Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
4
0
Fylkir
Svava Rós Guðmundsdóttir '14 1-0
Esther Rós Arnarsdóttir '17 2-0
Hildur Antonsdóttir '19 3-0
Olivia Chance '76 4-0
01.09.2016  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Gott veður, flottur völlur. Ekki hægt að biðja um meira.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('79)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('73)
22. Rakel Hönnudóttir ('45)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Olivia Chance ('45)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('79)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur Blikasigur er staðreynd. Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Fanndís tekur aukaspyrnu rétt utan teigs en boltinn fer hátt yfir markið.
88. mín
Tinna Bjarndís virðist fá boltann nokkuð klárlega í hendina innan teigs en Elías dæmir ekkert.
85. mín
Selma Sól á skot af löngu færi sem fer yfir markið. Leikurinn hefur dottið svolítið niður.
79. mín
Inn:Tinna Björk Helgadóttir (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Bæði lið gera sínar síðustu breytingar.
79. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Sólveig er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
76. mín MARK!
Olivia Chance (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
MARK!

Blikar bæta við. Svava fer upp hægri vænginn og leggur boltann á varamaninn, Olivia Chance sem skorar með skoti í bláhornið.
74. mín
Íris Dögg reynir skot af löngu færi sem fer beint í fangið á Sonný.
73. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting Blika.
70. mín
Kristín Erna fær langbesta færi Fylkis í leiknum. Vörn Blika sofnar á verðinum og hún er ein, rétt utan teigs en skotið hennar fer yfir markið.
66. mín
Inn:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir) Út:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir)
Önnur skipting Fylkismanna.
66. mín
Esther kemst í fínasta færi rétt utan teigs en Audrey ver enn og aftur vel.
62. mín
Löng sókn Blika endar með skoti Hildar sem endar í fanginu á Audrey.
60. mín
Inn:Íris Dögg Frostadóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins.
59. mín
Olivia Chance er í mjög góðri stöðu rétt innan teigs en Audrey ver skotið hennar virkilega vel.
56. mín
Hallbera á fyrirgjöf sem Audrey missir fyrir fætur Svövu. Audrey gerir hins vegar vel í að verja síðan frá Svövu.
52. mín
Fanndís sleppur enn og aftur upp vænginn en nú sér Audrey við skotinu hennar úr þröngu færi.
51. mín
Fanndís á aukaspyrnu sem fer á Málfríði Ernu í mjög góðu færi en henni tekst ekki að leggja boltann fyrir sig og Fylkisstúlkur ná að lokum að bjarga.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Olivia Chance (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Rakel meiddist eitthvað í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik með öll tök á þessum leik og sanngjarna þriggja marka forystu.
44. mín
Eftir sókn frá hægri hjá Blikum hafnar boltinn á Esther sem á lausan skalla sem Audrey grípur.
40. mín
Svava Rós fer upp vænginn og boltinn hafnar á Rakel Hönnudóttir sem á skot af mjög stuttu færi sem varnarmaður kemst í og boltinn fer í horn.

Málfríður Erna skallar svo hornspyrnu Hallberu yfir.
37. mín
Fanndís fær boltann um 25 metrum frá marki Fylkis og hún lætur bara vaða en boltinn fer framhjá markinu.
33. mín
Rakel er staðin upp og fer hún haltrandi inn á völlinn. Hún virðist ætla að halda leik áfram.
31. mín
Leikurinn heldur áfram á meðan Rakel fær aðhlynningu.
29. mín
Esther Rós leggur boltann á Rakel Hönnudóttur sem er í dauðafæri, ein gegn Audrey en markmaðurinn nær til boltans áður en Rakel nær skotinu. Rakel liggur eitthvað eftir, meidd eftir þessi viðskipti.
28. mín
Fylkisliðið er aðeins búið að taka við sér. Blikar meira með boltann en varnarleikur Fylkis ræður betur við heimamenn núna.
23. mín
Blikar fara upp hægri kantinn en Esther skallar fyrirgjöf Svövu yfir markið.
19. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MAAARK!!

Úff. Hvar endar þetta?

Fanndís fer upp völlinn og á góða sendingu á Hildi sem klárar með hnitmiðuðu skoti. Fylkisliðið er hrunið á meðan Breiðablik vann síðasta leik sinn 8-0.
17. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
MAAAAAAAAAAAAARK!!

Einstefnan heldur áfram. Rakel á nú skot sem Audrey ver en beint fyrir fætur Esther sem getur ekki annað en skorað.

Maður er farinn að hafa áhyggjur af Fylkisliðinu í þessum leik.
14. mín MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Þarna kom það. Það var spurning hvenær en ekki hvort þetta mark kæmi. Falleg sókn Blika endar með rosalega góðri sendingu frá Rakel sem Svava afgreiðir svona líka vel. Þetta mark var búið að liggja í loftinu í langan tíma.
13. mín
Aftur Fanndís, fer á vörnina og á fast skot sem Lovísa Sólveig stekkur fyrir og boltinn fer í horn.

Audrey greip svo hornspyrnuna og hreina lak Fylkis er enn til staðar.
12. mín
Fanndís ræðst á vörn Fylkis, fer framhjá Maríu Rós og á skot sem Audrey grípur í annari tilraun. Leikurinn er eign Breiðabliks.
11. mín
Arna Dís á fyrirgjöf sem fer rétt yfir markið. Audrey var í vandræðum með þennan bolta.
10. mín
FÆRI!

Hallbera á hornspyrnu sem hafnar á Esther sem er í mjög góðu færi á fjærstöng en hún hittir boltann illa og fer hann í hliðarnetið. Blikar að herða tökin.
8. mín
Esther Rós fer upp hægri vænginn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Svava Rós rétt missti af. Svava var í mjög góðri stöðu þarna og hefði þetta svo sannarlega getað farið verr fyrir Fylki.
6. mín
Breiðablik er töluvert meira með boltann en Fylkisliðið hefur varist ágætlega hingað til.
4. mín
Allra fyrstu mínútur leiksins eru rólegar. Það verður gaman að sjá hvað þetta Fylkislið getur gert á einum alerfiðasta útivelli landsins.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað! Fylkir byrjar með boltann og sækir í áttina að Fífunni.
Fyrir leik
Nú ganga liðin inn á völlinn og fer þetta allt saman senn að byrja.
Fyrir leik
Sandra Sif Magnúsdóttir er ekki með Fylki í dag en hún er fyrrum leikmaður Breiðabliks og einn besti leikmaður Fylkis.
Fyrir leik
Hildur Antonsdóttir byrjar í dag en hún hefur aðallega verið á bekknum síðan hún kom frá Val. Olivia Chance sest á bekkinn.
Fyrir leik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ekki með Blikum í dag en hún skipti yfir í Kópavoginn frá Fylki.

Spurning hvort það hafi verið í samningnum hennar að hún mætti ekki spila þennan leik.
Fyrir leik
Fylkir er ekki enn sloppið við fall úr deildinni. Liðið er í 6. sæti með 13 stig, fjórum stigum fyrir ofan KR sem er í fallsæti sem stendur.
Fyrir leik
Breiðabliksliðið gerði sér lítið fyrir og komst í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar um helgina. Þær mæta þær Rosangard frá Svíþjóð.
Fyrir leik
Blikar fengu góðar fréttir í toppbaráttunni í gær en þá vann Valur, Stjörnuna með marki í blálokin. Það þýðir að Breiðablik getur minnkað muninn á toppnum í tvö stig.
Fyrir leik
Góðan dag! Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('60)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
15. María Rós Arngrímsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('66)
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('79)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Tinna Björk Helgadóttir ('79)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
23. Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir
24. Helga Þórey Björnsdóttir
27. Íris Dögg Frostadóttir ('60)

Liðsstjórn:
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Hafsteinn Steinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Óðinn Svansson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Ragnheiður Ágústa Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: