Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
2
1
Leiknir R.
Alexander Helgason '30 1-0
1-1 Atli Arnarson '86
Haukur Ásberg Hilmarsson '87 2-1
01.09.2016  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: 8 stiga hiti, hæg gola þvert á völlinn...skýjað. Völlurinn alveg plastsléttur.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson ('59)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('81)
16. Birgir Magnús Birgisson
21. Alexander Helgason ('65)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
23. Dagur Dan Þórhallsson

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('65)
8. Hákon Ívar Ólafsson ('59)
12. Gunnar Jökull Johns ('81)
13. Viktor Ingi Jónsson
19. Sigurgeir Jónasson
30. Torfi Karl Ólafsson

Liðsstjórn:
Luca Lúkas Kostic (Þ)
Þórhallur Dan Jóhannsson
Elís Fannar Hafsteinsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Alexander Helgason ('44)
Sindri Hrafn Jónsson ('56)
Elton Renato Livramento Barros ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Haukar sigra skrýtinn fótboltaleik.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Höndin of hátt og í andlit Alexanders.
90. mín
Vond sending frá Elfari, fer í útspark.

Hafði nógan tíma þarna.
90. mín
+2

Leiknismenn pressa hátt.
90. mín
Dauðafæri heimamanna.

Haukur fer aftur illa með varnarmenn Leiknis, leggur út í teig á Dag sem skýtur langt framhjá úr góðu færi í teignum.
90. mín
4 mínútur í uppbót.
87. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Já takk.

Sólin hrein. Haukur fær boltann um tíu metra utan teigs Leiknismannn, fer af stað og framhjá tveimur varnarmönnum og klínir hann í fjær.

Beint upp úr miðjunni!
86. mín MARK!
Atli Arnarson (Leiknir R.)
Ólafur Hrannar kom boltanum inn í teiginn...eftir hamagang og darraðadans dettur boltinn fyrir fætur Atla sem setur hann í markið af markteignum.
85. mín
Elfar kemur inná aftur vel vafinn höfuðtúrban.
83. mín
Langskot Atla fer beint í fang Magnúsar.
82. mín Gult spjald: Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Olnboginn hátt og í andlit Elfars.
81. mín
Inn:Gunnar Jökull Johns (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar búinn að vera teygja á sér reglulega hér undanfarið.
76. mín
Enn eitt Leiknishornið. Þau eru að nálgast 20 talsins.
75. mín
Arnar fær skotfæri af punktinum eftir skyndisókn en beint á Eyjólf.
74. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
74. mín
Atli með fallegt skot utan teigs sem Magnús slær í horn.
72. mín
Haukarnir náð að létta á pressunni og koma nú jafnvel ofar í pressu á Leiknismenn.
68. mín
Það er þolinmæðisverk að standa í vörn lunga leiks.

Haukaliðið virkar mjög þolinmótt lið!
65. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
63. mín
Pressa Leiknismanna er þung þessa stundina og Haukar eiga mjög erfitt með að komast út úr varnarstöðunni.
60. mín
Leiknismenn vilja víti hérna!

Gunnar fer í tæklingu á Ólafi Hrannari sem fellur. Vilhjálmur gefur til kynna að fyrst hafi verið snerting á boltann.

Tæpt. Mjög tæpt!
60. mín
Aron í flottu færi eftir undirbúning Arnars en skýtur framhjá af vítapunktinum.
59. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Haukar) Út:Sindri Hrafn Jónsson (Haukar)
57. mín
Aukaspyrna Sindra er slök.

Fer beint í vegginn.
56. mín Gult spjald: Sindri Hrafn Jónsson (Haukar)
Hleypur Sindra niður.

Skotfæri rétt utan teigs.
52. mín
Tómas Óli tvinnar sig í gegnum vörn heimamanna en Alexander stöðvar hann með tæklingu. Flott vörn þarna.
51. mín
Aron með skot að marki Leiknis sem Eyjólfur grípur.
50. mín
Atli með skot rétt framhjá utan teigs.

Leiknismenn byrja mjög sterkt hér í seinni hálfleik.
49. mín
Ólafur Hrannar fær fínt færi eftir sókn upp hægri vænginn en enn er Magnús fyrir.
46. mín
Inn:Kári Pétursson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Tvöföld skipting Leiknismanna í hálfleik.
46. mín
Inn:Atli Arnarson (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
46. mín
Leikur hafinn
Komið í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Leiknismenn miklu sterkari úti á vellinum en ná ekki að nýta sér það til marka.

Haukar skorað úr sínu eina færi.
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
44. mín Gult spjald: Alexander Helgason (Haukar)
Löppin of hátt og í andlit Eiríks.

Hárrétt.
43. mín
Dauðafæri Leiknis!

Flott skyndisókn skilar Tómasi Óla einum í gegn en Magnús bjargar með frábæru úthlaupi og slær í horn.

Óttar skallar hornið yfir úr flottu færi.
40. mín
Mikil pressa Leiknismanna þessa stundina, hér skallar Ólafur eitt horn enn í stöngina.
36. mín
Ingvar búinn að eiga erfitt varnarlega.

Birgir nær að komast framhjá honum og sendir inn í teig á Alexander en skallinn er laus og linur og Leiknismenn hreinsa.
33. mín
Elfar sloppinn í gegn en Gunnar rennir sér fótskriðu að honum. Af einhverjum ástæðum hoppar Elfar út úr tæklingunni og missir af boltanum.

Ég fullyrði að ef hann hefði staðið í fætur var þetta víti.
30. mín MARK!
Alexander Helgason (Haukar)
Stoðsending: Elton Renato Livramento Barros
Fyrsta færi heimamanna og það endar í netinu. Upp úr innkasti er krossað á vítapunkt þar sem Barros vinnur skallabolta og skellir á Alexander sem gefur sér góðan tíma og leggur boltann undir Eyjólf.
27. mín
Leiknismenn sterkari, búnir að fá 3 horn hérna á stuttum tíma sem þó ekkert verður úr.
22. mín
LEiknir í færi eftir mistök í vörn Hauka en Ólafur Hrannar neglir yfir af vítateignum.
21. mín
Nærri heppnismark Leiknismanna.

Boltinn hrekkur í Fannar upp úr aukaspyrnu Ingvars en Magnús nær að grípa boltann.
20. mín
Ákaflega rólegt yfir leiknum þessa stundina...liðin skiptast á að hafa boltann en skapa lítið.
13. mín
Leiknir spila 4-4-2 með demanti í kvöld.

Eyjólfur

Eiríkur - Óttar - Halldór - Ingvar

Fannar

Daði - Sindri

Tómas

Óli Hrannar - Elfar
12. mín
Fyrsta færið.

Eiríkur á flotta sendingu á fjær þar sem Tómas Óli er í ákjósanlegu færi en skallar framhjá.
10. mín
Haukar eru að spila 5-4-1 svona við fyrstu sýn.

Magnús

Birgir - Gunnlaugur - Alexander S. - Gunnar - Sindri.

Arnar - Dagur - Aron - Alexander H.

Barros
7. mín
Leiknismenn farnir að stýra leiknum og ýta Haukum aftar á völlinn.
4. mín
Leikurinn byrjar fjörlega, bæði lið búin að fá horn.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrsti leikur Dags Dan í byrjunarliði Hauka. Hann er á eldra ári í 3.flokki.
1. mín
Lögð af stað í Hafnarfirði.
Fyrir leik
Haukar sækja í átt að Hafnarfirði og Leiknismenn til Keflavíkur.
Fyrir leik
Liðin komin inná... Haukar rauðir og Leiknismenn hvítir.

Fyrir leik
Dómarateymið er þannig skipað í kvöld.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar, á flöggunum eru Oddur Helgi Guðmundsson og Gylfi Tryggvason. Til vara er Adolf Þ. Andersen og eftirlitsdómarinn er Einar K. Guðmundsson.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 1-0 sigri Leiknis í Breiðholtinu.

Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið.
Fyrir leik
Sigur Leiknis myndi halda nauðarhaldi í þá litlu von að komast upp um deild.

Sigur Hauka ætti endanlega að tryggja veru þeirra í Inkasso deildinni áfram.
Fyrir leik
Í dag eigast við liðin í 5.sæti deildarinnar (Leiknir með 27 stig) og 7.sætinu (Haukar með 23 stig).

Fyrir leik
Velkomin á Ásvelli í beina textalýsingu frá leik Hauka og Leiknis í 19.umferðar Inkassodeildarinnar.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('46)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('46)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Fannar Þór Arnarsson
80. Tómas Óli Garðarsson ('74)
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
7. Atli Arnarson ('46)
9. Kolbeinn Kárason ('74)
10. Sævar Atli Magnússon
15. Kristján Páll Jónsson
21. Kári Pétursson ('46)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Jörundur Áki Sveinsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson

Gul spjöld:
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld: