Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
1
0
Fjarðabyggð
Andri Rúnar Bjarnason '61 1-0
Alexander Veigar Þórarinsson '69 , misnotað víti 1-0
03.09.2016  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Jósef Kristinn Jósefsson ('66)
3. Marko Valdimar Stefánsson
3. Edu Cruz
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
11. Juanma Ortiz ('76)
24. Björn Berg Bryde
30. Josiel Alves De Oliveira
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('84)

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic
7. Will Daniels ('84)
9. Matthías Örn Friðriksson ('66)
17. Magnús Björgvinsson ('76)
25. Aron Freyr Róbertsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
GRINDAVÍK ER KOMIÐ Í PEPSI-DEILDINA!! (Staðfest)

Fullt af viðtölum og skýrsla á leiðinni.

Til hamingju Grindavík.
89. mín
Fransisco Cruz og Uros fara saman upp í bolta og markmaðurinn lendir illa og liggur eftir meiddur.

Eftir aðhlynningu heldur hann svo leik áfram.
84. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar skoraði eina mark leiksins.
84. mín
Inn:Aron Gauti Magnússon (Fjarðabyggð) Út:Loic Mbang Ondo (Fjarðabyggð)
76. mín
Inn:Hlynur Bjarnason (Fjarðabyggð) Út:Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)
Víkingur verið besti maður gestanna í dag.
76. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Juanma Ortiz (Grindavík)
Ortiz vann vítið og var sprækur.
74. mín
Josiel leggur boltanum á Alexander Veigar sem reynir skot utan teigs sem fer beint í fangið á Uros.
70. mín
Víkingur er búinn að vera manna hættulegastur hjá gestunum. Hann fær boltann á vinstri vængnum, ræðst á vörnina áður en hann reynir skot sem Marko gerir stórglæsilega í að kasta sér fyrir.
69. mín Misnotað víti!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Uros gjörsamlega étur Alexander!!! Fast víti sett niðri hægra megin en Slóveninn gerir virkilega vel í að verja frá honum.
68. mín
VÍTI! Juan Ortiz nær til boltans og Uros brýtur augljóslega á honum.
68. mín
Sem stendur er Grindavík 11 stigum fyrir ofan 3. sæti og eru aðeins þrír leikir eftir í deildinni.
66. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jósef er augljóslega ekki alveg heill heilsu.
64. mín
Víkingur Pálmason er í kapplaupi við Jajalo, markmann Grindvíkinga. Markmaðurinn er á undan í boltann og kemur með góða tæklingu og bjargar.
61. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Alexander Veigar Þórarinsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!

Þetta er búið að liggja í loftinu síðustu mínútur. Alexander á fyrirgjöf á Andra Rúnar sem skorar með skalla af stuttu færi.

GRINDAVÍK ER Á LEIÐINNI Í PEPSI-DEILDINA
60. mín
Aftur er Grindavík nálægt því að skora!

Ortiz á góða fyrirgjöf á Gunnar Þorsteins sem er í úrvals færi en skotið hans fer naumlega framhjá.
59. mín
Aftur er Andri Rúnar í færi, nú á hann skot sem hafnar í Haraldi Þór. Grindvíkingar loksins byrjaðir að skapa meira.
58. mín
Sókn hjá Grindavík!

Fyrst á Andri Rúnar skot sem Ingiberg bjargar á línu áður en hann leggur boltanum á Ortiz sem er í úrvalsfæri en sóknarmaðurinn hittir ekki boltann. Loksins alvöru færi.
57. mín
Inn:Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð) Út:Elvar Þór Ægisson (Fjarðabyggð)
Fyrsta skipting leiksins.
56. mín
Jósef er staðinn upp og er ennþá inni á vellinum. Hann virðist hins vegar draghaltur.
53. mín
Jósef Kristinn Jósefsson er eitthvað meiddur og fær aðhlynningu. Honum finnst mjög vont að stíga í löppina og er ég alls ekki viss um að hann haldi leik áfram.
52. mín
Sama saga í upphafi seinni hálfleiks. Grindavík meira með boltann en ennþá vantar að skapa þetta alvöru færi.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað

Vonum að við fáum aðeins meiri skemmtun í seinni hálfleiknum!

Annars er Leiknir F. að vinna Þór 2-0. Svo Pepsi-deildar sætið er svo gott sem komið, þó að Grindavík nái ekki að skora í dag.
45. mín
Frekar döprum fyrri hálfleik er nú lokið. Grindavík var mikið, mikið meira með boltann en skapaði sér lítið á meðan gestirnir lágu vel til baka og voru lítið að fara yfir miðju.
43. mín
Ásgeir á fyrirgjöf sem Juan Ortiz reynir að stýra að marki með bakfallspyrnu en hún fór vel framhjá.
40. mín
Grindavík hefur verið eitt alskemmtilegasta lið deildarinnar í ár og spilað blússandi sóknarbolta með góðum árangri og skapað fullt af færum, skorað mörk og verið skemmtilegt að horfa á. Það hefur hins vegar vantað í dag.

Grindvíkingar eru meira með boltann og eru að sækja meira en það vantar að búa til betri færi og opna vörn gestanna meira. Óvenju flatt hjá heimamönnum.
37. mín
Grindvíkingar taka snögga aukaspyrnu og Jósef Kristinn er allt í einu kominn í fínt færi en sem fyrr er Uros sterkur í markinu.
31. mín
Grindavík hefur ekki alveg náð upp sömu spilamennsku og oft áður í sumar. Spurning hvort það sé full mikil spenna í leikmönnum enda Pepsi-deildarsæti (Staðfest) með sigri.
24. mín
Gestirnir koma hættulegri fyrirgjöf frá markinu en beint fyrir fætur Gunnars Þorsteinssonar sem á skot utan teigs sem fer vel yfir markið.
21. mín
Grindvíkingar hafa verið töluvert sterkari aðilinn hingað til í leiknum. Það hefur hins vegar vantað örlítið uppá að skapa alvöru færi.
17. mín
Dimitrov Zelkjo á skot langt utan af velli sem endar einhverstaðar í sjónum í Grindavík.
14. mín
Færi hjá gestunum. Víkingur Pálmason á sendingu á miðvörðinn og fyrirliðann, Andra Þór Magnússon sem á skot naumlega framhjá.
10. mín
Josiel leggur boltanum á Gunnar sem er í mjög góðu en nokkuð þröngu færi og gerir Uros vel í að loka rammanum og verja í horn.
5. mín
Önnur sókn hjá Grindavík, þessi endar með að Josiel á sendingu á Gunnar Þorsteins sem er í fínni fyrirgjafastöðu en fyrsta snertingin hans er of þung og boltinn fer í markspyrnu
1. mín
Grindvíkingar byrja með látum. Juan Ortiz reynir skot utan teigs sem Uros þarf að slá frá. Gott skot.
1. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar byrja með boltann og sækja í áttina að bláa lóninu.
Fyrir leik
Ekki alveg nógu ánægður með Grindvíkinga. Liðið getur tryggt sér sæti í Pepsi deildinni með sigri í dag en stúkan er ekki nærrum því full.
Fyrir leik
Nú eru liðin að koma á völlinn og er þessi stórleikur að fara af stað. Afskaplega áhugaverðar 90 mínútur af fótbolta framundan.
Fyrir leik
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik þeirra. Fjarðabyggð komst í 2-0 áður en Grindavík kom til baka og jafnaði.
Fyrir leik
Grindavík hefur unnið sex af síðustu átta leikjum sínum á meðan Fjarðabyggð hefur ekki unnið síðan 16. júní. Fjögur jafntefli og þrjú töp hafa fylgt eftir það.
Fyrir leik
Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór í síðasta leik en Sveinn Fannar Sæmundsson, Andri Þór Magnússon og Haraldur Þór Guðmundsson koma allir inn í byrjunarliðið frá þeim leik.
Fyrir leik
Fransisco Cruz kemur inn í lið Grindavíkur frá jafnteflinu á móti Selfossi í síðasta leik. Rodrigo Gomes Mateo er ekki með í dag.
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir leikinn í dag. Það þýðir ekkert annað en Pepsi-deildar þjálfara í svona verkefni.
Fyrir leik
Á meðan er Fjarðabyggð í mikilli baráttu hinum megin í deildinni. Liðið er sem stendur í 11. sæti sem er fallsæti. Fjarðabyggð hefur verið í basli í sumar, aðeins unnið þrjá leiki en þeir geta rifið sig úr fallsæti með sigri í dag.
Fyrir leik
Grindavík kemst í Pepsi deildina með sigri hér í dag en jafntefli getur svo gott sem tryggt þeim sæti í deild þeirra bestu ef Þór misstígur sig gegn Leikni F. en sá leikur hefst á sama tíma.
Fyrir leik
Já komið þið öll sæl og blessuð. Hér verður fylgst með leik Grindavíkur og Fjarðabyggð í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Uros Poljanec (m)
2. Emil Stefánsson
5. Ingiberg Ólafur Jónsson
7. Loic Mbang Ondo ('84)
10. Elvar Þór Ægisson ('57)
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason ('76)
13. Hákon Þór Sófusson
19. Dimitrov Zelkjo
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
23. Haraldur Þór Guðmundsson

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
6. Stefán Þór Eysteinsson ('57)
8. Aron Gauti Magnússon ('84)
9. Hlynur Bjarnason ('76)
20. Brynjar Már Björnsson

Liðsstjórn:
Sigurjón Egilsson (Þ)
Víglundur Páll Einarsson (Þ)
Matthías J Spencer Heimisson
Bjartur Sæmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: