Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
2
0
KR
Skúli Jón Friðgeirsson '63
Kristinn Freyr Sigurðsson '73 , víti 1-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '88 2-0
28.08.2016  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Flottar, smá gola og hitastig gott.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1380
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde ('90)
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('90)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('85)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson ('90)
9. Rolf Toft ('85)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('90)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('33)
Orri Sigurður Ómarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 og leikmenn KR hópast að Guðmundi Ársæli dómara.

91. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Ef mér skjátlast ekki þá er þetta fyrsta gula spjald Orra Sigurðar í Valstreyjunni.
90. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
90. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Kristian Gaarde (Valur)
88. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
HVERNIG ER ÞESSI MAÐUR AÐ SPILA Á ÍSLANDI BARA?

Kristinn Freyr leikur sér að KR vörninni áður en hann hamrar hann í fjærhornið nýkominn inn í teiginn. Vá þetta var geggjað mark!! Finnur Orri náði engan veginn að höndla hann!
86. mín
STEFÁN LOGI!! Hröð sókn hjá Val, Rolf Toft færir boltann frá hægri yfir til vinstri í teignum og Sigurður Egill er galopinn á fjær en á einhvern ótrúlegan hátt þá ver Stefán Logi þetta. Stórkostleg varsla.
85. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
84. mín
Fyrirgjöf sem Anton Ari reynir að handsama en Morten Andersen keyrir inn í hann, Anton liggur eftir. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
79. mín
KR-ingar varla komist yfir miðju síðasta hálftímann og eru nú manni færri. Róðurinn er og verður í þyngri kantinum.

75. mín
1380 áhorfendur hér í kvöld sem eru vægast sagt að fá allt fyrir peninginn sinn.
73. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Íííííískaldur á punktinum setur hann beint á markið frekar laust. 11 mörk í 16 leikjum frá miðjumanni takk fyrir
72. mín
VÍTASPYRNA. Guðmundur Ársæll flautar vítaspyrnu þegar Morten Beck brýtur á Andra í teignum. Soft segja gárungarnir.

70. mín
Nú segja mér fróðir menn að Skúli Jón fái seinna gula fyrir kjaftbrúk. Á víst að hafa hellt sér yfir Guðmund Ársæl, ég lýg því ekki að fólk í stúkunni er enn að klóra sér í hausnum yfir þessu.
64. mín
Stefán Logi átti STURLAÐA markvörslu í öllu havaríinu eftir hornspyrnu.
63. mín Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Ég veit ekkert hvað er í gangi, allt í einu fær Skúli Jón rautt og það heyrist ekki múkk á vellinum í langan langan tíma. Svo áttar fólk sig á hvað hafi gerst og það gjörsamlega fer allt á annan endann á Valsvellinum. Henrik Bödker og Skúli Jón keppast við að láta dómarana heyra það. En það veit bókstaflega enginn fyrir hvað Skúli fékk rautt, sennilega seinna gula.
62. mín
Hér verður allt VITLAUS. Gaarde keyrir inn í teig og á sendingu fyrir og boltinn endar í höndinni á KR-ing inn í teig en ekkert dæmt. Rajko markmannsþjálfari Vals stekkur upp og öskrar á fjórða dómarann.
58. mín
Bjarni Ólafur nálægt því að skora sjálfsmark hérna, sendir fasta sendingu tilbaka á Anton Ara sem var ekki á sömu nótum en nær að redda sér og koma hættunni frá.
57. mín
Flottur sprettur hjá Valsmönnum þarna, Kristinn Freyr finnur Gaarde í góðri stöðu í teignum sem ætlar að vera óeigingjarn og renna boltanum lengra á Kristinn Inga en Aron Bjarki kemst inn í sendinguna og neglir honum burt.
55. mín
Kristinn Ingi einn í gegn eftir flotta skyndisókn Vals en enn og aftur er það Stefán Logi sem ver vel. Þetta er að breytast í leik markvarðanna hérna.
52. mín
Flóðljósin komin á og sólin nýsest. Fáránlega sexý aðstæður á Valsvellinum þessa stundina.
51. mín
Aron Bjarki með skalla rétt yfir mark Valsmanna eftir hornspyrnu.
50. mín
Haukur Páll með eina tæklingu af gamla skólanum á Kennie Chopart sem var að komast í áleitlega fyrirgjafarstöðu úti vinstra megin. Boltinn fór svo í Kennie og útaf, markspyrna sem Valur á.
46. mín
Svona í ljósi þess að KR sóttu í átt að skemmtistaðnum Rúbín áðan þá fá Valur líka að prófa það núna í seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik, Valsmenn heilt yfir betri og átt hættulegri færi en KR-ingar alveg jafn líklegir að refsa.
45. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Uppsafnað.
45. mín
Morten Beck með fyrirgjöf sem Anton Ari grípur yfir hausnum á Pálma.
44. mín
Kristinn Freyr með geggjaða rispu í átt að teig KR-inga, rennir boltanum svo á Andra sem tekur skot en Finnur Orri með eina game-winning tæklingu fyrir skotið og boltinn í burtu.
44. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Albech skallar í burtu og kemur í veg fyrir að Chopart nái auðveldu marktækifæri á fjærstönginni, KR að sækja í sig veðrið.
41. mín
Hornspyrna frá Val sem Orri Sigurður skallar rétt framhjá. Valsmenn verið heilt yfir betri í þessum fyrri hálfleik.
36. mín
Kristinn Ingi sleppur í gegn en Stefán Logi ver frá honum úr þröngu færi.
35. mín
Kennie Chopart reynir skot úr miðjuhringnum úr kyrrstöðu, boltinn nær varla upp af jörðinni og fer lengst framhjá. Það fyndna við þetta allt saman er að Anton Ari stóð ekkert framarlega, stóð bara í markteignum. Fáránleg ákvörðun.
33. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stoppar skyndisókn hjá KR.
32. mín
Frábær sókn hjá Val sem endar með því að Kristinn Ingi fær einn á einn stöðu á Stefán Loga en Stefán kemur vel út á móti og lokar rammanum, ver boltann út í teiginn. Hann er lengi að skila sér til baka í markið en Andri áttar sig ekki á því og sóknin rennur út í sandinn.
31. mín
Frábært spil sem Valsarar eru að sýna, stuttar sendingar og klobbar og ég veit ekki hvað og hvað.
30. mín
Kristinn Freyr tekur sér góðan tíma á hægri kantinum áður en hann kemur með fyrirgjöf eftir hraða sókn hjá Valsmönnum, frábær bolti en aðeins of langur fyrir Gaarde sem var mættur sekúndubroti of seint.
26. mín
Denis Farzlagic með afleita spyrnu af vinstri kantinum úr aukaspyrnu, þó að þeir hefðu verið með 4 metra mann inn í teignum þá hefði hann ekki náð að skalla þennan.
25. mín
Kristian Gaarde með laflaust skot fyrir utan teig beint á Stefán Loga.
21. mín
Hiti á hliðarlínunni, Óli og Willum verið duglegir að skiptast á vel völdum orðum.
20. mín
Denis með sendingu af hægri kantinum í miðja skallabaráttu þriggja manna en Anton Ari kemur út og kýlir boltann í burtu. Vel gert.
16. mín
Inn:Denis Fazlagic (KR) Út:Michael Præst (KR)
15. mín
Michael Præst virðist vera að fara af leikvelli. Denis Fazlagic kemur inn á völlinn.
12. mín
Athyglisvert atvik. Præst liggur í teig KR, Valsarar sækja og Kristinn Freyr nýtir sér það að Præst skuli liggja og spila hann réttstæðan, keyrir inn í teig og leggur hann svo út á Andra Adolphsson sem á skot sem Stefán ver rétt svo yfir. KR-ingar tjúllast, vilja meina að Guðmundur hafi átt að stoppa leikinn.
9. mín
Óskar Örn setur boltann á vinstri fótinn vel fyrir utan teig hægra megin og á svo skondingu á markið, beint í krumlurnar á Antoni.
7. mín
Kennie með góðan sprett upp vinstri kantinn og rennir honum svo inn í D-bogann á Óskar Örn sem á gott skot í fyrstu snertingu en vel varið hjá Antoni Ara sem handsamar svo boltann eftir vörsluna. Anton mættur í vinnuna.
2. mín
Fálkaorðuna á Einsa Gunn, alt muligt mand hjá Val, kemur hér færandi hendi með kræsingar. Þessi leikur varð betri fyrir vikið.
1. mín
Valsmenn í sínum rauðu búningum sækja í átt að miðbænum. KR-ingar í sínum hvítu og svörtu röndóttu búningum sækja í átt að skemmtistaðnum Rúbín.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Fyrrum leikmönnum Vals boðið í kræsingar fyrir leik í Lollastúku. Ekkert kaffi þó komið fyrir fjölmiðlamenn. Forgangsröðunin Valsarar, forgangsröðun.
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik og fólk farið að týnast í stúkuna. Væri gaman að sjá pakkfulla stúku og stemmingu í kvöld. Búið er að draga fram bongó trommurnar fram hjá Valsmönnum, það er ávísun á stemmingu.
Fyrir leik
Helgi Seljan sá um að spá fyrir úrslitum 17.umferðar hér á Fótbolti.net

Valur 2 - 2 KR
Þetta verður eins mikill hörkuleikur og það verður þegar KR er annars vegar.
Fyrir leik
Úðarakerfið á vellinum fer í gang rétt hjá þar sem Bjössi Hreiðars og Óli Jó spjalla saman, Óli nær að hoppa frá án þess að fá gusuna á sig, frábærar hreyfingar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn, Præst og Skúli Jón koma í lið KR frá síðasta leik, Denis og Jeppe fá sér sæti á bekknum og svo er Indriði Sig í banni. Hjá Val er það Haukur Páll fyrirliðinn sem kemur inn fyrir Guðjón Pétur.
Fyrir leik
Willum er að snúa á sinn gamla heimavöll en hann þjálfaði Val á árunum 2005-2009 við góðan orðstír en það hefur þó talsvert breyst á þessum tíma, hann varð þingmaður og svo er búið að teppaleggja Valsvöllinn svo eitthvað sé nefnt.

Gaman af þessu.
Fyrir leik
Þegar rúmur klukkutími og korter eru þar til Guðmundur Ársæll flautar leikinn á eru Jeppe Hansen og Arnar Gunnlaugsson aðstoðarþjálfari KR mættir á slútt æfingu og Bóas, einn harðasti stuðningsmaður KR er mættur í stúkuna. Bjössi Hreiðarss og Willum fara svo yfir málin á miðsvæðinu.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Valsvellinum. Leikvellinum þar sem Valsarar hafa unnið síðustu 5 leiki sína og þar af síðustu tvo með markatölunni 9-0.

KR-ingar unnu síðast mótsleik á vegum KSÍ á heimavelli Vals 19.júlí 2014. KR unnu hins vegar Val í fyrri umferðinni 2-1 á Alvogen vellinum.
Fyrir leik
Komiði sæl og velkomin í eina alvöru textalýsingu.

Af hverju alvöru?

Jú því þegar þessi lið mætast er allt svo mikið alvöru. VALUR-KR.

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('16)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Morten Beck Guldsmed
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
19. Jeppe Hansen
20. Axel Sigurðarson
20. Denis Fazlagic ('16)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Þorsteinn Rúnar Sæmundsson

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('45)

Rauð spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('63)