Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man Utd
4
4
Everton
0-1 Nikica Jelavic '34
Wayne Rooney '41 1-1
Ander Herrera '57 2-1
Juan Mata '61 3-1
3-2 Marouane Fellaini '67
Wayne Rooney '70 4-2
4-3 Nikica Jelavic '83
4-4 Steven Pienaar '85
22.04.2012  -  11:30
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Jones
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
2. Rafael
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria
8. Juan Mata
10. Wayne Rooney
16. Michael Carrick
21. Ander Herrera
22. Henrikh Mkhitaryan
26. Shinji Kagawa ('89)
27. Marouane Fellaini ('86)

Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
4. Phil Jones ('86)
11. Adnan Januzaj
11. Anthony Martial ('89)
12. Chris Smalling
18. Ashley Young
40. Ben Amos (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Marcos Rojo ('47)

Rauð spjöld:
95. mín
Þetta er komið í hendurnar á Manchester City! Ef City vinnur þá leiki sem eftir eru þá verða þeir meistarar, ótrúleg umskipti. City mætir United á mánudaginn í næstu viku á Etihad-vellinum.
95. mín
LEIK LOKIÐ 4-4! Ótrúlegur leikur! Þvílík vonbrigði fyrir Manchester United.
95. mín
Þvílík markvarsla hjá Tim Howard!! Varði skot frá Rio Ferdinand.
89. mín
Inn:Anthony Martial (Man Utd) Út:Shinji Kagawa (Man Utd)
Guðmundur Benediktsson, Stöð 2 Sport:
Þetta er lang lang skemmtilegasta deild heims!
86. mín
Inn:Phil Jones (Man Utd) Út:Marouane Fellaini (Man Utd)
85. mín MARK!
Steven Pienaar (Everton)
EVERTON JAFNAR!! Lélegur varnarleikur hjá Jonny Evans sem rennur í teignum. Everton hefur náð að jafna, það gerði Pienaar af stuttu færi.
84. mín
Inn:Tim Cahill (Everton) Út:Sylvain Distin (Everton)
83. mín MARK!
Nikica Jelavic (Everton)
Króatinn með sitt annað mark! Þvílíkur leikur... þetta er ekki búið! Boltinn datt til hans í teignum og hann hamraði hann í netið. Sjö mínútur eftir af hefðbundnum leiktíma.
82. mín
Patrice Evra kom fljúgandi á fjærstönginni en skalli hans fór í stöngina!
78. mín
Nani, Welbeck og Rooney hafa náð gríðarlega vel saman hérna í seinni hálfleik. Hefur verið unaður að fylgjast með þeim.
Egill Einarsson:
Var einhver í vafa að við myndum loka þessu?
70. mín MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Welbeck og Rooney að ná þvílíkt vel saman! Rooney er á eldi, fékk hnitmiðaða sendingu frá Welbeck og kláraði vel. Það er erfitt að sjá Everton koma til baka núna.
Gísli Baldur:
Krefst þess að það verði gerð stytta af túrbana-frændunum sem sitja við hliðina á bekknum á Trafford. Orðnir að kennileiti þarna.
67. mín MARK!
Marouane Fellaini (Everton)
Það er spenna!! Fellaini að minnka muninn með hnitmiðuðu skoti! Hörkuskot sem endaði í stönginni og inn!
64. mín
Inn:James McFadden (Everton) Út:Leon Osman (Everton)
61. mín MARK!
Juan Mata (Man Utd)
Mögnuð sókn hjá heimamönnum!! Spiluðu Everton sundur og saman sem endaði með því að Danny Welbeck renndi knettinum á Nani sem kláraði listilega vel.
59. mín Gult spjald: Phil Neville (Everton)
57. mín MARK!
Ander Herrera (Man Utd)
Englandsmeistararnir hafa tekið forystuna! Danny Welbeck skoraði með hreint mögnuðu skoti fyrir utan teig. Glæsilega gert hjá honum.
47. mín Gult spjald: Marcos Rojo (Man Utd)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
Andri Júlíusson:
Gaui Þórðar ef þú ert að horfa nenniru að hringja í vin þinn Alex og segja honum að kippa Welbeck út í hálfleik? #arfaslakur #
45. mín
Hálfleikur - Staðan jöfn í hálfleik 1-1.
45. mín Gult spjald: Sylvain Distin (Everton)
Distin fékk dæmda á sig aukaspyrnu. Eftir hana átti Danny Welbeck skalla sem fór naumlega framhjá.
Óttar Bjarni Guðmundsson, leikmaður Leiknis:
auðvitað neville sem bara vildi ekki dekka rooney og gaf mark #samsæri #nevillesister
41. mín MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Wayne Rooney hefur jafnað leikinn!! Nani með öfluga fyrirgjöf og Rooney náði að setja ennið í boltann og skora! United hefur nú jafnað markamet United allra tíma. Hefur skorað jafnmörg mörk og George Best og Dennis Viollet.
38. mín
Króatíski sóknarmaðurinn Jelavic var þarna að skora sitt fimmta mark fyrir Everton síðan hann kom frá Glasgow Rangers í janúar. Öflugur leikmaður.
36. mín
Mátti engu muna að Scholes myndi jafna! Átti skot af löngu færi sem fór í fjóra á leiðinni áður en Tim Howard náði með heppni að verja.
34. mín MARK!
Nikica Jelavic (Everton)
Þvílíkt og annað eins!! Everton hefur komist yfir með skallamarki frá Jelavic! Tony Hibbert með fyrirgjöf frá hægri, Jelavic á fjærstönginni og skallaði boltann yfir Dea Gea. Spurning hvort þetta veki Man Utd??
Orri Sigurður Ómarsson:
Er eg samt sa eini sem finnst welbeck bara ekkert godur? #ekkisyntneitt
Jóhann Skúli Jónsson:
Þessi sóknarleikur hjá United finnst mér engan veginn boðlegur.
19. mín
Leikurinn hefur verið mjög bragðdaufur fyrir utan tvö færi hjá Everton í byrjun. Allt með kyrrum kjörum á Old Trafford.
6. mín
Jelavic með frábæran sprett og átti skot á markið en auðvelt viðureignar fyrir David de Gea. Everton byrjar betur.
3. mín
Everton gæti reynst bananahýði fyrir Manchester United sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær. Það getur allt gerst. Everton hefur nokkra mjög hættulega leikmenn.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað á Old Trafford.
Fyrir leik
Byrjunarlið og varamenn má sjá hér til hliðar. Það verður fróðlegt að sjá hversu peppaður Darron Gibson kemur til leiks hjá Everton en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United þar sem hann var ekki vinsæll meðal stuðningsmanna.
Fyrir leik
Þetta er leikur í fjórðu síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Sem stendur er United með fimm stiga forystu á Manchester City en liðin mætast í næstu umferð.

City á leik við Wolves klukkan 15 í dag. Erfitt að sjá þá ljósbláu fá eitthvað annað en þrjú stig úr þeim leik.
Fyrir leik
Það eru margir dómarar í ensku úrvalsdeildinni taldir slakir. Sá sem dæmir í dag er einn sá allra slakasti, Mike Jones.
Fyrir leik
Rio Ferdinand er að spila sinn 450. byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Young hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir dýfur sínar og byrjar á bekknum í dag. Ef hann kemur inn sem varamaður þá spilar hann 200. úrvalsdeildarleik sinn.

Leighton Baines, varnarmaður Everton, var í enskum fjölmiðlum í morgun orðaður við Manchester United en hann spilar ekki leikinn í dag eftir að hafa meiðst gegn Liverpool í bikarnum um síðustu helgi.
Fyrir leik
Komið þið sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Manchester United og Everton sem hefst klukkan 11:30.

Byrjunarlið Everton: Howard, Hibbert, Heitinga, Jagielka, Distin, Neville, Gibson, Fellaini, Pienaar, Osman, Jelavic

Byrjunarlið Man United: De Gea, Rafael, Evans, Ferdinand, Evra, Valencia, Carrick, Scholes, Nani, Rooney, Welbeck
Byrjunarlið:
24. Tim Howard (m)
2. Tony Hibbert
4. Darron Gibson
5. John Heitinga
6. Phil Jagielka
7. Nikica Jelavic
15. Sylvain Distin ('84)
18. Phil Neville
21. Leon Osman ('64)
22. Steven Pienaar
25. Marouane Fellaini

Varamenn:
1. Ján Mucha (m)
11. Denis Stracqualursi
14. James McFadden ('64)
17. Tim Cahill ('84)
19. Magaye Gueye
20. Ross Barkley
28. Victor Anichebe

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sylvain Distin ('45)
Phil Neville ('59)

Rauð spjöld: