Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
1
Þróttur R.
Elvar Ingi Vignisson '9 1-0
1-1 Aron Þórður Albertsson '72
28.08.2016  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Frábærar, heiðskírt og hlýtt
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 545
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('69)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('61)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Smidt ('82)
27. Elvar Ingi Vignisson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('69)
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon
15. Devon Már Griffin
18. Sören Andreasen ('61)
23. Benedikt Októ Bjarnason ('82)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs
Alfreð Elías Jóhannsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Hjalti Kristjánsson
Björgvin Eyjólfsson
Jónas Guðbjörn Jónsson

Gul spjöld:
Jón Ingason ('61)
Simon Smidt ('76)
Felix Örn Friðriksson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eitt stig er niðurstaðan hjá báðum liðum í dag en gerir lítið. Eyjamenn geta einungis sjálfum sér um kennt að hafa misst þetta niður og ekki klárað þetta.
90. mín
Eyjamenn kvarta og vilja víti. Sá bara þegar leikmaður ÍBV fór niður en Gunnar Jarl dæmir markspyrnu.
90. mín
Elvar Ingi fær besta færi leiksins! En setur hann yfir! Hvernig fór hann að þessu, hann fékk fullt af tíma til að stilla sér upp og allt, það eina sem hann átti eftir að gera var að leggja hann í fjærhornið en í staðinn hamrar hann boltanum yfir markið! Uxinn brást Eyjamönnum illilega þarna.
90. mín
Pablo tekur spyrnuna. Beint á markmanninn.
90. mín
ÍBV fær aukaspyrnu af 25 metra færi. Gæti verið síðasti sénsinn hjá þeim.
89. mín
Elvar Ingi fær boltann einn á móti varnarmanni, sér samherja vinstra megin við sig en sendingin beint í varnarmanninn.
87. mín
Stórhætta við mark ÍBV! Sending fyrir og af nokkurra metra færi setur Avni Pepa þennan bolta yfir eigið mark! Held hann hafi ekki verið að reyna þetta.
87. mín
Sören Andreasen skýtur í höndina á varnarmanni Þróttar en það hefði verið harkalegt að dæma víti á þetta.
85. mín
Það bendir ekkert til þess að Eyjamenn ætli að klára þennan leik. Þróttara eru hins vegar til alls líklegir þessa stundina.
82. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Simon Smidt (ÍBV)
82. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Þróttur R.) Út:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
82. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (Þróttur R.)
78. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Fyrir brot á Dion í síðustu sókn.
77. mín
Thiago Borges dansar aðeins inni í teignum áður en hann lætur vaða en skotið er ekki nógu gott og ÍBV fær markspyrnu.
76. mín Gult spjald: Simon Smidt (ÍBV)
Stöðvar skyndisókn sem var í aðsigi.
75. mín
Held þetta sé örugglega þriðja skot Christian Sorensen sem fer yfir markið.
74. mín
ÍBV hefur alls ekki náð sér á strik í seinni hálfleik. Þeir settu aðeins eitt í fyrri hálfleik þegar þeir hefðu getað sett fleiri og nú er það að koma í bakið á þeim.
72. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
ÞRÓTTUR ER BÚIÐ AÐ JAFNA! Þeir eru búnir að vera að vinna sig aftur inn í leikinn en þarna varður Derby Carrillo að gera betur. Sending fyrir og Aron Þórður kemst á endann á henni, maður hélt að Derby væri með þetta en hann missir boltann í gegnum klofið á sér!
70. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
69. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
68. mín
Dion Acoff kemst í ágætt færi en Derby er vel á verði og ver þennan.
66. mín
Langskot frá Christian Sorensen fer langt, langt yfir.
62. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Baldvin Sturluson (Þróttur R.)
Þróttur gerir einnig eina skiptingu.
61. mín
Inn:Sören Andreasen (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Boltinn fer yfir þvöguna og útaf. Sören Andreasen er að koma út fa fyrir Gunnar Heiðar. Spurning hvort hann sé tæpur.
61. mín
Þróttur á aukaspyrnu á hættulegum stað...
61. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
60. mín
Fljót aukaspyrna hjá Þrótti og Dion Acoff fær boltann og lætur vaða og Derby þarf aðeins að hafa fyrir þessu. Þróttur að minna á sig, munurinn er enn einungis eitt mark.
56. mín
Boltanum er lyft á Aron Bjarna sem gerir vel í að vera réttstæður, sér Arnar Darra koma út og móti sér og ætlar að vippa boltanum yfir hann en boltinn hafnar ofan á slánni og yfir!
53. mín
Sýndist Pablo eiga þarna stórhættulega fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann og hárfínt framhjá.
53. mín
ÍBV með ágætis sókn og Aron Bjarna vinnur hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
ÍBV er búið að vera miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik án þess að ná áð nýta færin sín nógu vel.
42. mín
Simon tekur þessa spyrnu en hún er hættulítil og siglir örugglega yfir markið.
41. mín
ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Karl Brynjar átti að hafa ýtt á bakið á Andra Ólafssyni.
39. mín
Aftur og aftur kemst ÍBV í gegn með einni einfaldri sendingu fyrir markið. Í þetta skiptið tekur Arnar Darri rosalega sjónvarpsvörslu sem "look-aði" mjög vel.
33. mín
Simon fékk boltann í ágætis færi en var aldrei líklegur með vinstri fótar skot og þetta endar yfir markinu. Illa farið með gott færi því hann hafði tvo til að senda á.
31. mín
Sóknarbrot dæmt á Karl Brynjar.
30. mín
Á fyrsta hálftímanum er Þróttur búinn að eiga tvö ágætis færi og aðeins annað þeirra endað með skoti. Þeir eiga þó hornpsyrnu hér.
27. mín
Ekkert sérstök hornspyrna og seinni fyrirgjöfin ekki heldur. Það þarf heilar fimm fyrirgjafir til að skapa færi og þá skýtur Aron boltanum himinhátt yfir.
26. mín
Vel spilað hjá Elvari og Simon, góður þríhyrningur og Simon kemst í skotfæri en það fer af varnarmanni og út í horn.
23. mín
Það gengur ekkert að hreinsa boltann hjá gestunum. Boltinn berst út á Aron en hann ákvðeur að reyna skot úr erfiðu færi sem fer af varnarmanni.
18. mín
Hættuleg sending frá Aroni Bjarna. Fékk fullt af svæði hægra megin en sendingin fer af varnarmanni og í fangið á Arnari Darra.
16. mín
Þetta er alveg rosalegt á sjá vörnina hjá Þrótti. Hún er hriplekandi og Simon á í engum vnadræðum með að brjótast í gegn en skot hans úr þröngu færi er varið af Arnari Darra.
14. mín
Sama uppskrift og í markinu sem ÍBV skoraði, Andri kemst í gegn hægra megin í teignum og leggur hann út á Simon Smidt en hann þrumar boltanum rétt framhjá fjærstönginni!
12. mín
Dæmd rangstaða á Pablo Punyed í dauðafæri. Þetta stóð tæpt en held þetta sé rétt ákvörðun.
9. mín MARK!
Elvar Ingi Vignisson (ÍBV)
Stoðsending: Simon Smidt
MAAAARK! ÍBV er komið yfir eftir um 10 mínútur! Sending í gegn á Simon Smidt sem gefur hann fyrir markið á Elvar Inga sem setur hann í autt markið. Sáraeinfalt hjá Eyjamönnum. Uxinn hefur skorað!
8. mín
Simon með geggjaða sendingu í gegn á Barden sem er kominn einn í gegn en missir boltann of langt frá sér og hendir sér niður innan teigs eftir litla snertingu frá markmanninum. Gunnar Jarl gerir vel og dæmir eingöngu hornspyrnu.
6. mín
Svakalegur sprettur upp kantinn hjá kantmanni Þróttar en ÍBV bjargar í horn sem er siðan skallað frá.
4. mín
Karl Brynjar Björnsson á skalla í átt að marki en Derby Carrillo grípur boltann auðveldlega.
2. mín
ÍBV vinnur hornspyrnu í upphafi leiks en ekkert kemur úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Allt er að verða til reiðu. Þróttarar spila í varabúningum sínum og byrja með boltann.
Fyrir leik
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Sebastian Steve Cann-Svärd (Þróttur R.)
Breyting hefur orðið á byrjunarliði Þróttar. Sebastian Svard meiddist í upphitun og Hreinn Ingi Örnólfsson kemur inn í liðið í staðinn.
Fyrir leik
Eyjamenn unnu fyrri leik þessara liða með einu marki gegn engu en ef Þróttur ætlar að eiga einhverja von um að halda sér uppi þurfa þeir að gera betur í dag.
Fyrir leik
Það eru fínar aðstæður til fótboltaiðkunar í Eyjum í dag. Sól og frekar hlýtt í veðri. Vonandi verður leikurinn jafn flottur og veðrið.
Fyrir leik
Tveir í banni - Mees Junior Siers er í banni hjá ÍBV í dag og Viktor Unnar Illugason tekur út bann hjá Þrótturum. Búnir að vera duglegir að safna spjöldum. Byrjunarliðin opinberuð klukkutíma fyrir leik.
Elvar Geir Magnússon
Þróttarar teygðu úr sér á Selfossi á leið sinni til Eyja eins og sést á þessari mynd sem tekin var fyrr í dag.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gustað í kringum ÍBV
Síðustu vikur hafa verið tíðindamiklar hjá Eyjamönnum. Þeir töpuðu fyrir Val í bikarúrslitum og svo gegn Fylki á heimavelli í deildinni. Í kjölfarið sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, óvænt upp störfum án nokkurra skýringa.

Alfreð Elías Jóhannsson, sem var aðstoðarþjálfari Bjarna, tók við liðinu ásamt leikmaninum reynda Ian Jeffs. Ráðning þeirra er tímabundin. Í fyrsta leik undir þeirri stjórn kom tap gegn Víkingi Reykjavík.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net á Hásteinsvöll þar sem ÍBV og Þróttur eigast við í 17. umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00.

Eyjamenn fara langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu með sigri í þessum leik. Þeir eru í 10. sæti með 17 stig og talsvert betri markatölu en Fylkir sem er í 11. sæti með 13 stig.

Þróttarar eru í algjörum skítamálum með 8 stig í neðsta sætinu og ljóst að ekkert getur bjargað þeim frá því að falla beint aftur niður í 1. deildina.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson ('70)
Arnar Darri Pétursson
2. Baldvin Sturluson ('62)
8. Christian Nikolaj Sorensen
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff
14. Sebastian Steve Cann-Svärd ('0)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Tonny Mawejje
23. Guðmundur Friðriksson
27. Thiago Pinto Borges ('82)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('0)
6. Vilhjálmur Pálmason ('70)
8. Aron Þórður Albertsson ('62)
13. Björgvin Stefánsson ('82)
23. Aron Lloyd Green

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Tonny Mawejje ('82)

Rauð spjöld: