Akureyri er þoka og það hefur rignt meira og minna í allan morgun og völlurinn er blautur eftir því.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu.
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Uros Poljanec (m)
2. Emil Stefánsson
5. Ingiberg Ólafur Jónsson
6. Stefán Þór Eysteinsson ('58)
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon ('58)
10. Elvar Þór Ægisson
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson ('74)
19. Dimitrov Zelkjo
20. Brynjar Már Björnsson

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
8. Hafþór Ingólfsson
9. Hlynur Bjarnason ('58)
11. Andri Þór Magnússon ('58)
23. Haraldur Þór Guðmundsson ('74)

Liðsstjórn:
Sigurjón Egilsson (Þ)
Víglundur Páll Einarsson (Þ)
Örvar Steinn Heimisson
Elín Rún Birgisdóttir
Bjarni Ólafur Birkisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: