Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
1
KR
0-1 Sigríður María S Sigurðardóttir '31
31.08.2016  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Heiðskýrt, sólin skín og völlurinn í toppstandi.
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Lauren Elizabeth Hughes
3. Sharla Passariello
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir ('67)
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('86)
18. Magdalena Anna Reimus
20. Valorie Nicole O´Brien
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('70)

Varamenn:
5. Brynja Valgeirsdóttir ('67)
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('70)
20. Írena Björk Gestsdóttir ('86)
21. Þóra Jónsdóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson
Arnheiður Helga Ingibergsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hildur Grímsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Selfossi. 0-1 sigur KR.
Skýrsla á leiðinni.
90. mín
Jordan O'Brien á hér skot að marki Selfoss fyrir utan teig en fer langt framhjá.
90. mín
KR-ingar eru komnir hér upp að hornfána og halda boltanum bara þar..
90. mín
FÆRI!
Selfyssingar taka aukaspyrnu á miðjunni sem flýtur inn í teiginn og þar er varnarmaður KR sem skallar hann í slánna í sínu eigin marki og engin hirðir frákastið og KR hreinsar.
90. mín Gult spjald: Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Brýtur hér á Lauren, gott brot myndi eitthver segja.
90. mín
KR-ingar byrjaðir að tefja hér.. fá hornspyrnu og halda honum bara í horninu.
88. mín
Inn:Stefanía Pálsdóttir (KR) Út:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Þiðja og síðasta skipting KR
86. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
Þriðja skipting selfyssinga.
85. mín
Anna María tekur innkast sem endar hjá Valorie sem fellur við í teignum..
Vítaspyrnulykt af þessu.
81. mín
Inn:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Út:Íris Sævarsdóttir (KR)
Sérstakt hjá KR, Edda ákveður að taka Írisi Sævars útaf eftir að hafa sett hana inn á í hálfleik og setur Sigrúnu Ingu inn. Varnarsinnuð skipting.
77. mín
Lítið að gerast hér þessa stundina.. KR-ingar eru aðeins meira með boltann en annars ekki mikið að gerast hérna í rokinu á Selfossi..
71. mín
Anna María tekur hornspyrnu fyrir Selfoss sem fer beint á kollinn á Valorie sem skallar boltann á Shörlu sem setur boltann himinhátt yfir.
70. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Selfyssingar gera hér sína aðra skiptingu.
68. mín
DAUÐAFÆRI!!

HVERNIG ER EKKI HÆGT AÐ KLÁRA ÞETTA?!?!?!

Lauren Elizabeth kemur með frábæran bolta innfyrir og Sharla er ALEIN á fjærstöng meter frá marki og setur hann FRAMHJÁ.
67. mín
Inn:Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss) Út:Karen Inga Bergsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfyssinga.
65. mín
KR-ingar verið ívið sterkari hér fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik hér. Selfyssingar ekki að gera mikið hér fyrstu 20..
60. mín
FÆRI!
Chante gerir hér stór mistök og sendir boltann beint á Sigríði framherja KR sem fær boltann beint fyrir framan markið og Chante langt frá markinu en skýtur framhjá!
59. mín
Ásdís á hér gott skot sem Chante ver vel í horn!
Jordan tekur hornspyrnu KR sem Selfoss stelpur ná að hreinsa frá marki.
57. mín
Selfyssingar eiga hér hornspyrnu sem Anna María tekur. Boltinn fer vel yfir pakkann og beint á Heiðdísi sem skýtur beint í varnarmann og KR-ingar bægja hættunni frá í bili.
52. mín
KR-ingar eru hér meira með boltann í byrjun síðari hálfleiks. Sækja meira og eru töluvert grimmari hér í byrjun seinni.
45. mín
Inn:Íris Sævarsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
KR-ingar gerðu eina skiptingu í hálfleik
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný hér! Óskandi að það myndi færast örlítið meiri spenna í leikinn!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Selfossvelli. KR-ingar fara inn í klefa með eins marks forrystu. Selfyssingar töluvert meira með boltann hér og skapa sér fleiri og betri færi, en því miður fyrir selfyssinga eru það mörkin sem telja.
44. mín
FÆRI!!

Lauren vinnur hér boltann á hægri kanti og spyrnir boltanum fyrir markið þar sem Íris ósk kemst í boltann en er mjög nálægt því að setja hann í eigið net! KR stelpur stálheppnar þarna.
41. mín
Selfyssingar halda boltanum vel hérna síðustu mínutur, leikurinn fer nánast einungis fram á vallarhelmingi KR stelpna eftir að markið kom.
35. mín
Nú er gaman að sjá hvernig Selfyssingar bregðast við hér. KR-ingar eru her meira með boltann eftir að markið átti sér stað.
31. mín MARK!
Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MAAAARK!!!

KR-ingar skora hér algjörlega gegn gangi leiksins, Ásdís Karen vann boltann á miðjunni og keyrðu upp vinstri kantinn og spyrnir boltanum fyrir beint á Chante í markinu sem missir boltann virkilega klaufalega og Sigríður María er fljót að kveikja og hirðir frákastið!
0-1
27. mín
KR-ingar eiga hér ágætis skot að marki, Jordan O'Brien tekur skot rétt fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá.
25. mín
Selfyssingar búa sér hér til ansi góð færi, nokkur í röð en ná ekki að klára þau með skoti á markið, vörn KR-inga stendur gríðarlega þétt.
21. mín
DAUÐAFÆRI!

Lauren Elizabeth Hughes með ansi lúmska sendingu bakvið varnarmann KR inní teig gestanna, Kristrún kemur á straujinu en það gerir Hrafnhildur markmaður KR líka og nær til boltans en missir hann, nær honum síðan aftur til boltans og handsamar hann.
19. mín
Gunnar Borgþórsson mættur í stúkuna með grjóthörð sólgleraugu! Fylgist með sínu gamla liði sem hefur vægast sagt verið í basli eftir að hann hætti störfum.
16. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Góð spyrna inná miðjan vítateig en Valorie stekkur manna hæst og skallar boltann burt!
15. mín
Frábær sending frá Lauren Hughes inná teig KR-inga ætluð Magdalenu Önnu sem skýtur rétt framhjá markinu!

Spurning hvort þetta hafi ekki farið af varnarmanni KR. Selfyssingar vilja að minnsta kosti hornspyrnu!
12. mín
Magdanlena Anna Reimus með fína tilraun eftir gott spil Selfyssinga. Reynir hér skotið á vítateigslínunni en það framhjá markinu.
10. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er gestanna!

Mist Þormóðsdóttir ætlar að spyrna boltanum fyrir en fer af varnarmanni Selfyssinga og afturfyrir.
9. mín
Lauren Elizabeth á hérna nokkrar rispur upp hægri kantinn í upphafi leiks, stundum aðeins of mikið kannski hjá henni og KR-ingar bæja hættunni frá.
6. mín
Anna María tekur hér langa aukaspyrnu inná teig KR-inga sem eiga í einhverju basli með það að koma boltanum burt en það hefst að lokum.
4. mín
Byrjar ansi rólega. Liðin skiptast á boltanum en engin hættuleg færi enn sem komið er.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem byrja með knöttinn!

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Liðin að ganga hér út á völlinn. Þetta fer að hefjast! RISALEIKUR..

Hjalti Þór dómari leiksins leiðir, Selfyssingar vínrauðir og KR-ingar í sínu hefðbundnu svörtu og hvítu.
Fyrir leik
Korter í leik og bæði lið á fullu í upphitun. Burgers og góð tónlist það sem einkennir vallarsvæði Selfyssinga þessa stundina!
Fyrir leik
KR-ingar gera þrjár breytingar á sínu byrjunarliði.

Út fara þær Jóhanna K, Lára Einarsdóttir og Sigrún Inga.

Inn koma þær Íris Ósk, Gabrielle Stephanie og Mist Þormóðsdóttir.
Fyrir leik
Selfyssingar stilla upp mjög svipuðu liði og gegn ÍA í síðustu umferð. Eina breytingin er sú að Valorie O'Brien þjálfari liðsins kemur inn og Brynja Valgeirsdóttir sest á varamannabekkinn.
Fyrir leik
Selfyssingar hafa saknað Guðmundu Brynju afskaplega mikið í sumar og voru það því ánægjulegar fréttir þegar Guðmunda spilaði um helgina með 2.flokk Selfyssinga, í marki þó.

Verður spennandi að sjá hvort Gumma komu við sögu hér í kvöld!
Fyrir leik
Það hefur gjörsamlega ekkert gengið hjá þessum liðum uppá síðkastið. Selfyssingar unnu síðast knattspyrnu leik 29.júní en þá sigruðu þær FH,2-0.

Síðasti leikur sem KR vann var einmitt á móti Selfyssingum en sá leikur var spilaður 24.júní og endaði með 4-3 sigri KR.
Fyrir leik
Þetta er sannkallaður STÓRLEIKUR, af hverju? Jú, bæði þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í neðri hluta deildarinnar.

Selfyssingar fyrir leikinn í kvöld í 8.sæti með 13 stig, 2 stigum frá öruggu sæti. Vesturbæjarstúlkur verma botnsætið með einungis 6 stig.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu úr 14.umferð Pepsideildar kvenna. Hér ætlum við að fylgjast með því helsta úr leik Selfoss-KR.
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('88)
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
6. Fernanda Vieira Baptista
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('45)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('81)
10. Stefanía Pálsdóttir ('88)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir ('45) ('81)
23. Anna Kristín Leósdóttir
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Anna Birna Þorvarðardóttir ('90)

Rauð spjöld: