Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Leiknir F.
2
4
Huginn
0-1 Stefan Spasic '16
Kristófer Páll Viðarsson '23 1-1
Jesus Guerrero Suarez '36 2-1
2-2 Rúnar Freyr Þórhallsson '41
2-3 Rúnar Freyr Þórhallsson '45
2-4 Birkir Pálsson '47
Andres Salas Trenas '78
27.08.2016  -  14:00
Fjarðabyggðarhöllin
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Marko Nikolic
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Antonio Calzado Arevalo ('52)
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
9. Ignacio Poveda Gaona ('55)
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
14. Kifah Moussa Mourad
15. Kristófer Páll Viðarsson
18. Jesus Guerrero Suarez
19. Andres Salas Trenas
21. Anto Pejic ('63)

Varamenn:
3. Garðar Logi Ólafsson
5. Almar Daði Jónsson ('55)
17. Tadas Jocys
18. Valdimar Ingi Jónsson ('63)
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('52)
23. Dagur Ingi Valsson

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Amir Mehica
Magnús Björn Ásgrímsson
Þóra Elín Einarsdóttir

Gul spjöld:
Andres Salas Trenas ('77)

Rauð spjöld:
Andres Salas Trenas ('78)
Leik lokið!
Huginn með verðskuldaðan sigur á Leikni.
90. mín
Inn:Gauti Skúlason (Huginn) Út:Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
90. mín
Inn:Emil Smári Guðjónsson (Huginn) Út:Blazo Lalevic (Huginn)
90. mín
Leiknir fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Hugins. Jose Omar Rocamora tekur. Hann skrúfar boltann yfir vegginn en einnig yfir markið.
88. mín
Huginn fær aukaspyrnu út á vinstri kant nálægt vítateig Leiknis. Marko Nikolic tekur. Hann finnur Birki Pálsson í teignum en skallinn frá Birki fer framhjá.
85. mín
Valdimar Ingi á skot sem Atli Gunnar ver í horn. Kristófer Páll tekur spyrnuna. Boltinn er skallaður niður fyrir Jesus Suarez sem skýtur en skotið fer framhjá
79. mín Gult spjald: Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Stefán Ómar fær gult spjald á sama tíma og Andres Salas Trenas er rekinn út af
78. mín Rautt spjald: Andres Salas Trenas (Leiknir F.)
Andres Salas Trenas fær sitt seinna gula spjald og því rautt. Áður en aukaspyrnan er tekinn hnígur Stefán Ómar niður í teignum og grípur um bakið. Dómarinn hleypur upp að Andres og gefur honum hans annað gula spjald.
77. mín Gult spjald: Andres Salas Trenas (Leiknir F.)
Stefán Ómar fær stungu í gegn hann er kominn nálægt vítateig áður en Andres Salas Trenas rífur hann niður. Huginn fær aukaspyrnu og Andres fær gult spjald að launum.
73. mín
Inn:Friðjón Gunnlaugsson (Huginn) Út:Gunnar Wigelund (Huginn)
72. mín
Fín sókn hjá Leikni. Kristófer Páll stingur boltanum inn á Kifah sem hleypur upp að teig áður en hann kemur boltanum aftur á Kristófer. Kristófer skýtur rétt fyrir utan teig. Skotið er gott en Atli Gunnar ver hins vegar vel frá Kristóferi.
70. mín
Almar Daði sleppur í gegn. Hann nær skoti á mark sem Atli Gunnar ver þrátt fyrir að það virðist sem að varnarmenn Hugins séu að tosa hann niður. Almar Daði er brjálaður og vill fá dæmt á þetta en fær ekki.
66. mín
Leiknir fær aukaspyrnu út á hægri kanti nálægt vítateig hugins. Jose Omar Rocamora tekur spyrnuna. Hún er beint á ennið á Andres Salas Trenas en skallinn frá honum fer yfir
64. mín
Huginn fær en eina aukaspyrnuna, nú beint fyrir framan markið. Stefan Spasic tekur spyrnuna og skýtur. Skotið fer hins vegar framhjá
63. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Anto Pejic (Leiknir F.)
61. mín
Marko Nikolic á skot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá
55. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.) Út:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
52. mín
Inn:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.) Út:Antonio Calzado Arevalo (Leiknir F.)
Sólmundur Aron er kominn inn á fyrir Antonio Arevalo
47. mín MARK!
Birkir Pálsson (Huginn)
Stoðsending: Marko Nikolic
4-2 fyrir Huginn. Huginn fær aukaspyrnu nálægt vítateig Leiknis. Marko Nikolic tekur eins og áður. Nú skýtur hann. Adrian ver en missir boltann frá sér. Þar nær Birkir Pálsson fyrstur til boltans og skorar auðveldlega.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Huginn leiðir í hálfleik og hafa verið betra liði hingað til.
45. mín MARK!
Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Stoðsending: Stefán Ómar Magnússon
Aftur er Huginn komið yfir. Þvílíkur leikur! En og aftur er það Stefán Ómar sem sleppur í gegn. Hann skýtur en Adrian ver. Stefán nær hins vegar frákastinu og skýtur aftur en skotið fer í varnarmann. Aftur fellur boltinn fyrir Stefán Ómar. Nú leggur hann boltann út á Rúnar Frey sem skorar framhjá Adrian í markinu.
43. mín
En eitt færið fyrir Huginn. Gunnar Wigelund stingur boltanum inn á Stefán Ómar. Aftur stoppar Andres Salas Trenas í leit að rangstöðu. Stefán Ómar er sloppinn í gegn. Hann reynir að lyfta boltanum yfir Adrian í markinu en boltinn fer yfir.
41. mín MARK!
Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Stoðsending: Marko Nikolic
Huginn er búinn að jafna og það er enn eitt aukaspyrnu markið. Aftur var það Marko Nikolic sem tók spyrnuna. Hún rataði beint á Rúnar Frey sem skallaði boltann í netið.
37. mín
Þarna var gullið tækifæri fyrir Huginn til að jafna. Boltanum er stungið inn á Stefán Ómar. Andres Salas Trenas sem er að dekka hann stoppar því hann heldur að Stefán er rangstæður. Svo er þó ekki. Stefán Ómar hleyppur upp að vítateignum áður en hann gefur hann fyrir á Gunnar Wigelund sem er í frábæru færi en hann skýtur í slánna.
36. mín MARK!
Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Stoðsending: Andres Salas Trenas
Leiknir er komið yfir! Þeir fengu aukaspyrnu nálægt vítateigshorninu. Jose Omar Rocamora tekur hana. Spyrnan er góð og ratar beint á höfuðið á Andres Salas Trenas sem flikkar boltanum áfram. Boltinn fer beint á Jesus Suarez sem skallar boltann í netið.
33. mín
Leiknir fær aukasprynu rétt fyrir utan teig eftir að Pétur Óskarsson braut á Ignacio Gaona. Anto Pejic tekur spyrnuna en hún fer í vegginn.
29. mín
Leiknir er í skyndisókn. Gaona er við það að sleppa í gegn en frábær tækling Péturs Óskarssonar kemur í veg fyrir það.
25. mín
Huginn fær hornspyrnu sem Marko Nikolic tekur. Spyrnan fer hins vegar beint á kollinn á Jose Omar Rocamora. Huginn fær því aðra hornspyrnu. Nú er spyrnan mun betri og Gunnar Wigelund nær góðum skalla. Boltinn er á leið í netið en Jose Omar Rocamora er mættur til að bjarga á línu.
23. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
Stoðsending: Jose Omar Ruiz Rocamora
Leiknismenn eru búnir að jafna úr víti! Kristófer Páll skoraði örugglega af punktinum eftir að brotið hafði verið á Jose Omar Rocamora.
19. mín
Huginn fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigslínuna. Brotið var á Stefán Ómari eftir að hann hafði prjónað sig framhjá tveimur varnarmönnum Leiknis. Marko Nikolic tók spyrnuna en hún fór hátt yfir.
16. mín MARK!
Stefan Spasic (Huginn)
Stoðsending: Marko Nikolic
Huginn er komið yfir. Brotið var á Stefáni Ómari rétt hjá vítateigshorninu. Marko Nikolic tók spyrnuna. Spyrnan rataði beint á ennið á Stefan Spasic sem fleytti boltanum áfram í fjærhornið framhjá Adrian í marki Leiknis.
13. mín
Leiknir fær hornspyrnu sem Kristófer Páll tekur. Spyrnan er fín en Atli Gunnar er fystur út til boltans og kýlir hann í burtu.
10. mín
Huginn hefur verðið mun hættulegra liðið hingað til og átt öll færinn. Enn ein sókn þeirra. Stefán Ómar kemur boltanum á Johnatan P. Alessandro Lama sem skýtur rétt fyrir utan teig. Skotið fer hins vega hátt yfir
7. mín
Enn og aftur er Stefán Ómar að valda Leikni vandræðum en góð samvinna á milli Andres Salas Trenas og Adrian reddar þeim.
5. mín
Huginn er enn í sókn. Johnatan P. Alessandro Lama á glæsilegt skot rétt fyrir utan teig sem Adrian ver glæsilega. Stefán Ómar nær frákastinu og skýtur en aftur ver Adrian.
4. mín
Fyrsta skot leiksins er komið. Stefán Ómar sleppur einn í gegn og skýtur en Adrian ver glæsilega frá honum í horn
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrjar með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn eru að labba út á völlinn. Þetta fer að bresta á.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn.

Það eru sex breytingar á byrjunarliði Leiknis frá tapi þeirra gegn Haukum í síðustu umferð. Adrian Rodriguez kemur í markið í stað Amir Mehica. Aðrar breytingar eru þær að Guðmundur Arnar Hjálmarsson, Antonio Arevalo, Jesus Suarez, Jose Rocamora og Kifah Moussa Mourad koma inn en út fara Almar Daði, Arkadiusz Jan Grzelak, Tadas Jocys, Valdimar Ingi Jónsson og Sólmundur Aron Björgólfsson.

Það eru þrjár breytingar á liði Hugins frá tapinu gegn Þór í síðustu umferð. Út fara Ingólfur Árnason, Orri Sveinn Stefánsson og Elmar Bragi Einarsson. Í þeirra stað koma Pétur Óskarsson, Johnatan P. Alessandro Lama og Gunnar Wigelund.
Fyrir leik
Leiknir hefur hins vegar fengið 4 stig úr síðustu fimm leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri í dag til að halda í við pakkann fyrir ofan þá.
Fyrir leik
Eftir erfitt tímabil hefur Huginsliðinu gengið aðeins betur undanfarið en þeir hafa fengið 7 stig úr síðustu 5 leikjum samanborið 9 stig úr fyrstu 12 leikjum sínum.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið í miklu basli allt tímabilið og hafa skipst á því að verma botnsætið. Eins og staðan er núna er Leiknir í botnsætinu með 12 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Huginn er í sætinu fyrir ofan með 16 stig, einu stigi frá Fjarðabyggð sem er í neðsta örugga sætinu. Huginn getur því komist úr fallsæti með sigri í dag ef önnur úrslit falla þeim í hag.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis F. og Hugins.
Byrjunarlið:
Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Blazo Lalevic ('90)
7. Rúnar Freyr Þórhallsson (f)
8. Mirnes Selamovic
9. Johnatan P. Alessandro Lama
11. Pétur Óskarsson
14. Stefán Ómar Magnússon ('90)
16. Birkir Pálsson
18. Marko Nikolic
19. Gunnar Wigelund ('73)
20. Stefan Spasic

Varamenn:
Kristján Smári Guðjónsson
Ivan Eduardo Nobrega Silva
4. Emil Smári Guðjónsson ('90)
5. Gauti Skúlason ('90)
10. Friðjón Gunnlaugsson ('73)
25. Magnús Heiðdal Karlsson

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Gunnar Már Kristjánsson

Gul spjöld:
Stefán Ómar Magnússon ('79)

Rauð spjöld: